Tíminn - 21.08.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.08.1996, Blaðsíða 4
4 fKmtafi!® Mi&vikudagur 21. ágúst 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánabaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Afkoma sveitarfélaganna Afkoma sveitarfélaga hefur verið til umræðu í kjölfarið á upp- lýsingum Seðlabankans um það að 13 stærstu sveitarfélög landsins séu rekin með 1,7 milljarða króna halla á árinu 1995. Ljóst er að svo getur ekki gengið til lengdar og þetta leiðir til skuldastöðu sem gerir sveitarfélögunum ófært að gegna þjón- ustuhlutverki sínu viö íbúana. Þjónusta sú sem sveitarfélögin veita er afar mikilvæg í nú- tíma samfélagi og getur haft úrslitaáhrif á það hvar eru mest aðlaðandi búsetuskilyrði. Nú er verið að auka við verkefni sveitarfélaganna með því að flytja grunnskólann til fulls í þeirra umsjá, en það er stærsta einstaka verkefnatilfærsla til þeirra frá upphafi. Fyrir hallarekstri sveitarfélaganna eru ýmsar ástæöur og sveitarstjórnarmenn hafa að mörgu leyti verið í þröngri stöðu. Lægð hefur verið í atvinnulífinu undanfarin ár, sem gerir hvort tveggja að minnka tekjur sveitarfélaganna og baka þeim aukin útgjöld. Verkefni félagsþjónustu sveitarfélaganna hafa vaxið að mun á erfiðleikatímum. Sveitarstjórnarmenn- irnir eru í návígi viö þá erfiðleika sem samdrátturinn skapar. Vonandi kemur minnkandi atvinnuleysi og aukin umsvif í þjóðfélaginu sveitarfélögunum til góða ekki síður en ríkis- valdinu, þannig að vonir ættu að standa til að þróunin verði hagstæðari á yfirstandandi ári, en var á því síðasta. Einnig kemur fram að reiknað er með minni fjárfestingum sveitarfé- laga á yfirstandandi ári heldur en á því síðasta. Ein af ástæðunum fyrir erfiðleikum sveitarfélaga á sam- dráttarskeiði í atvinnulífinu er sú að mörg þeirra hafa orðið að verja verulegu fé til atvinnumála með einum eða öðrum hætti. Sveitarfélög hafa komið inn í fjárhagslega endurskipu- lagningu fyrirtækja sem átt hafa í erfiöleikum. Þetta hefur gerst með hlutafjárkaupum eða jafnvel ábyrgðum. Þetta hefur verið gert á þeim forsendum að viðkomandi starfsemi hefur veriö talin burðarás fyrir viðkomandi byggðarlag. Sagan er hins vegar ekki öll sögð með þessu. Stóru sveitarfélögin sem ekki er svona ástatt um eru í viðlíka hallarekstri, sem meðal annars er til kominn af afleiðingum atvinnuleysis. Það er afar mikilvægt að sveitarfélögin hafi burði til þess að sinna sínu hlutverki. Þau eru, auk þess að sjá um stjórnsýslu, þjónustustofnanir við íbúana. Þeim hefur verið falin mikil ábyrgð á sviði menntamála og þeirri ábyrgð fylgja tekjustofn- ar. Hins vegar kalla mörg önnur verkefni, ekki síst á sviði um- hverfismála, en kröfur vaxa sífellt í þeim efnum, til dæmis um frágang sorps og fráveitu. Þessar framkvæmdir eru afar dýrar, hvort sem um stór eba lítil sveitarfélög er að ræða. Það verður hins vegar ekki undan vikist ab vinna þannig að málum að fráveitur og sorphreinsun fylgi nútímakröfum. Á undanförn- um árum hefur víða orðið algjör bylting í þessu efni og má þar fyrst nefna í stærsta sveitarfélagi landsins, Reykjavík, með tilkomu dælustöðva vib strandlengjuna og Sorpu. Önnur sveitarfélög hafa einnig lyft grettistaki í þessu efni, þótt margt sé óunnið. Þetta kann að valda einhverju um skuldastöðuna. Þab er nauðsyn fyrir sveitarstjórnarmenn við þessar aðstæð- ur að meta hvað á að setja í forgang og þeir eru í sömu stöðu og ríkisvaldið að þessu leyti. Það er margt ab gerast á sviði sveitarfélaganna, ekki síst þeirra minnni, og viðræöur um sameiningu og samstarf eru uppi mjög víöa. Skuldasöfnun getur verið þrándur í götu þeirrar þróunar. Því er áríðandi að sú þróun sem verið hefur í þessum efnum stöövist, en vonir ættu að standa til þess. Alló, alló, alló! Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna hafa hafið upp raust sína og mótmælt innrás 4.800 hermanna í Reykjavík sem hefst í dag og mun standa út mánuðinn. Innrásin er að vísu sögb koma frá vinveittum hermönnum úr NATO en hver veit með þessa hermenn, hermaður er jú alltaf hermaður og sem slíkur þjálfaður til drápa og bardaga. Enda hitta konurnar í Menningar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna naglann á höf- uðið þegar þær segja: „Reykjavík er vopnlaus borg og á ekki að vera flotahöfn, eba nein „gleðiborg" fyrir erlenda sjóliða eða aðra hermenn." Garri verður nú eiginlega að taka undir með Menningar- og friðarkonunum því þaö er augljóst að innrás dátanna mun valda gríð- arlegu ástandi í höfuðborginni, þó raunar sé ólíklegt sé ab þeir fari meb miklum ófriði blessaðir. En þessi innrás mun að öllum líkindum framkalla nýtt ástand hér í höfuðborginni sem slær alveg út „Halló Reykjavík" sem fram fór um síðustu helgi. Það sem nú má búast við er mun skyldara „Halló Akureyri" meb tilheyrandi gleðilátum raunveru- legum og misskildum. „Alló, alló," eða „Alló Reykjavík" væri kannski nafngift meira við hæfi, en alla vega er ljóst að ótti andspyrnu-, menning- ar og friðarsamtakanna á við raunveruleg rök að styöjast. Opið lengur í bænum Og það er af ýmsum ástæbum og á ýmsum stöð- um sem viðbúnaðurinn fyrir „Alló Reykjavík" er mikill. Þannig má nefna ab kaupmenn í miðbæn- um ætla að læra af kollegum sínum á Akureyri sem náðu inn 300 milljónum á nokkrum dögum á Halló Akureyri. í Reykjavík hefur verið gefin út almenn herkvaðning meðal kaupmanna að hafa verslanir sínar opnar lengur á Alló Reykjavík. Gera verði ráð fyrir að dátarnir versli jöfnum höndum tyggjó, nælonsokka, blóm og blúndur í þeim hernaði sem þeir munu ástunda eftir margra vikna útilegu til sjós, en sá hernaður snýst um að sigra hjörtu reykvískra jómfrúa. En það verba væntanlega ekki aðeins íslenskar jómfrúr sem verða varar við hormónaframleiðsl- una sem framkölluð er af blóbblöndunargeninu. Eins og Stuömenn hafa með óyggjandi hætti sýnt fram á eru íslenskir karlmenn sko alls engar gung- ur og svo vill til að íslenski gæsaveiðiherinn er einmitt að klæbast sínum einkennisbúningi og halda út úr bænum um þessar mundir, skiljandi konur sínar og dætur eftir varnarlausar fyrir tæp- lega 5000 erlendum sjarmörum. En þrátt fyrir að Garri muni af þessum sökum ekki treysta sér úr bænum á gæs næstu daga og þrátt fyrir að hann sé innilega sammála Menningar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna um að standa nú vörð um sib- gæöið í landinu, þá getur hann ekki annað en vib- urkennt að þab eru vitaskuld Ijósir punktar í þessu máli líka. Það er þá fyrst hinn fjárhagslegi ávinningur en ekki síður sá sem lýtur ab ræktun ís- lenska stofnsins sem er einfald- lega svo smár að alltaf er hætta á skyldleikarækt- un. Nýtt blób gæti því gert kraftaverk hvað þab varðar. Dönsk herskip? En þó Garri sé allur af vilja gerður til ab finna ljósu hliðarnar á þessari „Alló Reykjavík" er niður- staðan þó sú að hér er um mjög margslungna hættu að ræða. Þannig eru það ekki eingöngu Menningar- og friöarsamtök íslenskra kvenna sem eru áhyggjufull heldur telur Garri einsýnt að aðrar stofnanir, s.s. félag sumarbústaðaeigenda, sé talsert áhyggjufullt, enda viðbúið ab í hópi her- skipaflotans sem hingað kemur séu einhver dönsk herskip, en dönsk herskip hafa einkum getið sér frægb fyrir að sprengja upp sumarbústaði eins og fréttir af slíku atviki á Jótlandi á dögunum minn- ir okkur óþyrmilega á. Trúlega er of seint að bregðast við innrásinni núna en Garri hvetur hins vegar eindregið sumar- húsaeigendur til ab vera heima við á næstunni og fara ekki í bústaðinn. Það sama gildir um gæsa- skyttur, þær ættu að halda sig heima við á meðan dátarnir staldra hér vib og hafa auga með konum sínum og dætrum. Því ekki viljum við að Reykja- vík sé „nein „gleðiborg" fyrir erlenda sjóliða, eða aðra hermenn?" Garri GARRI Allt í gamni Hún er skrýtin þessi læknadeila. Ríkisvaldiö og sáttasemjari keppast við að semja ekki við starfst- étt sem er ekki til. Heilsugæslulæknar hafa sagt upp með lögmætum hætti og eru ekki lengur starfsmenn ríkisins, eða neins annars. En allir sem þátt taka í þykustuleiknum segja bara að þetta sé allt í plati og fjármálaráðuneytið 6g sáttasemjari eru í verkfallsleik við fólk sem alls ekki er í verk- falli. Þeir sem eru hættir ab vinna hjá Trygginga- stofnun segja það forkastanlegt ef ríkið lætur sér detta í hug að auglýsa laus- ar stöbur á heilsugæslu- stöbum. Enda vill enginn starfa samkvæmt opinber- um taxta á heilsugæslu- stöðvum og atvinnulausir læknar sækja ekki um vegna þess að þeir sem sendu uppsagnabréfin eiga stöðurnar sem þeir kæra sig ekkert um að sinna. Svona eru málin einföld og óskiljanleg. Samiö viö engan Heilsugæslulæknar hafa 80 þúsund krónur á mánubi og vilja fá kaupið hækkað eins og hjúkrunarfræðingar og Bandalag háskólamanna, sem er komið langt framúr læknum samkvæmt formúlum samninganefndar þeirra. Hvar þeir fá hinar 300 þúsund krónurnar á mánuði til aö ná uppgefnum tekjum kemur málinu ekki vib og er utan og ofan við deiluefnin. Nema að þab sé satt að heilsu- gæslulæknanir verði að láta sér nægja áttatíuþús- undin, sem er ekki ótrúlegra en margt annað í deilumálum stéttarinnar sem ekki er til og ríkisins sem enn var við lýði síðast þegar til fréttist. Að minnsta kosti var samninganefnd ríkisins aö burðast vib ab semja um kaup sem er ekkert kaup við mótpart sem hefur ekkert samningsumboð vegna þess að hann er hvorki í vinnu né verkfalli gagnvart neinum atvinnurekanda. Hverjir hafa komið málunum svona listilega fyrir er þrautin þyngri að komast að eins og því hverning nokkrum manni dettur í hug að það sé í verkahring sáttasemjara að leiba deilu, sem er engin deila, til lykta. En tími kraftaverka er vonandi ekki liðinn og úr því hægt er að vera í þykjustuverkfalli er alveg eins hægt að gera þykjustusamninga, sem halda. Að halda í sér Á meöan stétt heilsugæslulækna var og hét var hún sjálfsagt ekkert ofalin og kjörin síst betri en hjá mörgum öðrum sé tillit tekið til margháttabra útgjaldaliða og má þar til dæmis nefna náms- skuldir sem langskólafólk er að burðast með fram eftir starfsævinni. Og þegar tveir deila þarf tvo til, og jafnvel fleiri. Sök vegna þykustusamn- inga og alltígamniverk- falls verður því ekki kast- að einhíiðS á lækna eða ríki. Enda er þab ekki áhyggjuefni sjúklinga, sem nú er sagt í mestu vinsemd að halda sjúk- dómum í sér þar til full- trúum lækna og ríkis þóknast að ná samkomu- lagi um hvort þrjúhundr- uðogfimmtíuþúsund séu sama og áttatíuþúsund eða hvort áttatíuþúsund jafngilda þrjú- hundruðogfimmtíuþúsundum. Og síðan hvort hækka eigi þrjúhundruðogfimm- tíuþúsndkrónakaupiö um einvherja prósentu eða hvort sama prósenta geri sama gagn sé henni bætt ofan á áttatíuþúsundkrónur. Ofangreindar fréttaskýringar eru byggðar á traustum fréttaflutningi og fjölbreytilegum greinaskrifum og tilvitnunum í lærða sem leika um fyrirbærið sem nú er nefnt læknadeila. Og sé eitthvaö missagt í þessum fræbum ber að hafa þaö sem sannara reynist. En hvar sá sannleikur kann að leynast er eitt næsta víst. Hann er víðsfjarri talsmönnum samn- inganefnda og þeim sem reka hagsmunagæslu fyrir þá sem harðast deila. Hagsmuna sjúkra gætir enginn, enda eru þeir ekki aðilar að málunum og ættu að gæta þess að verða ekki veikir nema í þykjustunni. OÓ Á víöavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.