Tíminn - 10.08.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.08.1996, Blaðsíða 3
Laugardagur 10. ágúst 1996 3 Um 50% veröhœkkun kartaflna hœkkar húsnœöisskuldir landsmanna um 350 milljónir: „ Kartöflu verðbólgan" nú mánuði fyrr á ferðinni Vísitala neysluverös hækkaöi um 0,6% milli júlí og ágúst, sem umreiknaö til árs svarar til hátt í 8% veröbólgu. Segja má aö þetta sé hluti árlegar „kartöfluveröbólgu", því 52% hækkun á kartöfluverði er mesti einstaki áhrifavaldur- inn. Kartöflumar hækkuöu líka um 52% í fyrra, en sú hækkun kom bara mánuöi seinna inn í vísitöluna. Hækk- un vísitölunnar nú stafar aö 2/3 hlutum af verðhækkun matvæla; grænmeti og ávextir hækkuöu nokkuö eins og venjulega á þessum árstíma og þar viö bætist síðan 25% hækkun á sykri. Þaö sem á vantar má rekja til hækkunar á vibhaldskostnaöi húsnæöis og á húshitunarkostnaði. Áhrif þessarar 50% verðhækk- unar kartaflna á lánskjaravísi- töluna valda því að húsnæðis- skuldir heimilanna hækka í kringum 350 milljónir — en fyr- ir þá upphæð mætti líklega kaupa um 10 kílóa poka af kart- öflum á hvert mannsbarn í landinu. Þessi mörg hundmð milljóna skuldahækkun mun hins vegar væntanlega ganga til baka þegar kartöfluverðið lækk- ar á ný með haustuppskerunni. Vísitala neysluverðs hefur að- eins þrisvar sinnum áður á síð- ustu þrem ámm hækkað svona mikið á einum mánuði, sam- kvæmt útreikningum Hagstof- unnar. Síðasta tilfellið var í maí í vor, þegar bensínverð hækkaði um hátt í 6%. Þannig að nærri lætur að 50% verðhækkun kart- aflna hafi ámóta áhrif á vísitöl- una og 5% verðhækkun á bens- íni. Formabur Sjálfsbjargar í Reykjavík: Gætu eins einkavætt SVR Sigurrós Sigurjónsdóttir, for- mabur Sjálfsbjargar í Reykja- vík, segir vegna framkominna tillagna um einkavæbingu Feröaþjónustu fatlaðra aö hún sé þeim hugmyndum algjör- lega andvíg. „Þaö yröi ekki til góbs. Ef bjóöa á þetta út væri alveg eins hægt aö bjóöa SVR út." Sigurrós sagöi umfang ferða- þjónustunnar hafa stóraukist síðustu árin og væntanlega væm á annað hundrað manns sem nytu hennar. -BÞ Síaukinn umferöarþungi kallar á sterkari undirlög: Tilraun með sements- bundin undirlög undir þjóbvegi landsins Umferðarálag á þjóbvegi lands- ins vex hrööum skrefum ár frá ári. Er nú svo komið víða, sér- staklega á hringveginum ná- lægt þéttbýli, aö venjulegur malarundirburður undir klæöningu nægir ekki til þess aö þola síaukinn umferðar- þunga. Þess vegna hefur vega- geröin á síbustu ámm farið ab styrkja undirlögin meö bindi- efhum. Hún hefur einkum not- ab bik, þ.e. tjömbindiefni, en erlendis er víöa algengara ab nota sement. Sementverksmiðjan hf. hefur ásamt íslenskum aðalverktökum sf. haft forgöngu um tilraunir með sementfestu hér á landi, t.d. var gerð tilraun með sementfesm fyrir nokkmm ámm á veginum að Höfnum á Reykjanesi. Nú stendur einnig til í samvinnu við fyrirtækið Merkúr hf. sem er um- boðsaðili fyrir vélbúnað til vega- gerðar, að gera tilraun með se- mentfesm á 5 km kafla í Langadal skammt frá Blönduósi. Aðspurður segir dr. Guðmundur Guðmunds- son hjá Sementverksmiðjunni se- ment vera samkeppnisefni við tjöruna sem bindiefni í undirlög vega, hvort þeirra sé betra eigi tíminn eftir að leiða í ljós en hann bendir á að sementið er ís- lenskt efni. -gos Menningarnótt í Reykjavík: Viötökur fyrirtækja mjög góöar Ab sögn Kristínar Ámadóttur, formanns framkvæmda- stjómar vegna Menningar- nætur í Reykjavík á afmæli borgarinnar þann 18. ágúst, hafa fyrirtæki tekib vel á móti þeirri hugmynd ab taka þátt í afmælishátíöahöldunum. Kristín segir menningarnótt sem þessa tíðkast víðast hvar á Norðurlöndunum. „En þó að þetta heiti menningarnótt þá em ýmsir viðburðir sem byrja fyrr," og þurfa kvöldsvæfir því ekki að óttast að þeir missi af herlegheitunum. Til dæmis opnar Harpa Björnsdóttir sýningu á Sjónar- hóli kl.20. Kl.21 verða tónleikar í Nýlistasafninu. Lokasýning Götuleikhússins verður kl.22 á Ingólfstorgi. Kl.23 hefst hátíðardagskrá í Ráðhúsinu. Þar verður kórsöng- ur, m.a. 60 barna barnakór frá Hong Kong. „Síðan eigum við von á einhverjum borgarfulltrú- um þangað í heimsókn sem viö vonumst til að sýni á sér aðra hlið en við eigum að venjast." Margt fleira veröur borgarbú- um til skemmtunar þessa nótt. Kl. 1 veröur nætursýning á Gunnlaugs sögu Ormstungu í Skemmtihúsinu. Þá verður ljós- myndamaraþon í samvinnu við Hans Petersen og ýmsar bóka- búðir, hljómplötuverslanir og gallerí verða opin fram eftir kvöldi. Þá er vonast til þess að veitingahúsin verði með tónlist- arflutning eða annað í þeim dúr fyrir matargesti. Þess má geta að bílastæði í Ráðhúskjallaranum og Kola- portinu verða opin og ókeypis þess nótt. ■ júlíus Hafsteini, formaöur Ólympíunefndarinnar, telur eölilegt aö afreksfólki í íþróttum sé gert jafnt hátt undir höföi og skákmönnum: Á ab setja afreks- fólk í íþróttum á launaskrá ríkisins? Júlíus Hafstein, fonnaöur Ólympíunefndar íslands, seg- ist sammála því sem komið hefur fram í viðtölum viö Ólympíufarana, m.a. Jón Arn- ar Magnússon og Guörúnu Amardóttur, aö sálræna þætt- inum í þjálfun þeirra sé ábóta- vant. „Sálfræðilega þáttinn í þjálfun á íslandi vantar alveg, viö höfum vanmetið þennan þátt í íslenskri íþróttahreyf- ingu. Þetta er alveg sambæri- legt viö tónlistarmenn sem em kannski að undirbúa sig í tvö ár fyrir einhverja stóra kons- erta, sé sálræni þátturinn ekki í lagi þá klárast málib ekki al- mennilega." „En það er alveg ljóst að inn í þetta mál verða að koma opin- berir aðilar, með sama hætti og þeir styrkja t.d. skákmenn. Það eru u.þ.b. 10 skákmenn á laun- um hjá hinu opinbera sam- kvæmt samþykkt alþingis. Ég spyr: Hvers vegna er ekki hægt að gera það við aðra íþrótta- menn sem skara jafn glæsilega fram úr? Skipulagður stuðningur við afreksfólk í íþróttum er ekki til staðar. Það virðist ekki hafa verið áhugi fyrir því hjá ríkis- valdinu fram til þessa," sagði Júlíus í samtali við Tímann en virtist bjartsýnn á að sá áhugi ]úlíus Hafstein. gæti vaknað. Júlíus segir sveitarfélögin hafa staðið sig mun betur í aö hlúa að íþróttastarfsemi en telur að stóm fyrirtækin í landinu eigi einnig að styðja við bakið á afreks- mönnum í íþróttum. „Þessir íþróttamenn em óbeinar auglýs- ingar fyrir vömr og þjónustu stóm fýrirtækjanna í landinu sem em að selja ísland með ein- um eða öðmm hætti." Aðspurður um hvort ekki liggi beinna við að íþróttahreyfingin forgangsraði útgjöldum innan sinna vébanda fremur en að krefjast frekara fjármagns frá rík- isvaldinu sagði Júlíus að því væri Flestir kvikmyndatitlar frumsýndir á Islandi af Noröurlöndunum: Islenskar myndir meb 2,5% hlutdeild Samkvæmt fréttamiölinum Landi og sonum, sem Félag kvikmyndagerðarmanna gefur út, er markaðshlutdeild inn- lendra kvikmynda afar mis- munandi á Noröurlöndunum. Islenskar myndir em á botnin- um: þær hafa einungis 2,5% hlutdeild á íslenska kvik- myndamarkabnum. Þó ber ab geta þess ab hér em fmmsýndir flestir titlar, eba um 200 á ári. Svíþjóö og Danmörk skera sig úr en þar höfðu innlendar kvik- myndir 15- 20% markaðshlut- deild á ámnum 1993- 4. Norskar og sænskar myndir höfðu hins vegar álíka litla markaðshlutdeild í heimalöndum sínum og íslensk- ar, eða um 4%. Það var Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn sem fram- kvæmdi þessa markaðskönnun og hún er ekki talin gefa misvísandi niðurstöður varðandi hlutdeild ís- lenskra kvikmynda því hér vora framsýndar 4 íslenskar kvik- myndir á árunum 1993- 4: Stuttur frakki, Hin helgu vé, Bíódagar og Skýjahöllin, og voru þrjár þeirra ágætlega sóttar. Áhugi íslendinga á bíómenningunni er þó gríðar- legur, og mun meiri en hjá ná- grönnum okkar á Norðurlöndun- um. Hver íslendingur sér að með- altali 4,9 myndir á ári, Norömenn 2,5 myndir, Svíar 1,8 mynd, Dan- ir 1,5 en Finnar einungis 0,9 myndir á ári. ■ ekki að leyna hún þyrfti einnig að skoða ákveðna híuti hjá sér. Júlíus segir ab ekki verbi geng- ið beint í að rába sálfræðinga til ab efla þá hlið íþróttaþjálfunar á íslandi. Hins vegar muni menn strax á næstu vikum fara að leggja línurnar og kanna hvaba leiðir séu færar í þessum efnum. „Jóhann Ingi Gunnarsson, handknattleiksþjálfari og sál- fræðingur, í Læknaráði Olymp- íunefndar íslands, er maður sem við gætum hugsanlega nýtt. Hann hefur bæbi þekkingu og reynslu og það hefur sýnt sig að hans sálfræðilega þekking hefur komið að miklum og góbum notum."_______________-LÓA Lausn komin fyrir þá sem aeskja innlagnar á Heilsustofnun NLFÍ: Sækja beint til stofnun- arinnar Þeir sem æskja innlagnar á Heilsustofnun Náttúrulækn- ingafélags íslands (NLFÍ) geta nú snúiö sér beint til lækna Heilsustofnunar NLFÍ meb óskir um innlögn. Ákvörðun þar að lútandi hef- ur verið tekin í samráði við embætti landlæknis íslands og verbur þetta fyrirkomulag við- haft á meðan óbreytt ástand rík- ir í samningamálum heilsu- gæslulækna og heilbrigðisráðu- neytis. Vegna ástandsins hefur beiðnum heilsugæslulækna til Heilsustofnunar NLFÍ vegna sjúklinga sem þarfnast hvíldar og endurhæfingar fækkað mjög og hafa sjúklingar hringt beint í Heilsustofnunina til ab spyrja hvert þeir geti leitaö. Stofnunin hafði ekki önnur svör til spyrj- endanna en að leita til sjúkra- húsanna og sérfræðinganna. Nú er orðið ljóst ab nægjanlegt er ab leita til lækna NLFI. -ohr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.