Tíminn - 13.08.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.08.1996, Blaðsíða 5
Þribjudagur 13. ágúst 1996 5 Hárgreibsla sköllóttu söng- konunnar Leikhópurinn Ljóshærba kennslukonan: Sköllótta söngkonan eftir Eugéne lo- nesco. Þýöandi: Karl Gu&mundsson. Leikstjóri: Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Leikmynd og búningar: Leikhópurinn meö aöstoö Kristínar R Bergmann. Sýnt í Betri stofunni, Vesturgötu 2 (Kaffi Reykjavík, bakdyramegin). Frum- sýnt 9. ágúst. Þessi leikhópur starfar undir verndarvæng Hins hússins, menningar og upplýsingamið- stöðvar ungs fólks, eins og seg- ir í leikskránni. Hér er um að ræða ánægjulegt dæmi um þá menningarstarfsemi sem hald- ið er uppi í Hinu húsinu sem borgaryfirvöld höfðu forgöngu um að koma á fót. Sýningin á Sköllóttu söngkonunni er áhugasýning, og um þær hef ég yfirleitt/ ekki fjallað hér í blaðinu.' Mér finnst þó vel mega gera undantekningu nú, enda ástæða til að örva með al- mennri athygli starfsemi af þessu tagi. Sköllótta söngkonan er ann- að verk Ionescos sem á skömm- um tíma er tekið til nýrrar meðferðar á leiksviði í Reykja- vík. Hitt var Kennslustundin sem Kaffileikhúsið sýndi við góðan orðstír. í þessum leikj- um felst slík orðræðusnilli og hugmyndagnótt að þau hljóta alltaf að ögra leikhúsmönnum og skemmta leikhúsgestum. Og þau eru líka þannig vaxin að ungt áhugafólk getur vel flutt þau sér og öðrum til ánægju, enda þótt skorti á leik- listarkunnáttu til að gera verk- efninu full skil. Mér leyfist kannski að rifja upp æskuminningu varðandi Sköllóttu söngkonuna. Það var á menntaskólaárunum fyrir ævalöngu sem ég kynntist þessu verki fyrst. Það kom þannig til að áhugasamir nem- endur höfðu forgöngu um að samlesa leikinn tvisvar á Sal, og var ég reyndar viðriðinn þann flutning, las formála að honum eftir höfundinn. Mikið fannst okkur, grænjöxlunum þetta skrýtið verk, svona gjör- samlega fáránlegt og út í loftið, við sátum hreinlega dolfallin yfir fjarstæðunum. Þórarinn Björnsson skólameistari hafði tekið að sér að skrifa höfundin- um og beðið um leyfi til flutn- ingsins sem veitt var ljúfmann- lega. Annars held ég að Þórar- inn hafi ekki kunnað sérstak- lega að meta verkið, klassískt menntaður móralskur rök- hyggjumaöur sem hann var. En annar bókmenntamaður á Akureyri kom að hlusta, í bæði skiptin, og lagði hann reyndar ekki leið sína í húsakynni skól- ans í annan tíma svo ég muni. Þetta var Stefán Bjarman, hinn snjalli þýðandi Steinbecks og Hemingways og lærimeistari Indriða G. Og enn er mér í minni hve Stefán skemmti sér vel yfir flutningi nemendanna á þessum skrýtna texta. Sköllótta söngkonan er sam- in um miðja öldina og er löngu orðin skóladæmi um absúrd- leikrit. Þetta er léttara verk en Kennslustundin, það er ekki í því sá broddur sem þar er. í Sköllóttu söngkonunni er ein- ungis leikur að fáránlegum hugmyndum, fram færður af slíkri list að það er ónæmur og steinrunninn áhorfandi sem ekki hrífst með. Og í rauninni er texti leiksins alls ekki eins fá- ránlegur og virðast mætti. Hann fer fram á heimili breskra millistéttarhjóna, herra og frú Smith, og lýsir heimsókn herra og frú Martin þangað. Vinnu- konan Mary er svo fulltrúi lág- stéttarinnar. Og síðan kemur vinur hjónanna, dælustjórinn, líka á vettvang. Þessi umgerð er fullljós og alveg hægt að skoða leikinn sem einfalda skop- mynd af breskum smáborgur- um. Það er auðvitað fyndið í sjálfu sér að rúmenskur höf- undur skuli semja á frönsku leik um þetta efni! En vitanlega lyftir verkið sér yfir öll landa- mæri. Það er hinn fáránlegi hversdagsheimur smáborgar- ans hvar sem er á Vesturlönd- um sem hér er leiddur fram. Hugkvæmni höfundarins í orðræðulist er með ólíkindum, og þýðing Karls Guðmunds- sonar á verkinu, sem mun vera gömul, er prýðileg, hljómaði Eugéne lonesco. LEIKHUS GUNNAR STEFÁNSSON mjög vel og í hvívetna vöndug- lega stíluð og hnyttin. Sýning- in í heild er því unga fólki sem að henni stendur til sóma. Hún er vel unnin af hendi leikstjór- ans og er sérstök ástæða til að nefna hve textaframburður leikaranna er yfirleitt góður. Þeim hefur líka tekist undir Leikarar og leikbrúbur. leiðsögn Melkorku að móta persónurnar furðuskýrt. Auð- vitað þarf til miklu reyndari og þroskaðri leikkrafta til að skila öllum safa þessa verks, — og þarf raunar varla að nefna það. En í sýningu sem þessari kem- ur æskuþokki í stað rútínunn- ar. Og innan þess ramma sem hér er settur var Sköllótta söng- konan hin besta skemmtun í meðförum Ljóshærðu kennslu- konunnar. Eg held raunar að sýningin hefði þurft á að halda betra leikrými en hér, uppi undir þaki bakatil í Kaffi Reykjavík. Þar er lágt til lofts og molluhiti í sterkum ljósum. Af frammistöðu einstakra leikenda verður raunar fátt ráð- ið um það hvort hér séu upp- rennandi atvinnuleikarar á ferð. Öll stóðu þau sig vel, og vel mátti sjá ólíkt upplag þeirra sem nýttist ágætlega I hlut- verkunum. Mest gaman hafði ég af dælustjóranum sem Páll Sigþór Pálsson lék af góðri skopgáfu. Frú Smith lék Guð- rún Jóhanna Ólafsdóttir af töluverðum skaphita með köfl- um, en þess gætir að óreyndir leikarar hafa ekki nægilegt vald á líkamstjáningu og raddbeit- Tímamynd: ]AK ingu þegar sýna á geðbrigði. Flóki Guðmundsson var sett- legur sem herra Smith á bak við blaðið. Birna Ósk Einars- dóttir var geðfelld í hlutverki vinnukonunnar Mary. Unnur Ösp Stefánsdóttir var býsna svipsterk sem frú Martin og Ól- afur Egill Egilsson sýndi skop- lega takta í hlutverki herra Martins. Atriðið milli þeirra þar sem þau eru að rifja upp hvernig kynnum þeirra er hátt- að fannst mér skemmtilegt í meðförum. Aftur á móti var veikasti hluti sýningarinnar sá þegar allt fer upp í loft á svið- inu, þá er sýningin við það að leysast upp í farsalæti. Sköllótta söngkonan er „leik- ur" í frummerkingu þess orðs. Við getum best notið hennar sem absúrd- hversdagsleiks, án þess að pæla mikið í merking- um eða að reyna að finna rök- heldan þráð og samhengi þar sem slíku er ekki til að dreifa. Frekar en í lífinu sjálfu þar sem hvað rekur sig á annars horn. Er kannski absúrdleikur eins og þessi sannasta mynd af lífi okk- ar sem völ er á — þegar öllu er á botninn hvolft? Skýrslan er fundin Flutningur ríkisstofnana út á landsbyggðina hefur verið til umræðu í sumar vegna þeirr- ar ákvörðunar umhverfisráð- herra að flytja Landmælingar til Akraness. Magnús H. Gíslason fyrrum blaðamaður sagði frá 21 árs gömlu nefnd- aráliti um þennan málaflokk í grein í Tímanum á miðviku- daginn, sem vakti mikla at- hygli. Magnús sagði að nefnd undir forystu Ólafs Ragnars Gríms- sonar hefði skilað ítarlegri skýrslu um flutning ýmissa rík- isstofnana. Lagði nefndin til heildarflutning 25 stofnana, deildaflutning sem átti að snerta 12 stofnanir, stofnun 36 útibúa og eflingu útibúa 11 stofnana. Magnús segir að nefndin hafi reiknað með að farið yrði eftir þessari skýrslu, sem svo mikil vinna var lögð í, því 243 stofn- anir kynnti nefndin sér og 157 þeirra sérstaklega vel. Síðar gerðist það að Magnús, þá blaðamaður Þjóðviljans, var beðinn um að útvega eintak af téðri skýrslu, enda var hann einn nefndarmanna. Ekki átti hann eintak sjálfur, en spurðist fyrir í hinum háu ráðuneytum. En þar segir hann að menn hafi komið „af fjöllum". Eða eins og Magnús sagði í grein sinni: „Ráðherrar, aðstoðarráðherr- ar, ráðuneytisstjórar, skrifstofu- stjórar, deildarstjórar, fulltrúar eða hvað þetta hrúgald heitir nú allt saman, enginn vissi neitt. Skýrslan virtist hreinlega vera týnd og tröllum gefin," segir Magnús. Henn telur nefndastörfin og þá miklu fjár- muni sem varið var til starfa nefndarinnar hafa verið sýnd- armennsku eintóma. í gær fannst loks eintak af umræddu nefndaráliti. Það fannst á Akranesi í fórum Guð- mundar Vésteinssonar á Akra- nesi. Guðmundur sendi Tíman- um síðan ljósrit úr skýrslunni þar sem meðal annars er fjallað um ágætijaess að flytja Land- mælingar Islands út á land. í nefndinni frá 1975 sem vann við „týndu skýrsluna" voru auk Ólafs Ragnars, sem Ólafur heitinn Jóhannesson skipaði, þeir Bjarni Einarsson, Helgi Seljan, Jón Baldvin Hannibalsson, Magnús Gísla- son, Magnús E. Guðjónsson og Sigfinnur Sigurðsson. -JBP i’í-sSS*-— Úr áliti nefndar Ólafs Ragnars frá 1975, — þarna er fjallab um Land- mœlingar á bls. 92 í skýrslunni. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.