Tíminn - 13.08.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.08.1996, Blaðsíða 4
4 Þribjudagur 13. ágúst 1996 Útgáfufélag: Ritstjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Ritstjórn og auglýsingar: Sími: Símbréf: Pósthólf 5210, Setning og umbrot: Mynda-, plötugerb/prentun: Tímamót hf. Jón Kristjánsson Oddur Olafsson Birgir Gubmundsson Brautarholti 1, 105 Reykjavík 5631600 55 16270 125 Reykjavík Jæknideild Tímans ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Óttinn við batn- andi lífskjör Hvert stórfyrirtækið af öðru skilar hagstæðu upp- gjöri bæði fyrir síðasta ár og það sem af er þessu. Hvarvetna er vöxtur og gróði og verðbréfamarkað- ir blómstra, enda hækkar gengi hlutabréfa óðfluga og virðist lítið lát á. Hagvöxturinn hefur tekið kipp og er með því hæsta sem um getur í viðmið- unarlöndum. Allt er þetta ávísun á hagsæld, enda er augljóst að nokkurra ára samdráttarskeið er á enda. En mitt í öllum hagvextinum og árgæsku hjá fyrirtækjum og á hlutabréfamörkuðum eru blikur á lofti. Samtök fyrirtækjanna, Vinnuveitendasam- bandið, varar nú við þenslu með óttalegum afleið- ingum. Þenslumerkin eru einkum þau að laun- þegasamtök eru að búa sig undir að krefjast kjara- bóta í kjölfar velgengni fyrirtækjana. VSÍ sendi fjármálaráðherra bréf það sem hann er varaður við að stöðugleikinn sé í hættu og verð- bólguástand geti tekið við. Honum er ráðlagt að draga úr ríkisumsvifum og stöðva hallann á ríkis- sjóði til að góðærið rjúki ekki út í veður og vind. Það kann að hljóma undarlega að uppgangur fyrirtækja og gífurlegar verðhækkanir á hlutabréf- um eru ekki verðbólguhvetjandi og ógna ekki stöðugleika, að mati VSÍ, en kjarabætur til al- mennra launþega eru stórhættulegur þensluvald- ur sem riðla mun öllu efnahgskerfinu ef úr verður. Athyglisvert er að á sama tíma og fyrirtækin eru í stakk búin að greiða skuldir og fjárfesta til fram- tíðar og verðmæti þeirra hækkar óðfluga í formi hækkandi gengis hlutabréfa, hækka svokallaðar skuldir heimila sem aldrei fyrr. Eru þær þó fyrir löngu orðnar fólki ofviða og er erfitt að sjá hvern- ig standa á skil á öllum þeim ósköpum, og enn síð- ur ef almennar kjarabætur eiga ekki að fylgja góð- ærinu, sem einkum kemur fjármagnseigendum til góða: Hagvöxturinn sem hlaupinn er í efnahagslífið stafar ekki síst af því hve mikið er af fjármagni í umferð. Lánastofnanir og fyrirtæki lána ljóst og leynt ótæpilega til allra þeirra sem þiggja vilja pen- inga og verðmæti að láni. Það er sama hvort það eru fasteignir, lausafé eða ferðalög, allt er lánað og hleypir það miklum fjörkippum í allt athafnalíf og þar með hagvöxt. Það er alls ekki sjálfgefið að það sé endilega verðmætasköpun sem eykur hagvöxt- inn. Sóunin gerir það engu síður. Ríkinu er ráðlagt að koma í veg fyrir fjárlaga- halla og borga skuldir til að draga úr þenslunni. Fjármálaráðhera þakkar ráðleggingarnar og segist vera þeim sammála. En hann biður vinnuveitend- ur jafnframt að láta ekki ríkið borga næstu kjara- samninga fyrir sig, eins það hefur gert áratugum saman, undantekningalítið með vondum afleið- ingum. Stjórnendur fyrirtækja, stofnana og ríkisins mættu að ósekju kynna sér betur hvað veldur þenslu og verðbólgu áður en þeir skella skuldinni af efnahagslegri óáran einhliða á kröfur vinnandi fólks til mannsæmandi lífskjara. Vopnum stöðumælaverðina DV upplýsir í gær ab ný vá stebji ab borgarbúum og þá ekki síst ýmsum starfsmönnum borgarinnar. Hér er um ab ræba ógn frá harösvíruöum hópi manna sem eiga á hættu aö komast í tilfinningalegt ójafn- vægi um hábjartan dag úti á götum Reykjavíkur og beita ofbeldi. Hinn nýi hópur ofbeldismanna er ökumenn og þó einkum ökumenn á aldrinum 17-30 ára. Tveir stöbumælaverbir segja farir sínar ekki sléttar í lífs- reynsluviötali DV í gær en þeir uröu fyrir árásum ökumanna á dögunum. Öbrum segist svo frá aö hann hafi veriö nýbúinn ab „skrifa upp" bíl í Fi- schersundi í Reykjavík þegar hann lenti í „skæöa- drífu af kókflöskum úr plasti sem splundruðust í kringum mig," eins og þab var oröað. Og þegar stöbumælavörðurinn var búinn að hringja á lögg- una og plastkókflöskuárásarmaðurinn horfinn á braut ætlabi hinn stöðumælavörburinn ab drepa tímann þar til löggan kæmi og svona aðeins róa sig niöur með því ab sekta bíl sem þarna hefbi verið lagt ólög- lega. „Ég gekk að bílnum og lagði miðann á hann," segir Páll í DV í gær. „Bíleigandinn kom þá ab mér, þandi út brjóstkassann og ég vissi ekki af mér fyrr en hann hafbi kastað mér í götuna." Ekki fíkniefnaneytendur Þetta eru ljótar aðfarir og þó Garri hafi nú aldrei séð plastkókflöskur splundrast þó þeim sé hent í göt- una, er ekki ab efa ab þaö hefur veriö mjög erfib lífs- reynsla í að lenda. Hitt er auðveldara ab sjá fyrir sér, þegar bíleigandinn með þanda brjóstkassan ræðst að hinum stöðumælaverbinum. Og í frétt DV í gær eru þeir félagar sammála um ab þetta séu ekki fíkniefna- neytendur sem hafi rábist á þá, heldur koma þeir meö skilgreininguna á þessum nýja ofbeldishópi og breyttu aðstæðum í samfélaginu. „Heimurinn er bara orbinn svona haröur," segja stöðumæalaverð- irnir. „Vib erum alveg varnarlausir og megum ekki verja okkur og í raun ekki svara fyrir okkur heldur. Vib munun ræba þetta við yfirmenn okkar ... enda getum viö ekki sætt okkur við þetta hlutskipti." Garra sýnist í þessu liggja tillaga um að stöðu- mælaverðir verði vopnaðir með einhverjum hætti þannig að þeir geti betur tekib á móti hinum nýja ofbeldishópi, ökumönnum, sem farinn er að leggja bílum sínum í mibbæ Reykjavíkur. í það minnsta felst í þessu hótun um ab stéttin muni taka hressi- lega á móti vandræðagemsum strax og þeir byrja ab þenja á sér brjóstkassann og áður en þeir láta til skar- ar skríöa. Slíkt er abeins eðlilegt, eba hvaö? Aldrei ab víkja Garra er ekki kunnugt um hver líkleg niðurstaba yfirmanna stöðumælavarðanna er í þessum efnum en ótrúlegt er að yfirboðarar stöðumælavarbanna verði umburðalyndari gagnvart þessum ófögnubi sem ökumenn eru heldur en stöðumælaverðirnir sjálfir. Eins og raunar kemur fram á öörum stað í DV í gær eru í gangi hertar aðgerðir hjá Bílastæðasjóði borgarinnar og kona (eflaust af svipuðu sauðahúsi og hinir ofbeldisseggir sem leggja bílum sínum) sem hafði gleymt að setja stöbumælamiða í glugga bíls síns á einu bílastæðinu mun ekki sleppa við sektargreiðslu þó svo að hún geti sýnt fram á að hafa borg- að tilskilin gjöld. „Sýningarskylda miðanna er mjög skýr og ljós," eru svörin sem Bíla- stæðasjóður gefur og eru raunar mjög í anda þeirrar nákvæmni sem einkennir störf sumra stöðumæla- varða sem telja ekki eftir sér að bíða um stund við bifreiö við langt genginn stöðumæli til þess að auka möguleikana á ab koma á hann miða ábur en eig- andinn kemur á staöinn. Samviskusemi af þessu tagi í opinberri þjónustu er aðdáunarverð en kallar því miður oft á vanstillt viðbrögð hins illræmda ófögn- uöar, ökumannanna. Því er brýnt ab slíkir mælanna verðir geti variö sig með einhverjum hætti gegn fólskulegum árásum úr hinum harba heimi bílstjóra á aldrinum 17-30 ára. Hvort sem stöðumæalaverðir verba vopnaðir eða hvort þeir ferðist um í hópum til þess ab tryggja öryggi sitt þá er brýnast af öllu að bílastæðasjóður og stöðumælaverðir láti hvergi deig- an síga gagnvart ökumönnum og sýni enga linkind eða sveigjanleika varðandi bílastöðumálin. Ef það kostar það að gera stöðumælaverði að eins konar hermönnum þá verða menn að láta sig hafa það. Að- alatriöið er að láta ekki ökumenn komast upp meb að sýna ónákvæmni eða óstundvísi þegar stöðumæl- ar eru annars vegar. Gani GARRI Gróðinn af kosningasjóöum Hagnaðurinn Það er vondur bisniss ab fjárfesta í forsetaembætti. Upp úr því hefst ekki annað en skuldir og áhyggjur og ávinningurinn er enginn nema fyrir þann sem hreppir tímabundna ábúð á vildisjörðinni Bessastöð- um. En sé lagalega ab málum stabið þarf þarf ábú- andi þar engar áhyggjur að hafa af kostnaði við ab hreppa höfuðbólið. Skuldaböggunum er kastað á annarra bök. Og þeir sem lenda utangarðs eftir strangan og kostnaðarsaman kosningaslag hljóta að axla sína bagga og dreifa þeim á herðar velunn- ara eftir bestu getu. En forsetakosningar geta líka verið arðbærar þegar kunnáttusamlega er staðið að málum og „kynningar" hafðar í hófi. Kosningastjóri Vigdísar Finnbogadóttur minnti á þab í Tímanum sl. laugardag að hagnaður hafi verið á kosn- ingsjóbnum 1980 og hafi hon- um verið varið til styrktar starfseminni að Sólheimum. En sú tíð er liðin því sprækir auglýsingamenn hafa tekið að sér að markaðssetja forsetaefni og talið þeim trú um að það kosti morð fjár að kynna verðleika í þeirra ijrir einstaklega treggáfuðum A VlOdVðíigi og fávísum kjósendum. fyrir allt viti bornar verur sem kunna jafnvel að lesa og draga einfaldar ályktanir. En sú staðreynd er nátt- úrlega fyrir utan og neðan skilning auglýsingahák- anna sem búnir eru að taka atkvæðaveiðar og pólit- ískan loddaraskap að sér, og er trúað fyrir kosninga- gengi frambjóðenda í lýbveldinu. ifasbfc ^SnaöIabi Ljyoifar , , c8*2a r frétfa s T^oos ■£» Sk 30 milljóna kostnabur við hvern forsetaframbjóðanda stenst ekki í harðri keppni og urðu niðurstöðutölur enn glæsilegri. Hve miklu það skakkar kemur í ljós þegar reikningar verða opinberaðir, sem vonandi verður ekki síðar en á kjörtímabilinu. Allir frambjóbendur hafa lagt heiður sinn að veði fyrir því ab öll skuldaskil vegna framboða verði upplýst og reikningar opinberaðir al- menningi. Þá mun sjást hvernig kosningasjóðir verða til og hvernig þeim er sólund- að og hversu skuldugir þeir eru þegar gert er upp. í forsetakosningunum 1980 var Hverjir græða? Auglýsingamenn sannfærðu frambjóðendur um að það kostaði 30 milljónir að ná kjöri. Alls ekkert minna. Þessu var trúað og stuðningsmannahóparnir tóku til við að hamast við að eyða 30 milljónum í svokallaða kynningarstarfsemi, og sjónvörpin og Mogginn græddu á tá og fingri. Og eins og að líkum lætur græddi auglýsingaliðið mest, því til þess voru refirnir skornir. í kynningarstarfseminni var gengið úr frá því sem vísu að atkvæðin væru slefandi idjótar sem ekki væri hægt að koma vitinu fyrir nema með því að endur- taka sömu frasana þúsund sinnum og sýna andlitin á frambjóðendum enn oftar. Sá sem auglýsti mest og best fékk fæst atkvæðin og er það fagur vitnisburður um ab kjósendur séu þrátt kynningartæknin ekki á háu plani mibab vib þab sem síðar varð. Sjálfshól brosandi andlita á skermi og enn meiri bros á veltiskiltum og á strætisvögnum og lit- fagrar fjölskyldumyndir í ofurstæröum voru ekki margra aura virði á þeim árum. Enda kostaði kosn- ingabaráttan skammarlega lítiö og fáir urðu feitir af auglýsingaglamri, hvorki jákvæðu né neikvæðu. En þá var líka hægt ab græba á kosningasjóöum og best af öllu var að þeir græddu mest sem helst höfðu þörf fyrir framlög, vistmennirnir í Sólheimum. Hver veit nema ab þeir geti líka grætt á nýafstöðn- um forsetakosningum. Það kemur í ljós þegar heiðar- lega endurskoðaðir reikningar kosningasjóðanna liggja fyrir, sem maður hlýtur ab vona ab verði fyrr en síðar. Þá kemur líka í ljós hversu margra aura virði fjög- urra ára búseta á Bessastöðum er. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.