Tíminn - 17.08.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.08.1996, Blaðsíða 7
Laugardagur 17. ágúst 1996 7 Opna Húsavíkurmótiö Á Katlavelli viö Húsavík fór opna Húsavíkurmótib fram 10. og 11. ágúst. Keppendur voru 56 og léku í karla- og kvennaflokkum, meö og án forgjafar. Karlar án forgjafar: 1. Egill Hólmsteinsson GA 151 2. Viðar Þorsteinsson GA 155 3. Axel Reynisson GH 156 Karlar meb forgjöf: 1. Ingimar S. Hjálmarsson GH 131 2. Baldvin Jónsson GKj 133 3. Pálmi Þorsteinsson GH 133 Konur án forgjafar: 1. Árný L. Árnadóttir GSS 167 2. Erla Adolfsdóttir GA 175 3. Oddfríður Reynisdóttir GH 187 Konur meö forgjöf: 1. Árný L. Árnadóttir GSS 145 2. Oddfríður Reynisdóttir GH 147 3. Erla Adolfsdóttir GA 151 Sjóvár-Almennra á Katlavellinum Sjóvár-Almennra golfmótiö var haldiö á Katlavelli viö Húsavík á miövikudag. Fyrir- komulagiö var punktakeppni, 7/8 forgjöf. Örn Þórðarson sigraöi á mót- inu meö 39 punkta, en jafnir í ööru til fjóröa sæti voru Ingi- mar Hjálmarsson, Orri F. Odds- son og Sveinbjörn Magnússon. Besta brúttóskor átti Magnús Hreiðarsson, 78 högg. Nándar- verölaun á 3. braut hlaut Óttar I. Oddsson og á 5. braut Sigmar I. Ingólfsson. Golfarinn Golfari dagsins er Ólafur A. Ólafsson, eöa Alli málari einsog hann er nefndur meöal kylfinga. Alli málari var í landsliös- hópi öldunga sem keppti á Ítalíu í sumar. Golfsagan Aö þessu sinni segir frá Gylfa Krist- jánssyni, fréttamannai DV á Akur- eyri. Fyrir mörgum árum var Gylfi aö leika aöra brautina á Nesvellin- um. Undirritaður sat ásamt fleirum inni í golfskálanum, en þar er ar- inn eins og þeir vita sem til þekkja. Ekki er óalgengt að boltar kylfinga lendi í skálanum er þeir slá „inná- skotið" á annarri og kippir sér eng- inn upp við það. Við sem inni sát- um heyrðum bolta lenda á þakinu og hugsuðum ekki meira um það fyrr en Gylfi birtist í gættinni og segir: „Viljið þið rétta mér boltann minn." Við spurðum undrandi hvar boltann væri að finna. „Hann er í arninum," sagði þá Gylfi og mikið rétt. Boltinn hans var í arninum. Gylfi hafði semsagt slegið bolta sinn á skálaþakið. Þaðan hafði boltinn skotist upp undir plötu sem er ofan á skorsteininum og síöan dottið niður í arininn. ■ Menningarnótt í Reykjavík verbur ekki annar í sautjánda heldur sér- stök upplifun fyrir alla fjölskylduna: Nikkur þandar, jass í Dómkirkju og annab sprell „Mér finnst fjöldinn ekki skipta mestu máli heldur ab þeir sem komi hafi af þessu ánægju og glebi. Þetta er ekki kamival og þetta er ekki ann- ar í 17. júní. Þaö er ekki verið aö reyna aö endurtaka neitt af því sem er til staðar, heldur koma á framfæri nýrri hug- mynd til að skapa skemmti- legt andrúmsloft í miöborg- inni," sagöi Elísabet B. Þóris- dóttir, verkefnisstjóri Menn- ingarnætur í Reykjavík, í samtali vib Tímann. Reykja- víkurborg veröur 210 ára þann 18. ágúst og á laugar- dagskvöldið og fram eftir nóttu verba gallerí, kaffihús, söfn, torg og Reykjavíkurhöfn undirlögö af viðburbum og uppákomum til aö fagna þessu afmæli. Menningarnóttin veröur sett meö dagskrá í Ráöhúsinu kl.22.30. Ráðhúsið verður raun- ar opið fram eftir nóttu og skipulögð dagskrá fyrir gesti og gangandi, m.a. munu ónafn- greindir borgarfulltrúar koma og lesa upp ljóð. Menn hafa velt því fyrir sér hvort næturlíf og fjölskyldu- gaman sé ekki ósamrýmanleg en að sögn Elísabetar hafa menningarnætur sem þessar verið skipulagðar á Norður- löndum ár eftir ár og gengið vel. Hins vegar þurfi kannski einhverja viðhorfsbreytingu gagnvart sameiginlegum skemmtunum barna og fullorð- inna hér á landi. „Eins og við vitum þá er allt annað viðhorf gagnvart því að fullorðið fólk og börn séu saman inni á vín- veitingastööum víðast hvar er- lendis." Elísabet benti þó á aö ýmsir viðburðir Menningarnætur hentuðu fjölskyldufólki betur en þeir sem færu fram á há- vaðasömum vínveitingahúsum. „Það verða t.d. útibíó og götu- leikhús. Það er afskaplega nauð- synlegt og hollt fyrir fjölskyld- ur að upplifa eitthvað svona saman. Þetta er líka spurning um hvernig venjur eru á heim- ilunum og hvort það sé ekki full ástæða til þess að breyta út af þeim nokkrum sinnum á ári, eins og við gerum í kringum jól og aðrar hátíðir." Elísabet segir allt eins koma til greina að í framtíöinni verði aörir aðilar fengnir til að halda utan um þessa hátíð. „Hug- myndinni er komið á framfæri og það er búið að virkja fjölda einstaklinga í miðborginni. Ef þetta mælist vel fyrir hjá borg- arbúum, bæði njótendum og þeim sem bjóða upp á eitthvað, þá verður þetta vonandi að hefð og þá verður hefðin að mótast af reynslunni sem fæst á þessari fyrstu vöku. Það var tek- in sú ákvörðun að miða fyrstu Menningarnóttina við miö- borgina en mælist þetta vel fyr- ir hjá borgarbúum og gestum hennar þá vonumst við til að önnur hverfi borgarinnar verði virkir þátttakendur í þessari nótt í framtíðinni." Útlagður kostnaður við Menningarnóttina er í kringum hálfa milljón en fjöldi fyrir- tækja kemur að einhverju leyti að hátíðahöldunum og ýmis fyrirtæki kosta ákveðin atriði. Ánnars standa veitingahús og gallerí sjálf undir kostnaði við þátttöku í Menningarnótt í Reykjavík. „Menning er mjög teygjan- legt hugtak," sagði Elísabet að lokum og dagskráin ber þess merki: Götuleikhús á Ingólfs- torgi, samkomur á vegum Hjálpræðishersins, leiksýningin Dimma, flugeldasýning við Reykjvíkurhöfn, bókabíll Borg- arbókasafnsins við höfnina, fé- lagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur leika við höfnina, jass í Dómkirkjunni, Sundhöll- in opin fram á nótt, myndlist- arsýningar, ljósmyndamara- þon, stórtónleikar í Tunglinu þar sem fram koma m.a. Kol- rassa krókríðandi og Botnleðja og hugleiðing séra Guömundar Karls Brynjarssonar í Dómkirkj- unni, svo eitthvað sé nefnt. -LÓA Húsið sem hrundi til sýnis í tilefni af afmæli borgarinn- ar fá gestir Árbæjarsafns tæki- færi til að skoba uppbyggingu hússins sem ábur stób vib Lækjargötu 4. Eflaust muna margir eftir því þegar húsib var flutt á Árbæjarsafn árib 1988 því húsib hrundi af vagni flutningabílsins á mót- um Bankastrætis og Lækjar- götu. Húsib komst ab lokum á safnib — en ekki í heilu lagi. Húsib verbur til sýnis kl.14-17. Messað verður í kirkjunni kl.14. í Dillonshúsi fá kaffigest- ir að hlýða á píanóleik en að öðru leyti verður hefðbundin dagskrá með harmonikuleik, roðskógerð, tóvinnu, gullsmíði, mjöltum og lummubakstri. ■ Gengib frá Austurvelli oð Árbœ: Gamla þjób- leibin Gamla þjóðleiðin frá Austurvelli að Árbæ verður gengin í fylgd Einars Egilssonar á afmælisdegi Reykjavík- ur á morgun. Lagt verður af stað frá Austurvelli kl.ll og búist er við 3ja tíma göngu. Áð verður í lundi við Borgarspítala en göngumönn- um verður boðið upp á ylvolgar lummur að göngu lokinni í Ár- bæjarsafni. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.