Tíminn - 16.08.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.08.1996, Blaðsíða 1
LANDBÚNAÐUR Wmmmr Heilbrigbisfulltrúinn á Suöurlandi gengst nú fyrir átaki um umhverf- isvæna ferðaþjónustu undir kjörorðinu „Hreint Suburland". Átakib fer þannig fram ab könnub eru ákvebin skilyrbi og framkvæmd hjá abilum í ferða- þjónustu og uppfylli þeir þær kröfur sem heilbrigbiseftirlitib setur er metib hvort þeir eru hæfir til sérstakra verblauna sem felast í sérstökum fána og leyfi til ab nota merki hreins Suburlands í kynningum sín- um. Þegar hafa fyrstu verblaun- in verib veitt en þau hlutu Jór- unn Eggertsdóttir og Sveinn Tyrfingsson í Lækjartúni fyrir ferbaþjónustu ab Hrauneyjum vib Hrauneyjarfossvirkjun og Versölum á Sprengisandi. Rekstur ferbaþjónustuabila er kannaður eftir sérstökum spurn- ingalista sem abilum er ætlað að fylla út í samræmi vib starfsemi sína og umhverfi og abstaba tek- in út frá þeim kröfum sem þar koma fram. Listanum er skipt í 13 flokka og ýmis atriði em met- in innan hvers flokks. Setja verbur kröfur um náttúruvernd í fyrirrúm í könnuninni var spurt um náttúrvernd þar sem meðal ann- ars er athugað hvort stuðlað sé ab verndun náttúru og gróbur- fars á viðkomandi svæðum og hvort hugað sé aö burðargetu lands vegna umferbar ferða- manna. Þá er umhverfi og bygg- ingar kannaðar og fjallað um mannvirki á þann hátt hvort þau falli vel að því landslagi þar sem þau standa. Einnig er önnur starfsemi í nágrenni ferðaþjón- ustunnar könnuö, meðal annars hvort þar sé um einhvernskonar iðnab sé að ræba. Upplýsingar um sam- göngur skipta miklu í orkumálum er gerð krafa til orkusparnabar, meðal annars með því að nota hitastilla á ofna og einnig skiptir máli hvort um notkun á vistvænni orku á borö við jarðhita sé að ræða. Sam- göngur skipta einnig miklu máli í þessu efni þar sem tillit er tekið til upplýsinga um allar samgöng- ur og ferðir, hvort gönguleiðir séu merktar og hvort reiðhjóla- og hestaleigur séu á viðkomandi stöðum þegar hæfni ferðaþjón- ustuaðila er metin. RAFSTÖÐVAR lMlMMJ[jS ” Skútuvogi 12A, s. 581 2530 Dísel-bensín- traktorsdrif Raf- stöð með raf- suðu Trakt- orsdrif Birgitta Birgisdóttir, Anna Sverrisdóttir og Þórhalla Sigurjónsdóttir, starfsstúlkur w'ð feröaþjónustu jórunnar og Sigurbar í Lœkjartúni og samstarfsabila meb fyrsta viburkenningarfánann sem veittur hefur verib fyrir vistvœna ferbaþjónustu undir merkjum „ Hreint Suburland." Suöurland: Átak um um- hverfisvæna ferðaþ j ónus tu Kynning á náttúru og persónuleg þjónusta Mikil áhersla er lögö á kynn- ingu á náttúru, sögu og menn- ingu viökomandi ferðaþjónustu- svæða og einnig þeirra náttúru- verðmæta sem er að finna á við- komandi stöðum. Krafa er gerð um að starfsfólk viðkomandi ferðaþjónustuaðila sé vel upplýst um sögu og náttúrufar og einnig sérkenni í landslagi á hverjum stað. Þá er nokkuð lagt upp úr því að bjóða skemmtanir eða kvöldvökur með þjóðlegu ívafi og að val á tónlist feli í sér ákveð- ið menningargildi. Starfsfólk þarf að vera þjálfað í að sýna gestum hlýju og virðingu og veita per- sónulega þjónustu á áhugasaman hátt. Innkaup frá heimaab- ilum og í stórum pakkningum Innkaup á rekstrarvörum og veitingaþjónusta er eitt af því sem máli skiptir þegar metið er hvort ferðaþjónusta geti talist umhverfisvæn eba ekki. Þar kem- ur til álita hvort leitast sé við að kaupa neysluvörur frá heimaaðil- um og hvort keypt sé inn í stór- um pakkningum til þess að draga úr sorpi. Einnig skiptir máli hvort um endurnýtanlegar um- búðir er að ræða og tivort hrein- lætisvörur séu vistvænar. Vatn og umhverfi vatnsbóls skiptir miklu máli. Nauðsynlegt er að fyrir liggi upplýsingar um gæði vatns og að fylgst sé reglulega meb þeim meðal annars með töku og rannsóknum sýna. Fráveita er líka algert lykilatriði þegar vist- væn ferðaþjónusta er metin. Gerb er skýlaus krafa um rotþrær og ef um seyru er að ræða þá verður að tilgreina til hvers hún er notuð en seyra hefur reynst vel sem áburðarefni vib upp- græðslu lands. Sorpmálin ætíb mikilvæg Sorpmálin eru mjög mikilvægur þáttur og nauðsynlegt að flokka sorp strax þannig að öll spilliefni séu skilin frá því. Þá verður einnig að standa að förgun með eðlilegu móti, þaö er að segja að flytja sorp til viðurkenndrar sorpmót- töku og taka fullt tillit til niður- brotsþátta við val á hreinsiefnum. Mögulegt er að jarðgera lífrænan úrgang sé aðstað til þess á þeim stöðum þar sem ferðaþjónustan er stunduð. ■ Afurðasalan Borgarnesi hf. hefu leiðandi í framleiðslu á grillKjðti hér landi. Afurðasalan Borgarnesi hf. landsmönnum upp á sannkallaðar kræsingar á grillið m.a. Þurrkryddaðar rifjur, lambakótilettur, grill- og lærissneiðar Jurtakryddaðar mjaðmasneiðar Léttreyktar lamba- og svínakótilettur Djúpkryddaðar svínakótilettur Sítrónukryddaðar svínabógssneiðar og svínalærissneiðar Grillkryddaður svínahnakki Afurðasalan Borgarnesi hf. Brákarey - 310 Borgarnesi - S. 437-1190 - Fax 437-1093 ► ► ► ►

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.