Tíminn - 16.08.1996, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.08.1996, Blaðsíða 12
$§MM$ Föstudagur 16. ágúst 1996 Vebrib (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland: Nor&vestan kaldi og bjartviðri. Hiti 9 til 14 stig. • Faxaflói og Brei&afjör&ur: Nor&an og nor&vestan kaldi og skýjab en úrkomulíti&. Hiti 8 til 14 stig. • Vestfiröir: Norbvestan gola eba kaldi og skýjab. Hiti 7 til 11 stig. • Strandir og Nor&urland vestra og Nor&urland eystra: Norbvest- an kaldi og smaskúrir. Hiti 7 til 11 stig. • Austurland aö Glettingi og Austfir&ir: Hægvibri og skúrir í fyrstu en léttir til meb norbvestan kalda síbdegis. Hiti 8 til 13 stig. • Su&austurland: Hægvibri og skúrir í fyrstu, léttir síban til meb norbvestan kalda þegar Ifbur á morguninn. Norbvestan gola og bjart- vibri síbdegis. Hiti 10 til 14 stig. • Mibhálendiö: Norbvestan gola og úrkomulítib. Hiti 2 til 6 stig. Siguröur G. Tómasson, dagskrárstjóri Rásar 2, segist ekki skilja rökin fyrir afstööu meirihluta útvarpsráös: Sjálfstæðismenn og Kvennalisti gegn Sigurði „Eg náttúrlega sat ekki þenn- an fund og þetta var leynileg atkvæ&agreiösla en ég hlýt a& velta því fyrir mér hva& þa& er í dagskrárstjórastarfi mínu sem veldur því aö meirihluti útvarpsráös — og eftir heim- ildum mínum Sjálfstæöis- flokkurinn — telur ástæðu til a& ég láti af þeim störfum. Ég hef ekki fengið neina gagn- rýni í veigamiklum atriðum, hvorki frá sjálfstæðismönnum í útvarpsrá&i né ö&rum," segir Sigurður G. Tómasson, dag- skrárstjóri Rásar 2. Á fundi útyarpsráðs í fyrradag hlaut Lilja Á. Guðmundsdóttir, kennari og varaþingmaöur Þjóö- vaka, 4 atkvæöi í stööu dagskrár- stjóra en Sigurður 3. Eftir því sem Tíminn telur öruggar heimildir sameinuðust þrír fulltrúar sjálf- stæðismanna, þau Gunnlaugur S. Haraldur Böövarsson hf. og Krossvík undirrita samrunaáœtlun: Þormóður rammi dregur sig út úr sameiningarviðræðum í gær var kynnt sú niður- sta&a aö ekkert yröi úr sam- einingu Þormó&s ramma hf. á Siglufirði viö Harald Bö&v- arsson hf., Mi&nes hf. og Krossvík hf. Sameining þess- ara fjögurra sjávarútvegsfyr- irtækja hefur veriö til skoö- unar um skeið. Áfram verður unnið aö viö- ræðum um sameiningu Har- aldar Böövarssonar hf., Mið- ness hf. og Krossvíkur hf. og hefur þegar verið undirrituð samrunaáætlun milli Haraldar Böövarssonar og Krossvíkur hf. „Það var ekkert eitt sem vó þyngst í þessari ákvörðun. Okkar mat var einfaldlega að það væri ekki tímabært fyrir okkur að stíga þetta skref. Við útilokum hins vegar ekki að taka upp sameiningarviðræð- ur síðar," sagði Ólafur Mar- teinsson, framkvæmdastjóri hjá Þormóði ramma í samtali við Tímann í gær. Hann gat þess einnig að einhugur hefði verið meðal forráðamanna fyr- irtækisins um þessa ákvörðun. -BÞ Gunnlaugsson, Þórunn Gests- dóttir og Anna K. Jónsdóttir ann- ars vegar og fulltrúi Kvennalist- ans, Þórunn Sveinbjarnardóttir um aö greiða ekki sitjandi dagsr- árstjóra atkvæöi til endurráðning- ar en velja Lilju. Þau Gissur Pét- ursson, Kristjana Bergsdóttir frá Framsókn og Svanhildur Kaaber frá Alþýðubandalaginu greiddu hins vegar Siguröi atkvæöi sitt. Siguröur hefur gegnt þessari stööu í fjögur ár. „Eg hef stýrt hér vinsælustu útvarpsrás landsins sem aö mínu viti hefur veriö út- varpinu til sóma og skapað því iniklar tekjur. Ég hlýt að spyrja hver rök Sjálfstæðisflokksins eru og meirihluta útvarpsráðs í þessu máli." Löngum hefur veriö deilt um réttmæti þess aö pólitískt skipaðir fulltrúar útvarpsráðs skipti sér af mannaráöningum hjá Ríkisút- varpinu. Útvarpsstjóri, Heimir Steinsson, tekur endanlega af- stöðu til mannaráðninga en hon- um er ætlað aö hafa hliðsjón af niðurstööu útvarpsráðs. Sam- kvæmt heimildum Tímans mun niðurstaða útvarpsstjóra liggja fyrir í dag eða á morgun eftir að hann hefur rætt við alla umsækj- endur stöðunnar sem voru 13 talsins. „Mér finnst fráleitt að út- varpsráð fjalli um ráðningar starfsmanna Ríkisútvarpsins með þessum hætti. Það hefur marg- sýnt sig að ráðið hefur ekki nokkra burði til að fjalla um svona mál af neinu viti," sagði Sigurður. Aðspurður hvort hann væri bjartsýnn á aö ákvörðun útvarps- stjóra yrði á aðra lund en ráðsins sagði Sigurður: „Ég er hvorki bjartsýnn né svartsýnn á það. En Útvarpsráð hefur aldrei verið neinn örlagavaldur í mínu lífi." -BÞ/BG Guörún Ögmundsdóttir, formaöur borgarráös, opnar fyrir umferö á Hverfisgötu eftir endurbœturnar. Strœtisvagni var ekiö fyrstum bíla vestur götuna en umferö i vesturátt er nýlunda og einungis opin fyrir strœtis- vagna og leigubíla. Tímamynd/s. Keyrt á nýja leibakerfinu „Það hafa ekki komið upp nein vandkvæði á þessum fyrsta degi nýja leiðakerfisins fyrir utan einhverjir seinkanir í morgun en fólk þurfti, sem von er, að spyrja bílstjórana út í nýja leiöakerfið," segir Lilja Ólafsdóttir, forstöðumaður Strætisvagna Reykjavíkur. Aðspurð um viðbrögð farþega segir Lilja þau vera í langflestum tilvika mjög jákvæð, fólk sé að uppgötva nýja möguleika, þó að auðvitað séu einhverjir óánægöir eins og alltaf er. „ Það hefur allt gengið að óskum og þetta var ánægjulegur dagur." Sími 800 70 80 GRÆNT NUMER Dagur-Tíminn hefur opnað grænt númer 800 70 80, sem er gjaldfrítt númer fyrir lesendur um allt land. Þjónustusími Dags-Tímans er opinn alla virka daga kl. 9-17. Hringdu núna ef þú ert með ábendingar, skoðanir eða vilt gerast áskrifandi að hinu nýja blaði. ✓ Nýjung á Islandi! Eitt númer um allt land 800 70 80 ekkert gjald, hvar sem þú ert á landinu! m 33étgur-©tttmit -besti tími dagsins!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.