Tíminn - 10.08.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.08.1996, Blaðsíða 5
5 Laugardagur 10. ágúst 1995 VMmi Sumarib hefur veriö óróasamt í heilbrigðis- geiranum og hefur umræðan einkum snúist um tvo póla, heilsugæsluna í landinu og mál- efni sjúkrahúsanna í Reykjavík. Umræöan um sumarlokanir og ástandið á geðdeildum erangiafþvímáli. Heilsugæslan Á síðastliðnu vori sögðu heilsugæslulækn- ar upp störfum, ab sögn vegna óvissu um starfsumhverfi sitt og uppbyggingu heilsu- gæslu í landinu, einkum á höfubborgarsvæb- inu. í júlí voru kynntar tillögur sem niöur- staba af vibræðum heilbrigðisráðuneytisins og heilsugæslulækna. Þar er lýst þeirri stefnu- mörkun ab efla heilsugæsluna, einkum á höf- uðborgarsvæöinu þar sem uppbygging hennar hefur dregist aftur úr m.a. vegna mis- jafnrar áherslu innan læknastéttarinnar um það hvaba áherslur á að leggja í heilbrigðis- þjónustunni. Heilsugæslulæknar lýstu ánægju með þessa stefnumörkun, en drógu ekki uppsagn- ir sínar til baka og hófu harða kjaradeúu. Þessi þróun mála er á skjön við kynningu málsins í upphafi og vonandi er að samningar takist og því ófremdarástandi sem nú er linni. Þau átök sem nú em greiða ekki fýrir því ab vinna þeirri stefnumörkun sem samkomulag varð um í júlí fylgi. Ég hef ætíð verið fylgjandi uppbyggingu í heilsugæslunni sem grunneiningu í heil- brigbisþjónustunni og tel það fýrirkomulag hafa reynst mjög vel þar sem það hefur þróast í gegn um árin. Stefnumörkunin er fyrir hendi og nú þarf tóm til að vinna henni framgang. Stóru sjúkrahúsin Málefni stóm sjúkrahúsanna í Reykjavík, Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur, hafa verib í sviðsljósinu enn einu sinni. Raunar hefur svo verið um mörg undanfarin ár. Hér er um gífurlega stórar stofnanir ab ræða og rekstur þeirra kostar mikla fjármuni og fjár- vöntun hefur verið viðvarandi. Ríkisvaldið er ásakab fýrir þab ab leggja ekki fram nægilega fjármuni, en sú krafa hefur verib gerð að leit- að verði leiða til spamaðar í rekstri. Stjóm Sjúkrahúss Reykjavíkur hefur nú lagt fram til- lögur um aðgerðir sem spara peninga, en munu koma niður á geðfötluöum öldmbum og þeim sem þurfa endurhæfingar vib. Nú er ljóst að slíkar aðgerðir verða ekki framkvæmdar án þess að sjá fyrir afleiðing- amar í heilbrigðiskerfinu og hvemig séð verð- ur fyrir málefnum þeirra hópa sem nefndir vom. Þó ab annaö virðist mega lesa úr frétt- um er það ekki stefna ríkisvaldsins að kasta geðsjúkum á götuna eða þrengja að endur- hæfingu eða gömlu fólki. Hins vegar er heilbrigðis- og tryggingarkerfið svo gíf- urlega kostnaðarsamt að ekki verður komist hjá því ab leita spamabarleiða. Sannleikurinn í því máli er ab ekki er verib að skera niður fjármagn til þessa málaflokks heldur spoma við útgjaldaaukningu, sem er viövarandi. Sameining eba samstarf Það hefur ekkert farið á mili mála að stefna heilbrigðisráðherra er að leita leiða til spam- aðar með samvinnu eba samruna stóm sjúkrahúsanna á höfuðborgarsvæðinu. Það verður að segja hverja sögu eins og hún er að skort hefur á pólitíska samstöðu um þetta markmib. Öllum aðilum ber hins vegar skylda til þess að kanna það til hlítar hvaða spamaður hlytist af slíkri abgerð. Þab liggur ljóst fyrir að tillögur stjómar Sjúkrahúss Reykjavíkur em ekki aðgengilegar fyrir heil- brigöiskerifið í heild. Hins vegar hefur stjóm- in lagt þær fram og þær liggja fyrir og hefur með því uppfyllt þá skyldu að benda á spam- aðarleið innan stofnunarinnar. Að samvinnu eða sameiningu þurfa fleiri aðilar að koma. Fjárveitingar til Sjúkrahúss Reykjavíkur Þab liggur fyrir að fjárveiting Sjúkrahúss Reykjavíkur var miðuð við hagræðingar- kröfu. Þab er ljóst að fjármagn vantar í óbreyttan rekstur á yfirstandandi ári, og á því máli verður að taka. Hins vegar verður að nást samstaða um leibir til að halda kostnaði í skefjum í heilbrigðiskerfinu án þess að slíkt verði til þess að rekja sjúkt fólk, fatlað og aldr- að út á götuna. Fjármunir í yfirstjóminni þurfa ab nýtast sem best sem og þeir fjármun- ir sem em í byggingum og tækjum. Hitt er að sönnu staðreynd ab svigrúmið er takmarkab í --------------- þessum efnum því að heilbrigðisþjónusta er persónuleg þjónusta og launakosmaður er stærsti hluti þess fjármagns sem í hana fer. Ég kann heldur illa við staðhæfingar um það ab verið sé að svelta sjúkra- _______________ húsin á höfuðborgar- svæðinu til sameiningar. Það hlýtur að vera skylda þeirra sem um þessi mál fjalla að leita leiða til hagkvæmni í rekstri. Menn > °9 málefni Gæbi heilbrigbisþjónustu íslensk heilbrigöisþjónusta er góð og það fólk sem við hana vinnur er fyllilega starfi sínu vaxið og þolir alþjóðlegan samanburð. Það hefur einnig komið fram að kostnaður við þessa þjónustu þolir einnig samanburb við það sem gerist í nálægum löndum. Hins vegar er kostnabur hrabvaxandi vegna tækni- framfara og möguleika til óhemju dýrrar meðferöar og dýrra lyfja. Þetta leibir meðal annars til hinnar efnahagslegu úlfakreppu sem málaflokkurinn er í. í tryggingakerfinu er stöðug útgjaldaaukn- ing vegna fjölgunar bótaþega. Þeir eru ekki hver og einn ofhaldnir af sínum hlut. Það breytir því ekki að nauðsyn er að líta á heild- arútgjöldin til málaflokksins og leita leiöa til þess að nýta fjármagn sem best í þágu þeirra sem þurfa á stuðningi að halda. Það er óraunhæft að hugsa sér að hægt sé með niðurskurði í öðrum málaflokkum að sleppa taumhaldinu á heilbrigbis- og trygg- ingarmálum fjárhagslega. Til þess em þau allt of stór þáttur ríkisfjármálanna. Þab verður hins vegar ekki hjá því komist að verja nokkm meira fé á fjárlögum til þessa mála- flokks á yfirstandandi ári en fjárlög gerðu ráb fyrir og verður væntanlega hlutverk Alþingis að hausti að fjalla um þau mál. Kratar og heilbrigbisráb- herra Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra hefur þennan erfiða málaflokk á sinni könnu. Hún hefur legið undir stööugum árásum Alþýðublaðsins sem telur hana bera ábyrgð á öllum þessum vandkvæðum og síð- an er því gjaman hnýtt aftan við að ráöherr- ann hafi gagnrýnt fyrrverandi heilbrigöisráð- herra. Þessi málflutningur er heldur rislítill. Ríkisstjómin sem heild að heilbrigðisráð- herra meðtöldum ber ábyrgð á ríkisfjármál- um ásamt þeim þingmeirihluta sem stjómar- flokkamir hafa. Átök um heilbrigðismál eru ekki ný af nálinni og það er varla hægt að ætl- ast til þess ab fá heilbrigðisráðherra sem ekki hefði opnað munninn um þau mál í tíð Sig- hvatar Björgvinssonar. Sumt af hans verkum var að mínu skapi, til dæmis barátta hans fyr- ir tilvísunarkerfinu. Annað var umdeilanlegt svo sem sameining Landakots og Borgarspít- ala, svo að tvö dæmi séu nefnd. „Ekkert er nýtt undir sól- • •// inni Átök í heilbrigðisgeiranum em ekki ný af nálinni. Hins vegar skal undir þab tekib ab stöðug umræða um aðgerðir í málaflokknum hefur slæm áhrif á starfsfólk og starfsanda. Því verða allir abilar að leggjast á eitt að finna þessum málum skynsamlegan farveg sem tekur mib af þörfum sjúklinganna og annarra notenda og fjárhagslegri getu ríkissjóðs. Sá vegur er vandratabur. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.