Tíminn - 10.08.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.08.1996, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 10. ágúst 1996 Páll Ólafsson fóöurbóndi í Brautarholti á Kjalarnesi gagnrýnir ummœli hagfrœöings Bœnda- samtakanna og talar um hagsmunaárekstur þar sem hann sé meöeigandi í fóöurblöndunar- fyrirtœki: íslenskt fóbur á undir högg ab sækja gagnvart ESB „Ef innflutta fó&urvaran lækk- ar í innkaupi þá er verit) aö vega aó samkeppnisstöbu okk- ar, innlendu framleibend- anna," sagöi Páll Ólafsson bóndi og graskögglaframleiö- andi í Brautarholti á Kjalamesi í samtali viö Tímann. Páll segir aö þetta sé þriöja áriö í röö sem ríkisstjómin hafi veikt sam- keppnisaöstööu íslensku fóöur- framleiöslunnar. „Staðan var orðin afar slæm hjá okkur bæði í korn- og gras- kögglaframleiðslunni í fyrra, en þá vænkaðist okkar hagur nokk- uð vegna hækkana erlendis," sagði Páll. Páll er ekki sammála öllu því sem rætt hefur verið hér í blaðinu um breytingar sem verða vegna lækkunar á fóöurtollum. Gert er ráð fyrir að viö lækkun fóðurtolla í verði kjarnfóðurs muni 30 til 35 milljónir króna renna til Fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins til ráðstöfimar. Það fé er nánast eyrnamerkt til eflingar innlendri fóðurframleiðslu. Baráttan vib nibur- grei&slurnar Páll segir að samkeppnin við niðurgreidda fóðurvöru frá lönd- um Evrópubandalagsins sé væg- ast sagt erfið. í Danmörku og annars staðar í Evrópu sé útflutt bygg stórlega niðurgreitt af því opinbera, og graskögglar til dæm- is um 6 íslenskar krónur á kílóiö. Páll segir að íslenskir graskögglar hafi fengið mikla viðurkenningu fyrir gæði, hér heima og erlendis. En það nægi þó engan veginn í stríðinu við innflutta, niður- greidda vöru. „Mér finnst óeðlilegt að tollar séu settir á innflutning landbún- aðarvara til að jafna samkeppnis- aðstööuna, en við skildir eftir. Mér finnst að við eigum sama rétt og hinir að fá vernd gagnvart niðurgreiðslum sem eru við lýði í dag," sagði Páll Ólafsson. Páll segir að fóðurbændur hafi samþykkt það þegjandi að breyt- ingar yrðu gerðar á fóðurtollum. „En það gerum við í trausti þess að okkar samkeppnisaðstaða verði leiðrétt. Á meðan ESB er að greiða þetta niður, þá eigum við ekki að þurfa að keppa við þenn- an niðurgreidda innflutning, ekki frekar en garðyrkjubændur, ostaframleiöendur og kjötfram- leiöendur. Við viljum bara sömu aðstöðu og aðrir til að fá að vera til," sagði Páll. ísienskt fó&ur gefur góöa raun Páll segir það engan vafa að ís- lenskt fóður hafi vinninginn. Hann nefnir dæmi um það. Svínabændur hafi gert tilraun með að gefa einu holli danskt.til- búið fóður, öðru íslenskt. Árang- urinn varð sá að íslenskfóðruðu svínin voru tilbúin til slátrunar hálfum mánuði fyrr. Sama hafi gerst í hænsnabúum. Þegar skipt var í íslenska fóðrið hafi komið í ljós fjórðungs aukning á eggjum í rennunni. „Ef einhverjir borga þennan kostnað af niðurgreiðslunum, þá eru það innlendu fóðurframleið- endurnir," sagði Páll Ólafsson og segir að vonlítið sé að keppa við niðurgreiðslur sem geti numið allt að 110% ofan á útflutnings- verð Evrópusambandsins, til dæmis til Færeyja. „Ríkir innflytjendur" Páll Ólafsson bóndi í Brautar- holti segir það ónefni hið mesta að kalla til dæmis Mjólkurfélag Reykjavíkur „ríka innflytjendur". Það fyrirtæki sé samvinnufélag bændanna sjálfra og reyndar fleiri fóðurblöndufyrirtæki í landinu. Hann gagnrýnir um- mæli Sverris Bjartmarz hagfræð- ings Bændasamtakanna í Tíman- um, en hann telur breytt fyrir- komulag á greiðslum úr fóður- sjóði til lítils annars en að hygla innflytjendum fóðurvara. „Sverrir er sjálfur hluthafi í nýju fóðurfyrirtæki, það er skráð í Lögbirtingablaðinu. Hann hefur skrifað greinar og hefur farið með tölur sem eru hreint út sagt rugl. Það sæmir ekki að hagfræðingur Bændasamtakanna sé hluthafi í slíku fyrirtæki og fari með svona málflutning. Þetta er algjör hags- munaárekstur," sagði Páll. ESB fariö aö stjórna íslenskum landbún- aöi Páll segir að samkvæmt GATT- samningum eigi Evrópusam- bandið að minnka útflutnings- bætur, það hafi verið gert hratt, enda hafi litlar kornbirgðir leyft það. í september í fyrra var fob- „Mér er ekki kunnugt um að nokkurt fóðurvörufyrirtæki á íslandi hafi keypt jörð síðustu tíu árin, né heldur aö þau hafi staðið í hrossakaupum. En mér er með öllu óskiljanlegt af hvaða hvötum hagfræðingur Bændasamtakanna færir um- ræðu um fóðurverð á þetta lág- kúrulega plan og mælir þar í nafni samtaka sinna," sagði Gunnar Jóhannsson forstjóri Fóðurblöndunnar í samtali við Tímann. Hann mótmælir ýmsu því sem fram hefur komið í blaðinu varðandi fóðurinn- flutninginn. „Til að segja sannleikann í þess- um málum, þá er það ljóst að fóð- urtollurinn er lagður af að mestu leyti. Við erum eftir sem áður með 80 aura fóðurskatt, sem ekki renn- ur til okkar, heldur til Framleiðni- sjóðs. Manni skilst að því fé verði varið til að styðja við kornrækt og graskögglaframleiðslu á íslandi. Það aö skatturinn er misjafn á fullunna vöru og hráefni, sem nemur 7 krónum, tel ég að sé gert til samræmis við það sem Evrópu- verðið á byggi komið í 205 doll- ara, úr 94 dollurum. í vetur var verðið 190 dollarar, en í dag er það 177 dollarar. „Þessar niðurgreiðslur höfum við verið að keppa við og þetta hefur ruglað ákaflega mikið land- búnaðarframleiðsluna á íslandi. Pálmi Jónsson sá þetta sem land- búnaðarráðherra á sínum tíma þegar hann setti fóðurgjaldið á að þeir í Evrópu voru farnir að skekkja samkeppnisstöðu bú- greinanna á íslandi. Þetta var lambakjötið að keppa við," sagði Páll. -JBP sambandið er að gera. Meira að segja ef ég blanda hér fóður úr ís- lenskum og erlendum hráefnum og flyt það til ESB-landanna, þá borga ég 12 krónu skatt, en skatt- urinn frá þeim er ekki nema 7 krónur. Þeir em því með helmingi meiri vernd en við. Kannski eru þeir í Evrópu „ríku fóðurkaupend- urnir" sem sagðir eru kaupa jarð- irnar hérna uppi á íslandi. Eru ekki allir ab væla um það að vilja hafa allt eins og í Evrópusam- bandinu? Þegar það er gert er ver- ib ab ráðast gegn mér og öðmm. Þetta er hreint bull," sagði Gunn- ar Jóhannsson. Gunnar sagði ab það væri enn- fremur alrangt sem Sverrir Bjart- marz hagfræðingur Bændasam- takanna hélt fram í Tímanum varðandi hveitiinnflutning og mölun hjá Hveitimyllunni. „Við flytjum inn hveiti, mölum þab, tökum úr því kjarnann, en eftir verður hveitiklíð. Vib þessa breytingu skaðast hveitimyllan stórlega. Hún gat selt kílóib af hveitiklíöi dýrara en hún getur núna. Nú eru engir tollar á hveiti- Securitas kaupir hluta afstarfsemi Nýherja: Eflir sér hæfingu Oryggis- og ræstitæknafyrir- tækið Securitas ehf. hefur keypt hluta af starfsemi Rad- íóstofu Nýherja hf. Um er að ræða þann hluta sem lýtur að eftirliti með húseignum. í frétt frá fyrirtækjunum segir ab markmiðib meb sölunni sé ab fyrirtækin efli sérhæfingu sína. Sá hluti Radíóstofu Nýherja sem enn er í eigu Nýherja mun leggja aukna áherslu á marg- miðlunarbúnað og tölvuteng- ingar og -þjónustu af ýmsu tagi, auk tækjaleigu. Securitas ehf. mun hins vegar, að því er segir í fréttinni, styrkjast sérstaklega á sviði eftirlitsmyndavéla og skjóta fleiri stoðum undir tækniþjónustu fyrirtækisins meö því að bæta hússtjórnar- kerfum vib reksturinn. Form- lega mun breytingin eiga sér stað um mibjan ágúst. -ohr klíði þannig ab núna þurfum við ab keppa við nánast ótollað hveitiklíð. Ætli fóburblöndufyrir- tæki að nota hveitiklíð, þá kaupa þau það ekki dýru verði af Hveit- imyllunni, heldur flytja það inn beint, enda bara 80 aura tollur á vörunni. Hveitimyllan okkar nýt- ur engrar verndar lengur, er núna að kaupa korn frá Evrópusam- bandinu sem flutt er út þaðan meb 2.500 króna útflutningsskatti á tonnið, sem við verðum að borga. En ef erlendar hveitimyllur á svæði Evrópusambandsins flytja hveiti til íslands, þá er enginn skattur á hveitinu, bara á hráefn- inu til okkar," sagbi Gunnar Jó- hannsson. Gunnar sagði að ráðuneytin hefðu fullkomnar upplýsingar um stöðu þessara mála. Hveitimyllan hefði kært þessar niburgreiðslur og styrki Evrópusambandsins. „Við stöndum hér berskjaldaðir og emm að keppa við hveitimyll- ur í útlöndum á gjörsamlega óraunhæfum nótum," sagði Gunnar að lokum. -JBP Gunnar jóhannsson forstjóri Fóöurblöndunnar hf.: Höfum kært styrki og niðurgreiöslur ESB-landa Ab búa sér til ábatasaman árekstur Fjórir félagar í golfklúbbi á höfuöborgarsvæðinu urðu samferða úr golfskálanum sínum snemma kvölds í sumar og gengu til bílastæö- anna þar sem þeir kvöddust. Fóru tveir golfaranna í ann- an bílinn, en hinir tveir voru hvor á sínum bíl. Bíl- amir ræstir, og ætlunin að halda í kærkominn kvöld- mat eftir góðan hring á vell- inum. En hvað gerist? Ökumaður eins bílsins þarf að bakka út úr stæðinu og lít- ur í baksýnisspegilinn. Skyndilega stígur hann á bremsuna og snarstoppar eftir að hafa bakkað um 2 metra. Andartaki síöar kveður við dynkur og bíllinn hnykkist við. Félaginn nýkvaddi hefur ekið aftan á þann sem bakk- aði. Sá sem ók á bílinn sem bakkaði sagði strax að hann hefði horft til vinstri út á hornið til að athuga hvort hann kæmist vanalega leið út af bílastæðinu. Hann sagðist ekki hafa horft fram fyrir bíl- inn. Þeir golffélagar héldu inn í klúbbhúsið og sömdu um að greiða hver sinn skaða, íþróttamannslegur samning- ur það. En málin áttu eftir að breyt- ast. Málið fór fyrir trygginga- félag. Það kvað upp sinn „dóm". Bílstjórinn sem bakk- Þannig átti árekstur golffélaganna sér staö á bílastœöi klúbbs þeirra. Teikning Tímans: R. Lár aði var í 100% órétti að þeirra mati! Engu máli skipti að öku- maðurinn sem bakkaði var búinn að stöðva bílinn. Engu máli skipti að ökumaðurinn sem ók aftan á var að líta í aðra átt. Og nú ræða menn um þessa aðferð sem hina einu „réttu", ætli menn að fá sér nýtt bretti, nýtt grill eða stuðara eða jafnvel nýja hlið í bílinn sinn. Hún er nákvæmlega sú sem lýst er í þessari frásögn og myndinni, sem Ragnar Lár hefur gert af árekstrinum, mynd af árekstri sem hver og einn getur framkallað á ein- hverju bílastæðanna, og hagnast af. -JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.