Tíminn - 16.08.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.08.1996, Blaðsíða 2
2 ^HmiW LANDBÚNAÐUR Föstudagur 16. ágúst 1995 Þegar Case Maxxum drátt- árvélarnar komu fyrst hingaö til lands litu marg- ir svo á aö komnar væru á markaö dráttarvélar sem hent- uðu fremur verktökum og ann- arri slíkri atvinnustarfsemi en hefðbundnum landbúnaði. Vélamar glöddu líka auga ým- issa athafnamanna og tóku fljótlega að sjást þar sem að framkvæmdum var staðið. Dæmi um þann áhuga má nefna að vegagerðin festi kaup á nokkrum fjölda slíkra véla til nota viö hin ýmsu vegageröar- verkefni vítt um landiö. Strax var ljóst aö þessar vélar hentuðu verktökum á margan hátt umfram aðrar sem þá voru á markaði. Vélarnar eru sérstaklega sterkbyggðar og stærð þeirra gerir það að verkum að vélarafl nýtist mjög vel. Vegna grindarbygging- ar Case Maxxum dráttarvélanna henta þær mjög vel til notkunar með ámoksturstækum og öðrum framtengdum búnaði. Víða mátti því sjá þær með vegsópa á þjóð- vegunum þar sem lausamöl var sópað burt af bundnu slitlagi. Fyrst og fremst land- búnaðavél En þrátt fyrir að vegagerðar- mönnum, verktökum og öðrum athafnaaðilum líkaði við eigin- leka þessara dráttarvéla þá eru þær engu að síður fyrst og fremst byggðar sem landbúnaðartæki. Eftir því sem þörfin fyrir stærri og aflmeiri dráttarvélar hefur aukist í sveitum landsins hafa fleiri og fleiri bændur horft til þeirra. Slíi.t er ekki að undra því Case Maxxum sameinar í einni og sömu dráttarvélinni ákaflega lipurt vinnutæki, þægilegri vinnuaðstöðu og nægjanlegt afl til þess að knýja öll helstu vinnu- tækin sem notuð eru í íslenskum landbúnaði. Frá 90 tll 125 hest- afla Case Maxxum er fáanleg í fjór- um stærðum frá 90 til 125 hest- afla. Minnsta gerðin, Case Maxx- um 5120, er búin fjögurra strokka 90 hestafla Cummings dísilvél en stærri vélarnar eru búnar sex strokka vélum frá 110 til 125 hestafla. Vegna strokka- fjölda eru stærri vélarnar nokkru lengri en fjögurra strokka vélin en aukin lengd gefur vélunum einnig betra tog og spyrnu þann- ig að aflið nýtist betur og dráttar- hæfnin eykst. Stór, öflug en þægileg vél Þegar sest er upp í Case Maxx- um kemur strax í ljós að þótt vél- arnar virki nokkuð stórar utanað frá séð þá hverfur sú stærð vegna þess hversu haganlega vélin er hönnuð og stjórntækjum vel fyr- Case Maxxum 5120: Lipur o g þægileg vél til allrar almennrar vinnu til sveita ir komið. Þegar ekið er af stað kemur einnig fljótt í ljós að vélin er ákaflega lipur og gefur minni dráttarvélum ekki eftir að því leyti. Beygjuradíus er stuttur og er nánast unnt að snúa vélinni í hring á punktinum. Slíkt mun einnig eiga við um stærri vélarn- ar þótt það hafi verið minnsta vélin, Case Maxxum 5120 sem tíðindamaður ók. Auöveldur og þægi- legur skiptibúnaður Mesta athygli vekur auðveldur og þægilegur skiptibúnaður vél- arinnar. Hægt er að velja á milli fjögurra mismunangi gíra í skiptistöng en síðan er unnt að skipta á milli fjögurra hraðastiga með sjálfvirkri rafmagnsskipt- ingu innan hvers gír. Þá var vélin einnig búin vendigír sem skiptir á milli áfram og afturábaksákst- urs og er sá gír nú búinn þeirri nýjung að unnt er að setja skipti- stöngina í hlutlausa stööu á milli aftur og áframaksturs. Er það mikill kostur því með því móti er hægt að stöðva vélina í lengri tíma á milli skiptinga án þess að nota kúplingu. Ef til vill er ekki hægt að tala um kúplingu í Case Sérstakur stjórnrofi er til aö stjórna lyftibúnaöinum utan frá. fsipma) RÚLLU BINDIVÉL KR. 829.000,- KORNVALS KR. 165.000,- AFRÚLLARi KR. 89.000,- SLAM DlSKASLÁTTUVÉL KR. 279.000,- Heyþyrla kr. 232.000,- STJÖRNUMÚGAVÉL KR. 186.000,- HJÓLAMÚGVÉL KR. 93.500,- STURTUVAGN 8T. KR. 425.000,- FRAMBEISLI FRÁ KR. 180.000,- VERÐ ÁN VSK ---_____-■----- Gott úrval búvéla á góðu verði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.