Tíminn - 17.08.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.08.1996, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 17. ágúst 1996 Haqyrbingaþáttur Órímuð ljóð eiga ekki upp á pallborðið hjá hagyrð- ingum. En þegar léttúðarfullri ritstjórn Tímans berst fallega orðuð ofanígjöf austan úr Mjóafirði um hábjargræðistímann er freistandi að láta vís- urnar flakka, og eru þær fullar upp með minni úr bókmenntum: Gamli maðurinn í Bláskógaheiðinni: Farið ekki með dár og spé, drengir góðir. Þetta er klukka landsins. Þessa klukku hefur landið alltaf átt. Annar öldungur núna: Farið ekki með dár og spé, drengir góðir. Þetta er forseti lýðveldisins. Þennan forseta hefurþjóðin kosið lögmœtri kosningu. Góð kveðja, V.H. Pétur Stefánsson sendir eftirfarandi vísur: V erslunarmannahelgi Margur hér að litlu laut, lagðist í vímuelginn. Víða um landið var hún blaut verslunarmannahelgin. Til sölu Vindar blása' ei blítt i dag um borgarstjórafrúna. Ætlar að laga auman hag, — allt vill selja núna. Fíkniefnavandinn hefur verið mikið í fréttum und- anfarið og hvert bælið af öðru fundist í borginni. Um það yrkir Pétur, eins og vísurnar hér fyrir ofan: Fólki þykir ceskan örg orðin í ríkum mœli. Héma finnast feiknimörg fíkniefhabœli. Óöldin Afbrot mikil em sögð, allt í stefnir voða. Fúlmennska og fantabrögð fast við marga loða. P.S. Langt er síðan hagyrðingar fengu að glíma við fyrriparta í þættinum og eru þeir flestum gleymd- ir. En hér koma tveir fyrripartar og botnar við þá sem Búi orti: Á lífsins vegi leik ég mér laus við auð og glingur. Margir vita að ég er algjör fáráðlingur. Hagyrðingar vítt um völl viðra andans þanka. Fá að láni Ijóðin snjöll lífs ígleðibanka. Nýr fyrripartur, hringhendur: Grána hlíðar gil og fjöll, grettir tíðin brúnir. Botnar og vísur sendist til Tímans Brautarholti 1 105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILECA Þaö er sama þótt hönnubir skapi Konur sem karlar ganga í dökku meb hnyklabar brýr. Skötuhjúin eru í Ijósar og litríkar flíkur, vibskiptavin- fötum frá sjálfum Armani. urinn pantar þœr í svörtu. Engin rúndudúllutíska ígangi Ein svartklædd brást ókvæ&a viö ábendingum Heiðars í síöasta laugardagsblaði um svarta klæðaburðinn og sagðist létt- lynd og lífsglöð þrátt fyrir að hún klæddist svörtu. En Heiðar sagði að fataskápurinn dökkn- aöi með auknu þunglyndi. En svört föt eru líka notuð sem virðingartákn og má benda á að við síðustu forsetakrýningu voru allir herrarnir í biksvörtum kjólfötum en kvenþjóðin var öllu líflegri í klæðaburði, og bar af sem von var. Þegar aðfinnslur dökkklæddu og glaðsinna konunnar voru bornar undir Heiðar sagði hann þær réttmætar: Svört viröing Virðingin er hin hlið svarta litsins. En hún er ábyggilega upprunalega sorgarvirðing. Lík- lega var það mesta virðing sem hægt var að sýna manneskju að henni látinni, þannig að þessi virðingarbragur svarts og hvíts er bæði glæsilegur og rökréttur. En virðuleikinn er ekkert bundinn við látna eða sorg. Ég get nefnt til dæm- is að Oddfellowkonur um allan heim mæta ekki á fundi í sínum félögum nema í svörtu og karlarnir raunar líka. Hattar og blúndur eru líka í dökku. Heiðar jónsson, snyrtir, svarar spurningum lesenda Uppgjöf Hér á landi eru svartklæddir áberandi á götum, veitingahús- um, í vinnunni og hvar sem er og er ekki mikill munur á körl- um og konum að þessu leyti. Svarta tískan virðist ætla að halda sínum styrk, því miður, eins og búið er að berjast. Ég veit ekki nema að þeir fari að gefast upp á þessu. Til góös Ég held jafnvel að ef farið verður að gefast upp á barátt- unni gegn svarta litnum, hvort það verður ekki það besta. En þetta verður líklegast að hafa sinn gang eins og annað. Þessi þrákelkni fólks að ganga í svörtu hefur viða áhrif og ekki síst í fataiðnaðinum. Hönnuð- irnir verða að panta efnin og þar með litina með tveggja til þriggja ára fyrirvara. En vanda- málið er að árum saman þurfa framleiðendur efna að breyta til á síðustu stundu og lita svart. Svona er þetta búið að vera und- anfarin ár. Alltaf er þetta vegna beiðni endanlegs viðskiptavin- ar, þess sem kaupir fötin og gengur í þeim. Hönnuðir og framleiðendur eru ekki eins ein- ráðir í tískuheiminum og al- mennt er álitið. Látlaus einfaldleiki Mögnuð tíska En að ganga í svörtu dagsdaglega hefur ekkert með sorg eða virðingu að gera og verð- ur að leita annarra skýringa á fyrirbær- inu. En þessi tíska er svo mögnuö að hönnuðir um allan heim ráða ekki við hana. Þeir reyna að kynna flíkur í öll- um regnbogans litum sem eiga að lífga upp á mannlífið, en allt kemur fyrir ekki, svarti liturinn heldur velli og dökku litirnir magnast heldur en hitt. Hönnuöir ráöþrota Það er tímanna tákn að hönnuðir hanna fötin í alls kyns litum og sýna þau þannig en svo kemur kúnninn og pantar hönnunina, en í svörtu, eða mjög dökku. Hönnuðir eru að búa til kvölddragt- ir, kvöldkjóla, eftirmiddagskjóla, eft- irmiddagsdragtir í litum. Og fólkið sem selur þeirra vörur alls staðar um heim og leggur fram pöntun á þessu og þessu númeri — en í svörtu. Nýjasta nýtt, svart og einfalt En tíska er ekki aðeins litur, hún er líka snið og í vetur eru þau þannig, að fötin fylgja líkamanum lauslega. Þar er þessi látlausi einfaldleiki að form konunnar eru látin njóta sín án þess að strekkja nokkurs staðar. Þar ræður líka efnis- þyngdin. Karlmannafatatískan er áfram mjög karlmannleg án þess að vera ýkt. Jakk- ar eru herðabreiðir, en samt ekki óeðlilega mikið. Þaö birtir á ný Karlmaðurinn er sem sagt ímynd karlmennskunnar og konan er ímynd kvenleikans. En um leið er konan til- tölulega sterk. Fatahönnuðirnir eru allir að búa til beinar ákveðanar línur í kvenfatnaði. Það er enginn rúndudúllutíska í gangi. Það er ekkert verið að gera kon- una neitt dömm. Þegar svo fer að birta á ný og bjart- sýnin eykst förum við að fá liti aftur í fatatískuna og þá verður gaman að lifa. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.