Tíminn - 15.08.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.08.1996, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 15. ágúst 1996 Vebrib (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.30 í gær) • Suöurland: Subaustan kaldi eba stinningskaldi og skúrir. Hiti 10 til 16 stig. • Faxaflói: Austan og noröaustanátt, stinningskaldi eba allhvasst og rigning í fyrstu en heldur hægari og skúrir síbdegis. Hiti 10 til 16 stig. • Breibafjörbur: Norbaustan stinningskaldi eba allhvasst og rigning meb köflum. Hiti 8 til 15 stig. • Vestfirbir: Austan- og norbaustanátt, stinningskaldi eba allhvasst og rigning. Hiti 8 til 14 stig. • Strandir og Norburland vestra og Norburland eystra: Stinnings- kaldi eba allhvöss austanátt og rigning. Hiti 7 til 16 stig. • Austurland ab Glettingi og Austfirbir: Subaustan stinningskaldi eba allhvasst og rigning. Hiti 9 t'ií 16 stig. • Subausturland: Allhvöss eba hvöss austanátt og rigning en hæg- ari sunnanátt og skúrir síbdegis. Hiti 12 til 15 stig. Umhverfisráöuneytiö heimilar gjallnám í Seyöishól- um í Grímsnesi. Sumarhúsaeigendur: Hrikaleg vonbrigöi „Það eru náttúrulega hrikaleg vonbrigöi ab á tuttugustu öld, héma á íslandi, eigi ab leggja vinsælustu akstursleiö landsins, Þingvallahringinn og leibina til Gullfoss, Geysis og Skálholts undir þungaflutninga af þessari tegund," segir Valdór Bóasson formabur Hrauns, félags sumar- húsaeigenda í landi Hrauns í Grímsnesi. Þab sem um ræbir er ab gjallnám er heimilt í svoköll- Forstjóri SKÝRR um sölu borgarinnar á hlutabréf- um fyrirtcekisins: Lítil áhrif Jón Þór Þórhallsson, forstjóri SKÝRR, segir ab ákvörbun borgarráös um sölu eignar- hluta borgarinnar í Skýrslu- vélum ríkisins og Reykjavík- urborgar muni væntanlega hafa lítil eba engin áhrif á innra starf fyrirtækisins. „SKÝRR hefur verið rekiö sem hlutafélag síban um síö- ustu áramót og við höfum vit- aö aö þessi breyting stæði til. Þetta er bara spurning um hver á bréfin og viðskipti þurfa ekki aö fylgja bréfum þannig að ég lít ekki á aö þar verði veruleg breyting á." Forstjóri SkÝRR segir aö menn kalli þessar breytingar einkavæðingu og hann reikni meö aö alvara fylgi því. „Ég trúi ekki aö menn ætli að hafa tölvudeildir eöa SKÝR meö einu r-i innan Reykjavíkur- borgar í staðinn fyrir SKÝRR meö 2 r-um. Þaö væri óeðlilegt og ekki í anda einkavæðingar ef það yröi gert. Ég vona aö viö munum áfram njóta viö- skiptavildar viö borgina eftir þessa breytingu." -BÞ ubum Seybishólum í Grímsnesi samkvæmt úrskurbi frá um- hverfisrábuneyti um málib. „Okkur líkar hann illa," segir Valdór um úrskuröinn. „Það er nánast komið aftan að fjölda sumarhúsaeigenda í næsta ná- grenni við þessar námur." Valdór telur það hrikalegt slys að um- hverfisráðuneytið skuli ekki standa undir nafni og stoppa þetta af. Úrskurður ráðuneytisins felur í sér nokkrar takmarkanir á náma- leyfinu, m.a. er efnisflutningur óheimill um helgar og einvörö- ungu heimill milli kl. 7 og 13 á föstudögum en takmarkaður við 50 bíla þann dag. Ekki má vinna í námunni eftir kl. 18 á föstudög- um. Sömuleiðis em skilyrði um að framkvæmdir megi ekki hefj- ast fyrr en bundið slitlag hefur verið lagt á Búrfellsveg og veg að námusvæöi. „Þetta em svona takmarkanir sem hafa verið settar á það sem maður veit raunvemlega ekki hvernig verður framfylgt. Þeir sumarhúsaeigendur sem næst eru, em innan viö 200 metra frá námunni og það segir sig sjálft að þeir njóta ekki mikillar útiveru eba hvíldar í sínum sumarfríum þar þegar þetta verður komib í fullan gang," segir Valdór. „Við ætlum nú að falla með sæmd," segir hann aðspurður hvort sumarhúsaeigendur játi sig sigraða. „Við ætlum nú að fara yf- ir þessi mál með okkar sérfræð- ingum og skoða næsta leik í stöb- unni," segir hann en formenn sumarhúseigendafélaga á svæð- inu verba meb fund í dag þar sem fariö verður yfir málin. „Það er bara lögbannsúrskurður sem mundi stoppa þetta enn frekar. Ég veit ekki hvort við munum leggja í það að undangenginni þessari umsögn hjá þeim." -ohr Stefán jón Hafstein á borgarafundi á Húsavík ífyrrakvöld. Útgáfudagur nýja morgunblaösins ákveöinn: Dagur-Tíminn á höfuödag Nýtt morgunblab, Dagur-Tím- inn, mun líta dagsins ljós á höfubdaginn, fimmtudaginn 29. ágúst, sem er jafnframt af- mælisdagur Akureyrarbæjar. Birgir Gubmundsson frétta- stjóri Tímans hefur verib ráb- inn abstobarritstjóri nýja blabsins og verbur hann stab- settur á Akureyri. Einnig mun Valgerbur Jóhannsdóttir þing- fréttamabur á fréttastofu út- varps (RÚV) vera mebal þeirra sem skipa sér í sveit nýja blabsins. Stefán Jón Hafstein, ritstjóri Dags- Tímans, efnir til borgara- funda um allt land þessa dag- ana, ásamt nokkrum lykilstarfs- mönnum hins nýja blaðs, en eitt af meginstefnumiðum Dags-Tímans er að vera í sem nánustum tengslum við lesend- ur og er öllum landsmönnum því bobið á rabbfund með rit- stjóranum. Þegar hafa verið haldnir fundir á Akureyri og Húsavík. „Það er mjög áhuga- vert og gagnlegt að heyra hvað fólki finnst um fjölmiðlana og væntingar til nýs morgun- blaðs," segir Stefán Jón Hafstein ritstjóri. „Við erum að ná fót- festu víba um land með sam- starfi við héraðsfréttablöö og aðra sem vinna í fjölmiðlun, þannig tryggjum við okkur unnið efni víða aö allt frá byrj- un." í dag verða haldnir fundir í Borgarnesi kl. 18 á Hótel Borgar- nesi, og Akranesi kl. 21:00 á Innflutningur neysluvarnings minnkaöi um hundruö milljóna í júní: Færðust innkaupin úr landi meb 20% fjölgun utanfara? Innflutningur neysluvarnings, annars en matvæla, varb 200- 300 milljónum minni í júní heldur en marga næstu mánubi á undan — og m.a. minni en í sama mánubi í fyrra, eftir 12% mebalaukningu þab sem af er árinu. Á hinn bóginn jókst fólksbílainnflutningur í mán- ubinum um 200 milljónir (37%) m.v. júní í fyrra. í ljósi 20% fjölgunar utanfara vaknar líka sú spurning hvort neysluvöru- kaup mánabarins hafi kannski ab nokkru leyti færst til út- landa. Þar sem íslendingar eyba jafnabarlega um 100.000 kr. í hverri utanferb, auk fargjald- anna, gæti fjölgun utanfara um 3.600 manna í júní hafa kostað kringum 450 milljónir króna — eba ámóta og innfluttar vörur fyrir 200-300 milljónir gætu kostab út úr búb. Útflutningur landsmanna jókst líka meira í júní heldur en inn- flutningur, sem er frekar fátítt upp á síbkastið. Útflutningsverð- mæti varð 10,4 milljarðar, 14% meira en í sama mánuði ári áður. Um 10,9 milljaröa verðmæti inn- flutnings er 5% meira en í fyrra. Af þeirri upphæð fór liðlega 3,5 milljarðar til kaupa á matvælum, öðrum neysluvörum og bílum. Fólksbílainnflutningur á fyrri helmingi ársins varö 39% meiri en á fyrra misseri í fyrra, eða sam- tals 3.250 milljónir króna (sem gerir rúmlega 670.000 kr. meöal- verð á bíl). Um 63 milljarðar fengust fyrir útfluttar vörur á fyrri helmingi þessa árs, sem er 7% aukning frá fyrra ári. Aukningin er fyrst og fremst í sjávarafurðum, sem eru nú 78% alls útflutnings og 14% meiri en fyrir ári. Af þessari f járhæð hafa rösklega 58 milljaröar farið í vöruinnkaup, sem hafa vaxið um 17% milli ára. Afgangur á vöruskiptajöfnuði er 4,7 milljarðar, næstum helmingi lægri fjárhæb en á fyrri helmingi ársins 1995. Hótel Barbró. Næstu daga eru áformaðir fundir á ísafirði, 18. ágúst kl. 17:00 á Hótel ísafirði, Selfossi á Hótel Selfoss 19. ágúst kl. 20:30, Höfn 20. ágúst kl. 20:30, Egilsstöðum 21. ágúst kl. 18:00 og Vestmannaeyjum 22. ágúst kl. 20:00, en tilkynnt verður síðar um fundarstað á þremur síöasttöldu stöbunum. -ohr Stjómkerfi breytt í Reykjavík Á fundi borgarráðs í fyrradag voru samþykktar þrjár breyt- ingar á stjórnkerfi borgarinnar, sem byggbust á tillögum stjóm- kerfisnefndar frá því í maí sl. í fyrsta lagi voru skipulags- og umferðarnefnd sameinaðar í eina. í öðru lagi var samþykkt að sameina atvinnumálanefnd og ferbamálanefnd. Var skrifstofu- stjóra borgarinnar falið að vinna drög ab samþykkt fyrir þessar nýju nefndir og skal sameiningin taka gildi þann 1. október nk. í þribja lagi var ákveðiö að sameina fræðsluráð, stjórn Dagvistar barna og stjórn Vinnuskólans í eina menntamálanefnd. Ný menntamálanefnd á að taka til starfa við upphaf næsta kjörtíma- bils, en bæði Fræðslumiðstöð borgarinnar og Dagvist barna eiga ab taka mið af þessari væntanlegu sameiningu í starfi sínu fram að þeim tíma. Stjórnkerfisnefnd gerði mun fleiri tillögur um breytingar í áliti sínu, en þeim var vísað til frekari meðferðar nefndarinnar. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.