Tíminn - 16.08.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.08.1996, Blaðsíða 3
Föstudagur 16. ágúst 1995 LANDBUNAÐUR Maxxum dráttarvélunum þar sem skipting þeirra byggist á vökva og rafmagni og er því hin eiginlega kúpling ekki til staðar heldur aðeins búnaður til þess að draga úr vökvaflæði á meðan skipt er á milli hinna fjögurra grunn hraöastiga. Framdrif meb sjálflæsingu Annar búnaður Case Maxxum dráttarvélanna er af fullkomn- ustu gerð og fyllilega sambæri- legur við það sem gerist á öðmm vélum. Aflúttak er tveggja hraða 540/1000 snúningar á mínútu og unnt að snúa driföxlinum við: eftir því hvaða gerð af rílum er á drifbúnaði viðkomandi vinnu- tækja. Vökvalyfta er búin stimp- ildælu með með 78,5 lítra há- marksflæði á mínútu og þrjá tví- virka spóluloka með flotstöðu er að finna aftan á vélinni. Mis- munadrifi að aftan er læst með rafmagnslæsingu en framdrifi er læst með sjálflæsingu sem tengd er með rafstýrðu vökvatengsli. Sérstök grunn- hönnun Case Maxxum dráttarvélin byggir að öllu leyti á annarri grunnhönnun en Case IH., 4000 dráttarvélin sem byggð er á eldri línum 800 og 900 og frumdrög hennar sótt til International Har- vester dráttarvélanna eða „Nall- ans" eins þessar vélar voru oft kallaðar. Case Maxxum er hönn- uð og framleidd hjá verksmiðj- um Case í Þýskalandi og ber vél- in merki um hugvit og hönnum þarlendra framleiðenda. Að því leyti má líkja henni við Bens og BMW ef mið er tekið af bílafram- leiðslu. Af stærö sem flest meðalbú þarfnast Case Maxxum 5120 var valin Reglugerð um gæðastýringu og leyfi til vottunar Bann gegn notkun hormóna og annarra vaxtaraukandi lyfja í búfé er að finna í nýrri reglugerð um sértæka gæðastýringu í land- búnaði. Þá er einnig lagt bann við notkun skordýraeiturs og ill- gresislyfja auk þess sem lagt er til að notkun tilbúinna (kemískra) áburðarefna verði stillt í hóf. Reglugerðin felur í sér skrán- ingu og eftirlit á öllum stigum framleiðslu og dreifingar og gerir þannig kleyft að rekja uppruna viðkomandi vöm og staðfesta að öllum reglum sé fylgt. Reglugerð- in er liður í þeirri viðleitni að auka vistvæna framleiðslu í land- búnaði hér á landi en slík fram- leiðsla felur í sér bann við notkun aukaefna við framleiðslu land- búnaðarafurða. Þegar vistvæn framleiðsla á í hlut á einnig að vera hægt að rekja feril vömnnar allt frá fyrsta framleiðslustigi þar til hún er komin á borð neyt- enda. Þegar um lífræna framleiðslu er að ræða er gengið nokkm lengra við að halda utanaðkomandi efn- um frá framleiðslunni en við vist- væna framleiðslu. Munar þar mestu um að við lífræna fram- leiðslu er aðeins stuðst við lífræn áburðarefni en notkun kemískra áburðarblandna hætt. Votta þarf hvert stig lífrænnar framleiðslu til að tryggja að öllum reglum sé fylgt. Nú hafa tveir aðilar hér á landi fengið leyfi til þess að stunda lífræna vottun og sífellt fjölgar þeim framleiðendum sem undirbúa að hefja slíka fram- leiðslu. Breyting úr hefðbundinni framleiðslu yfir í lífraena kostar nokkurn undirbúning og meðal annars þann að koma sér upp framleiðslu á lífrænum áburði og fá vottun á ræktað land þannig að tryggt sé að gróðurmold og hús- dýr komist ekki í snertingu við til- búin áburðarefni. -ÞI til prófunar þótt hún sé minnsta dráttarvélin í Maxxum línunni af þeirri ástæðu að hún hentar að mörgu leyti mjög vel til starfa í hefðbundnum landbúnaði hér á landi. Hún er af sambærilegri stærð og þær dráttarvélar sem bændur þarfnast til þess að drífa flest venjuleg tæki sem notuð eru til bústarfa og má þar nefna rúlluvélar, jarðvinnsluverkfæri, mykjutanka og ámoksturstæki. Þótt þetta sé sagt er ekki verið að beina því til bænda að forðast stærri dráttarvélar á borð við Case Maxxum 5130 eða 5140 því ýmis nútíma tæki krefjast orðið um eða yfir 100 hestafla dráttar- véla og geta stærri vélarnar því verið nauðsynlegar þar sem slík- um þörfum er til að dreifa. Frem- ur er verið að segja mönnum að Case Maxxum 5120 sé ekki of stór fyrir íslenskan landbúnað þótt útlit hennar kunni að gefa það til kynna. Þegar sest er upp í hana og ekið af stað kemur í ljós að hún gefur þeim vélum sem minni eru um sig ekkert eftir hvað lipurleika og þægindi við vinnu varðar nema síður sé. -ÞI Hrossin skapa milljarb í gjaldeyri Talið er ab útflutningur lif- andi hrossa hafi skapað um hálfan milljarð króna í gjald- eyristekjur á síbasta ári en það er um helmingur þeirra út- flutningstekna sem hrossa- ræktin nær ab skapa. í heild nema útflutningstekjur vegna hrossaræktarinnar um einum milljarði króna á ársgrund- velli og fara þessar tekjur vax- andi. Á síðasta ári voru um 2500 lif- andi hross flutt úr landi. Um helmingur þeirra var seldur til Þýskalands þar sem stærsti markaður fyrir lifandi hross frá íslandi er í dag. Bæði er um að ræða kynbótahross og einnig geldinga en langflest hrossin eru tamin þegar þau eru seld er- lendum kaupendum. Framan af voru þab einkum einstaklingar sem keyptu lifandi hross héban en að undanförnu hefur færst í vöxt ab reiöskólar og jafnvel hestaleigur kaupi hross héðan. Útflutningur á hrossakjöti fer einkum fram til Japans og fer hann vaxandi ár frá ári. Japanir gera ákveðnar kröfur um aldur hrossa og gæði kjötsins og því hafa ekki öll hross sem komið hefur veriö með til slátrunar náð að uppfylla skilyrði þeirra. Þau hross sem slátrað er á Jap- ansmarkað þurfa að vera fullra fimm ára og innihalda ákveðið fitustig. Á síðasta ári var um þrjú þúsund hrossum slátrað á þennan m'arkað og vonir standa til ab unnt verbi að jafna fram- boöið á kjötinu yfir allt árið, eru möguleikar á vaxandi sölu frá því sem nú er svo jafnvel verði hægt að selja allt hrossakjöt sem til fellur á þennan markað. -ÞI Verðlaunavélin frá STEYR og fjölhæfa jarðvinnslu- vélin frá LELY Á konunglegu bresku landbúnaðarsýningunni í sumar var þessi hátæknivél frá STEYR í fyrsta sæti í öllum þáttum. Einnig hlaut vélin verðlaun sem markverðasta tækninýjung sýningarinnar. Mikilvæg atriði að mati dómenda voru m.a.: Frábær öryggishönnun, einstaklega þægileg aðstaða ökumanns og hinn einstæði fjölstýribúnaður sem gefur ökumanni fullt vald yfir öllum aðgerð- um með annarri hendi. Með LELYTERRA 335 jarðvinnsluvélinni er bæði herfi og valtara sleppt. Vélin tætir og jafnar og við hana er auðvelt að tengja sáð- vél. Þá gerir hún allt í senn og í réttri röð, að tæta, jafna og sá. Atlas Atlas hf. - Borgartúni 24 - P.O. Box 8460 - IS-128 Reykjavík Sími 562 1155 - Fax. 561 6894

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.