Tíminn - 17.08.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.08.1996, Blaðsíða 3
Laugardagur 17. ágúst 1996 3 LÆKNADEILAN I VIKULOK . . . LÆKNADEILAN I VIKULOK . . . LÆKNADEILAN I VIKULOK Um hvaö snýst deila heilsugœslulcekna og fjármála- ráöuneytis? Af hverju var tilboöi samninganefndar lœkna hafnaö og hví er tilboö SNR: Galið kveðjubréf? 1. febrúar á þessu ári sögðu um 90% heilsugæslulækna upp störfum til aö knýja á um breytingar á skipulagi heil- brigöisþjónustunnar. Hóp- uppsagnir til þess að knýja fram breytingar á launakjör- um eru óheimilar samkvæmt lögum. Uppsagnir lækna voru ekki dregnar til baka eftir að heilsugæslulæknar höfðu, í samvinnu við heilbrigðisráðu- neytið, náð samkomulagi um skipulagsbreytingar. Upp- sagnir heilsugæslulækna tóku gildi 1. ágúst og í gær vom stöður þeirra auglýstar til um- sóknar. Læknafélag íslands fer með samningsumbob fyrir lækna. Innan Læknafélagsins eru þrír hópar, þ.e. heilsugæslulæknar, sjúkrahúslæknar og sérfræðing- ar. Læknafélagiö hefur þegar samið fyrir hönd annarra lækna en þeirra er starfa að heilsu- gæslu. Samninganefnd lækna (SNL) lagði fram tilboð og samninganefnd ríkisins (SNR) lagbi fram gagntilboð sem SNL hafnaði sl. sunnudag. Síðan hafa deiluaðilar ræðst við og fundað meb sáttasemjara en hvorki virðist hafa gengib né rekiö í vibræðum síðan upp- sagnir tóku gildi. Þó má segja að þær hafi þokast áleiðis eftir ab SNL gaf út þá yfirlýsingu að hún væri tilbúin að ræða breytingar á launakerfi heilsugæslulækna. -LÓA Frá samningafundi í læknadeilunni ívikunni. Kurteis í okkar kröfum Katrín Fjeldsted, formabur Fé- lags íslenskra heimilislækna, vildi ekki tjá sig um á hverju deilan við SNR strandar en sitt mat sem formabur sé einfaldlega að heilsugæslulæknar hafi alltof lág föst laun. „Því þarf að breyta." Þá þyrfti einnig ab breyta því ab heimilislæknum væm settar skyldur á herðar sem ekki væri gengist við í launum. Aöspurð hvort tekjur heilsu- gæslulækna væru lægri en hjá sjúkrahúslæknum og sérfræðing- um hjá ríkinu sagðist hún ekki hafa nægar upplýsingar til að svara því. „En sjúkrahúslæknar eru ekki innan BHMR og laun þeirra eru byggb upp á allt annan hátt. Þess vegna höfum við borið okkur saman vib háskólamenntaða ríkis- starfsmenn innan BHMR." -Hvaða stéttir eru það helst? „Það eru t.d. verkfræöingar, prestar, hjúkrunarfræðingar og dómarar." 6. júní — samninganefnd lækna óskaði eftir fundi vib SNR. 20. júní — fundur samninganefndar var haldinn. 18. júlí — leggur samninganefnd lækna fram kröfugerð. -Nú hafa þessar stéttir ekki aðrar greibslur en föst laun í jafn ríkum mæli og heimilislæknar. Finnst ykkur rétt að nota þennan saman- burð? „Ég hef ekki upplýsingar um það hvaba aukagreiðslur þeir hafa. En þeir hafa fastar tekjur og við erum að ræða um okkar föstu tekjur. Samanburður okkar byggir á námsmati sem átti sér stað fyrir nokkuð mörgum ámm. Sam- kvæmt því er mönnum raðaö í launaflokka eftir menntun og ábyrgb. Ef heilsugæslulæknar voru á ákveðnum stab í þeirri röðun þegar síöasta námsmat var gert þá blasir við að heilsugæslulæknar hafa hrapað mjög niður í þeim hópi." Leiörétta hrapiö „Við höfum verið kurteis í okkar kröfum en ekki fengið nokkur við- brögð við óskum um réttmætar leiðréttingar, t.d. á vaktagreiðsl- um. Við lýsum ánægju okkar meb að öðrum stéttum hafi tekist ab bæta sín kjör en vib teljum tíma- bært að okkar kjör séu leiðrétt miðað við það sem SNR hefur hækkab aðra." -Hvers vegna drógu heilsugæslu- læknar ekki uppsagnir sínar til baka þegar gert hafði verið sam- komulag um breytingar á faglegu skipulagi heilsugæslunnar? „Það var skýrt tekið fram í okkar uppsagnarbréfi að kjarasamningar hefðu verið lausir frá ársbyrjun 1995 og að við treystum okkur ekki ab ganga til kjarasamninga nema búið væri að leysa þessa fag- legu hlib málsins." -Kom aldrei fram í ykkar máli að uppsagnirnar tengdust ekki kjar- abaráttu? „Það var hvorki sagt af né á um þab þá." -Nú hélt ráðherra fund þar sem málinu var stillt upp þannig að samninganefnd lækna hefði ekki unnið sína heimavinnu, því kröfu- gerðin kom ekki fram fyrr en hálfu öðru ári eftir að samningar urðu lausir. Hvernig viltu svara því? „Á meðan faglegir þættir heilsu- gæslunnar voru í uppnámi sáum við ekki möguleika á því að fara í kjarasamninga." -LÓA Tilboö ríkisins Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu felast tillög- ur í tilboði ríkisins m.a. í: -Að samningur gildi til næstu áramóta. -Hækkun launatöflu um að meðaltali 2700 kr. á dagvinnu- laun félagsmanna, auk 3% hækk- unar líkt og hjá öbmm ríkisstarfs- mönnum. -Ab fella hluta af aksturskostn- aði inn í launatöflu, eins og gert hefur verið hjá sjúkrahúslækn- um. Hefur áhrif á yfirvinnu- greiðslur og gæsluvaktarálag. -Að fella nibur sérstaka greibslu fyrir ungbarnaeftirlit og mæðra- vernd en hækka röðun heilsu- gæslulækna í stabinn. Ósanngjarn samanburbur Læknar hafa í málflutningi sínum oftlega vísað til þess ab laun þeirra hafi hrunið þegar borib sé saman vib vibmibunarstéttir innan BHMR, svo sem hjúkrunarfræb- inga, hérabsdómara, verkfræðinga og presta. En í reynd er Félag ís- lenskra hjúkrunaarfræbinga þab eina sem er innan BHMR. Þá hafa forsvarsmenn heilsugæslulækna rökstutt launahrapib sem þeir hafa orbib fyrir m.a. meb starfs- mati sem unnib var fyrir einhverj- um árum. Tíminn hafbi samband vib Birgi Björn Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóra BHMR, og innti hann eftir því hvenær síbast hefbi verib unnib starfsmat hjá ríkinu og hvort þab hefbi eitthvert gildi í dag. „Launakjörin hér byggjast ekki á heildstæðu menntunar- eða ábyrgðarmati. Hvert stéttarfélag há- skólamanna gerir sinn kjarasamn- ing og þar getur margt legið til grundvallar, m.a. áreiðanlega menntun og ábyrgð starfsmanna. Það getur verið að hér sé verið að tala um heildarstarfsmat sem gert var á árunum 1969-71 þegar launa- kerfi starfsmanna ríkisins var end- urskoöað. í því starfsmati var náms- mat og ábyrgðarmat. Öllum störf- um sem voru hjá ríkinu var þá rað- að eftir þessu kerfi þá. -Hefur þetta starfsmat gildi í dag? „Ekki með formlegum hætti." -Hafa læknar þá ekki forsendur til að halda því fram að þeir hafi hrap- að í samanburði við aðra? „Þab er ekki til neitt eitt kerfi sem í dag gildir um röbun manna eftir menntun. Hins vegar gæti sú full- yrðing samt sem áður verib rétt að læknir, sem hefur tiltekin stig í gömlu námsmati, hafi tapað í röð- un gagnvart einhverjum öðrum með minni menntun. Námsmatið stjórnaði launaröðun í mikilvægum atriðum árið 1971 en það hefur síð- an dagað uppi." -Og röðunin tók auk þess einung- is tillit til fastra launa? „Nákvæmlega. Heilsugæslulækn- ar hafa ákveðin taxtalaun og síðan hluta af kjörunum í formi gjald- skrárgreiðslna, fyrir hvert verk sem unnið er á dagvinnutíma, og þá get- um við varla borið það saman við laun hjúkrunarfræbings eða verk- fræbings sem fá engar gjaldskrár- greiðslur fyrir verk sem eru unnin inn á dagvinnutíma." „Það má segja ab það sé meiri sanngirni í að bera saman laun lækna og presta sem báðir hafa gjaldskrártekjur. Þó er þáttur gjald- skrártekna í launum presta miklu minni en hjá læknum." -LÓA Strandar á áður ógreiddum gæsluvöktum Gunnar Ingi Gunnarsson, formabur SNL, lýsti gagntil- boði SNR m.a. meb orbunum „galib" og „kvebjubréf" til heilsugæslulækna í fjölmibl- um. Abspurbur á hverju viðræð- urnar við SNR hafi strandað sagbi Gunnar grundvallarskýr- inguna vera ab hingað til hafi staðnar gæsluvaktarstundir ekki allar verið greiddar og það sé ljóst að SNL muni ekki semja nema það verði leiðrétt. Það er yfirlýst stefna SNR að bjóða heilsugæslulæknum sömu hækkanir og öðrum ríkisstarfs- mönnum. En eigi ríkið að greiða fyrir allar staðnar gæslu- vaktarstundir þá eykst heildar- kostnaður við samninga. „Það þýðir að ef þeir létu okkur í raun fá það sama og aðrir þá yrði heildarkostnaðurinn meiri við okkar samninga af því að klukkustundunum fjölgar." Að sögn Gunnars hefði því heildarkostnaður við tilboð ríkisins hækkað, umfram kostnað við launahækkanir annarra ríkisstarfsmanna, og þess vegna hafi SNR þurft að minnka verðgildi kílómetra- greiðslna, sem á skv. tilboði ríkisins að fella inní föst laun, til að koma þeim fyrir inn í þessum prósentum sem lækn- um var boðið. „Þannig kemur þetta dæmi út í mínus fyrir þá sem ekki standa vaktir. Þess vegna var ekki hægt að skoða þetta tilboð." Fulla vasa af bókunum „Við höfum lengi verið til- búnir til þess að ræða breyting- ar á launakerfinu. En við höf- um ekki fallist á að halda áfram þeim skollaleik að frysta ágreininginn með bókunum. Við erum með vasana fulla af bókunum frá 1973." Gunnar sagði hægt að fara þá leið að undirrita samkomulag, bindandi fyrir báða aðila, um að fara út í breytingar á launa- kerfinu þegar búið er að semja um föstu launin. „En inní rammanum viljum við sjá við- unandi lausn á langvarandi vandamáli í kjarasamningun- um." SNL hefur ekki viljað upplýsa hvaða launahækkanir nefndin fór fram á í tilboði sínu. Hins vegar segir Gunnar Ingi að heilsugæslulæknar vilji öðlast sinn fyrri sess innan BHMR- hópsins. „Við viljum fá leið- réttingu á því hrapi sem við höfum orðið fyrir og erum til- búnir til að ganga frá ramma utan um þá leiðréttingu. Hún þarf ekki að koma fram í einu stökki." -Finnst þér rétt að bera kjör lækna saman við stéttir sem ekki njóta sömu gjaldskrár- greiðslna? „Það var nákvæmlega það sama uppi á teningnum árið 1982," sagði Gunnar og á þá við að hlutur gjaldskrártekna hafi verið jafn mikill í heildar- tekjum lækna á þeim tíma, eða um 2/3. „Það alvarlegasta í þessu öllu er að eftirlaun koll- eganna miðast við þessi beru grunnlaun. Margir kollegar hafa þurft að selja húsnæði tii að útvega sér lífeyri." -Forsvarsmenn lækna segjast vilja auka vægi fastra launa. Er- uð þið tilbúnir til að semja um lægri gjaldskrárgreiðslur frá Tryggingastofnun? „Samninganefnd Læknafé- lags íslands hefur aldrei gefið út slíkar yfirlýsingar." -LÓA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.