Tíminn - 15.08.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.08.1996, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 15. ágúst 1996 7 Þorfinnur Ómarsson tekur brátt viö starfi framkvœmdastjóra Kvikmyndasjóös: Tengja hjól atvinnulífsins viö kvikmyndagerðina „Eg vonast til þess aö atvinnu- lífiö sjái sér hag í að veita pen- ingum inn í kvikmyndagerö. Ég tel þaö vera einhverja mestu möguleika okkar til að efla kvikmyndagerð og auka fjár- magn til kvikmyndageröar aö tengja hjól atvinnulífsins viö hjól kvikmyndagerðarinnar. Sem væri ósköp eölilegt vegna þess aö kvikmyndagerð er at- vinnugrein sem skilar aröi og jafnvel dágóöum aröi," sagöi Þorfinnur Ómarsson í samtali viö Tímann en um næstu mán- aðamót tekur hann vib starfi framkvæmdastjóra Kvik- myndasjóös af Bryndísi Schram. Þorfinnur er áhorfendum ríkis- sjónvarpsins kunnur enda unniö viö Dagsljósþættina síðastliðin þrjú ár. í tæp fjögur ár starfaði hann einnig sem fréttaritari fyrir útvarp og sjónvarp meðan hann var við nám í Frakklandi. „Mig langar að koma þarna inn, bretta upp ermarnar og reyna aö vinna mikið starf. Hvort sem það tekst eða ekki þá lít ég svo á aö það sé ekki æskilegt að sitja þarna of lengi. Reyndar sagði fráfarandi framkvæmdastjóri eitt- hvað á þessa leið áður en hún tók við starfinu og svo þótt: það voða merkilegt þegar hún sagði upp." Bryndís sagði upp starfinu m.a. vegna þess að hún taldi sig hafa talað fyrir daufum eyrum fjárveit- ingarvaldsins. Kvikmyndagerðar- menn hafa látiö töluvert í sér heyra á undanförnum misserum til að gagnrýna það að lögbundin framlög hafi nánast aldrei skilað sér til Kvikmyndasjóðs. Menn hafa komið með ýmsar tillögur til að efla kvikmyndagerðina í land- inu og ekki alls fyrir löngu sendi Bandalag íslenskra listamanna frá sér eins konar stefnuyfirlýsingu um kvikmyndagerð á Islandi. Yf- irlýsingin þótti óvanaleg enda ekki oft sem fulltrúar ólíkra list- greina snúa bökum saman og gera sitt til að auka veg einnar greinar. Þorfinnur hefur þegar rætt við þingmenn fjárlaganefndar, menntamálaráðherra og hyggst einnig ræba vib iðnabarráðherra um framtíbarframlög til Kvik- myndasjóös. Hann eygir þó helst möguleika í ab fá fyrirtæki í at- vinnulífinu til að leggja fjármagn í íslenska kvikmyndagerð því óvíst er hversu vel gengur að út- vega meiri pening úr ríkissjóði. „Þetta er náttúrulega eilíf bar- átta. Ráðherra og þingmenn virð- ast hafa skilning á því að þab þarf að styðja við þessa grein í meiri mæli en hingað til. Það hefur ver- ið margra ára vinna að kynna fyr- ir stjórnvöldum efnahagslegan og menningarlegan ávinning af því að leggja meiri pening í Kvik- myndasjóð. Síðan er bara spurning hvort skilningurinn dugi til ab gera eitt- hvað í málunum. Ég er ekki viss um að það takist á þessu ári enda er fjárlagavinnan komin langt á veg núna. Ég vonast til þess ab það takist að vinna á einhvern hátt ab þessu á næsta ári." Þorfinnur hefur einnig rætt við fólk innan borgarstjórnar og fundið þar fyrir áhuga til að styðja við bakið á kvikmynda- gerðinni á annan hátt en með beinum fjárframlögum. Menningarleg atvinnugrein Nýlega tók til starfa nefnd á Þorfinnur Ómarsson. vegum iðnaðarráðuneytis sem ætlab er ab kanna hvort atvinnu- lífið geti með einhverjum hætti komið að íslenskri kvikmynda- ir mismunandi skilgreiningar hafa háð kvikmyndagerðinni því hún hafi átt erfitt með að njóta sannmælis sem annað hvort list eða iðnaður. Hann líti hins vegar svo á að hún sé blanda af hvom tveggja. „Þab er búið að sýna fram á það með tölulegum staðreynd- um að kvikmyndagerðin skilar gjaldeyristekjum í þjóðarbúið." Alþjóðatengill gerð. Skiptar skoðanir em á því hvort telji eigi kvikmyndagerb ibnað eða list/menningu. Þorfinnur seg- En starf framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs er ekki undirlagt af því ab kría út meira fjármagn í greinina. Kvikmyndasjóður er einnig tengilibur íslenskrar kvik- myndagerðar vib umheiminn. „Meðan við höfum ekki meiri pening en þetta þá hlýtur að vera mjög mikilvægt að vinna vel úr þeim þannig að eftir okkur sé tek- ið úti í heimi." Þorfinnur hefur vegna starfa sinna sótt ýmsar kvikmyndahá- tíbir og telur að íslendingar geti nýtt sér þær enn betur til að koma myndum sínum á framfæri. „Þeg- ar íslensk kvikmyndafyrirtæki eru búin ab framleiða sínar kvik- myndir er yfirleitt ekki króna eftir til að reyna fyrir sér á erlendum mörkuðum. Kvikmyndasjóður hefur þá oft hlaupið undir bagga og veitt smærri styrki til þess að íslenskar kvikmyndir komist á kvikmyndahátíðir erlendis. Á hátíðunum, t.d. í Berlín og Cannes, eru starfræktir kvik- myndamarkaðir þangab sem kaupendur koma. Þar þurfum við að vera sýnileg og höfum verið það. Þetta er ekki síður mikilvægt hlutverk en að fá meiri pening í sjóðinn." -LÓA Símamenn eignast 2/3 allra eigna Pósts og síma sem lífeyristryggingu: Yfir helmingur launanna í lífeyrisskuldbindingar Póstur og sími þurfti ab gjaldfæra rúm- lega 950 milljónir króna vegna áfallinna lífeyrisskuldbindinga starfsmanna sinna á árinu 1995 — þ.e. til viðbótar hinum lögbundnu ibgjöldunum í Lífeyrissjób starfsmanna ríkisins (6% + 4%), sem voru um 210 milljónum króna árinu, af tæp- lega 2,1 milljarða króna dagvinnulaun- um starfsmanna. Það hefur þannig kostað samtals 1.160 milljónir — eða sem svarar 55% greiddra dagvinnulauna — að tryggja símamönnum sinn áunna lífeyris- rétt á síðasta ári. Enda lífeyrissjóburinn sjálfur aðeins talinn rísa undir 20% skuld- bindinga sinna. Raunar mætti segja að símamenn hafi jafnframt eignast um 2/3 hluta allra eigna Pósts og síma í fyrra, þegar áfallnar lífeyris- skuldbindingar vegna starfsmanna Pósts og síma voru í fyrsta sinn færðar í reikninga stofnunarinnar. Áfallnar skuldbindingar til ársloka 1994 námu rúmlega 8.600 milljón- um króna, sem færðar voru sem langtíma- skuldir í efnahagsreikningi fyrirtækisins. Þar við bættust svo áðurnefndar 950 milljónir til að standa undir þeim lífeyrisrétti sem símamenn áunnu sér á árinu 1995 (umfram þau 20% sem lífeyrissjóðurinn sjálfur ræbur vib). Af þessu leiðir ab eigið fé Pósts og síma hrapaði um 2/3, eða niður í einungis 5,1 milljarð króna í lok síðasta árs, en það hefbi ella orðiö kringum 14,5 milljarðar ab óbreyttri reikningsfærslu. Póstur og sími hefur greitt iðgjöld til Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins frá upphafi, 6% af dagvinnulunum á móti 4% framlagi starfsmanna. En samkvæmt nýrri trygginga- fræðilegri úttekt standa þessi 10% allra dag- vinnulauna starfsævinnar (lífeyrissjóður- inn) einungis undir 20% af lífeyrisréttind- um starfsmanna. Vegna þess hafa stjórnvöld ákveðið ab Póstur og sími (sem önnur ríkis- fyrirtæki) beri einnig ábyrgð á þeim 80% áunninna líffeyrisréttinda starfsmanna sem lífeyrissjóburinn ræður ekki vib. Vegna þess- ara 80% lífeyrisréttindanna þurfti Póstur og sími að skuldfæra þá 9,4 milljarða af eignum sínum á síðasta ári, sem áður greinir. „Póst og símamálastofnunin hefur fyrir- vara á réttmæti þessara fjárhæða, bæði hvaö ElCll) FÉ mlllj. kr. 15.000-------- 1991 1992 1993 1994 1995 ■ Á verðlagi hvers árs ■ Á árslokaverðlagi 1995 Eigiö fé Pósts og síma hrapaöi um 2/3 þegar áfalinar lífeyrisskuldbindingar vegna starfs- manna voru dregnar frá. varðar hlutdeild stofnunarinnar í þeim og einnig forsendur tryggingafræðilegu úttekt- anna", segir í ársskýrslunni. „Þungur baggi" segir síma- málastjóri „Þessi skuldbinding er þungur baggi á fyr- irtækinu", segir Ólafur Tómasson póst- og símamálastjóri í ávarpi sínu. „Meb þessu er verið að velta þeim skuldbindingum, sem Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins stendur ekki undir, yfir á Póst og síma. í árslok 1995 nemur bókuð áfallin lífeyrisskuldbinding vegna starfsmanna fyrirtækisins 9.400 millj- ónum króna. Telja má eðlilegt að fyrirtækið taki að nokkru þátt í þeirri ábyrgð sem er til- komin vegna starfsmanna þess en það er ekki sjálfgefið að svo há upphæð sé gjald- færð á Póst og síma, enda mátti ætla að yfir fjögurra milljarða króna greiðslur í ríkissjóð undanfarin ár gengu upp í þetta ab nokkru", segir Ólafur Tómasson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.