Tíminn - 16.08.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.08.1996, Blaðsíða 10
10 ffMtlW LANDBÚNAÐUR Föstudagur 16. ágúst 1995 Kristinn Gylfi jónsson, formaöur Svínarœktarfélags íslands: Svínaræktin stefnir ekki í far- veg saubfjárframleiöslunnar svínaræktina sem hliðarbú- grein við aðra atvinnustarf- semi. Þessar þrengingar hafi einnig orðið til þess að búin hafi stækkað og nú sé algeng- ast að svínabúin séu með á bil- inu 40 til 80 gyltur. Kristinn Gylfi segir það til marks um breytingar í greininni að í kringum 1980 hafi fjölskylda getað lifað af framleiðslu 20 til 25 svína en nú þurfi 60 til 70 svín til þess að ná sambæri- legri afkomu. Svínið hálfdrætt- ingur á viö lambiö Svínabændur hafa ætíð búið við annað fyrirkomulag fram- leiðslu og sölumála heldur en sauðfjárbændur. Framleiðslu- takmarkanir og kvótakerfi eru óþekkt fyrirbæri í svínarækt- inni og öllum hefur verið frjálst að koma inn á þennan markað. Neysla á svínakjöti hefur einnig aukist mikið þeg- ar miðað er við nokkurra ára tímabil og er hlutdeild þess nú 21,2% af innanlandsneyslu kjötvara. Þannig er það um hálfdrættingur á við lamba- kjötið sem skapar 43,9% kjöt- neyslunnar og er svipað neyslu á nautakjöti. Svínakjöt- ið á þannig í harðri samkeppni við aðra kjötframleiðslu á markaðinum og með tilkomu GATT-samningsins má gera ráð fyrir að erlend samkeppni fari vaxandi. Nokkrum toll- kvótum hefur þegar verið út- hlutað til innflutnings á kjöti og gera verður ráð fyrir að ásókn í innflutning muni fremur fara vaxandi. Framleiöslan aukist um 10% Framleiðsla á svínakjöti hef- ur aukist um allt að 10% að undanförnu. Kristinn Gylfi Jónsson segir megin orsakir þess vera þrjár. Gyltur skili í mörgum tilfellum rneiri afurð- um í dag en fyrir nokkrum ár- um auk þess sem vöðvabygg- ing svínastofnsins fari vaxandi á kostnað fitu. Vegna söluerf- iðleika að undanförnu hafi bændum gengið erfiðlega að fá grísum slátrað á heppilegum tíma. Það hafi leitt til þess að þeir hafi þurft að bíða með þá á lífi og þeir safnað á sig vöðv- um og kílóum á meðan. Þann- ig hafi afurðirnar vaxið á með- an þær voru í biðstöðu. Þriðju orsakar vaxandi framleiðslu sé síðan að leita í því að nýir að- ilar hafi komið inn á markað- inn og þau bú sem fyrir eru hafa stækkað. Svínabændur alltaf starfaö í samkeppni í samtölum við svínabændur komu áhyggjur þeirra af þróun sölumála fram. Heildsalar svínakjöts séu mun færri held- ur en kaupendur þess í formi smásala. Á meðan á annan tug framleiðslufyrirtækja og af- urðastöðva séu að berjast um smásölumarkaðinn sé þar að- eins að finna fáa kaupendur Svínabændur standa nú frammi fyrir vanda sem skapast af verbfalli af- urba á sama tíma og fórbur- kostnabur hefur aukist um- talsvert. Verbfallib á svína- kjöti frá því í vetur kom í kjölfar mikilla hækkana á fóburkostnabi sem stafar mebal annars af um helm- ings hækkun á komverbi í lieiminum í byrjun síbasta vetrar og hækkun á gæba fiskimjöli. Framleibsla á svínakjöti hefur einnig auk- ist vemlega og þar meb auk- ib frambob þess á yfirfullum kjötmarkabi. Frá svínabændum heyrast þær raddir að erfitt sé að reka búin með hagnaði um þessar mundir og verði ekki breyting- ar á verði innan tíðar, sem skili framleiðendum meiri tekjum, muni aðstæður margra fara versnandi. Að- stæðum svínabænda hefur verið líkt við vanda sauðfjár- ræktarinnar og spurningar vaknað um hvort svínaræktin stefni í sama farveg og sauð- fjárbændur hafa verið að reyna að komast upp úr að undanförnu. Kristinn Gylfi Jónsson, for- maður Svínaræktarfélags ís- lands, segir að verð á svína- kjöti hafi lækkað um 10 til 15% að jafnaði frá síðasta ári. Verðið hafi sveiflast nokkuð og mesta lækkunin, sem orðið hafi á tímabilinu, sé um 30% þegar það hafi fariö niður í 208 krónur fyrir kílóið. Vissu- lega komi þessi verðlækkun sér illa fyrir bændur sem orðið hafi að taka á sig hækkun á fóðurverði vegna verðbreyt- inga á korni á heimsmarkaði. Innflutt korn sé megin pró- teingjafi í svínaræktinni og því láti nærri að 100% hækkun á innfluttu kornverði skapi 20 til 30% hækkun á því verði sem svínabændur verði að greiða fyrir fóðrið. Breytingar í kjölfar veröfalls 1989 Verð á svínakjöti hefur jafn- an sveiflast nokkuð á milli til- tekinna tímabila. Á árinu 1989 varð mikil verðlækkun á svínakjöti sem skapaði svína- bændum margvíslega erfið- leika og raunar breytti at- vinnugreininni nokkuð. Krist- inn Gylfi segir að þá hafi nokkur hópur bænda hætt framleiðslu og horfið til ann- arra starfa. Það hafi einkum verið minni framleiðendur og sérstaklega þeir sem haft hafi Vöbvamikib Islenskt svínaiœri í höndum brosmildrar afgreibslukonu. MJÓLKURSAMLAG svo

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.