Tíminn - 15.08.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.08.1996, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 15. ágúst 1996 9 evrópska skrúðgarða að fyrir- mynd. Ýmislegt bendir til þess að garðar frá barrokk- og endur- reisnartíma Evrópu hafi með ein- hverjum hætti hafi haft áhrif á útlit Skrúðs þrátt fyrir að Sig- tryggur minnist ekki á slík tengsl í dagbók sinni um Skrúð. En íslensk náttúra og sérstakar aðstæður gætu allt eins hafa skapað þennan sterka svip garðs- ins. í urðina og næsta nágrenni voru sóttir steinar í hleðslu sem myndar ramma garðsins. Stein- hleðslan veitir skjól og hlífir fyrir ágangi búfjár. Reyniviöartré, er nemendur gróðursettu innan við hleðsluna, uxu upp í skjólinu og undirstrika umgjörð garðsins. Lækur, sem á upptök í fjallsrót- um, hríslast um garðinn í ýms- um tilbrigðum. Rennur fyrst í stokk ofan í hlaðinn brunn þar sem gott hefur verið að skola af sér svita og ryk eftir erfiði dags- ins. Rétt hjá er fallegur gos- bmnnur, hvar haldnar vom sýn- ingar við tækifæri, þar sem ótal sérsmíðaðir stútar mynduðu skrautleg tilbrigði vatnsins. Ef til vill er þetta fyrsti gosbrunnur á íslandi. Neðar í garðinum hjalar þessi sami lækur undurblítt við hliðina á fyrsta skipulagða tjald- stæði á íslandi og hverfur svo leiðar sinnar. Ljóst er þrátt fyrir nytsemis- sjónarmið garðsins og yfirlýstan tilgang hans hefur Sigtryggur verið næmur á hið fíngerða. Meistaraverkið Skrúður er ekki hvað síst borið uppi af sammna fjölda ólíkra þátta. Þarna tengjast í samhljómi lærdómurinn, nyt- semin og fegurðin í öllum sínum myndum. Jafnvel það óvænta stingur upp kollinum. Því miður fór svo er fram liðu stundir að viðhald garbsins, gróbur og tré voru komin í mikla vanhirbu. Ekki mátti dragast öllu lengur ab hefjast handa við end- urreisn hans. Árið 1992 tóku nokkrir áhugamenn sig til og boðuðu til fundar að Núpi. Ákveðið var að hefjast handa og þá um haustið komu nemendur og kennarar Garðyrkjuskóla ríkis- ins vestur og hófú verkib í sam- vinnu við heimamenn og aðra velunnara garðsins. Unnið hefur verið sleitulaust síðan að endurgerð garðsins og er þeirri vinnu nú lokib. Hinir fjöl- mörgu velgjörbarmenn verða ekki tíundaðir að þessu sinni, en þess skal getið að listi yfir þá mun liggja frammi í garðhúsi Skrúðs á vígsludegi. Sérstök nefnd hefur starfab á uppbyggingartímanum, og mun hún væntanlega vinna áfram, en eitt meginverkefni hennar verbur að tryggja rekstur garðsins um ókomin ár. Til þess að tryggja viðunandi viðhald og uppbygg- ingu Skrúðs á hverjum tíma er fyrirhugað ab stofna opinberan sjóð, sem vonandi verður það öflugur innan tíðar að hægt verði að starfrækja garðinn fyrir vexti af höfuðstóli. Þrátt fyrir þessi tímamót er framtíö Skrúðs ekki borgið. Nú mun reyna á vilja og þann stubn- ing sem við vonum ab víða sé ab finna. Almenningur jafnt sem fyrirtæki og stofnanir geta stutt við sjóbinn með framlögum og lagt með því móti sitt af mörkum til varðveislu og viðhalds helstu gersemar garbyrkju á íslandi. Vib vitum ab fjölmargir hafa taugar til garðsins, ekki hvað síst fyrr- verandi nemendur Núpsskóla sem skipta þúsundum, svo og þeir sem unna fegurð garða og gróðurs og er annt um sögu og framtíö mikilvægrar menningar- arfleifðar. Þeir sem vilja leggja fé í stofn- sjóbinn eða koma á framfæri áheitum geta haft samband vib undirritaða í Framkvæmdanefnd Skrúðs. Þá er einnig hægt að leggja inn framlag á bankareikning sjóðs- ins: Framkvæmdasjóöur Skrúbs. kt. 420771- 0109. Bankanr. 0556-14- 301909 F.h. Framkvœmdanefndar Skrúðs: Grétar J. Unnsteinsson, formaður. Skólastjóri Garðyrkjuskóla ríkisins Sigurður Helgason, deildarstjóri í Menntamálaráðuneytinu Brynjólfur Jónsson, framkvaemda- stjóri Skógrœktarfélags íslands Samsýning íslenskra og japanskra listamanna: Austan vindar og norban Á laugardaginn kemur verbur opnub samsýning íslenskra og japanskra listarmanna í Norræna húsinu. Sýningin er ekki „hönn- ub" af listfræbingum eba öbrum heldur byggist val sýnenda mest á vináttu og mannlegum sam- skiptum listamannanna á milli. íslensku listamennirnar heyra til Kom-hópsins sem hélt samsýn- ingu í Japan fyrir ári síban. Með sýningunni vilja þeir „miðla upp- lifun Kom-hópsins af Japan til Is- lands — einskonar þakklætisvottur — og um leið framlag til að styrkja menningartengsl þjóbanna — þótt í litlum mæli sé". Verkin á sýning- unni spanna mikla vídd allt frá handmáluðu postulíni yfir í stærri þrívíddarverk (skúlptúra) og eru unnin úr ýmsum efnum, s.s. leir, steini, gleri, bronsi o.fl. í Kom-sýningarhópnum eru: Magnús Tómasson, Krístín ísleifs- dóttir, Sören S. Larsen, Sigrún Ó. Einarsdóttir og Örn Þorsteinsson. Japönsku listamennirnar eru: Ma- koto Ito, Atsuo Ishii, Kazumi Ikem- oto og Hiromi Assoka. Sýningin verður opin daglega frá tvö til sjö og stendur til 8. september. i i j T jiiii ■ésam - ■ ■ Bensínfóturinn full þungur Laganna verðir hafa verið iðnir við radarmælingar að undan- förnu. Betra er að hafa augun á nálinni og flýta sér ekki um of, enda getur hraðakstur verið dýrt spaug og afleiðingarnar al- varlegri en sektarmiði. Myndin var tekin í austurbæ borgarinn- ar eftir að ökumaður fólksbif- reiðar hafði verið full þungstíg- ur á inngjöfinni. Á minni myndinni má sjá hvar lögregl- an var að mæla. Tímamynd: C S B or g arafundir Borgarnes - Akranes Borgnesingar, Akumesingar og aðrir nærsveitarmenn! Rabbfundur um nýja morgunblaÖið Dag- Tímann verbur í kvöld kl. 18.00 á Hótel Borgamesi og kl. 21.00 d Hótel Barbró Akranesi. Stefdn Jón Hafstein, ritstjóri blaðs- ins, mun kynna helstu dherslur blaðs- ins og svara fyrirspurnum. Komib og ldtið í ljós dbendingar ykkar og skoðanir dsamt því að heyra hverjar dherslur verða í hinu nýja blabi. Kaffi og kökur. Sjdumst hress! -besti tími dagsins!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.