Tíminn - 13.08.1996, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.08.1996, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 13, ágúst 1996 13 Picasso-figurur Alexöndru seljast einna best. Rúmenska undrib Á aðeins tveimur árum hefur litla rúmenska undrið, hin tíu ára gamla Alexandra Nechita, risið frá vatnslitadollunni og crayola-lit- unum til þess að verða ein af sölu- hærri stjörnum myndlistarheims- ins. Myndir hennar draga sterkan dám af meistara Picasso og seljast á um 80.000 dollara stykkið eða um fimm milljónir íslenskra króna. Foreldrar hennar ráku upp stór augu þegar maður nokkur bauðst til að reiða út um 4 þúsund krón- ur íslenskar fyrir mynd eftir dóttur þeirra. Þetta var fyrir sautján einkasýningum síðan, á fyrstu sýningunni sem hún hélt í Los Angeles þá átta ára gömul. Síðan eru liðin tvö ár og eftir að stúlkan skrifaði undir samning við International Art Publishers fór maskínan í gang. Nú hefur hún farið víða um heiminn til að sýna verk sín, verið í stöðugum viðtöl- um og jafnframt er komin út bók með úrvali verka hennar. Nechita-fjölskyldan flúði frá Rúmeníu undan harðstjórn Ce- ausescu árið 1987. Foreldrar Alex- öndru og bróðir búa saman í út- hverfi Los Angeles, þar sem hún gengur í hverfisskólann og reynir að lifa normal lífi þrátt fyrir auð- inn og velgengnina. Normalt getur þó ekki talist að stöðug tilboð berist tíu ára gamalli stúlku um hlutverk í kvikmynd- um, fyrirsætustörf og sjónvarps- verkefni. Að sögn foreldranna hef- ur athyglin þó ekki komið niður á framkomu hennar né einkunnum í skóla, því þar er hún efst í bekkn- um. ■ í SPEGLI TÍMANS Litli bróbir apar eftir systur sinni. Foreldrar Alexöndru flúöu frá Rúmeníu árib 1987 meb hana kornunga ífar- teskinu. Tilbobin streyma til stúlkunnar daglega og hún þyrfti ab lengja sólar- hringinn býsna mikib ef hún hygbist sinna þeim öllum. Því eru þab foreldrar hennar sem draga mörkin. Auburinn og velgengnin virbast ekki hafa stigib Alexöndru til höfubs. Stúlkan berst ekki mikib á, né foreldr- ar hennar, því sölulaunin eru sett inn á lokaba reikninga þar sem pening- arnir verba geymdir þar til stúlkan verbur myndug. Alexandra hefur málab og teiknab frá þvíhún gat fyrst haldib á blýanti. Hún hefur lokib vib um 350 myndir meb Picasso-ívafi en þœr seljast víst einna best hjá henni. í tvcer til þrjár klukkustundir á dag situr hún inni í stúdíóinu sínu og málar í gríbi og erg en þess á milli er eblilegu lífi haldib ab henni. Framsóknarflokkurinn Sigrún Pá|| Sumarferð Magnús ■ Sumarferb framsóknarfélaganna í Reykjavík ver&ur farin laugardaginn 17. ágúst. Lagt veröur af sta& frá Umfer&armi&stö&inni stundvíslega kl. 8.00 og ver&ur feröinni haldi& a& þessu sinni til Snæfellsness. Áætlab er ab koma til Borgarnes um 9.30 og þar ver&ur höfb stutt vi&dvöl. Frá Borgarnesi ver&ur ekiö ab Bú&um þar sem Hádeg- isver&ur, sem ferbalangar koma meb sér, ver&ur snæddur. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi og Páll Pétursson félagsmálará&herra flytja stutt ávörp. Frá Búðum verbur ekib a& Arnarstapa og gefst þar tækifæri til a& fara í stuttar gönguferbir og sko&a sig um. Síban ver&ur ekib fyrir jökul til a& fara í stuttar göngu- ferðir og skoba sig um. Sí&an verður eki& fyrir jökul um Hellissand, Rif og til Ólafs- víkur en þar ver&ur stutt stopp. Frá Ólafsvík ver&ur ekib til Grundarfjarbar yfir Kerl- ingarskarb og ekki stoppab fyrr en vib veitingasta&inn Þyril í Hvalfirði. Áætlab er a& koma til Reykjavíkur mili 21.00 og 22.00. Magnús Stefánsson alþingismaburver&ur me& í fer&inni. Ver& kr. 3.000 og 1.500 fyrir börn. Pantanir ver&a teknar í síma 562 4480 dagana 12.-16. ágúst. Undirbúningsnefnd. Vestfiröingar Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Vestfjar&arkjördæmi ver&ur haldib á Reykhólum dagana 6.-7. september nk. Dagskrá nánar auglýst síbar. Stjórn KFV FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ Verkefnlsstjórl óskast Félagsmálaráðuneytið óskar ab ráða verkefnisstjóra fyrir til- raunaverkefni um starfsmat. Um er að ræða fullt starf sem áætlab er ab taki 18 mánuöi. Við- komandi mun hafa samstarf vib skrifstofu jafnréttisrábherra, Reykjavíkurborg og aðila vinnumarkabsins. Helstu markmib verkefnisins eru eftirfarandi: a) Ab bera saman hefbbundin kvenna- og karlastörf meb þab fyrir augum ab athuga hvort kynhlutlaust starfsmat dragi fram þætti í hefðbundnum kvennastörfum sem hingab til hafa veriö vanmetnir. b) Ab fá reynslu af notkun kynhlutlauss starfsmatskerfis sem tækis til ab raba störfum innbyrbis innan fyrirtæk- is/stofnunar. c) Að ablaga kynhlutlaust starfsmatskerfi íslenskum ab- stæbum. Umsækjendur skulu hafa áhuga og þekkingu á vinnumálum og jafnréttismálum, reynslu af stjórnun eba verkefnabundinni vinnu og góba skipulagshæfileika. Æskilegt er ab vibkomandi hafi lokib háskólaprófi. Umsóknir, ásamt upplýsingum um námsferil og fyrri störf, ber- ist félagsmálaráðuneytinu fyrir 26. ágúst nk. Nánari upplýsingar í rábuneytinu. Félagsmálarábuneyti, 9. ágúst 1996 aAtix (r&lt* áJLí ; IUMFEROAR RÁÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.