Tíminn - 16.08.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.08.1996, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 16. ágúst 1996 fÍMÍfM STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánaöaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Allir í strætó... allir... Umferðin í Reykjavík er eins og í 300 þúsund manna bæ í nágrannalöndunum. Þetta er fullyrðing umferð- aryfirvalda og er byggð á athugunum. Þetta þýðir að umferðarþunginn er þrisvar sinnum meiri en eðlilegt má telja og er ábyrgu fólki umhugsunarefni og ein- staka manni jafnvel áhyggjuefni. Notkun strætisvagna hefur farið hríðminnkandi í þann aldarfjórðung sem einkabílisminn hefur rutt sér rækilega rúms. Stundum er því kennt um að þjónusta strætisvagna sé léleg, leiðakerfi illa skipu- lögð og ferðir stopular. Vafalaust er eitthvað til í því. En að hinu leytinu er borgin og nágrannabyggðir því marki brenndar að erfitt er að skipuleggja umferðar- mannvirki. Eldri hverfi taka ekki við umferðarþunganum sem í þau er beint og skipulagning yngri hverfa miðast öll og eingöngu við þarfir einkabílsins. Almennings- samgöngur sitja á hakanaum. Nú hefur leiðakerfi Strætisvagna Reykjavíkur verið tekið til rækilegrar endurskoðunar og í gær var tekið í notkun nýtt leiðakerfi, því breytingar frá því gamla eru víða byltingakenndar. Það er áreiðanlega rétt ákvörðun hjá borgaryfir- völdum að endurskipuleggja allar ferðir Strætisvagn- anna því gamla kerfið var alltaf lasburða og fór versnandi eftir því sem borgin stækkaði. Þarf ekki annarra vitna við um það en hve farþegum fækkaði gífurlega þrátt fyrir fjölgun borgarbúa. Eðlilega er engin reynsla af nýja leiðakerfinu og vafalítið eiga eftir að koma upp einhverjir hnökrar sem ekki voru fyrirséðir. En þær grunnhugmyndir sem liggja að baki breytingunum lofa góðu og von- andi eykur nýja leiðakerfið veg Strætisvagna Reykja- víkur og gerir almenningssamgöngur þægilegri og skilvirkari en þær hafa verið til þessa. En hitt verður að hafa í huga að þótt nýja kerfið reynist vel þurfa leiðir strætisvagna ávallt að vera í endurskoðun, ekki síst í ört stækkandi borg og taka verður æ meira tillit til fjölmennra nágrannabyggða, sem raunar eru alar að verða sambyggðar þótt sveit- arfélögin séu nefnd sitthverju nafninu. Leiðakerfi al- menningsvagna alls höfuðborgarsvæðisins þarf að Stilla saman og eðlilegast væri að aðeins eitt öflugt fyrirtæki ræki það allt saman en ekki fleiri. Forráðamenn almenningssamgangna hafa lengi sofið á verðinum og misst illilega af síðasta strætó á meðan einkabíllinn jók veldi sitt og umfang ár frá ári. Værukærir stjórnendur borgar og SVR skildu allt- of seint að þeir áttu í stríði við samkeppnisaðila sem skákaði almenningsvögnum út af markaði og borgar- yfirvöld verða við hverri kröfu um að auðvelda bí- . lagrúanum takmarkalitla umferð um stræti og torg. ' En almenningssamgöngur hafa setið á hakanum. Þess vegna er umferðarþunginn orðinn þrisvar sinnum meiri en eðlilegt má telja. Allt er það dýrt og óhagkvæmt fyrir borgina, einstaklingana og þjóðfé- lagið. Sú bragarbót sem nú er verið að gera í þágu al- menningssamgangna er vonandi aðeins fyrsta sporið til að gera Reykjavík að betri og íbúavænni borg. Kurteisin kostar mikib Stöö 2 „skúbbaði" því í fyrrakvöld að maður- inn sem var barinn í bíl sínum á Reykjanes- brautinni á dögunum, var enginn annar en sýslumaöurinn í Reykjavík. „Sýslumað- ur barinn" hljóðaði kynningin og var áhugi Garra á þessari annars gömlu frétt samstundis vakinn. Samkvæmt fréttinni var sýslumaðurinn á ferð með syni sínum, sem er lögregluþjónn, á leiðinni til Reykja- víkur þegar bíll fyrir aftan þá byrjar skyndi- lega að blikka ljósun- um eins og hann þurfi bráðnauðsynlega að tala við þá feðga. Sonurinn lögregluþjónninn stöðvar að sjálfsögðu bílinn enda gat verið um mikilvægt erindi að ræða, e.t.v. einhver í neyð sem þurfti á aðstoö lögreglumanns að halda nema þá einhver sem bráðlá á að koma kaupsamningi í þinglýsingu hjá sýslumanninum eða jafnvel einhver sem vildi í snatri óska eftir gjaldþrotaskiptum. Alla vega brugðu þeir sýslu- mannsfeðgar sér í gervi miskunn- sama Samverjans og stoppuðu til þess eins að drukkinn ribbaldi á þrítugsaldi kemur að bíl þeirra, ríf- ur upp huröina og byrjar að berja sýslumanninn fyrst og síðan soninn eftir að hann ákvað að koma föður sínum til aðstoöar. Ótrúleg móbgun Ribbaldinn hvarf síðan á braut en var handtek- inn á Café Bóhem á Grensásvegi skömmu síðar að því er sagt var í fréttinni og gat enga skýringu gef- ið á barsmíðunum, sagðist meira að segja ekki muna eftir því aö hafa barið sjálfan sýslumann- inn í Reykjavík!! Þetta er hámark ókurteisinnar — eitt er að muna ekki eftir því að hafa barið óbreyttan Jón Jónsson, en annað að muna ekki eftir því að hafa barið sýslumanninn í sjálfum höfuðstaðnum. Mórallinn í þessari sögu er óvenjulega skýr: Drengskapur er kjánaskapur og kurteisi kemur mönnum í koll. Og það er greinilegt að þessi boðskapur á víðar við en á Reykja- nesbrautinni, því í Tímanum í gær er gagnmerk frétt um að Islendingar séu að stór- tapa í úthafsútgerð á Reykjaneshryggnum vegna heiðarleika síns og drengskapar. Nú eru það Rússar og ESB þjóðirnar sem hafa brugðið sér í hlutverk ribbaldans því eins og menn muna var út- hafsveiðiflotinn við N- Atlantshaf stöðvabur með blikkandi ljósum til að gera samkomuleg um hámarksafla úr kvótanum. Muna ekkert í Brussel íslendingar eru hins vegar í hlutverki hinna hjálpsömu sýslumannsfeöga í þessu máli enda virðist enginn virða aflatakmörkin nema við. Aðr- ir aðilar samkomulagsins um út- hafskarfann á Reykjaneshryggn- um standa nú í dyrunum rétt eins og ribbaldinn á Reykjanes- brautinni og láta höggin dynja á drengskapnum og kurteisinni. Garra kæmi ekki á óvart þó tals- menn þessara sömu þjóba könnuðust ekkert vib þessar barsmíðar þegar þeir verða minntir á þær á næsta Fiskveiðistjórnunarfundi meb Evrópusam- bandssægreifum og Rússum, á Café Bohem í Brus- sel. En úthafsveiðiforingjarnir á íslandi eru að læra sína lexíu af þessum endurteknu kennsludæmum um að kurteisin kostar mikið og kemur mönnum auk þess í koll. Þannig segir Jóhann A. Jónsson, hið annálaða ljúfmenni og stimamjúki sjéntil- mabur úthafsveiðanna í Smugunni, í viðtali við Tímann í gær: „Við horfum ekki upp á það til lengdar að við einir sér tökum þátt í einhverri stjórnun og aðrir ekki". Garri tlónuon talar um mlttók I samnlngigtrblnnl um Kcyklontshrygg: endingar eru ab tapa á dbarleikanum “1 M **•■** JTT y+mi IM I UMJV I #*ri of miikl rt |UAnr m|Q| |ul —-- “*-* IttMM r ——------------------ . —' — !■ I brltwt «u»MMkUMlyiU lUlhMW nUt <4 k*k#» ■»«» 1*0 rt rtii 111 l-U l*r*M UI rttki Vtntarpx rt MTM H~xrt kM 1 krt «1 laulw «t» «mu th krta iftli kmnl þ*i Unin H)tti >mu i v UUrtU M» o< ul »>■ wUm rt rtn. llUi I iuih»«m >|inu fUunn u Url»«ArUurU'i'-« iunn|>riili ukrttnUi prtv •« M ^nriirtki «Mi. u rtn rtU.* mfii Um •« ur I lnutv II ~ n HM* h*>** *•* ■ MN «*(«. Uu rt nknrt taf mwhv rtkl lw* irtrt irtrt >ku ■ y* krt rt mU rtk (Uu ww Mnk rt vrtta H I ■ururtn **" < >n*u •* ÍrTkrta'W'rum »rtv*Urt«k*rt iwiw(«rtUM**rt*.u UiMi**mli|irt|Mil|H tom nMkrt ■ M*. >*• krt* Mu hrt tufmfná* im rt rtn rt« H"* urt"rt*ilrt •» h*rt* >*«ni« rt >rt 44 Uk* rt (IttyiAi M*1> rt nrt* Uk*. >i uu*M' .M*iUIM|«irtiitMtt GARRI Verslun hér og verslun þar Meðal þess sem hleypir fjöri í hagvöxt góðærisins eru ferðalög út í heim. Ferðaskrifstofur og flugfé- lög hafa af þeim ærnar tekjur og vaxtarbroddur at- vinnulífsins er í ferðamannaiðnaöinum sem skap- ar rosalega mörg atvinnutækifæri, svo að notað sé landsföburlegt orðalag, sem allir skilja ekki, eba svoleiðis. Þú skilur. Verslunarferðir eru auglýstar sérstaklega og sé farib í menningarferðir er bent á að í viðkomandi borgum sé verðlagið í búbunum sérlega hagstætt fyrir kaup- glaða túrista. Hugar- far nýríkra íslendinga mótast af því að enn hafi Hörmangarar einkarétt á íslands- versluninni og okri á möökubu korni og svíki mál. En með nýfengnu verslunarfrelsi er hægt aö halda fram hjá þeim og gera sín prívatinnkaup erlendis, eða í ríkisrekinni fríhöfn á Keflavíkurflugvelli sem snuðar ríkissjóð um skatta og inn- flutningsgjöld. Það heitir á máli Hörmangara og landa þeirra „system i galskapet." Samkeppnin eflir alla dáb Nú hafa kaupmenn skorið upp herör gegn versl- unarferðum til útlanda og hvetja alla þjóbholla ís- lendinga til að kaupa á heimaslóðum til að efla ríkissjóð og skapa atvinnutækifæri, eins og það heitir í átakinu. Eins og allir eiga að vita er verslunarfrelsið fyrir kaupmenn en ekki viðskiptavini þeirra. Þess vegna eiga kaupmennirnir að ráða hvar lýðurinn kaupir varninginn og þeir eru að bítast um við- skiptavinina sín á milli. Og mikib hafa verslunar- hættir breyst, þökk sé samkeppninni. Verslun er ab leggjast af í strjálbýli og kaupmað- urinn á horninu er ab verða álíka forngripur og rábdeild og sparsemi. Samgöngubætur miðast viö að allir landsmenn eigi aubvelt meb ab gera öll sín innkaup á nauöþurftum í Kringlunni og Bónusi. Lúxus og óþarfa kaupir maöur í fríhöfnum vítt um heim og svo eru farnar svona tvær verslunar- ferðir til útlanda til að galla familíuna upp og ná í allar fínu og ódýru jólagjafirnar. Með krítarkort í Paradís Verslanaklasar og stórmarkaðir ganga af dreif- býlisverslun og smá- kaupmönnum dauð- um og verslunarferð- irnar til útlanda ógna veldi stórmark- abanna. Enda er nú farið að fljúga beint úr strjálbýlinu inn í verslanaparadísir stórborga beggja vegna Atlantsála. Þegar þangað er komið er nú aldeilis gaman að hafa krítarkort upp á vasann og njóta lífsins. Svar íslensku kaupamannanna er að reisa æ fleiri og stærri verslanamið- stöðvar hverja ofan í annarri, og ætla viðskiptavinunum að borg- ar þær. Það gera það ekki aðrir. Þróunin í versluninni er að fyrst flyst hún úr dreif- býli og íbúðahverfum í stórmarkaði og búðaklasa og síðan til sjónvarpsmarkaöa og pöntunarlista á Interneti og til útlanda. Pálmi í Hagkaupum verð- ur brátt eins úreltur og Silli og Valdi, Vilhjálmur Þór og og Pétur á Gautlöndum. Einu litlu atriöi gleyma átaksmenn sem vilja verslunina inn í landið og í dreifbýliö. Sem er að margir grípa fegins hendi að fá tækifæri til að losna að heiman og ferðast í Bónus eða til út- landa. Þá þarf líka að eiga erindi til að afsaka ferðakostnabinn og hvaða tylliástæða er betri en sú, að það margborgi sig að ferðast langt yfir skammt til að versla. Og atvinnutækifærin og hagvöxturinn færist yf- ir á ferðamannaþjónustu. En þar er vaxtarbrodd- urinn, ekki satt? OÓ Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.