Tíminn - 14.08.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.08.1996, Blaðsíða 2
2 Mi&vikudagur 14. ágúst 1996 Tíminn spyr... Er tímabært ab taka upp skóla- gjöld vib Háskóla íslands? Lúbvík Bergvinsson, fulltrúi Al- þýbuflokks í menntamálanefnd: Það voru raunverulega tekin upp skólagjöld á þessu kjörtímabili, þau voru lögfest því þá var ákveb- iö að taka upp skrásetningargjöld svokölluð en í þeim felst gjaldtaka langt umfram það sem kostar að skrásetja nemendur við skólann. Þetta er náttúrlega skilgreiningar- atriði en ef menn ætla að fara að setja á hærri gjöld þá verður að taka upp þá umræðu á rýmra sviði. Ég tel að menn ættu að fara aðrar leiðir áður en skólagjöld verða hækkuð. Ásta R. Jóhannesdóttir, alþingismabur Þjóbvaka: Ég er andvíg skólagjöldum. Reyndar er búiö að lögleiða innrit- unargjöld sem nema tugum þús- unda en það á ekki að taka upp eiginleg skólagjöld því þá væri námsmönnum mismunaö eftir fjárhag. Þaö er stórt atriði að jafn- rétti ríki til náms á landinu, menntakerfið á aö vera hluti af samneyslunni líkt og sjúkrakostn- aður, vegagerð og annað. Hins vegar gengur ekki að skylda Há- skólann til að taka við öllum nem- endum án þess að fjárveitingar- valdið sjái til þess að hann fái það rekstrarfé sem til þarf. Hjálmar Árnason varaformaður menntamálanefndar: Það voru staðfest á þinginu í vor lög um skrásetningargjöldin. Stefna Framsóknarflokksins er að fara verði mjög varlega í skóla- gjöld af þeirri ástæðu einfaldlega að það hefur alltaf verið samstaða meðal þjóðarinnar um að mennt- un sé fjárfesting og allir þegnar landsins, óháð fjárveitingum, eigi að hafa aðgang að námi í háskóla. Það stendur yfir endurskoðun laga um Lánasjóðinn og viö væntum þess að hann eigi eftir að verða það jöfnunartæki sem honum var ætlað. < . . .: . ; :.;Jh Miklar breytingar á mörgum leiöum SVR og nokkrar lagöar niöur. Allir strætisvagnar SVR á breyttum tímum á morgun Allir strætisvagnar SVR verða á nýjum og breyttum tímum í nýju leibakerfi sem tekur gildi í fyrramálið. Margar leibir breytast mjög mikib og nokkr- ar eru alveg lagbar nibur. Til ab spara sér ab standa svekktir íslandsbanki: Gróðinn tvöfaldast milli ára Rúmlega 250 milljóna hagn- aður varb af rekstri íslands- bankasveitarinnar (móður- og dótturfélög) á fyrri hluta þessa árs sem er meira en tvöföldun frá sama tímabili í fyrra. íslandsbanki þakkar þetta m.a. 9% aukningu inn- og út- lána, 9,5 milljarða eignaaukn- ingu, 1% lækkun rekstrarkostn- aðar, nær 70 milljóna auknum gengishagnaði og nærri 50 milljóna króna lækkun framlags í afskriftareikning útlána. ■ og bölvandi („helv. vagninn nýfarinn") úti á stoppistöb í fyrramálib gerbu allir borgar- búar sem ætla í vinnu eba skóla meb strætó vel í því ab gefa sér tíma í kvöld til ab glugga í mibja símaskrána og athuga á hvaba tíma „vagn- inn þeirra" fer í fyrramálib. Og reyna sömuleibis ab átta sig á þeim miklu breytingum sem geröar hafa verib á leiba- kerfinu og nýjum tímasetn- ingum, sem opnað hafa marg- ar leiðir til skiptinga á milli vagna og lokað öbrum leiö- um. Spurningin er hvort megin- hluti borgarbúa hefur þegar átt- að sig á þessum gagngem breyt- ingum og hvort margir eru svo fyrirhyggjusamir að vera þegar búnir að afla sér nauðsynleg- ustu upplýsinga um þessar mik- ilsverðu breytingar, a.m.k. fyrir þann hluta borgarbúa sem bíll- ausir eru af ýmsum ástæðum. „Já, þab hafa margir leitað upplýsinga. Þetta eru auðvitað mismiklar breytingar. Og stað- reyndin er nú sú, að flestir sem feröast með strætó nota aðeins eina leið eba tvær, en annað í kerfinu snertir þá ekki neitt. Þannig ab þab eru fæstir sem þurfa yfirleitt að átta sig á ein- hverju umfangi breytinganna í heild sinni", sagði Þórhallur Örn Gublaugsson, forstöðu- maður markabs- og þróunar- svibs SVR. Þórhallur bendir á að leiða- kerfi og tímatöflur séu öllum aðgengilegar í miðju nýju síma- skrárinnar. Fyrir síðustu helgi hafi síðan komib ný og ítarleg leiðabók, þar sem myndir eru af öllum leiðum með merktum biðstöðvum og upplýsingum um fyrstu og síðustu ferðir, ásamt tímatöflum. „En það er auðvitað ljóst að það mun auð- vitað taka fólk einhvern tíma að átta sig á öllum breytingum. Þab er bara einn hluti af breyt- ingunni, að fólk þarf ákveðinn tíma til að læra á kerfið upp á nýtt. Vegna þessa höfum við líka verið meb kynningar til vib- skiptavina okkar alveg frá því fyrir mánabamót, þar sem við höfum hvatt fólk til að kynna sér breytinguna m.a. í síma- skránni", sagði Þórhallur. Sagt var... Fjötrar vistarbandsins vafbir um læknastéttina „Þab er verib ab setia á lækna vissa átthaqafjötra, meb pví ab leyfa þeim ekki ab fara úr hérabi. Fáar abrar starfstéttir myndu sætta sig vib ab vera kyrrsettar um hásumar." Segir Katrín Fjeldsted, forma&ur Félags heimilislækna, um tilmæli til lækna ab halda sig heima í hérabi. Alþýbublabib. Tanntaka tanniæknis „Gervitennur sóttar upp í sjúkling" Fyrirsögn í DV. Tannlæknir vatt sér inn í banka vib Laugaveg og tók þar einn starfsmann bankans og sjúkling sinn tökum og fjarlægbi gervitennur ú munnholi hans. Greitt meb börnum annarra „Þab hefur verib litib svo á ab allt til þess tíma ab greibandi hefur verib útilokabur frá faberni eigi hann ab greiba meblag meb barni." Segir framkvæmdastjóri Innheimtu- stofnunar sveitarfélaga, Árni Gubjóns- son, í samtali vib DV. „Samkvæmt upplýsingum DV falla upp- safnabar meblagsskuldir ekki nibur eba í hlut móbur eba rétts föbur þegar í Ijós kemur ab „meintur fabir" er þab ekki." Markhópur í forsetakosningum „I kynningarstarfseminni var gengib út frá því sem vísu ab atkvæbin væru slefanai idjótar sem ekki væri hægt ab koma vitinu fyrir nema meb því ab endurtaka sömu frasana þúsund sinnum og sýna andlitin á frambjób- endum enn oftar." Úr Víbavangspistli Tímans sem fjallabi um gróbann af kosingasjóbum. Þá stendur tíminn/Tíminn í stab „Klukkur og seinkub umbun fjallar einmitt um tímaafstöbu, hvab hefur áhrif á tímaskyn lífvera þegar lífveran er í bibstöbu eftir einhverju eftirsókn- arverbu." Segir doktor Örn Bragason um rann- sókn sem hann vann á atferli dýra í samtali vib Tímann. Slepptu öllum óþarfa formleg heitum „... er gert var óformlegt samkomu- lag (embættismanna) um fram- kvæmd landhelgisgæzlu á hafsvæb- um þeim, sem rikin deila um." Segir í grein Moggans um ágreing ís- lands og Danmerkur ab því er varbar hafsvæbib norbur af Kolbeinsey. Áhættuþóknun til stöbumæla- varba „Stöbumælaverbir beinbrotnir og grýttir" Forsíbufyrirsögn í DV á grein sem fjall- abi um „blóbuga árás um hábjartan Sigurbur Valgeirsson nýr dagskrár- stjóri hjá Sjónvarpinu hefur í hyggju ab setja mark sitt á dagskrána svo eftir verbi tekib og í pottinum hefur heyrst ab eitt af því sem örugglega verbi ekki á dagskrá næsta vetur sé hinn umdeildi þáttur Þeytingur, sem Gestur Einar jónasson frá Akureyri stýrbi. í pottinum er þverskurbur þjóbarinnar og samkvæmt vibbrögb- um þar vib þessum fréttum munu menn almennt skiptast í tvö horn — þeir sem fagna ákvörbun Sigurbar og þeir sem harma hana ... • Ólafur Ragnar Grímsson, forseti ís- lands, hefur verib nokkub sýnilegur upp á síbkastib og heibrab samkom- ur meb návist sinni. í heita pottinum voru menn ab segja frá því ab á Hestaíþróttamótinu í Mosfellsbæ hafi forsetinn komib meb pomp og pragt og m.a. hafbi verib undirbúib ab hann settist upp í hestakerru og ribi í henni einn hring um svæbib. Kynnir- inn á mótinu kynnti svo heibursgest- inn meb miklum tilþrifum og baub velkominn herra Ólaf Skúlason ...I • I pottinn kom í gær áhugamabur um Póst og síma og hafbi sá verib ab stúdera nýlega árskýsrlu stofnunar- innar. Benti hann á ab árib 1994 hafi verib bannabar reykingar vib stofn- unina og þab var sem vib manninn mælt ab árib 1995 snarfjölgabi veik- indadögum frá árinu áburl! Skýringar á þessu komu ab sjálfsögbu fram í pottinum þar sem reykingamenn töldu þetta sanna hollustu reykinga en abrir töldu ab þetta mætti rekja til þess ab menn væru ab norpa í vetr- arkuldum utandyra vib ab reykja ...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.