Tíminn - 15.08.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.08.1996, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 15. ágúst 1996 5 Sjálfsævisaga Doris Lessing Under my skin eftir Doris Lessing Harper Collins, 439 bls., $ 25 Fyrsta bindi sjálfævisögu sinnar birti Doris Lessing 1994, þá 85 ára aö aldri. í rit- dómi í Time 28. nóvember 1994 sagði: „Þekktust er Less- ing fyrir The Golden Note- book (Gullnu minnisbókina) og bækurnar í flokknum The Children of Violence (Börn of- beldis), en þær byggir hún að nokkru á eigin ævi. Hún fædd- ist í Persíu af bresku foreldri. Móðir hennar var hjúkrunar- kona, en faðir hennar hafði særst í fyrri heimsstyrjöldinni og var fatlaður. Naut hann fremur meðaumkvunar eigin- konu sinnar en ástar. Doris var gefið gælunafnið Tigger, — en allir í fjölskyldunni báru gælu- nafn úr barnasögu A.A. Milne, Winnie the Pooh. Þegar hún var fimm ára gömul fluttist fjölskyldan til Suður- Ródesíu í von um að efnast á búskap og námagreftri. En lítt numið land er fötluðum manni örð- ugt viðfangs, og þeirra biðu strangir og erfiðir dagar." „í kapítulunum um bernsku sína segir hún glettilega vel frá mörgu, en frá öðru svo að ugg vekur ... Hún saumaði, eldaði, leit eftir skepnum ... Innan við tvítugt fór hún að heiman; henni og móður hennar kom ekki sem best saman, og þreytti það þær báðar ... Sem aðsópsmikil og fríð aðkomu- stúlka í Salisbury lagði hún lag sitt við vinstri sinna og gekk í kommúnistaflokkinn. Kapít- ularnir um það eru nöpur frá- Doris Lessing á tali w'ð Halldór Laxness, er hún kom hingaö til lands áriö 1986. sögn af tálsýn: „Við fyrirlitum una."„ alla sem trúðu ekki á bylting- „Samkvæmislíf í Salisbury var í lausum böndum. Doris giftist ungum manni úr kunnri fjölskyldu, sem hún unni ekki, en fæddi tvö börn. Sagði hún síðan skilið við þá fjölskyldu til að giftast komm- únista, Gottfried Lessing, sem hún átti þriðja barn sitt með. Allir drukku, reyktu og döðr- uðu." „í bókarlok hefur hún flust til London með yngsta barn sitt eitt með sér. (Þótt hún hitti Lessing í London var hjónabandi þeirra lokið). Frá- sögn hennar af öllu þessu er blátt áfram og án afsökunar- tóns. Eins og margir listamenn var Doris Lessing trú því verki sem hún taldi sig fædda til. Mannleg samskipti setti hún skör lægra." Regla Musterisriddara The New Knighthood: A History of the Order of the Temple Eftir Malcolm Barber Cambridge University Press, xxi-446 bls., $ 69,95 Malcolm Barber prófessor hefur í aldarfjórðung rannsak- að sögu reglu Musterisriddara. Athygli vakti 1978 bók hans, The Trial of the Templars, um réttarhöldin yfir reglunni sem urðu til þess að hún varð leyst upp. Niðurstöður athugana sinna hefur hann nú dregið saman í bók þessari um sögu reglunnar. í ritdómi í Specul- um, 3. hefti 71. árgangs (júlí- hefti 1996) segir: „Bókin hefst á frásögn af uppruna reglunnar, en síðan er greint frá því hvernig á því stób að í Vestur- Evrópu á 12. öld féllust menn á stofnun herr- eglna sem deilda í kirkjunni. Á eftir fer í þremur hlutum um- fjöllun um sögu reglu Musteris- riddara til loka 13. aldar. Lyktar hverjum þeirra á válegum ósigri latneska ríkisins í Palest- ínu: Við Hattin 1187, La Forbie 1244, og Akkra 1291. í síðari hluta bókarinnar er rætt um Krossfarar heimta hina helgu gröf úr höndum vantrúaöra. Musterisriddarar voru arftakar þeirra. Á myndinni eiga þeir ífullu tré viö múslima. lífshætti riddaranna (út frá reglum þeirra), efnahagslegan og stjórnmálalegan bakhjarl hennar, sem hún átti viögang sinn undir, lögbannið gegn henni og loks, með forvitnileg- um hætti, um arfsagnir í ritum sem hafa haldið uppi goð- sagnakenndri ímynd riddar- anna." „Hin hulta landnámsbyggð í Palestínu hefði ekki haldist til 1291 (bls. 64) án stuðnings herreglnanna, að því er höf- undur heldur fram. Hins vegar hefðu Musterisriddarar ekki haldist þar eftir fyrsta mikils háttar ósigur sinn, ef þeir hefðu ekki átt stuðning umfangsmik- illa samtaka á Vesturlöndum (bls. 230). Fyrir sakir framlaga, einkum frá páfa, kóngum og aðli, hefði reglan ekki megnað að eiga í tveggja alda varnar- stríði og að halda ekki einungis við varnarvirkjum sínum held- ur reisa ný þegar valdhafar (í latneska konungdæminu) höfðu ekki tök á því lengur. Öðru hverju voru Musterisridd- arar gagnrýndir fyrir ríkidæmi Fréttir af bókum sitt, en án þess hefðu þeir ekki getað átt í varnarstríði sínu." „Tekjur af landeignum fluttu fyrirliðar í reglunni beina leið til Miðjarðarhafsbotna ... Eftir að þeir voru farnir að þekkja til og stunda tilflutning fjár landa á milli, urðu Musterisriddarar brátt bankahaldarar konunga Frakklands og Englands og lögðu páfadæminu oft til fé- sýslumenn. Frá 1202 til 1307 voru að minnsta kosti 8 Must- erisriddarar gjaldkerar Frakk- landskónga. Og þegar Filippus IV lét árið 1307 handtaka Musterisriddara búsetta á Frakklandi „voru cubicularii í þjónustu Klements V í Poiters undanþegnir, þar eð þeir heyrðu beinlínis undir lögsögn páfastóls ... Eftir að regla Must- erisriddara var leyst upp guldu þeir þess að aðalskjalasafn þeirra glataðist og líka flest landsvæða skjalasöfn þeirra." Um það hefur höfundur þó fyr- irvara og telur að vera megi að aðalskjalasafn þeirra hafi veirð í vörslu Jóhannesarriddara á Kýpur til 1571." ■ Um tildrög innrásar Þjóö- verja í Ráöstjómarríkin 1941 Barbarossa: The Axis and the Allies Ritstýrb af John Erickson og David Dilks Edinburgh University Press, xii-287 bls., £25.00 í bók þessari eru birt erindi, sem flutt voru á alþjóðlegri ráð- stefnu í Háskólanum í Leeds um tildrög innrásar Þjóbverja í Ráð- stjórnarríkin 1941, en hún var haldin í júní 1991. í ritdómi í History, apríl-hefti 1996, segir: „Ein forvitnilegasta ritgerðin er eftir Geoffrey Waddington, og er hún byggð á þýskum heim- ildum fremur en þeim rúss- nesku heimildum sem aðgangur hefur nýlega verið veittur ab. í henni er skelegglega upp bmgb- ið öndverðum viðhorfum Hitl- ers og Rippentrops utanríkisráð- herra hans til heimsmála. Þegar árið 1937, er Rippentrop var sendiherra í London, komst hann á þá skoðun að Bretland mundi aldrei sætta sig við for- ræbi Þjóðverja á meginlandi álf- unnar og væri viðsjárverðasti óvinur þeirra. Griðasáttmáli Þýskalands og Ráðstjórnarríkj- anna 1939 var þannig ekki að- eins helsta diplomatiska afrek Rippentrops, heldur var það líka hápunktur andbreskra sóknar- áætlana, sem spönnuðu heim- inn og var ætlað að sameina Þýskaland, Japan, Ítalíu og Ráb- stjórnarríkin um uppskiptingu breska heimsveldisins að end- anlegri málaskipan þeirra á milli." „Aftur á móti hrundi heims- sýn Rippentrops við Barbarossa- abgerðina (þ.e. innrásina í Rúss- land), sem hann taldi að hlyti að leiba til ófarnaðar. Wadding- ton tínir vendilega saman ástæður þess að Rippentrop lagði ekki fyrir Hitler mótbárur sínar gegn Barbarossa-aðgerð- inni. Ovænt dregur hann líka fram hvílíkt tilfinningamál þær voru honum. Þegar Rippentrop flutti sovéskum stjórnarerind- rekum stríbsyfirlýsingu Þýska- lands þann 22. júní fylgdi hann þeim til dyra og kvaðst sjálfur mótfallinn þessari ákvörbun sem hann áliti viti firrta. Þessar hugmyndir sínar sótti Rippentr- op að nokkru til austurrískra geo-pólitískra hugsuða á þribja áratugnum." Um annað erindi eða ritgerð segir: „Frá hendi Johns Chap- mans er sérlega skarpleg ritgerð um þýsk-rússnesk- japönsk sam- skipti. Japanar fóru þegar 1941 að reyna að telja Hitler á að Bar- barossa-aðgerbin hefði mistek- ist og að skársti kosturinn væri að semja frið við Ráðstjórnarrík- in til að öxulveldin gætu snúið sér að Bretlandi." Rippentrop íMoskvu 1939, en hann geröi griöasáttmála viö Sta- lín. Eru báöir ígóöu skapi eftir undirritun vel heppnaös sam- komulags.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.