Tíminn - 15.08.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.08.1996, Blaðsíða 1
+ i'jínkaku, (^) Olfufílaglfl hf m LykiH^ lánsviöskiptum Þaö tekur aðeins eittn w einn m j ¦virkan dag aÖ korna póstinum ^^j^V PÓSTUR pinttm tií sbiía ^^"^ 0G 5ÍMI STOFNAÐUR1917 80. árgangur Fimmtudagur 15. ágúst 152. tölublað 1996 Forstjóri Columbia Vent- ures gefur sér tvo mán-^ uöi til ab kanna hvort ís- land er fýsilegur kostur: Einbeita sér nú að íslandi A5 sögn Kenneth Peterson, forstjóra Columbia Ventures Corporation, verbur nú fó- kuserað á þann kost aö stab- setja álveriö á íslandi. Peter- son kom til landsins í fyrra- dag til viöræöna vib íslenska abila um mögulega bygg- ingu 60.000 tonna álvers á Grundartanga. Hann segir ab reynt verbi ab komast ab niburstöbum eba ásættanleg- um samningi á næstu 60 dögum. Eins og kunnugt er hafa for- svarsmenn Columbia átt í vib- ræöum við hlutaðeigandi að- ila í Venesúela og virtist jafn- vel sem sá valkostur yrði ofan á. Niðurstöður viðræðnanna þóttu að mörgu leyti lofa góðu. Venesúela hefur ýmsa kosti, þ.á m. næga raforku á fremur lágu verði og þjálfað, ódýrt vinnuafl. En í ljós kom að efnahagskerfi Venesúela hafði ekki nægilegt aðdráttar- afl á erlenda fjárfesta. Peterson sagði íslenskt efnahagslíf og hagkerfi hafa jákvæða ímynd og það væri helsti kosturinn sem ísland hefði fram yfir Ve- nesúela. Peterson vildi þó ekki útiloka þann möguleika að staðsetja álverið í Venesúela. Markmið ferðarinnar nú er að fá heildarmynd af aðstæð- um hér á landi. Við þá könnun skiptir raforka og raforkuverð, auk byggingarkostnaðar, höf- uðmáli. Hér á landi er ekki nægileg raforka til að halda öðru 60.000 tonna álveri gangandi. Landsvirkjun þyrfti því að kanna möguleika til að flýta eða koma af stað nýjum virkjunarframkvæmdum en ekki er talið að hér fengist nægileg raforka fyrr en í lok árs 1998. Peterson sagði að þó að önnur svæði standi að þessu leyti betur að vígi en ís- land þá geti aðrir kostir lands- ins vegið þyngra. -LÓA Peterson á fundi meb blaöamönnum ígœr. Tímamynd: BC Jón Torfi Jónasson, deildarforseti Félagsvísindadeildar: Lítum stöbu deildarinnar mjög alvarlegum augum „Þetta verbur mjög erfitt og vib lítuiii þessa stöbu mjög alvar- legum augum. Okkur er skammtab minna fé en vib telj- um okkur eiga skilib af hálfu Háskólans sem ber fyrir sig rík- isvaldib. Vib höfum engar leib- ir til ab takmarka nemenda- fjölda og höfum miklar áhyggj- ur af því ab geta ekki sinnt þeim stúdentum sem eru hér í námi," sagbi Jón Torfi Jónas- son, deildarforseti Félagsvís- indadeildar, þegar Tíminn innti hann vibbragba vib stór- aukinni absókn í félagsvísinda- deild á sama tíma og stefnir í mikinn rekstrarhalla Háskól- ans, fækkun námskeiba og aukna samnýtingu. Stubningur vib einstœba foreldra sem búa vib einangrun og hafa ekkert bakland: Vináttu-fjölskyldur stofnabar „Vib erum ab skoba hugmynd- ir um ab skapa öryggi fyrir þær mæbur sem lítib bakland hafa, þ.e. njóta ekki stubnings sinna ættingja eba annarra," segir Gubrún Ögmundsdóttir for- mabur félagsmálarábs Reykja- víkurborgar. Til stendur ab fara í samstarf við Rauða Kross íslands um stofnun „vináttufjölskyldna" fyrir einstæbar mæbur eða feður Ágreiningsatribi Dana og íslendinga um fískveibilögsögu: Fundað í Kaupmannahöfn verður fundað um leiðir til úr- lausnar í Kaupmannahöfn í byrj- un september. Viðræður ríkjanna, sem er ný- lokið, voru vinsamlegar og já- kvæbar samkvæmt frétt frá utan- ríkisráðuneytinu og eru ágrein- ingsatriði nú skýrari en fyrr. -BÞ Stjórnvöld Danmerkur/Græn- lands og íslands hyggjast at- huga þá kosti sem fyrir hendi eru til lausnar ágreiningnum um afmörkun fiskveibilögsögu og landgrunn. Fyrirhugað er að ríkin vinni náið saman á næstu vikum og sem eru einangruð, þ.e. geta ekki leitað til nokkurra um aðstoð eba stubning eins og fólk sækir jafn- an innan f jölskyldunnar, t.d. tek- ið börnin, sótt þau í Ieikskólann o.s.frv. „Þetta yrbi bæbi fyrir- byggjandi og myndi rjúfa ein- angrunina og létta álagib sem hvílir á einstæbum foreldrum vib þessar abstæbur." Abspurb um fyrirmyndina ab þessari hug- mynd segir Gubrún ab eflaust sé einhver sambærilegur stubning- ur veittur á hinum Norburlönd- unum en hvort þab sé í þessu formi veit hún ekki. Hins vegar hafi um nokkurt skeib verib bob- ib upp á stubningsfjölskyldur í þyngri málum, t.d. fyrir foreldra fatlabra bama. -gos Jón Torfi sagbi ab deildin væri búin ab dreifa kröftum sínum um of. Nú væru í smíbum hertar framvindureglur en þeim er hægt ab breyta án lagabreytinga. „Vib erum að vísu með takmörkun í alla starfsmenntunarþættina en það er ekki af fjárhagsástæðum eins og er heldur vegna aðstöbu- leysis í starfsþjálfun. Gub hjálpi okkur ef sú abstaba batnabi." Deildarforseti Félagsvísinda- deildar sagbist aftur á móti engar áhyggjur hafa af offjölgun innan deildarinnar í atvinnulegu tilliti. „Vib teljum ab þetta fólk muni spjara sig vel á vinnumarkabi, en við ráðum ekki við að sinna þess- um fjölda með því fé sem okkur er skammtab." Mest virbist aukn- ingin næsta vetur verba í sálfræbi og einnig mun nokkur fjölgun í félagsfræbi. „Ef ríkisvaldib telur sig ekki hafa efni á ab leggja meira fé til skólans þá verbum vib ab bregð- ast við því. Það eru hreinlega svik við nemendur deildarinnar að dreifa kröftunum meira en við höfum gert. Við teljum einfald- lega að þeir fái þá ekki boðlega þjónustu." Varbandi samnýtingu nám- skeiba sem nú stendur fyrir dyr- um innan skólans í ríkari mæli en nokkm sinni fyrr, sagbi Jón Torfi. „Samnýting námskeiba hljómar mjög vel og menn spyrja af hverju vib getum ekki samnýtt námskeib enn frekar er nú er gert. En málib er ekki svona ein- falt. Meb samnýtingu námskeibs í abferbafræbi t.d. eram vib ab tala um ab 350 manns á 1. ári sitji í einum hópi og þab er ekki hægt ab veita slíkum fjölda almenni- lega leibsögn í eblilegu háskóla- formi. Nokkur fjöldi annarra námskeiða er orðinn stærri en skynsamlegt er. Það væri e.t.v. hægt að þyngja prófin en menn em hikandi við það enda tel ég prófkröfur vera eðlilegar sem stendur." Um skýringar fjölgunarinnar í félagsvísindadeild sagðist Jón Torfi telja ab skilningur þjóbfé- lagsins hefbi aukist á gildi grein- anna sem kenndar væru í deild- inni. Nefndi hann sem dæmi ab talab hefbi verib um ab abalvand- inn vib flutning skólakerfisins til sveitarfélaganna væri skortur á sálfræbingum sem væm ab hasla sér starfsgrundvöll á mun víbara svibi en ábur. Þá gegndu kennar- ar, félagsrábgjafar, námsrábgjafar, bókasafnsfræbingar félagsfræð- ingar, mannfræbingar og stjórn- málafræbingar æ fjölbreyttara hlutverki og virtist öllum vera vel tekib á vinnumarkabi. -BÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.