Tíminn - 13.08.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.08.1996, Blaðsíða 7
Þri&judagur 13. ágúst 1996 7 Byggingarframkvœmdir í Reykjvík minni í fyrra en nokkru sinni síöan 1981: Færri íbúðir en nokkru sinni á síbustu 30 árum Fullgerðar nýjar íbúöir í Reykjavík voru aðeins 450 á síöasta ári og er ekkert dæmi um að svo fáar íbúbir séu byggðar á einu ári síðustu 30 árin að minnsta kosti. Og ekki virðist framhaldið bjartara því aðeins var byrjaö á 294 íbúð- um í fyrra. í heild voru bygg- ingarframkvæmdir á árinu, mældar í fermetrum fullgerðs húsnæðis af öllum tegundum, minni 1995 heldur en nokkru sinni síðan árið 1981, eða í hálfan annan áratug. Samkvæmt yfirliti bygginga- fulltrúans í Reykjvík, um bygg- ingarframkvæmdir í borginni á síðasta ári og samanburð áranna 1981-95, má eiginlega segja að byggingariönaður í Reykjavík hafi hrunið á síðasta ári. Og þá ekki aðallega vegna færri íbúða en um áratuga skeið, heldur var nú minna byggt af atvinnuhús- næði og annars konar húsum heldur en um mjög langt árabil. Þeir fáu sem byggðu hafa hins vegar margir verið stórhuga. Meðalstærð nýrra íbúða á árinu 1995 var 29 rúmmetrum stærri en árið áður, eða 370 rúmmetr- ar. Meðalstærð einbýlis (ein- býli/parhús/raðhús) úr steini var 590 m3, úr timbri 610 m3 en meðalstærð ibúöa í fjölbýlis- húsum var um 322 m2. Síðustu þrjá áratugi a.m.k. hafa nýjar íbúðir í Reykjavík að- eins tvisvar orðið færri en 500, á árunum 1981 (484 íbúðir) og 1982 (497 íbúðir). Fullgerðar íbúðir voru 150 færri í fyrra heldur en árið áöur. Á árunum 1990-94 var að jafnaði lokið við 775 íbúðir á ári. Gríðarlegur samdráttur síð- asta árs kom þó fyrst og fremst fram í byggingu atvinnuhús- næðis og húsa til annarra nota en íbúðar. Einungis voru full- gerðir um 32.500 fermetrar í slíkum húsum á síðasta ári, hvar af helmingurinn var verslunar- og skrifstofuhúsnæöi. Þessir 32.500 fermetrar eru innan við þriðjungur þess sem jafnaðar- lega hefur verið byggt af öörum húsum en íbúðarhúsum síðasta áratug. Þannig viröast opinberir aðilar ekki síst hafa haldið að sér höndum við byggingar fyrir skóla, heilbrigðisstofnanir, fé- lagsheimili og annað sérhæft húsnæði. Af iðnaðarhúsnæði var nær ekkert byggt á síðasta ári. Sömuleiðis verður aö leita mjög langt aftur til aö finna dæmi um minni byggingar fyrir bíla, hesta og annað góss (geymslur ýmiss konar). ■ Fríhafnarverslun ríkisins: Skert viöskipta- sibferbi og óeðlileg samkeppni ríkisins Kaupmannasamtök íslands óska eftir því við Utanríkis- ráðuneytið aö „póstverslun" í komuverslun Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli verbi hætt og að fríhafnarverslunin verbi lögð nibur í núverandi mynd. Það hefur tíðkast að fólk hringir inn pantanir á söluvör- um, gefur upp greiðslukorta- númer og fær síðan ferðafólk sem er á leið til landsins til að gerast „burðardýr" og taka við vörunni og flytja inn í landið. Samtökin segja þessa starfs- hætti (póstverslun) vera óvið- unandi blett á viðskiptasið- ferði, að ríkið sé einfaldlega að nota smugur í eigin kerfi. Þá fullyrða Kaupmannasam- tökin að með fríhafnarverslun fyrir komufarþega standi ríkið í óeðlilegri samkeppni við versl- un í landinu, fjölmennustu at- vinnugrein landsins sem greið- ir meira til samneyslunnar en aðrar atvinnugreinar. Samtök- in benda á að ekki geti allir nýtt sér þessa verslun og því sé um mismunun að ræða, eftir því hvort menn hafi aðstæður til þess að ferðast eða ekki. Sam- tökin telja aftur á móti að versl- unarrekstur í flughöfnum eigi að vera í höndum einkaaðila sem leigi þar aðstöðu og stundi sinn rekstur á jafnræðisgrund- velli við aöra verslun í landinu. Að lokum leggja þau áherslu á að stjórnvöld vinni ötullega að því að skapa íslenskri verslun sambærileg starfsskilyrði við það sem gerist í helstu sam- keppnislöndunum. -gos Ár 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 I 50 000 100 000 150.000 200 000 250.000 300.000 Farmetrar □ íbúöartiús O Verslunar- og skritstofuhús ■ Bllskúrar, geymslur, hesthús o.fl. ■ Skólar, félagsheimiH, kirkjur o J. □ Iðnaöar- og verslunarhús Súlurit Byggingarfulltrúa fermetra fullgerös húsnceöis á árin hverju síöan 1981 sýnir glöggt þaö hrun sem oröiö hefur í byggingarframkvœmdum í Reykjavík áriö 1995 og þá ekki hvaö síst í opinberum byggingum og iönaöar- húsnœöi ásamt skúrum/geymslum alls konar m.a. fyrir bíla og hesta. Ari Trausti Guömundsson telur miklar líkur á aö vitsmunalíf sé aö finna á öörum hnöttum. Nýlegar rannsóknir vísindamanna um líf á Mars mjög spennandi: Ráðgert ab senda 10 geim- för til sýnatöku á Mars Ari Trausti Guðmundsson jarðeðl- isfræðingur telur miklar líkur á að einhvers konar líf finnist á öðrum hnöttum og jafnvel vits- munalíf. Hann útilokar nánast að um pólitíska sýndarmennsku sé að ræða hvað varöar nýjar rann- sóknir bandarískra vísinda- manna, en þær þykja renna stoð- um undir að lífverur hafi þrifist á Mars. „Það er von á greinum um þetta í efni í vísindaritum á næstunni þannig að ég get ekki metið trúverð- ugleika þessara rannsókna á þessu stigi. Ég tel þó mjög ólíklegt að þetta sé einhver brella. Alvömvís- indamenn láta ekki hafa sig út í slíkt." Ari Trausti segir Akkílesarhæl rannsóknanna fyrst og fremst vera þann að loftsteinarnir sem fundust á Suðurskautslandinu séu taldir vera frá Mars en ekki sé óyggjandi vissa fyrir því. „Þeir gætu verið brot út halastjörnum eða loftsteinabelt- inu. Það verður ekki hægt að skera endanlega úr því hvort þessir ein- ftumungar em frá Mars fyrr en búið er að nálgast sýni þaöan." Geimferðir em nú i undirbúningi þar sem a.m.k. 10 geimför verður send til mars. Vonast er eftir aö ein- hver þeirra snúi til jaröar með raun- vemleg sýni. „í framtíðinni, ef til vill snemma á næstu öld, má búast við mönnuðum geimferöum til Mars, rétt eins og menn hafa fariö til tunglsins. Það er í sjálfu sér alveg framkvæmanlegt nema að fjarlægð- armunurinn er gífurlegur. Við emm að tala um tugi milljóna kilómetra til Mars en það em aðeins 380.000 km til tunglsins." -BÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.