Tíminn - 21.08.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.08.1996, Blaðsíða 1
LykiU^aö ánsviðskiptum ÞaÓ tekur aðeins eitm ¦virkan dag aö konta póstinum te^^^F þínum tit skila STOFNAÐUR1917 80. árgangur Miðvikudagur 21. ágúst 156. tölublaö 1996 Mikiö um oð vera hjá hjólabrettaiökendum á Ingólfs- torgi í kvöld: Stærsta hjólabretta- mótlandsins í kvöld fer fram á Ingólfstorgi stærsta hjólabrettamót sem haldið hefur verið hérlendis. Brettafélag Reykjavíkur og Uppsagnir eru ekki lög- mœt abferb til aö knýja á um lausn kjaradeilu: Forkastan- leg aðferð- arfræði „Framkoma heimilislækna er forkastanleg, þeir virðast líta á uppsagnir sínar sem hluta af kjaradeilu þeirra viö ríkiö og rugla þannig saman óskyldum hlutum," segir Árni Bene- diktsson, formaður Vinnu- málasambandsins um yfir- standandi kjaradeilu lækna og ríkisins. Árni telur eðlilegast að ráða nýja í þeirra stað, „það á ekki að semja við menn sem hafa sagt upp störfum". Um samanburð heimilislækna á launum sínum við aðrar stéttir háskólamanna segir Beneedikt að læknar hafi lengi vel verið með þó nokkuð hærri laun. „Ég hélt að það hefði verið sæmilega góð sátt um að breyta þessu smátt og smátt. Svo kemur allt í einu á daginn að slíkt geti heilsugæslulæknar ekki þolað." Þá telur Benedikt það vera hættulegt fordæmi ef samn- inganefnd ríkisins býður lækn- unum meira en gert hefur verið á hinum almenna vinnumarkaði, það bjóði heim hættunni á launaskriði með tilheyrandi verðbólgu. -gos Umsögn til borgarrábs um frumvarp til laga um breytingar á sveitar- stjórnarlögum: Mælir gegn samþykkt Hjörleifur B. Kvaran er andvíg- ur því að sérheiti Reykjavíkur- borgar á sveitarstjórnarmönn- um verði felld úr sveitarstjórn- arlögum. Hann vill halda inni 3. mgr. 10.gr sveitarstjórnarlaga þar sem kveðið er á um að í Reykjavík nefnist sveitarstjórn borgarstjórn, framkvæmda- stjóri sveitarfélagsins borgar- stjóri og byggðarráð sveitar- stjórnar borgarráð. Höfundur frumvarps til laga um breytingu á sveitarstjórnar- lögum leggur hins vegar til að þessi setning falli úr lögunum. -ohr verslunin Týndi hlekkurinn standa fyrir mótinu. Keppt verður í tveimur flokkum, 15 ára og yngri og 16 ára og eldri. Að sögn Sölva Blöndal, eins af forráðamönnum mótsins, verð- ur viðamikil dagskrá á Ingólfs- torgi og er búist viö mikilli þátt- töku og hundruðum áhorfenda. Veðrið gæti þó sett strik í reikn- inginn og verður að fresta mót- inu ef úrkoma verður mikil. Af skemmtiatriðum má nefna að hljómsveitin Stjörnukisi spilar hjólabrettarokk fyrir yiðstadda. Um 7 ár eru síðan íslendingar fóru að stunda hjólabretti og hefur iðkunin verið í mikilli sókn í Reykjavík upp á síðkastið að sögn Sölva. Eðli málsins sam- kvæmt er ekki hægt að stunda íþróttina nema á steyptum grunni og því eiga íbúar úti á landi erfiðara um vik en borgar- búar. í Reykjavík hefur Ingólfs- torg verið vinsælasti staðurinn en nýi hjólabrettagarðurinn sem opnaður var í sumar hefur mætt miklum vinsældum. Sölvi segir íslenska hjólabrettaiðk- endur eiga langt í land með að komast í hóp þeirra bestu er- lendis, enda geri íslensk veðr- átta það að verkum að hér sé að- eins hægt að stunda hjólabretti hluta úr árinu. Það má þó búast við skemmtilegum tilþrifum á Ingólfstorgi í kvöld ef veðurguð- irnir verða vel stemmdir. - BÞ Steinar Fjeldsted sýnir listir sínar á hjólabretti á Ingólfstorgi. Abalfundur Landssamtaka sauöfjárbœnda: Hagkaupssamningur Húnvetn- inga harölega gagnrýndur Miklar umræður urðu um samning bænda í Vestur- Húnavatnssýslu við Hagkaup á fundi Landssamtaka sauð- fjárbænda, sem lauk á Laugar- vatni á mánudagskvöld. Töldu andstæðingar hans að með honum væri verib að veikja samstöðu sauðfjár- bænda og að gæta þyrfti þess vel að misstíga sig ekki í slík- um viðskiptum. Þá komu þau sjónarmið fram að lcjötkaup- endur reyni vísvitandi að brjóta niður samstöðu bænda og afuröastöðva. Eyjólfur Gunnarsson, tals- maður þeirra bænda sem að samningnum standa, sagði helstu ástæður þess að hann hafi orðið að veruleika þær að með honum væri verið að koma fersku dilkakjöti á markað utan hins hefðbundna slátrunartíma. Jóhannes Ríkharðsson, bóndi og ráðunautur á Sauðárkróki, sagði vissa þörf hafa verið fyrir þennan samning en gæta þyrfti vel að því hver þróunin yrði í framtíðinni. Markaðsmálin settu mikinn svip á aðalfundarstörf sauðfjár- bænda og gert er ráð fyrir að hlutfall útflutnings af fram- leiðslu á kindakjöti verði 19% á næsta verðlagsári. Gert er ráð fyrir að framleiðsla kindakjöts muni nema um 7.650 tonnum en innanlandsneysla verði um 6.500 tonn. Þá er gert ráð fyrir 1.150 tonna útflutningi en und- anþegin útflutningi verði um 1.500 tonn. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda lagði ríka áherslu á að áformuð lækkun á neytenda- og jöfnunargjaldi af sauðfjárafurðum nýtist til hækkunar á verði þessara afurða til sauðfjárbænda. Fundurinn beindi því til fulltrúa í sex- mannanefnd að leitast verði við að þær hækkanir sem nauðsyn- legar séu samkvæmt gjaldalið verðlagsgrundvallar sauðfjáraf- urða skili sér til bænda við ákvörðun grundvallarverðs sauðfjárafurða á komandi hausti. Aðalfundurinn lagði einnig ríka áherslu á að vaxta- og geymslugjöld árisins 1997 nýtist sem best til að greiða raunveurlegan kostnað slátur- leyfishafa vegna geymslu kjöts- ins auk þess sem hugað verði að því að greiðslum verði hagað á þann hátt að þær hvetji fremur til sölu afurðanna en að skapa freistingar fyrir sláturleyfishafa að geyma þær sem lengst til þess að afla sér tekna með geymslu- gjöldum. Þær breytingar voru gerðar á lögum samtakanna að til þess að öðlast rétt sem fullgildir meðlimir verði viðkomandi sauðfjáreigendur að eiga að minnsta kosti 50 kindur á vetr- arfóðrum en þeir sem ekki upp- fylla þau skilyrði geta gerst fé- lagar með aukaaðild. Arnór Karlsson í Arnarholti í Biskupstungum var endurkjörinn formaður Landssamtaka sauðfjár- bænda á aðalfundinum. -ÞI Borgarstarfsmenn: Ferðamáti kannaöur Borgarráö Reykjavíkur hefur samþykkt aö fela Borgarskipu- lagi að gera könnun meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar nú í haust, m.a. á því hvernig þeir koma til vinnu og hvaö þurfi til þess að þeir skipti frá bíl yfir í almenningssamgöng- ur, hjól eða að ganga. Jafnframt verði kannaðir möguleikar á aðgerðum til að hvetja starfsmenn borgarinnar til að koma ekki á bíl til vinnu, svo sem tilboð um niðurgreiðslu á græna kortinu fyrir þá sem koma í strætisvagni til vinnu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.