Tíminn - 15.08.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.08.1996, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 15. ágúst 1996 3 Jóhann A. Jónsson talar um mistök í samningsgeröinni um Reykjaneshrygg: íslendingar eru aö tapa á heiðarleikanum íslendingar virðast vera þeir einu sem hagab hafa sér í sam- ræmi við samning sem gerður var um veiðar á Reykjanes- hrygg og tilkynnt um veiði. Fyrir vikið eru íslensk fiskiskip búin með sinn kvóta, en fiski- skip annarra þjóða halda áfram veiðum þó það sé nokk- uð ljóst að þau séu einnig búin með sinn kvóta. Þau hafa hins vegar látið hjá líða að tilkynna aflann. Jóhann A. Jónsson á Þórshöfn formaður úthafsveiðihóps LÍÚ segir um mistök að ræöa í samn- ingsgerðinni, „það er ekkert annað sem liggur fyrir. Hér hefur verið reynt aö stýra þessum hlut- um eins og til var ætlast að aðrir gerðu en það gengur ekki eftir. Það er þannig staðan núna að við einir erum búnir að veiða og erum stoppaðir. Þó svo að menn hafi hugmyndir um að aðrir séu búnir að veiða líka, þá halda þeir áfram." Jóhann bendir á að engin ákvæði séu t.d. um að veiði menn of mikið á þessu ári, þá skuli það koma niður á þeim á því næsta. „Við horfum ekki upp á það til lengdar að við einir sér tökum þátt í einhverri stjórnun og aðrir ekki," segir hann. íslensk skip munu þó ekki fara á hrygginn meira á þessu ári, en þab er nauðsynlegt að girða fyrir þetta eigi stjórnkerfiö ab halda. „Það er ekki svo gott að eiga við þetta núna eftir þessi mistök." Menn eru að sjálfsögðu ósáttir við stöðu mála. „Við vorum ab fara úr mok karfaveiði og keyra upp í Smugu í aðra og miklu síbri veiði og höfum orðib svo ab bíða eftir henni þar. Menn flytja flotann úr Reykjaneshryggnum og upp í Smugu. Hefðu menn getað tekið einn túr í viðbót í Reykjaneshryggnum þá hefði þetta nokkuð stefnt saman. Þannig að það er enginn sáttur við það." Jóhann segir menn verða að vera raunsæa, staðreynd málsins sé þessi. „Menn eru komnir upp eftir og vonandi fer þorskurinn að glaöna mjög þar. Menn rjúka ekki til baka, heldur verða að vinna á göllunum á samningn- um ef þetta á að halda eitthvað." Viðræður um nýjan samning hefjast í nóvember og umræður hefjast ekkert fyrr en þá. Jóhann telur íslendinga verða samstiga þegar þar að kemur: „Já, ég held ab það liggi alveg á borbinu hvernig menn taka á því." -ohr Símamenn veikari en nokkru sinni og tvöfalt veikari heldur en ASÍ-menn: Símamenn sjúkir í „150 ár" í fyrra „Þrátt fyrir ab innan Pósts og síma hafi í auknum mæli ver- ib leitast vib ab stuöla aö heilsuvemd starfsmanna meb ýmsum hætti uröu meöalveik- indadagar 17 á hvem árs- mann. Þetta er aukning um 2 daga milli ára og hefur ekki orbib svo mikil aukning á milli ára í langan tíma", segir í ársskýrslu Pósts og síma. Þess má geta til samanburbar, ab veikinda- og slysafjarvistir verkafólks og iönabarmanna í ASÍ- félögum samsvörubu 7,8 vinnudögum á árinu 1994, samkvæmt fréttabréfi Kjara- rannsóknarnefndar, eba um 2,9% greiddra Iauna. Heilsu- far símamanna viröist þannig meira en helmingi lakara heldur en íslenskra Mebal- Jóna. Unnin ársverk hjá Pósti og síma voru 2.244 á síðasta ári. Margfaldaö meb 17 hafa síma- menn því verið frá vinnu vegna veikinda samtals um 38.150 daga. Mibað við greidda vinnu- daga á ári (52 x 5) svara veik- indadagarnir til nærri 150 árs- verka. Þeir tveir veikindadagar sem við bættust á árinu jafn- gilda samtals 17 veikindaárs- verkum til viðbótar. Enda þurfti stofnunin að fjölga starfsmönn- um um 22 á árinu, m.a. vegna fjölgunar veikindadaga, en einnig vegna opnunar nýs úti- bús og aukinnar þjónustu. „Trúnaðarlæknir fylgist með heilsufari starfsmanna og hefur þeim verið bobib að láta bólu- setja sig gegn inflúensu auk þess sem hvatt hefur verib til auk- innar líkamshreyfingar með ýmsum hætti", segir í skýrsl- unni. Þá voru reykingar bann- aðar í húsnæbi Pósts og síma frá maí 1994 „og hefur sú ákvörðun að jafnaði mælst vel fyrir", segir skýrsluhöfundur. Þeim starfs- mönnum sem reykja, en vilja hætta því, hafa verið styrktir til þess meb námskeiðum. Þótt veikindi hafi aukist hefur fjöldi slysa hins vegar staðið í stað. Alls slösuðust 64 starfs- menn við vinnu sína á árinu. Flestir þeirra brákuðust eba tognuðu við fall. ■ Seglskútur í Reykjavíkurhöfn ígœr sigldu sœnsku skólaskipin HMS Gladan og HMS Falkan seglum þöndum aö Reykjavíkurhöfn. Skipin eru 39 metrar á lengd meb tvö möstur og er hiö hœrra 31 metri. 45 sjóliöar eru í hvorri áhöfn og munu þeir vœntanlega nýta daginn til aö skoöa sig um í Reykjavík en síöan fer fram fótboltaleikur gegn úrvalsliöi TBR á Valbjarnarvelli klukkan 7 9.00 í kvöld. Tímamynd: cs Um 97% allra kjúklinga í Bandaríkjunum framleiddir á 49 risabúgöröum: Eitt kjúklingabú fyrir hverjar 5 milljónir Kana „Nú koma 97% af allri kjúk- lingaframleiðslu í Bandaríkjun- um frá 49 risabúgörðum, eba ab jafnabi einum búgarbi í hverju ríki USA", segir í Frey. Þetta þýb- ir ab hvert þessara búa framleið- ir kjúklinga fyrir meira en 5 milljón Bandaríkjamanna ab mebaltali (þannig ab Danir þyrftu t.d. aöeins eina slíka verksmibju). Ef gengið væri út frá að Banda- ríkjamenn borðuðu álíka mikið af kjúklingum og Danir (um 14 kg.á mann), sem líklega er þó van- áætlað, þyrfti hver þessara 49 kjúklingaverksmiðja að framleiba kringum 75 þúsund tonn af kjúk- lingakjöti. Það er t.d. um 4 sinn- um meira en samanlögð kjöt- neysla allra íslendinga, en hátt í 50 sinnum meira heldur en landsmenn borba af kjúklinga- kjöti. Svínarækt í Bandaríkjunum mun nú vera ab breytast í verk- smiðjurekstur á sama hátt og kjúklingaræktin. Um 20% svína- bænda hafa hætt á sl. tveim ár- um. Stóru búin standa sig betur, bæði hvað varðar fóðurkostnab, vinnulaun, lyfja- og lækniskostn- að. Framleibslukostnabur er 7 kr. lægri á kíló á búi með 3.400 gylt- ur en 120 gylta búi. í Bandaríkj- unum reiknast mönnum til að hagkvæmni stærðarinnar nái allt upp í 60.000 gyltna bú, eða hátt í 20 sinnum fleiri heldur en allar gyltur á íslandi. í ársbyrjun 1995 höfðu 8 svínaverksmiöjur í Bandaríkjunum náð þeirri stærð. Þær sjá jafnframt um alla slátrun og úrvinnslu afurðanna. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.