Tíminn - 16.08.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.08.1996, Blaðsíða 5
Föstudagur 16. ágúst 1996 5 Þjófstartað á Hvaleyri Baldvin „Balli" jóhannsson CK. Tímamynd: R. Lár Balli fór holu í höggi Mikil eftirvænting hefur ríkt me&al kylfinga Keilis aö fá aö leika nýju golfbrautimar í hraun- inu sunnan Hvaleyrar. Fáum heföi komiö til hugar fyrir nokkrum árum að golfvöllur yrði lagður í hrauninu, en nú er það staðreynd og gefur þar að líta ein- hverjar fallegustu golfbrautir lands- ins. Klukkan liðlega tólf á miðviku- dag sló Ingvar Viktorsson, bæjar- stjóri í Hafnarfirði, fyrsta formlega höggið á fyrstu braut nýja vallarins, við mikinn fögnuð fjölmargra áhorfenda. Forráðamenn Keilis kusu að kalla þetta þjófstarf hjá Ingvari, enda veröur völlurinn ekki formlega opnaður fyrr en á næsta ári. Það vom reyndar fleiri en bæjarstjórinn sem þjófstörtuðu þennan dag, því hvorki fleiri né færri en 172 tóku þátt í móti sem haldið var í tilefni dagsins. Golfreglur höfðu verið rýmkaðar talsvert, einnig í tilefni dagsins og kannski til að flýta leik. Tveir félagar, þeir Gunnsteinn Jóns- son og Björn Knútsson, léku á pari nýja vallarins, eða 36 höggum. Ell- efu félagar léku á einu yfir pari. At- vinnumennirnir Úlfar Jónsson og Sigurður Pétursson léku á einu und- ir pari, eða 35 höggum og Guð- mundur Sveinbjörnsson lék á par- inu. Um helgina fer fram sveita- keppni GSÍ á „gamla" Hvaleyrar- vellinum og geta félagar Keilis leik- ið á nýja vellinum á meðan. „Menn hafa beðið með öndina í tánum í allt sumar eftir að fá að leika nýja völlinn," sagði Ágúst Hú- bertsson, framkvæmdastjóri Keilis, greinilega ánægður með sig og sína. Baldvin Jóhannsson öldunga- landsliðsmaður í golfi fór holu í höggi á 6. braut Hvaleyrarvallar á dögunum. Það er varla í frá- sögur færandi nú orðiö þó kylf- ingar fari holu í höggi, en Balli var að vinna þetta afrek í fjórða sinn. Ekki er nóg með það, heldur fór Balli holu í höggi á sömu braut í apríl í vor. Golftíminn óskar Balla til hamingju með árangurinn. ■ Opnu mótin um helgina Mikib verður um að vera hjá kylfingum um helgina, en þá fer mebal annars fram Sveitakeppni GSÍ í hinum ýmsu flokkum. Keppnin fer fram föstudag, laug- ardag og sunnudag. Fyrsta deiid leikur á Hvaleyrar- velli Golfklúbbsins Keilis í Hafn- arfirði. Önnur deild leikur á Grafar- holtsvelli Golfklúbbs Reykjavík- ur. Þriðja deild leikur á Katlavelli Golfklúbbs Húsavíkur. Fjórba deild leikur á Víkurvelli Golfklúbbsins Mostra í Stykkis- hólmi. Fimmta deild leikur á Húsa- tóftavelli Golfklúbbs Grindavík- ur. Sjötta deild leikur á Silfurnes- velli Golfklúbbs Hornafjarðar. Laugardagur 17. ágúst: Golfklúbbur Hellu: Heklumót- ið, forgjöf 25 og yfir 18 m/án Golfklúbburinn Gláma, Þing- eyri: Opið mót 18 m/án 17. og 18. ágúst: Golfklúbbur Akureyrar: Coca Cola 36 m/án Golftíminn veröur einnig í blaðinu á morgun. Ingvar bcejarstjóri, Ólafur Þór Ágústsson vallarstjóri, Sveinn Sigurbergsson formabur vallarnefndar CK og Hannes Þorsteinsson hönnubur nýja vallarins léku ífyrsta holli. Hjá þeim stendur Halldór Halldórsson, formabur Keilis. Golftímamynd: R. Lár Fréttamat og aura Mikið varð ég glaður þegar ég horfði á fréttirnar í sjónvarpi allra landsmanna, kvöld eitt í síðustu viku. Það sem gleði mína vakti var það, að allt í einu birtist á skjánum áferðarnett fréttakona, með þá gleðifregn, að rithöfundur einn hefði keypt sér hlutabréf vestur í henni Am- eríku. Umræddur rithöfundur var til skamms tíma forstjóri hjá alþjóðlegu tölvufyrirtæki og mætti í vinnuna sína vestan- hafs. Þessari iðju sinni hætti hann víst um síðustu áramót og allt í lagi með það. Fréttakonan sagði undan og ofan af högum mannsins, sem mér skildist, að séu blessunar- lega góðir, a.m.k. hvað fjárhag- inn varöar. Það þótti mér vænt um að heyra. Og ekki þótti mér lakara, þegar rithöfundurinn og hlutabréfaeigandinn birtist í eigin persónu og sagði nokkur vel valin orð um ritlist sína og fjármálavafstur. Þessi fréttaflutningur var í „áttafréttunum". En liðinu á fréttastofu Ríkissjónvarpsins þótti greinilega ekki nóg að gert. Því voru boðaðar frekari frétt- ir af umræddum manni í frétt- um klukkan 23.00 sama kvöld. Ég ætla ekki að lýsa því, hve spenntur ég beið þess frétta- tíma. Ég bókstaflega iðaði í skinninu allt kvöldið, gjörsam- lega viðþolslaus. Slík var eftir- væntingin. Loks féllu ellefu þung högg á mælistiku eilífbarinnar. Og viti menn, — enn birtist fréttakon- an snotra og hlutabréfapenninn sömuleiðis. Þau ræddu vítt og breitt um þá möguleika, sem manninum höfðu boðist á fjár- málamarkabi hins stóra heims. Hann haföi vitanlega haft úr nógu að velja. Og bingó!, valið var afstaðib. Hinn nýbakaði hlutabréfa- safnari lét þess getið, ab nú ætl- aði hann að slaka á. Hann ætl- SPJALL Pjetur Hafstein Lárusson aði sér ekki að verða forstjóri aftur. Bara sitja í stjórnum þeirra fyrirtækja, sem hann hafði fjárfest í. Þetta skildist mér, að mundi gefa honum aukið næbi til ab skrifa skáld- sögur. Og viti menn. Hann bob- aði útgáfu einnar slíkrar á kom- andi hausti. Þetta er nú fréttamennska, sem ég kann aldeilis að meta. Ég tel mig eiga heimtingu á að vita allt um fjármálavafstur s.k. peningamanna, sem og ann- arra. Ekki síst ef um er að ræða listamenn, eða svoleiöis. Og ég treysti Ríkissjónvarpinu til að láta hér ekki staðar numið. Ég vil fá að gramsa ofan í inn- kaupapokann hjá Magnúsi Gezzyni, þegar hann verslar í Bónus. Alþjóð á heimtingu á því, að Sigurður Örlygsson geri henni grein fyrir bleyjukostnaði á krakkastóöið. Og ég treysti því, ab Ríkissjónvarpið fari nú rækilega ofan í saumana á fjár- málavafstri ísaks Harðarsonar. Hann er nefnilega farinn að vinna hjá Póstinum og þýggur laun fyrir, alveg eins og Olafur Jóhann Ólafsson gerði hjá Sony. Hvað skyldi maburinn eiginlega gera við peningana sína? Að margur verði af aurum api, jafnvel annarra manna aurum? Ja, ég skal ekki segja. En sé svo, er gott til þess að vita, ab Ríkis- sjónvarpið skuli hafa komiö sér upp apabúri og sendi þaöan fréttir refjalaust. ■ FÖSTUDAGS PISTILL ÁSGEIR HANNES Vinnu lýkur vib uppsögn Almennt er talib að vinnu fólks Ijúki vib uppsögn. Stundum lýkur vinnu af því fólki er sagt upp störf- um og stundum af því fólkið segir sjálft starfi sínu lausu. Uppsögnin er því upphaf verkloka. Nema hjá heimilislæknum. Heimilislæknar háðu sína kjarab- aráttu í sumar og sögbu síban starfi sínu lausu. Þar með lauk ferl- inum sem heimilislæknar og næsti kafli hófst í lífi þeirra. Samt er eins og yfirvöld hafi ekki skynjað þessa röskun á högum læknanna og halda áfram að tala við þá eins og þeir séu í fullri vinnu hjá ríkissjóbi. Atvinnuleysingjar eru áfram boð- aðir til samningafunda og haldið upp á snakki hjá sáttasemjara. Þetta er fyrir neöan allar hellur. Uppsagnir verður að taka alvarlega eins og aðrar ákvarbanir fólks í frjálsu landi. Jafnvel þó fólkið standi í strangri kjarabaráttu á sama tíma. Stjórnvöld verða ab taka mark á þegnum landsins sem vilja hætta í vinnu sinni og halda þeim ekki uppi á snakki þegar hugur þeirra stendur til frama á öðrum vettvangi. Uppsögn er verklok. Búib. Halldór Blöndal samgönguráb- herra var ekki í nokkrum vafa þeg- ar flugumferðarstjórar sögbu starfi sínu lausu á sama tíma og kjaramál þeirra voru á dagskrá. Rábherrann heibrabi uppsagnirnar meb ebli- legum uppsagnarfresti og auglýsti stöburnar lausar fyrir áhugasamt fólk ab hasla sér völl í flugmálum. Segir ekki frekar af þeim vibskipt- um og röskun hefur ekki orðib á flugumsjón síban. Sama máli gildir um heimilis- lækna. Yfirvöld verba ab grípa til naubvarnar meb þeim læknum sem eru fyrir hendi í landinu og auglýsa eftir læknum í öbrum löndum til ab hlaupa í skörbin. Síb- an verbur ab galopna læknadeild Háskólans svo framvegis verbi nóg af læknum á íslandi ef á bresta frekari uppsagnir. Enda er komib í Ijós ab laun heimilislækna duga vel til ab fleyta fram nokkrum vísitölu- fjölskyldum. Kjarabaráttan er háb á milli at- vinnurekenda og launþega sem vinna hjá þeim. Þegar launþegar segja starfi sínu lausu er ekki um frekari kjarabaráttu þeirra ab ræba á þeim vinnustab. Ekki er þó loku fyrir skotib ab hún blossi upp á þeim næsta. En uppsagnir mega aldrei verba marklaus libur í kjarab- aráttu og notabar sem hjól og stegla á vinnuveitendur. Uppsagnir verbur ab heibra. Hitt er svo annab mál: Lækriisverk eru vel launub sam- félagsþjónusta og eftirsótt starf. Meb læknaeibnum afsala læknar sér hluta af borgaralegum rétti sín- um og axla meiri ábyrgb og skyld- ur en flestar abrar stéttir. Raunar geta ekki abrir menn en hugsjóna- menn orbib læknar og stéttin má varast ab verba af aurum api. Læknar geta einfaldlega ekki farib í verkföll og lagst í skotgrafir gegn þjóbfélaginu. Sumum kann ab finnast sú niburstaba ósanngjörn en vib því er ekkert ab gera. Lífib er ekkert sérstaklega sanngjarnt og allra síst í kjaramálum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.