Tíminn - 10.08.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.08.1996, Blaðsíða 9
Laugardagur 10. ágúst 1996 9 Camli bœrinn á Húsafelli sem Kristleifur Þorsteinsson hefur gert upp af miklum myndarskap og gert ab veitingastab og gistiheim- ili. I fyrrasumar gerbi Kristleifur á Húsafelli landsfrægan íshelli í Langjökul og nú hefur hann opnað töfrandi veitingastab og gistiheimili í næstum níræbu íbúbarhúsi á Húsafelli, Gamla bænum sem stabib hefur aubur á fjórba áratug, en Kristleifur hef- ur gert húsib upp af miklum myndarskap. Þannig ab segja má meb sanni ab ferbaþjónustu- bóndinn á Húsafelli komi árlega fram meb nýjungar. í húsinu em nokkur snotur her- bergi sem leigb em út til gistingar, en perlan er óneitanlega veitinga- staðurinn í kjallara hússins. Þar fer mabur af frönsku bergi brotinn með öll völd, Matthías Jóhanns- son sem jafnframt er hótelstjóri á stabnum, en hann hefur starfab hjá franska sendirábinu sem „yfir- veislumatsveinn," eins og Krist- leifur orðar það. Einskær og ánægjuleg tilviljun olli því að greinarhöfundur fór í „Gamla bæ- inn" á Húsafelli um Verslunar- mannahelgina og lenti í veislumat sem Matthías Jóhannsson töfraði fram. Maturinn var hreinasta lost- æti og andinn í þessu gamla húsi mjög sérstakur, vinalegur og heimilislegur í bland. Vitneskjan um staðinn dró óneitanlega fram í hugskotið myndir af gömlum gestum sem setið hafa við borð- stofuborðið í borðstofunni í gamla bænum og fornum ábúendum á Húsafelli, ekki síst Snorra. Til þess að kóróna sérstaklega ánægjulega kvöldstund kom verðið á matnum afar þægilega á óvart. Veitinga- staðurinn er opnaður kl. 19:00 á kvöldin og matargestir verða að panta mat af matseðli fyrirfram sem er í rauninni hið þægilegasta fyrirkomulag. Fólk hafði ekki trú á þessu „Það hefur nú fólk verið að segja að það hafi ekki trú á því að það þýddi að bjóða hérna neinar hót- elveislur, því fólk sé ekki að hugsa um slíkt. En ég held að það sé nú að afsannast," segir Húsafells- bóndinn og játar því að það sé orðið töluvert að gera í veitinga- staðnum. Enda dregur Kristleifur ekki úr áliti sínu á matsveininum: „Hann er sko miklu, miklu meira en matsveinn, elsku karlinn minn. Hann er stærðfræðingur, heim- spekingur mikill og smiður ágæt- ur. Honum er geysimargt til lista lagt. Hann skipulagði þetta með mér allt saman, allan veitingastað- inn og gistinguna. Hann valdi rúmin með mér og allt dótið. Hann hefur stutt mig með ráðum og dáð." í fyrrahaust hófst Kristleifur handa við að gera upp gamla bæ- inn, setti þá innan á kjallarann. „Að vísu var ég fyrir mörgum ár- um búinn aö setja miðstöð í hann." Viðgerðin er búin aö kosta á milli sex og sjö milljónir en styrkur sem Kristleifur hefur feng- ið til verksins nemur um einni og hálfri milljón króna, en hann kemur frá Framleiðnisjóði og Hús- friðunarsjóði. „Svo sótti ég um styrk hjá Byggðastofnun og Þjóð- hátíðarsjóði en þeir synjuðu, í þetta sinn sögðu þeir. Eg þarf nú að fá meiri styrk, það á eftir að gera við þakið, það vantar nokkrar milljónir í það í viðbót." Þetta er náttúrulega eig- ingirni Kristleifur viðurkennir að við- gerðin og uppbyggingin á gamla bænum sé fyrst og fremst hug- sjónavinna hjá sér. „Og svo er þaö Kristleifur Þorsteinsson Húsofellsbóndi kemur enn fram meö nýjungar i ferbaþjónustu: Töfrandi veitingastaður og gistiheimili í níræðu íbúðarhúsi Júlíana var í tjaldi úti í skógi og át heima. Ásgrímur og Jón held ég hafi gist í bænum." Það er eiginlega búið að opna stabinn tvisvar. „Fyrst var nú opnab svolítið 8. júlí. Það var af- mælið hans pabba míns. Svo opn- aöi ég aftur 1. ágúst," segir Krist- leifur en hann rekur staðinn sjálf- ur, en ætlar að skila honum af sér til Feröaþjónustunnar þegar hann er orðinn sjálfbær, eins og hann orðar það. Gamli bærinn verður opinn allt árið og gerir Kristíeifur m.a. ráð fyrir að rjúpnaskyttur komi til með að nýta sér aðstöð- una í haust. Arfur Snorra Hann segir staðinn býsna merkilegan, fyrir utan sögulega hefð sem hann hafi frá galdratíð Snorra sem eitt sinn bjó á Húsa- felli. Það er ekki frítt við að eitt- hvað eimi eftir af anda Snorra og göldrum hans á Húsafelli og aug- ljóst að Kristleifur hefur erft eitt- hvað frá forföður sínum. Að minnsta kosti er uppbyggingar- starf hans og fjölskyldunnar á Húsafelli aödáunarvert auk þess sem hugmyndaauðgi hans og frumkvæði gerir það að verkum að hann á ekki margan sinn líka. Að minnsta kosti er kominn nýr og spennandi valkostur í veit- ingahúsaflóru landsmanna. Kvöldverður í gamla bænum á Húsafelli er jafn spennandi fyrir fjölskylduna sem er í sveitaferð og náttúruskobun í uppsveitum Borgarfjarðar og ástvinina sem langar ab eiga saman rómantíska kvöldstund yfir kvöldverði vib kertaljós og ganga síðan saman út í stjörnubjarta haustnóttina í Húsafellsskógi. -ohr náttúrulega eigingirni. Allt sem gert er það er nú helvítis eigin- girni. Ég var alinn upp í þessu húsi og hef alltaf verið hér og hafbi til- hneygingu til að vinna að þessari rót þarna, þessari fúnu rót," segir hann. En þó Kristleifur orði þetta svona vita þeir sem til þekkja að aðrar kenndir og göfugri en eigin- girnin ráða mun meiru um gerðir hans, enda viðurkennir hann að menningarsögulegt gildi hússins sé töluvert. Gamli bærinn sem er lögbýli, Húsafell 1, var byggður ár- ið 1908, hlaðinn úr hraungrjóti, „ég ætla nú ab gera glugga inn í vegginn í stofunni til ab sýna það. Þab er meb sérstakri aðferð sem það var byggt. Helvíti seigt," segir Kristleifur, en aðkeyptur efniviður í húsið var fluttur á reiðingi, á hestum, utan af Akranesi, sem læt- ur nærri að vera um 100 kílómetra leið. Skúr var byggður vib húsið ár- ið eftir, 1909. „Gamla húsið sem þar áður var byggt var byggt 1875, það var nú ekki eldra en það. Það hefur verið 33 ára gamalt," bendir Kristleifur á. „En það var efni úr því dálítið í þessu, í skúrnum. Ég notaði allt sem ég mögulega gat úr því svona til þess að halda sál- inni," og það fer ekki fram hjá vib- mælandanum að Kristleifur hefur hlýjar taugar til hússins. Fyrsta túristahótelið - málararnir setugestir „Svo breytast tímarnir og þetta verður fyrsta túristahótelið, eða meb þeim fyrstu. Á sínum tíma þegar þetta var þjóðleiðin norður í land, eini bílvegurinn um Kalda- dal, þá var þetta náttúrulega alveg óhjákvæmileg stoppistöð," en ferbaþjónustu á Húsafelli segir Kristleifur hafa byrjaö fyrr: „Málararnir voru setugestir hérna. Árið 1920 voru saman hér: Júlíana Sveinsdóttir, Ásgrímur, Jón Stefánsson og Muggur, hvorki meira né minna. Þetta voru gestir hér í gistingu og fæði. Matthías Jóhannsson, matsveinninn sem töfrar fram lostœti í kjallara Gamla bœjarins á Húsafelli, situr hér á gömlu kolaeldavélinni sem hefur fengib þann virbingarsess ab vera stofustáss í veitingasalnum. Tímamyndir: ohr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.