Tíminn - 16.08.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.08.1996, Blaðsíða 8
8 WSWtfcWM LANDBÚNADUR Föstudagur 16. ágúst 1995 Jórunn Eggertsdóttir og Sveinn Tyrfingsson í Lœkjartúni hafa í mörgu aö snúast: Kúabúskapur á Þjórsárbökkum og feröaþjónusta á Sprengisandi Þótt Jórunn Eggertsdóttir bg Sveinn Tyrfingsson í Lækjartúni í Rangárvalla- sýslu hafi stundað kúabúskap af myndabrag í um aldarfjórð- ung hafa þau ekki látib þar við sitja. Þau hafa einnig haslað sér völl í þeirri atvinnugrein sem rutt hefur sér rúms til sveita ab undanfömu. Þau hafa þó ekki farib hefðbundnar leibir og byggt upp aðstöðu fyrir ferba- menn á jörð sinni eins og margir bændur hafa gert held- ur hafa þau leitað inn á há- lendib, allt til óbyggða, þar sem þau bjóða gestum og gangandi beina og gistingu. Þau hafa byggt upp og annast feröaþjón- ustu á tveimur stöðum; annars vegar í Hrauneyjum skammt frá Hrauneyjarfossvirkjun, sem er hlutafélag í eigu þriggja fjöl- skyldna, en hins vegar í Versöl- um sunnan Kvíslarvatns sub- austur af Hofsjökli. „Þar emm vib nánast komin á Tunglib. Landslagið er með þeim hætti og auðnir til allra átta," segir Jómnn og bendir á ab mörgum útlendingum finnist tilkomu- mikið að koma á slíkan stað. En hvab varð til þess að þau ákváðu að hefjast handa um rekstur ferðaþjónustu í óbyggb- um þegar aðrir leggja áherslu á að nýta þau tækifæri sem byggðir fela í sér? „Upphafið má rekja til þess að okkur vantabi atvinnu fyrir börn- in þegar þau komust á legg. Því fórum við ab velta fyrir okkur þeim möguleikum sem væri að finna í ferðaþjónustunni. Við gerðum okkur grein fyrir þeim möguleikum sem samgöngu- m Einnig ódýr skot, byssur, skotbelti, veiðihnífar, luktir/ljós, fatnaöur í feíulitum, öryggisbúnaður, skór og annað sem til þarf. Getvigæsir, sterkar endingargóðár á aðeins 995 stykkið! Hörð skel og mismunandi hausar Höfum fengið takmarkað magn af þessum vönduðu amerísku gervigæsum með harðri skel og möguleika á tveimur mismunandi hausum (sjá mynd), stál kross til festinga. Verð aðeins 995- stykkið. TAKMARKAÐ MAGN. SENDUM UM ALLT LAND. Opið virka daga 8-18 og á laugardögum 9-14 HHHRwRRBIi Grandagarði 2, Reykjavík, sími 55-288-55, grænt númer 8006288. mannvirkin er tengjast virkjun- unum bjóbá fyrir ferðir inn á há- lendiö og vildum láta reyna á hvort ekki væri unnt að nýta þau til þess ab bjóba ferðafólki þjón- ustu á þessum svæðum," segir Jórunn. Vegageröin einn stærsti feröaþjón- ustuaöilinn Þau hófust handa við að byggja Versali upp fyrir um ára- tug og var leitarmannahús á staðnum grunnurinn að fyrstu ferðaþjónustunni. Nú eru þar tvö hús, annað í eigu þeirra hjóna, sem rúma 36 gesti til samans auk þess sem veitingaþjónusta er í tengslum vib gistinguna. Staður- inn liggur um 100 kílómetra inn í landi fyrir innan Búrfellisvirkj- un eða í allt að 200 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík. Meb þessu hittu þau naglann á höfuðið því þörf reyndist vera fyrir þessa þjónustu. Sveinn segir útlend- inga vera stóran hluta af við- skiptavinum þeirra en margir ís- lendingar hafi einnig komið í Versali og gist. „Hlutfall útlendinganna hefur heldur verið að vaxa að undan- förnu og ég tel það að einhverju leyti stafa af því að nú er kominn betri vegur um Kjöl. íslendingar og þeir sem ferðast á einkabílum leggja fremur leið sína um Kjal- veg en Sprengisand af þeim sök- um en margir hópar fara um Sprengisandsleið og þar eru út- lendingar í meiri hluta." Þau segja megin vandann felast í því hversu umferöartíminn sé stutt- ur, aðeins um sex til átta vikur á hálendinu. Sveinn segir Vega- gerðina eiga nokkurn þátt í því hversu hálendisferðir hefjist seint. Voriö 1989 hafi hálendis- vegirnir opnast óvenju seint og ferðatíminn því hafist síðar en áður. „Þetta varð til þess að nú hefjast hálendisferðir tæpast fyrr en um miðjan júlí þótt mögu- leikar séu á að opna leiðirnar fyrr. Ferðaskrifstofurnar selja því hálendisferðir seinna en áður og ég hef stundum hugsað til þess hvort forsvarsmenn Vegagerðar- innar hafi aldrei áttað sig á því hlutverki sem þeir eru í aö vera einn stærsti ferðaþjónustuaðili á landinu," segir Sveinn en bætir við aö vissulega sé þetta spurning um fjármuni. Vegagerðin sé í fjársvelti og þurfi að líta í mörg horn. Engu að síður þurfi aldar- andinn að breytast og byggja verði umferð um landið upp á þann hátt ab hún nýtist ferða- þjónustunni sem sé gjaldeyris- skapandi atvinnugrein og flokk- ist með útflutningsstarfsemi að því leyti. Hrauneyjar — skammt frá mörgum áhuga- veröum stööum Fyrir tveimur árum festu þau Jórunn og Sveinn kaup ásamt tveimur öðrum hjónum á húsum sem notuö voru sem bústaðir við byggingu Blönduvirkjunar og fluttu þau suður ab Hrauneyja- fossvirkjun. Ætlunin var ab færa út kvíarnar í ferðaþjónustunni og bjóða gistingu og aðra fyrir- Séö inn í eitt gistiherberjanna í Hrauneyjum. greiðslu nær mannabyggðum. Staðurinn hlaut heitið Hrauneyj- ar og staðsetning hans býður ferðamönnum ýmsa möguleika. Hrauneyjar eru í nánd við marg- ar fjölsóttustu náttúruperlur há- lendisins og í næsta nágrenni við staði á borð við Heklu, Stöng í Þjórsárdal, þar sem sögualdabær- inn var byggður og einnig er skammt í Landmannalaugar. Litlu lengra er í Veiðivötn, og Kaldakvísl er skammt frá ferða- þjónustuhúsunum. „Með þessu töldum við mögu- leika á ab skapa ferbafólki að- stæður til þess að dvelja á þessu svæði og njóta þeirra náttúru- verðmæta sem hvarvetna er að finna." Jórunn og Sveinn segja að nokkur ár þurfi til þess ab vinna starfsemi sem þessari hefb en ferðaskrifstofurnar hafi vitað um möguleikana sem felist í þessu svæði, fagnað því að fá góða aðstöðu þar, og verði ötular við að benda viðskiptavinum sín- um þangað. Miðað við aö þetta sé aðeins annað sumarið sem Hrauneyjar eru í rekstri verði ekki annað sagt en þessari starf- semi hafi verið vel tekið. Að Hrauneyjum eru 40 gistiherbergi Séö heim ab feröaþjónustuhúsun- um í Hrauneyjum. og rúm fyrir allt ab 66 gesti í eins og tveggja manna herbergjum. „Við ákvábum ab láta reyna á vetrarþjónustuna og höfum því opið um hverja helgi frá byrjun febrúar til aprílloka en opið er á hverjum degi frá júníbyrjun fram í október. Á sama hátt og um sumarparadís er að ræöa má einnig benda á marga möguleika sem í vetrinum felast en þarna er meðal annars að finna góðar að- stæður til skíðaferða og einnig fyrir þá sem hafa gaman af að þeysa um óbyggbirnar á vélsleð- um og jeppum." Byggist á fjölskyldu- samheldni og góöu starfsfólki En hvernig er að samræma hinn bindandi kúabúskap svo krefjandi starfsemi sem ferba- þjónustan er auk þess sem henni er sinnt í verulegri fjarlægð frá heimilinu. Jórunn og Sveinn segja þessa starfsemi vart mögu- lega án þess ab börnin komi þar við sögu. „í raun væri þetta óframkvæmanlegt ef þau ynnu ekki að þessu með okkur. Dóttir okkar er búin að vera á hverju sumri í áratug inni á hálendinu við að sinna ferðamönnum. Til gamans má geta þess að hún stundar nú nám í landafræði við Háskóla íslands og mun lokarit- gerð hennar fjalla um nytjar af Holtamannaafrétti fyrr og nú sem ekki er órökrétt ef miðað er við vinnustað hennar til margra ára. Við grípum inn í þetta eftir þörfum auk þess að sinna mark- abs- og sölustarfi héðan að heim- an," segir Jórunn og bætir við að heildar skipulagningin hvíli vissulega á þeirra herðum en ef þau hefðu þurft að vera á dagleg- um þönum á milli gististaða sinna í óbyggöum og búsins á Cóð veitingaaöstaba er í Hrauneyjum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.