Tíminn - 17.08.1996, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.08.1996, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 17. ágúst 1996 Magnús Hákonarson Magnús Hákonarson fœddist í Vík í Mýrdal 30. desember 1931. Hann lést 2. ágúst sl. Foreldrar hans voru Hákon Einar Einarsson, f. 9. júlí 1898, d. 1. desember 1987, og Karolína Magnúsdóttir, f. 9. nóvember 1906, d. 30. ágúst 1950. Magnús átti eina systur, Hrefnu Sigurbjörgu (Ebbu), f. 13. september 1927, búsett í Vík. Magnús kvœntist eftirlifandi eiginkonu sinni Tove ÖderHákon- arson, f. 17. september 1995 í Danmörku. Þau eignuöust þrjú böm: 1) Karen Öder, hjúkrunar- frœðingur, f. 2. september 1956, kvœnt Kristni Símoni fósepssyni bifreiðastjóra, f. 27. september 1954, þau eiga tvö böm, Magnús Áma, f. 26. nóvember 1980, og fósturbam, Dagbjörtu Ósk, f. 4. ágúst 1986. 2) Einar Öder reið- kennari og tamningamaður, f. 17. febrúar 1962, sambýliskona Svanhvít Kristjánsdóttir kjóla- meistari og tamningakona, f. 30. október 1965, þau eiga eina dótt- urHildi Öder, f. 30. október 1991. 3) Óli Öder hljóðtœknimaður, f. 30. október 1966, sambýliskona Helga Bjömsdóttir deildarfulltrúi, f. 11. nóvember 1966, þau eiga einn son, Bjöm Öder, f. 3. ágúst 1993. Magnús byrjaði 13 ára gamall í símavinnu. Lauk námi í raf- vélavirkjun 1953 frá Iönskólan- um í Reykjavík og hlaut meist- araréttindi. Var verkstjóri á Raf- magnsverkstæði K.Á. á Selfossi frá 1958-1986 fyrir utan eitt ár sem hann starfaði sem rafvéla- virki í Danmörku. Hafði umsjón með eignum Hótels Selfoss frá 1986 til dauðadags. Var stofnfé- lagi Lionsklúbbs Selfoss. Sinnti ýmsum störfum fyrir Hesta- mannafélagið Sleipni. Var t MINNING kunnur hestamaður og hrossa- ræktandi. Útförin fer fram frá Selfoss- kirkju laugardaginn 17. ágúst kl. 13.30. í morgunljóma er lagt afstað. Allt logar afdýrð, svo vítt sem er séð. Sléttan, hún opnast sem óskrifað blað, þar akur ei blettar, þar skyggir ei tré. — Menn og hestar á hásumardegi í hóp á þráðbeinum, skínandi vegi með nesti við bogann og bikar með. Betra á dauðlegi heimurinn eigi. (E. Ben.) Mér kom þetta meitlaða er- indi í hug þegar ég frétti að nátt- úrubarnið, hestamaðurinn og vinur okkar hjóna til margra ára, hann Magnús Hákonarson, væri látinn og það hafði gerst meðal hestanna og góðra vina hans. Ótímabært kall. Magnús fór til náms í Iðnskól- ann í Reykjavík, nam þar raf- vélavirkjun og var eftirsóttur til þeirra starfa. Árið 1958 réðst hann til forstöðu fyrir raf- magnsverkstæði Kaupfélags Ár- nesinga. Þá var endurreisn Skál- holtsstaðar nýhafin, búið að steypa upp kirkjuna. Kaupfélag- iö haföi tekið að sér raflagnir og sá um allt er því viö laut til árs- ins 1985. Það fór því ekki hjá því að náið samstarf leiddi til vináttu. Oft var hann daglegur gestur við eftirlit og vinnu. Skál- holt eignaðist í honum velunn- ara sem entist til hinstu stund- ar. Meðan Magnús veitti raf- magnsverkstæðinu forstöðu jók það hróður Kaupfélagsins fyrir góð og vönduð vinnubrögð. Það má þakka Magnúsi. Hann var lærifaðir og meistari fjöl- margra ungra manna, sem lærðu þessa iðngrein. Þeir áttu eftir að vinna með honum og virba að verbleikum. Sérstaklega gekk þetta vel meðan hann fékk að afla verkefna sjálfur, urðu þau oft svo mikil að erfitt gat orðið að anna þeim. Hann kappkostaði að hafa lif- andi samband við viðskiptavin- ina, var virtur og dáður fyrir verk sín og þjónustulipurð, hann þekkti því vel litróf mann- lífsins í héraðinu. Einkum að ég hygg meðal bænda. í þeirri stétt átti hann góba vini. Margir af þeim hafa þegar kvatt þennan heim. Magnús var landsþekktur meðal hestamanna, ræktabi og tamdi sín hross sjálfur. Margir þeir sem voru á síðasta lands- móti fylgdust meb Magnúsi sýna Leiru frá Þingdal með af- kvæmum og sitja gæðing sinn Mími. Þar sáu allir hversu góður tamningamaður hann var. Knálegur og snyrtilegur knapi. Lét hann einnig félagsmál hestamanna til sín taka, eink- um í félagi sínu Sleipni. Þegar komið var í morgunsopann á laugardagsmorgnum í félags- heimili þeirra var Magnús ævin- lega miðpunkturinn í umræð- unni, átti þátt í því að skapa skemmtilega stemmningu. Gaman var ab koma í hesthúsiö og sjá stríðalda og vel hirta gæð- ingana. Einu sinni gerði Magnús og félagi hans sér ferð á hestum frá Selfossi í Skálholt. Þetta var í byrjun maí, ég lagbi á minn reiðhest og við fórum að Þor- lákshver, þar sem félagar mínir höfðu oft komið til viðgerða á hitaveitunni. Nú skyldi njóta fegurðarinnar sem náttúran hafði upp á að bjóða. Sólin var á lofti yfir Mosfelli, hellti geislum á Brúarána spegilslétta, þab gár- aði hvergi vatnið nema þar sem yndisleg andarhjón syntu á vík- ina fyrir neðan hverina. Við lágum þarna í fallegri laut þar sem angan lék um vit okkar af nýgræðingnum sem var að teygja sig mót Ijósinu. Þá kallar Magnús stundarhátt: „Strákar, heyrið þið þögnina. Þessi undra kyrrð er dýrðleg." Ég gleymi aldrei þeirri birtu sem brá yfir andlitiö. Ég sá að stundin var honum fullkomin. Þetta er þó ekki eina sem er okkur í minni. Hver heimsókn var sérstök sem börn og full- orðnir vildu njóta. Húsib bók- staflega fylltist af lífi og ferskri geislandi gleði sem jafnan fylgdi honum. Honum lék frá- sagnarlistin lifandi á tungu. Margar fleygar setningar frá Arni Guðmundsson Árrú Guðmundsson fceddist á Núpi undir Vestur-Eyjafjöllum 23. september 1929. Hann lést í Land- spítalanum 25. júlí sl. og fór útfór hans fram frá Fossvogskirkju 7. ág- úst sl. Mér datt ekki í hug að ég hefði verið að tala við Árna vin minn og nágranna í hinsta sinni þegar við sáumst síðast. Ég var nýkom- inn heim af sjúkrahúsi vegna krankleika sem ég hafði áunnið mér og skrapp því út í garð til að líta á gróðurinn þegar Árni heit- inn kom út. Það urðu fagnaðar- fundir ab venju því ég hafði ekki séð Árna í allnokkrun tíma. Mér t MINNING var brugðið þegar ég sá hve hinn illvígi sjúkdómur hafði herjað á hann. Kunningsskapur okkar Árna hófst fyrir um 30 árum þeg- ar við fluttum í Breiöholtiö. Við vomm nokkurskonar frum- byggjar þarna, vorum með þeim fyrstu sem fluttu í hverfið. Mér er bæði ljúft og skylt ab minnast á nokkur atriði sem urðu til þess að kunningsskapur tókst eiginlega strax og vib sá- umst. Árni bjó að Skriðustekk 1 en ég bjó að Lambastekk 2 og lóðir okkar lágu saman. Við sá- um fljótt að þessar lóðir voru ekkert annað en óstandsett leir- flag með klöppum, þar var ekki stingandi strá nema Snarrót ef eitthvað var. Við sáum strax ab við þetta yrði ekki unað. Góður vinur okkar, stórvélamðurinn kunni og jarðýtustjórinn Sigurb- ur Ólafsson, kom okkur til hjálp- ar með 16 tonna jarðýtu og rétti flagið af og stallaði. Síðan feng- um vib tugi tonna af gróbur- mold sem viö dreifðum um svæðið. Ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma séð kappsam- ari mann taka til hendinni við þetta þrælaverk eins og Árna heitinn. Árni vann hjá B.M. Vallá á þessum árum og kom víða við á steypubílnum stóra. í einni ferð- inni sá hann dágott tún sem hann festi kaup á fyrir okkur báða og fleiri. Vib fluttum túnið upp í Breiðholt og tyrfbum garða okkar með því. Þá breyttist mannlífib, smáfólkið okkar gat nú leikib sér á grasi og túni. Einnig var þarna rokbæli hið mesta sem dundi á okkur. Viö fengum góð tré sem við gróbur- settum, og nú áratugum seinna sitjum vib í skjóli vel gróinna og fallegra trjáa. Rokið sem áður var sést nú aðeins sem smágola á toppi trjánna. Við vorum ein- mitt að rifja upp þessa daga o.fl. eins og oft ábur þegar við sáumst síðast. Okkur nágrönnum þótti mikill sjónarsviptir að sjá ekki Árna og eiginkonu hans, Laufeyju Ólafs- dóttur, úti í garbi við vorannir að þessu sinni, en þau voru yfir- leitt alltaf fyrst út í garð á vorin. Laufey varð fyrir bílslysi fyrir nokkrum árum og hefur ekki beðiö þess bætur nema síöur sé, því miður. Árni var mikill fjölskyldumaður og fjölskylda hans var honum mjög kær, hún var honum allt. Þau hjónin Árni og Laufey eign- uðust 5 mannvænlega syni sem allir eru uppkomnir og giftir og eiga börn sem vora þeim hjónum mjög kær. Það var gaman að sjá Árna gantast við þessa litlu auga- steina sína, hann var sérfræðing- ur í þessu, og sá kærleikur sem var þar ab baki fellur aldrei úr gildi. tt BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚNI3 .105 REYKJAVÍK . SÍMI 563-2340. MYNDSENDIR 562-3219 Efstaleiti og hús R.K.Í. Nú stendur yfir í sýningarsal Borgarskipulags og bygg- ingarfulltrúa kynning á breyttri afmörkun lóðanna Efsta- leiti 1-3-5-7 og 9. Jafnframt er þar til sýnis tillaga sem hlaut 1. verðlaun í samkeppni um skrifstofuhús fyrir Rauða Kross íslands. Kynningin er á 1. hæb ab Borgartúni 3 til 27. ágúst nk. honum lifa í minni vinanna. Glettinn, spaugsamur og marg- fróður um allskonar málefni, hafði fastmótaðar skoðanir á flestum hlutum. Hann var félagshyggjumaður, gallharbur framsóknarmaður, samvinnustefnan var honum hugsjón þar sem hann hafði séð að öflug samstillt fjöldahreyfing gat lyft stærri „Grettistökum" en einstaklingurinn. Maðurinn einn er ei nema hálfur, með óðrum er hann meir en hann sjálfur. Og knapinn á hestbaki er kóngur um stund. Kórónulaus á hann ríki og álfur. (E. Ben.) Magnús sóttist aldrei eftir kór- ónu né öbrum vegtyllum. En mér þætti ekki ólíklegt að þegar hann, hesturinn og náttúrann, einkum öræfin, urðu eitt, gæti sú hugsun hafa læðst að honum að hann væri kóngur um stund sem átti ríki og álfur. Slíkt nátt- úrubarn átti sannarlega skiliö slíka hugsun, svo hrifnæmur sem hann var. Þegar hann fer að þeysa um víbáttur eilífðarinnar á gullfák- um verður örugglega búið að sæma hann kórónu. Magnús fór ungur að árum til Danmerkur til að auka vib þekk- ingu sína og víðsýni. Þá kynnt- ist hann danskri stúlku, Tove Öder er nafn hennar. Hún varð hinn trausti lífsförunautur sem ól honum þrjú mannvænleg börn og varð góður íslendingur. Tove, fjölskyldunni og öðrum ástvinum sendum við innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa ykkur. Ég og fjölskyldan þökkum Magnúsi fyrir trausta vináttu og margan greiðann. Við kveðjum hann hinsta sinni með virð- ingu. Bjöm Erlendsson Árni var hár og karlinannlegur á velli, hann iðkaði íslenska glímu á yngri árum, enda kom hann vel og karlmannlega fyrir. Árni hafði áhuga og ákveðnar skobanir á þjóömálum almennt. Hann hafði samúð með þeim sem minna máttu sín, enda maðurinn hreinn og beinn í öll- um samskiptum og gerði ekki mannamun. Yfirborbsmennska var honum með öllu framandi. Árni keyrði steypubíla hjá B.M. Vallá um áratuga skeið og þótti meb afbrigöum góður starfsmaður, vel liðinn af vinnu- veitendum sínum ekki síður en vinnufélögum, enda stéttvís og kjörinn til trúnaðarstarfa stéttar sinnar í Dagsbrún. Árið 1982 stofnaði Árni ásamt Sigurði syni sínum fyrirtækið Dælutækni hf. sem þeir ráku af myndarskap, Árni var fram- kvæmdarstjóri þess til dauða- dags. Það er margs að minnast á öllum þessum árum, miklu meira en hægt er að koma ab í síðbúna kveðju. Árni hafbi von- ast til að geta fylgst með innsetn- ingu hins nýkjöma forseta vors þegar ótímabært fráfall hans bar ab. Vib Maddý sendum Laufeyju og fjölskyldunni allri okkar inni- legustu samúðarkveðjur, og ég veit að ég mæli einnig fyrir munn nágranna okkar. Þegar sólskinsdagar eru feg- urstir, trjáa- og grasailmur, ang- an og litadýrð blómanna, vatns- niðurinn með ívafi smáfugla- söngs í þessari garðstemmningu sem gaf lífinu svo mikiö gildi, þökkum við Árna fyrir allar sam- verustundir bæbi í sorg og gleði. Maríus Blomsterberg og fjölskylda

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.