Tíminn - 16.08.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.08.1996, Blaðsíða 9
Föstudagur 16. ágúst 1995 SWiteffi LANDBÚNAÐUR 9 bökkum Þjórsár þá væri þetta ekki framkvæmanlegt. „Þaö má segja aö þetta byggist á fjölskyldusamheldni og aö vera heppin meö starfsfólk sem viö höfum veriö og mér finnst einn- ig nauösynlegt aö ungmennin eigi þess kost aö starfa í heima- héraöi en þurfi ekki aö sækja vinnu um lengri leiö og slitna þá einnig oft úr tengslum viö heimahagana, segir Sveinn. Reglugeröirnar komu á óvart Jórunn og Sveinn segja að komiö hafi á óvart hvaö allt sé bundið í reglugeröir þegar koma eigi nýrri atvinnustarfsemi á fót. Þannig hafi þau orðiö aö fá sam- þykki hinna ýmsu aðila fyrir stóru og smáu er ferðaþjónust- una varðar. Sveinn segir að ef- laust gangi mönnum gott til með þessum reglugerðum og þær eigi að vera til þess að tryggja gæöi. „Þó verður ekki komist hjá því aö líta þannig á málin að þessi frumskógur reglugeröa dregur úr fólki við að efna til nýjunga. Það gefist upp þegar þaö sér fyrir sér langa göngu frá manni til manns til aö fá leyfi fyrir hinu og þessu. Oft taka þessi mál tíma í kerfinu og ganga þarf eftir úrlausnum þar sem þeir sem vinna eiga við málin hafa ekki alltaf skilning á aö hlutir þurfa að ganga hratt fyrir sig í hinu almenna atvinnu- lífi." Sveinn nefnir dæmi um sér- stööu vegna íslenskra reglna sem þau standi frammi fyrir varðandi rekstur Hrauneyja. „Viö erum meö svonefnt léttvínsleyfi, sem byggist á heimild til þess aö selja bjór og áfengi meö mat en ekki aö hafa opinn bar. Þetta leyfi er háö því að selja ekki bjór fyrr en eftir ákveöinn tíma á daginn. Út- lendingum gengur afskaplega illa að skilja þessa tímasetningu. Þeir koma ef til vill úr feröum um miðjan dag og vilja þá gjarnan fá sér einn bjór. Þetta er fólk sem er í fríum og er einnig ef til vill vant þessu. Þarna er ekki verið að tala um víndrykkju í þeim skiln- ingi sem sumir virðast ætíð •leggja í meðferö bjórs og áfeng- is." Reglur skekkja sam- keppnisstööu Taliö snýst áfram um reglu- geröir en þau hjónin hafa ferðast nokkuö til annarra landa og finnst aö íslendingar umgangist ýmsar reglugeröir með öðrum hætti en nágrannaþjóðirnar. Þau velta fyricisér samkeppnisstöðu íslenskrar atvinnustarfsemi sem virðist þurfa að aðlaga sig meira eftir reglugerðum en gengur og gerist á meöal annarra þjóöa. „Ég er ekki að segja aö sambærilegar reglugerðirnar séu ekki til á meö- al annarra þjóða en þaö virðist vera unnið eftir þeim á annan hátt. Þaö eru gerðar strangar kröfur um afuröastöðvar land- búnaðarins af hálfu erlendra inn- flutningsaðila. En þar er fyrst og fremst um tæknilegar hindranir aö ræöa því fæst sláturhús og vinnslustöðvar í Evrópu standast þessar kröfur. Aðbúnaður og starfsumhverfi þar er jafnvel langt fyrir neðan það sem við sjálfir gerum varðandi þær stöðv- ar sem aðeins framleiða á inn- lendan markað. Og við fylgjum því fast eftir að þessum kröfum og reglum sé framfylgt. Þetta er ekki gert á sama hátt í viðskipta- og samkeppnislöndum okkar. Með þessu er ég ekki að segja að við eigum að slaka á gæðakröfum heldur að benda á það misræmi sem virðist vera á framkvæmd og þar með samkeppnisstöðu." Sveinn nefnir sem dæmi bóndabýli sem hann kom á í jórunn Eggertsdóttir og Sveinn Tyrfingsson viö gömlu Fordson dráttarvéina sem Sveinn kvebst hafa byrjab búskapinn meb. Hún hefur ekki verib sett ígang í um tvo áratugi en var málub fyrir nokkrum árum mebal annars til þess ab hafa hana til sýnis á Töbugjöldum. Sveinn segir þab áhugamál sitt ab gera hana gangfœra ab nýju. Þab muni ekki vera svo mikib mál. Tímamynd: Þl Sviss fyrir nokkrum árum. „Þar var allur húsakostur sambyggður. Hlaðan var ofan á og íbúðarhúsið við enda útihúsanna. Þetta hefði aldrei fengist viðurkennt hér á landi vegna brunavarnareglu- gerða og trúlega hefði þessi húsa- skipan einnig strítt gegn heil- brigðiskröfum. Engu að síður eig- um við aö keppa við framleiðslu sem verður til við mun ódýrari aðstæöur þar sem reglugerðum virðist ekki vera framfylgt með sama hætti." Fyrsta viburkenningin fyrir hreint Suburland Þótt þau hjónin deili nokkuð á framkvæmdir reglugerða þá hafa þau sjálf hreinlæti og gæði í há- vegum í starfsemi sinni. Til marks um það má nefna að ný- lega fengu þau viðurkenningu heilbrigðisfulltrúa Suðurlands fyrir umhverfisvæna ferðaþjón- ustu og eru fyrsti aðilinn sem hlýtur slíka viðurkenningu. Mikl- ar kröfur eru gerðar til þeirra sem hljóta slíka viðurkenningu og ná þær til alls starfssviðs og um- hverfis ferðaþjónustuaðilans. Jór- unn segir nauðsynlegt að gera miklar kröfur í þessu efni en bendir jafnframt á að þegar rætt sé um aukin gæði þá verði menn einnig að gera sér grein fyrir í hverju þau eigi að liggja. For- svarsmenn ferðaskrifstofanna haldi gæðamálunum fast á lofti en engu aö síður sé eins og menn hafi oft ekki gert sér grein fyrir hvar skóinn kreppi ab. „Aukin gæöi og þjónusta kost- ar peninga og starfsemin verbur þá að skila meiri verðmætum til baka. Enginn borgar þann kostn- að sem hlýst af aukinni gæða- starfsemi abrir en viðskiptavin- irnir. Til þess verður ab vita eftir hverju þeir óska og kröfur ferða- fólks eru misjafnar í þessum efn- um. Spurningin er hvort gæðin verða aukin með sífellt strangari reglugerðum, sem oft eru unnar af fólki sem er í engum tengslum vib viðkomandi atvinnuveg, eða hvort leita beri eftir því hvað fólk vill kaupa og reyna að koma til móts við það á þann máta." Jór- unn segir að þau hafi verið búin ab fá leyfi fyrir ferðaþjónustunni á hálendinu þegar lög um um- hverfismat hafi tekið gildi vorið 1994. „Ég veit ekki hvort við hefðum farið út í þessa starfsemi ef við hefbum þurft að fá um- hverfismat. Slíkt mat er dýrt og fyrirfram er ekkert hægt að segja um til hvaða niðurstöðu það leiðir. Verði niðurstaða úr slíku mati neikvæð þá er búið að verja fjármunum til einskis. Þótt verja verði umhverfið og náttúruna þá mega opinber ákvæbi ekki verða til þess að sporna gegn atvinnu- starfsemi í greinum sem verið er að byggja upp til hagsbóta fyrir þjóðarbúið." Þau segja að svo virðist sem sveitirnar sitji ekki við sama borö og þéttbýlið hvað reglur um ýmsa starfsemi og þjónustu varð- ar. Slíkt sé raunar ekki til annars en að hamla á móti því ab nýrri atvinnustarfsemi verbi komið á fót því fólk veigri sér við löngum frumskógargöngum í gegnum kerfið. -ÞI TÖDUGJÖLD1996 HELLU, RANGARVÖLLUM Sýnum mikið úrval véla 16.-18. ágúst á Gaddstaðaflötum Silomac rúllugreip - Lyftigeta 1100 kg - Þyngd 185 kg. - Með rúllubaggaspjótum Silomac rúlluhnífur - Lyftigeta 1000 kg. - Þyngd 230 kg. - Fyrir allar rúllustærðir Silomac rúllupökkunarvél - Ein sú afkastamesta hér á landi. - Filmuhaldari fyrir 500/750 mm filmu. - Breið flotdekk fyrir gljúpan jarðveg. - Stjórnað úr ökumannshúsi. - Búvélaprófun 640/93 og 664/95. - Mest selda pökkunarvélin 1995. VÉLAR& PJéNUSTA hf JARNHALSI 2, 110 REYKJAVÍK, S[MIS87 6500, FAX 567 4274

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.