Tíminn - 17.08.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.08.1996, Blaðsíða 5
Laugardagur 17. ágúst 1996 ¥íiUtH«l 5 Páll Gubmundsson myndlistarmaður á Húsafelli er orbinn íslendingum ab góbu kunnur. Þessi hugljúfi og hægláti mabur hefur þegar skapab sér sess í lista- sögu þjóbarinnar og allt bendir til þess ab vegleib hans liggi upp á vib í framtíbinni enda er á ferbinni listamabur sem er meb eindæmum hagleikur á íslenskt grjót. Páll er uppalinn á Húsafelli og segist hvergi annars staðar vilja vera. Hann hefur reyndar verið tíma og tíma að heiman, m.a. er- lendis við nám og auk þess var hann eitt ár á Hesti í Borgarfirði og þrjá vetur við kennslu í Borg- arnesi. Hann segist komast vel af að sumu leyti í uppsveitum Borgar- fjarðar. „Ég hefði samt vilja meiri frið. Ég hefði kunnað betur við að vera á Draghálsi eða ein- hverjum slíkum stað ... Nei, ég segi það nú ekki," segir Páll með glettni í röddinni, enda er hann hreint ekkert ab hugsa um að flytja sig um set. Síöan veitinga- og gistiaðstaða var opnuð í Gamla bænum á Húsafelli hefur umferð fólks fjölgaö töluvert vib gamla súr- heysturninn sem geymir vinnu- stofu Páls. Þetta er reyndar býsna skemmtileg vinnustofa og hug- vitsamleg nýting á mannvirki sem hætt var að gegna upphaf- legu hlutverki sínu. Páll innrétt- abi súrheysturninn, sem staðið hafði auður árum saman, og byggbi ofan á hann þak og glugga. Vinnustofan er á þremur hæbum og gegnir hver hæð sínu ákveðna hlutverki. Það er svolít- ið sérkennileg tilfinning að ganga upp og niður hálfgerða hringstigana og innan dyra er húsið ólíkt flestu öðru sem menn eiga að venjast. Hringlag- ið á gamla súrheysturninum gef- ur einhvern veginn annars kon- ar tilfinningu fyrir húsinu en hib hefðbundna kassalag. En víkjum aftur að umferðinni í kringum Pál. „Það er erfitt að vinna þegar mabur veit af fólki alls staðar í kring um sig. Það er alveg í gegn um listasöguna, eiginlega með alla listamenn. Ásgrímur var svona líka og Kjarval, það eru margar sögur af Kjarval. Menn vilja fá að vera í friði þegar þeir eru að skapa eitthvað eða búa eitthvab til." Umferbin er heldur mikil finnst Páli. „Ég vinn alltaf best á veturna þegar það er kominn fribur. Ég hugsa að þróunin verði svoleibis hjá mér yfir sum- artímann að fara eitthvert ann- að, kannski til útlanda eða eitt- hvað." Segja má ab það hafi verið fjöl- skylduhefð undanfarnar þrjár aldir að höggva í grjót á Húsa- felli. Forfeður Páls iðkuöu þessa list, en þeirra frægastur er séra Snorri á Húsafelli, enda svífur andi hans yfir enn þann dag í dag. „Sonur hans Jakob Snorra- son gerði legsteininn sem er yfir Hallgrími Péturssyni á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Og svo sonur hans, Þorsteinnjakobsson, hann gerði mjög marga legsteina, en Þorsteinn Jakobsson var faðir Páll Gubmundsson ásamt frœnda sínum og nafna, Páli Bergþórssyni, vib vinnustofuna sem myndiistamaburinn hefur innréttab í gömium og af- lögbum súrheysturni á Húsafelli. Tímamyndir: ohr Kristleifs á Stóra-Kroppi." Það er ýmislegt um að vera hjá Páli þó hann segist vera rólegur yfir sumartímann. Um helgina hófst sýning hjá honum í Stykk- ishólmi og er það þáttur í Dönsk- um dögum sem er árleg hátíð í Hólminum. Bráðlega fer Páll svo á Ólafsfjörð þar sem hann hefur verið ráðinn til að gera verk um sorg í kirkjugarðinum. Það vinn- ur hann ásamt Guðmundi Sig- urðssyni arkitekt og þannig vill til að það er eiginlega í fyrsta skipti sem Páll vinnur listaverk með öðrum. Hann segir þab bara leggjast vel í sig og það sé ágætt að prufa þetta. Auk þess stendur uppi sýning á verkum Páls í Sig- urjónssafni sem verður opin út ágúst. Annars segist hann mest hafa verið að taka á móti fólki í sum- ar. En hann hefur líka verið að vinna í verkum sem hann kallar samlokur, en það eru steinar sem hann klýfur, gerir myndir í sárið og gefur það möguleika á að hafa verkið sem eins konar bók úr Surtshelli. Þó er huggun harmi gegn að verkin inni í hellinum, þau sem eru frosin niður, hafa fengið að vera í friði, en Surts- hellir er líklega einn stórfengleg- asti sýningarsalur sem ísland hefur upp á að bjóba. -ohr Páll meb eina af samlokunum sem hann hefur veríb ab vinna í sumar, en þœrgerir hann meb því ab kljúfa steina og mála í sárib. Myndlistarmaburinn Páll Gubmundsson sem hvergi unir sér annars staöar en í skjóli jökla í uppsveitum Borgarfjaröar: steini sem hægt er að opna eða loka. Einnig hefur hann verið að gera svolítið af vatnslitamynd- um. Efnið í verkin fær Páll í kring um Húsafell, mest í gili fyrir ofan bæinn. Þegar afrakstur vinnu hans er skoðaður er ekki annað hægt en dást að elju hans við að bera grjótið heim að bæ. Páll hefur unniö töluvert með Thor Vilhjálmssyni rithöfundi og fengu þeir m.a. á dögunum heimsókn frá japanska sjónvarp- inu þar sem var á ferðinni upp- tökulið fyrir nýjung í sjónvarps- gerð, svokallað háskerpusjón- varp. Sá hópur stoppaði dag- stund hjá þeim félögum og tók upp efni í Surtshelli, en þar er sýning á verkum Páls sem hann setti upp í fyrra. Sömuleiðis var tekið upp efni í vinnustofunni þar sem Páll og Thor unnu sam- an verk. Opnun sýningarinnar í Surts- helli í fyrrasumar kallaði Thor „þjóðarvakningu" enda var geysilegt fjölmenni samankom- ið við hellinn þá. Páll hefur hins vegar orðið að fjarlægja öll lista- verk sem stóðu fyrir utan hellinn þar sem tveimur verkum hefur verið stolið, stórri hönd og gul- um haus. Verkin bera hins vegar skýr einkenni Páls, þannig ab erfitt verbur fyrir handhafa þeirra að láta þau liggja í alfara- leið án þess ab upp komist um kauöa. Það er hins vegar synd til þess að vita að óprúttnir náungar skuli verba til þess ab almenn- ingur getur ekki fengib notið þess ab skoða listasýningar eins og þá sem Páll setti upp í og við Hugljufur °g hagleikur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.