Tíminn - 14.08.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.08.1996, Blaðsíða 8
8 Mibvikudagur 14. ágúst 1996 Viö Crenlœk hjá Seglbúbum. VEIÐIMÁL EINAR HANNESSON Grenlækur er í Vestur- Skaftafellssýslu, en þar í sýslu eru einmitt ein þekktustu og gjöfulustu sjóbirtingssvæöi landsins bæbi fyrr og síöar. Áöur fyrr var stunduö mikil ádráttar- veiöi á ósasvæöum Skaftár og í Kúöafljóti, sem oft var ótrúlega mikil. En nú er löngu hætt þessum veiöi- skap, ef undan er skilin ein- hver veiöi í net Kúöafljóti og Skaftá sjálfri, miöaö viö þaö sem áöur var. Nú er yfir- leitt stunduö skipuleg stangaveiöi í því straum- vatni sem fellur til fyrr- greindra sjávarósa. Allt breytíngum undirorpib Grenlækur er lindarlækur, sem áöur var hluti af vatna- kerfi Skaftáróss en er nú einn um ósinn þann, ef svo má segja, þar sem Skaftá hefur fært sig um set og fellur í Veiðiós, ögn austar en gamli Skaftárósinn er. Upptök Gren- lækjar eru í um 30 km fjarlægð frá sjávarósi í svonefndu Eld- hrauni. Nýtur áin linda þar, sem vatn úr Skaftá, sem hverf- ur í hraunið nokkru ofar, fæð- ir stööugt. Grenlækjarmenn telja aö framkvæmdir vega- geröar á sínum tíma í Eld- hrauni hafi oröiö til þess aö minna vatn falli nú úr Skaftá til hraunsins, en gerði áður, og Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 3. flokki 1993 1. flokki 1994 1. flokki 1995 1. flokki 1996 2. flokki 1996 3. flokki 1996 19. útdráttur 16. útdráttur 15. útdráttur 14. útdráttur 10. útdráttur 8. útdráttur 7. útdráttur 4. útdráttur 1. útdráttur 1. útdráttur 1. útdráttur jónskvísl. Ytra-Hraun íbaksýn. Myndir: E.H. LEIÐRÉTTING Innlausnardagur er 15. október en ekki 15. ágúst eins og misritaðist í fyrri auglýsingu. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Kp HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LjI HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 569 6900 kreefjast lagfæringa í þessu efni, svo aö Grenlækur haldi vatnsstyrk sínum óbreyttum. Þá fellur Jónskvísl í neöri hluta Grenlækjar, en hún á einnig upptök í neðanverðu Eld- hrauni. Mörg veiðisvæöi Vatnasvæöi Grenlækjar er skipt niður í nokkur aðskilin veiöisvæði sem eigendur nota sjálfir eöa þau eru leigð út til stangaveiði til einstaklinga eöa hópa veiðimanna. í Gren- læk veiöist mest sjóbirtingur og auk þess bleikja og nokkuö af laxi. Samkvæmt skýrslum Veiöimálastofnunar veiddust í Grenlæk áriö 1994 3.311 urriðar, 273 bleikjur og 11 lax- ar, en 1995 3.638 urriðar, 403 bleikjur og 11 laxar. Þessar töl- ur sýna svo ekki verður um villst, aö Grenlækur er ein öfl- ugasta sjóbirtingsá landsins. Unnið hefur verið að fi- skrækt á svæðinu og ýmsar umbætur gerðar á farvegi Grenlækjar. Sleppt hefur verið seiðum af ýmsum stærðum og farvegur niðri á sandinum verið styrkt- ur með skurðgreftri og farveg- ur niðri á sandinum verið styrktur með skurðgreftri til að greiða fyrir fiskför upp ána. Samtök um veiði og ræktun A sínum tíma, 1965, var stofnað veiðifélag um vatna- svæði Skaftáróss, sem bændur við Grenlæk voru aðilar að. En eftir fyrrgreinda breyt- ingu á vatnsrennsli, urðu þeir sjálfstæðir innan vébanda síns veiðifélags, Veiðifélags Gren- lækjar, sem sett var á laggirnar árið 1974. Stofnaðild að félaginu áttu 16 jarðir í þremur hreppum, Kirkjubæjarhreppi, Leiðvalla- hreppi og Hörgslandshreppi, en jarðirnar eru Hólmur, Há- tún, Efvi-Vík, Syðri-Vík, Þykkvibær I, Seglbúðir, Eystra- Hraun, Ytra-Hraun, Fossar, Arnardrangur, Efri- Steins- mýri, Múlakot, Hörgsland I og II og Hörgslandskot, en síðast- nefndu jarðirnar þrjár eiga landið umhverfis Skaftárósinn gamla. Fyrsti formaður félagsins var Jón Helgason, Seglbúðum, síð- an Arnar Sigurðsson, Hrauni, Þórarinn Bjarnason, Þykkva- bæ II og núverandi formaður er Agnar Davíðsson, Fossum. Creniœkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.