Tíminn - 17.08.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.08.1996, Blaðsíða 11
Laugardagur 17. ágúst 1996 11 Nýi ritstjórinn á fundi meb Borgnesingum. Um helgina standa yfir blómstrandi dagar í Hverageröi: Hátíbarhöld í Hverageröi Þa6 er margt skemmtilegt á dag- skrá um helgina hjá Hvergerb- ingum, á svo kölluöum blómstr- andi dögum. „Meö blómstrandi dögum hressum viö upp á bæjar- félagið, látum fólk heyra í okkur og fáum þaö í heimsókn," segir Birgir S. Birgisson, framkvæmd- arstjóri daganna. Hann segir dagskrána upplagða fyrir fjölskylduna, þar sé margt í boði bæði fyrir börnin og aðra fjöl- skyldumeðlimi. Blómstrandi dagar eru nú haldnir í annað sinn í sum- ar, fyrsta skiptið var í fyrra, og menn vona að slíkt verði gert í framtíðinni. Á dagskránni verður meðal ann- ars hundafimisýning í íþróttahús- inu, leiktæki, söngur, barnaleikir, grillaðstaða, varðeldur, söngur, grín og gaman og flugeldasýning í Lysti- garðinum, staðarhljómsveitin Karma leikur fyrir dansi á Hótel Hveragerði, málverkasýning er í grunnskólanum, íslenskar þjóölífs- myndir á Grundarsafni, opið á Hverasvæðinu, mótorfákar nokk- urra Snigla verða til sýnis við Pizza 67 og torfærubíl íslandsmeistarans Haraldar Péturssonar er sýndur við Lystigarðinn, ef viðrar þá verður þyrluflug yfir skjálftasvæðið í Henglinum með Þyrluþjónustunni, reiðhjólagaman við Grunnskólann, fjallagrasakynning og frítt í sund, golf og tennis á Hótel Örk. I Rætt við fundar- menn í Borgamesi Jón Helgi Óskarsson: „Þetta var mjög gagnlegur fundur. Stefán jón útskýrbi hvernig blabib yrbi uppbyggt á mjög góban hátt og ég held ab þetta verbi afar áhugavert blab fyrir, sérstaklega landsbyggbarmenn." -Ertu spenntur fyrir blabinu? „Ég erþab." -Ætlarbu ab kaupa Dag-Tímann? „Ég geri ráb fyrir því. Annars hef ég ekki keypt nein blöb hingab til, en þetta er þab blab sem kemst nœst mínum þörfum." Sigríður Þorvaldsdóttir: „Mér fannst hann allt í lagi, ágœtur. Mér fannst hann gagn- legur og mabur fékk upplýsingar." -Hvernig líst þér á nýtt blab mibab vib þab sem fram kom? „jú, veistu þab, mér líst vel á blab, sérstaklega blab sem á ab vera óháb stjórnmálaflokkum. Ég held ab þab sé mjög jákvætt." Guðbjörg Svavarsdóttir: „Mér fannst fundurinn bara ágætur. Mjög góbur bara." -Hvernig líst þér á nýja blabib? „Mér líst vel á allar þessar línur sem voru lagbar hér í kvöld." -Ætlarbu ab kaupa Dag-Tímann? „Ég býst vib því ab maburgeri prufu." Ragnar Olgeirsson: „Mér líkabi fundurinn ágætlega. Mér þótti þetta gott, svolítib gam- an líka." -Hvernig líst þér á nýtt blab? „Mér líst vel á þab. Þab gœti meira ab segja vel verib ab mabur færi ab kaupa þetta." Cengiö inn á Grundarkamb og haldiö lokahófí Kirkjufellsbœ: Grundfirðingar gera sér dagamun Á morgun, sunnudaginn 18. ágúst, eru liðin 210 ár frá því Grundarfjörður fékk kaup- staðarréttindi. í tilefni þess ætla Grundfirðingar aö gera sér dagamun og hvetja alla til að mæta. Gengið veröur um Grundar- kamb í fylgd fróðra og skemmtilegra manna, rifjuð upp saga staðarins, ummerkja hins forna Grundarfjarðarkuap- staðar leitað o.fl. Lagt verður af stað frá skrifstofu Eyrarsveitar kl. 13.00 og gengið sem leið liggur inn á kambinn. Þeir sem treysta sér ekki í gönguna geta ekið á staðinn en áætlað er að verða þar um kl. 13.20. Að lokinni göngunni um Grundarkamb verður geng- ið/ekið til baka og lokahóf haldið í Kirkjufellsbæ, kofa- byggðinni. Áætlaður komutími þangað er um kl. 15.00. Göngu- mönnum og öðrum verður boðið að skoða byggðina sem þar hefur risið og þiggja hress- ingu. ■ Isafjörbur oa Selfoss Borgarafundir Borgarafundur d Hótel ísafirði sunnudaginn 18. dgúst kl. 17.00 og d Hótel Selfossi mdnudaginn 19. dgúst kl. 20.30 Rabbfundur um nýja morgunblabið Dag-Tímann. Stefán jón Hafstein, ritstjóri blaðs- ins, mun kynna helstu áherslur blaðs- ins og svara fyrirspurnum. Komið og látið í ljós ábendingar ykkar og skoðanir ásamt því að heyra hverjar áherslur verða í hinu nýja blaði. Kaffi og kökur. Sjáumst! ©Hgur-^mttmt -besti tími dagsins!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.