Tíminn - 13.08.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.08.1996, Blaðsíða 10
10 Þri&judagur 13. ágúst 1996 IÞROTTIR . . . IÞROTTIR . . . IÞROTTIR . . . IÞROTTIR . . . IÞROTTIR . . . IÞROTTIR . . . IÞROTTIR . . . Tíu íslenskir keppendur á Ólympíumóti fatlabra ísland sendir 10 keppendur á Ólympíumót fatlaöra sem fram fer í Atlanta dagana 15. til 25. ágúst. Tveir keppa í frjálsum íþróttum (flokki hreyfihamlaöra) en hinir í sundi. Þroskaheftir fá nú í fyrsta sinn aö keppa meö öörum fötlunarhópum á Ólympíuleikum fatlaöra, en fyrsta Ólympíumót þroska- heftra fór fram í Madrid fyr- ir fjórum árum. í Atlanta fá þroskaheftir þó einungis aö keppa í fáum greinum, og t.d. ekki í lengri sundgrein- um þar sem þroskaheftir ís- lendingar hafa veriö mjög sigursælir, segir í tilkynn- ingu frá íþróttasambandi fatlaöra. Þeir Haukur Gunnarsson og Geir Sverrisson keppa í frjáls- um íþróttum. Haukur tekur nú þátt í Ólympíumóti fatl- aðra í fjóröa skipti og er fyrsti íslendingurinn sem það gerir. Keppendur í sundi eru: Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Bára B. Er- lingsdóttir, Gunnar Þór Gunn- íslenskir keppendur á Ólympíuleikum fatlaöra í Atlanta dagana 15. til 25. ágúst ásamt fararstjórum. arsson (öll í flokki þroska- heftra), Ólafur Eiríksson, Krist- ín Rós Hákonardóttir, Pálmar Guðmundsson og Anna Rún Kristjánsdóttir (í flokki hreyfi- hamlaðra) og Birkir Rúnar Gunnarsson (flokkur blindra). Þau Pálmar og Anna Rún keppa nú í fyrsta skipti á Ólympíumóti fatlaðra. Ölympíumót fatlaðra hafa verið haldin síðan 1960 og þetta er hið tíunda. Á síðasta Ólympíumóti, í Barcelona 1992, unnu hreyfihamlaðir ís- lendingar til 17 verðlauna, fengu 3 gull, 2 silfur og 12 bronsverðlaun og settu jafn- framt 1 heimsmet, 3 Ólympíu- met og 35 íslandsmet. Óg ekki stóðu þroskaheftir sig síður í Madrid, þar sem þeir unnu 10 gull, 6 silfur og 5 bronsverð- laun, eða alls 21 verðlauna- pening. Hópurinn setti 9 heimsmet, 10 Ólympíumet og 11 íslandsmet. Með keppendum fara 5 far- arstjórar og þjálfarar. Formaöur skáksambandsins vill aö Skáksambandiö fái aö njóta tekna aflottósölu: / Iþróttahreyfingin stendur sem varðhundur um lottótekjumar Guömundur G. Þórarinsson, formaöur Skáksambands ís- lands, segir aö ekki sé hægt aö taka ríkislaun skák- manna sérstaklega fyrir og leggja til sambærilega af- reksstyrki fyrir frjálsíþrótta- menn ööruvísi en aö sérstaöa skákhreyfingarinnar sé skýrö. Skákin njóti t.a.m. engra tekna af lottósölu eins og íþróttafélögin. Júlíus Haf- stein, formaöur Ólympíu- nefndar íslands, sagöi í Tím- anum á laugardag aö opin- berir aöilar yröu aö koma aö málum afreksmanna frjálsra íþrótta á sama hátt og stór- meistarar í skák eru styrktir. „Að sumu leyti er þetta tvennt ekki óskylt en þó er margt ólíkt. Litið hefur verið á stórmeistaratign hliöstætt og listamannalaun, e.t.v. er skákin list, íþrótt og vísindi allt í senn. Við erum hins vegar mjög af- skipt í skákhreyfingunni, og fá- um engar lottótekjur en sú sala er gífurleg tekjulind fyrir íþróttahreyfinguna. Okkur finnst mjög óréttlátt að vera ekki með þar, ef svo væri gætum við gert meira fyrir okkar menn," segir Guðmundur. „Mér virðist sem íþróttahreyf- ingin standi sem varðhundur um þetta lottó allt saman. Mér fyndist mjög eðlilegt ef heildar- endurskoðun á styrkjum og launum á að fara fram, að lottó- ið verði einnig endurskoðað. Þetta virðist hins vegar vera mörgum gríðarlega viðkvæmt mál. Margir segja einfaldlega: það er ekki hægt." Formaður Skáksambandsins segist þó ekki vera að mæla gegn því að afreksmenn í frjálsum íþróttum fái sambærileg laun og stórmeistarar í skák. Árangur ís- lenskra skákmanna sé hins veg- ar einstæður. „Við teljum að af- reksmenn innan skákhreyfing- arinnar hafi borið hróður lands- ins mjög víða. Við eigum t.a.m. Ólympíumeistarana innan 16 ára, eina Ólympíumeistaratitil- inn sem íslendingar hafa unnið ef íþróttir fatlaðra eru frátaldar. Við áttum fram á síðasta ár heimsmeistara innan tvítugs, og íslendingar náðu fyrir stuttu 6. sæti á Ölympíumóti í opnum flokki af 120 þjóðum. Með væntanlegri stórmeistaratign Þrastar Þórhallssonar eiga Is- lendingar 9 stórmeistara sem er meira en allir Danir, Finnar og Norðmenn eiga samanlagt. Þeg- ar Karpov, heimsmeistari FIDE í skák, afhenti verðlaunin á síð- asta Ólympíuskákmóti innan 16 ára á Kanaríeyjum gerði hann að sérstöku umfjöllunar- efni þessa undarlegu klettaeyju úti í miðju Atlantshafi." Fimm stórmeistarar af átta þiggja laun frá ríkinu, þeir Margeir Pétursson, Jóhann Hjartarson, Helgi Áss Grétars- son, Helgi Ólafsson og Hannes Hlífar Stefánsson. Laun þeirra eru milli 80.000 og 90.000 á mánuði skv. upplýsingum Guð- mundar. Guðmundur segir að Skák- sambandið taki þátt í 30-40 við- burðum árlega og sumir séu afar fjárfrekir. T.a.m. kosti þátttaka skákmanna á móti í Armeníu bráðlega um 3 milljónir kr. sem samsvari ársframlagi frá ríkinu. „Skáklífinu er að langmestu haldið uppi með sjálfboða- vinnu, borgin og allmörg fyrir- tæki hafa þó stutt okkur mjög vel." Guðmundur þakkar þann ár- angur sem náðst hefur hjá yngri flokkunum að undanförnu að miklu leyti þeirri kennslu sem stórmeistararnir hafa veitt yngri kynslóðinni. „Það er enginn vafi á því. Skákskólinn skiptir feykilega miklu máli." -BÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.