Tíminn - 21.08.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.08.1996, Blaðsíða 7
Mi&vikudagur 21. ágúst 1996 7 íslendingar eru meðal þeirra þjóöa sem eiga hlutfallslega flesta bíla. Bifrei&aeign lands- manna hefur fari& hratt vax- andi sí&asta aldarfjór&unginn. Til samanburöar má benda á a& ef öllum bifreiöum sem til voru áriö 1962 hefði verið ra&aö meö jöfnu millibili á götur borgar- innar, miða& við aö hver bíll sé 4,5 metrar, þá hef&i bilið veriö fimm metrar. Bilið var komiö niður í 1,6 metra 1990. Það er ekki nóg með að bíla- eignin sé mikil heldur eru þeir jafnframt mikið notaðir. Áætlað er að í Reykjavík séu eknir um 2 miljónir kílómetra á dag. Þessi keyrsla svarar til þess að keyrðir væm 50 hringir í kringum jörðina á degi hverjum. Bílanotkunun í Reykjavík svarar til þeirrar sem er í venjulegri 300 þúsund manna borg. Skýringuna rekja menn m.a. til lélegrar þjónusm við barna- fólk. Það þarf að þeytast á milli með börnin þar sem skólarnir hafa verið tvísetnir og dagvismn yngri barna þarf oft að sækja á marga staði. Neíkvæb áhrif Umhverfi okkar, efnahagur og heilsa fer ekki varhluta af þessari miklu bílaeign og bílanotkun. Notkun einkabílsins á stóran þátt í þeirri mengun sem rakin er til samgangna. Bifreiðanotkunin veldur hávaða-, loft- og úrgangs- mengun sem sérstaklega verður vart í borgum. Einna verst er ástandið orðið í stærstu borgum Suður-Evrópu og Ameríku. Þar hafa menn reynt að takmarka notkunina með boðum og bönn- um, t.d. bannað að aka bílum sem enda á tilteknum stöfum ákveðna daga. Beinn kostnaður fjögura manna fjölskyldu, þ.e. vegna notkunar, trygginga, viðhalds o.s.frv. er að me&altali um 680 þúsund krónur á ári. Ef óbeinum kostnaði, þ.e. viðhaldi og gerð vega og vegna umferðarslysa, er bætt við þá tölu þá verður hún 850 þúsund. Hlutur einkabílsins í heildarútgjöldum heimilanna hefur stóraukist á síðustu áratug- um. Hann er orðinn álíka hár og matarkostnaöurinn sem er 21% af ráðstöfunartekjunum en bíla- kostnaöurinn er 19%. íslenska ríkið ver hlutfallslega meira af fjármunum til vegamála en nokk- urt annað ríki í veröldinni. Árið 1994 voru þau 9,73% af heildar- útgjöldum ríkisins en í Dan- mörku voru þau aðeins 0,37%. Utgjöld ríkisins vegna bílanotk- unar eru þó meiri, þ.e. einkum vegna kostnaðs af völdum um- ferðarslysa að ógleymdu því óbætanlega tjóni sem umferðar- slys geta haft í för með sér á lífi og limum vegafaranda. Hreyfing er ein af forsendum heilsusamlegs lífs en það hefur ótvíræöan ávinning í för með sér: Bætta sjálfsmynd, minni streitu, minni líkur á hjarta- og æðasjúk- dómum, minni líkur á stoðkerfis- vandamálum og einkennum frá meltingafærum og hægir á öldr- un. Samkvæmt bandarískri rann- sókn er hægt að rekja 50% dauðs- falla til lífsstíls fólks, s.s. hreyfing- arleysis og rangs mataræðis, streitu, reykinga og áfengis. Einn- ig hefur verið sýnt sýnt fram á tengsl hreyfingarleysis og veik- indafjárvista frá vinnu. Með því að draga úr notkun einkabílsins, t.d. með samnýtingu bíla, nota almenningssamgöngur, ganga eða hjóla, er hægt að minnka áöurnefnd neikvæð áhrif umferðarinnar. í úttekt sem var gerð á hagkvæmni almennings- vagna á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum árum kemur fram að þjóðhagslegur ábati af almenn- ingsvögnum er 4,7-6,2 milljarðar Kortib sýnir greiðfcerar hjólreibaleibir í Reykjavík samkvœmt Óskari D. Ólafssyni hjá Landssamtökum hjólreibamanna, sem nota má á hvíldardegi bílsins. Borgin bobar viðhorfsbreytingu gagnvart einkabíinum: Neikvæð áhrif mikillar notkunar einkabílsins ári. Ábatinn gæti verið miklu meiri ef fleiri nýtu þann kost að ferðast með almenningsvögnum en ferðum með þeim hefur fækk- aö úr 17,2 milljónum á ári í 6 mi- ljónir á undanförnum 25 árum. í þessu sambandi er rétt að benda á nýtt leiðakerfi Strætisvagna Reykjavíkur sem er ætlað að veita fólki betri þjónustu í samgöngum. Það er lítil sem engin hefð fyrir hjólreiðum á íslandi en á allra síð- ustu árum hefur þeim fjölgað tii muna sem kjósa þann ferðamáta. Gatnakerfi borgarinnar er ekki hugsað fyrir þennan farkost en aðstæður hafa þó verið bættar með því að taka niöur kanta á gangstéttarbrúnum og með göngu/hjólastígnum sem liggur frá Ægissíðunni upp í Elliðarárdal. Þá er verið að vinna að gerð stígs úr Grafarvoginum sem tengist við Elliðarárdalinn og framkvæmdir við gerð brúar yfir Miklubraut móts við Rauðagerði. Þá má geta þess að að gagnger endurskoðun stendur nú yfir á aðalskipulagi borgarinnar þar sem allir mögu- legir ferðamátar éru skoðaðir, þar á meðal hjólreiðar. Bíla má hvíla í framhaldi af áhuga og um- ræðu í ýmsum borgum Evrópu kviknaði sú hugmynd að halda hvíldardag bílsins. Reykjavík ríð- ur fyrst borga á vaðið núna á fimmtudaginn kemur. Bílinn verður ekki bannaður enda er hann nauðsynlegt samgöngutæki nútímans heldur verbur fólk hvatt til þess að draga úr notkun hans í einn dag. Með hvíldardeg- inum vilja borgaryfirvöld fá fólk til að staldra við og hugsa sinn gang. Vekja það til umhugsunar um öll þau neikvæðu áhrif sem umferðin hefur í för með sér og hvernig það sjálft getur dregib úr Frá fréttafundi átaksins, Ingibjörg Sólrún Císladóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, dregur upp plakat dagsins með slagorðinu „Bíla má hvíla". áhrifunum. Á hvíldardeginum verður margt á dagskrá, meiningin er aö hafa hann léttan og skemmtilegan en ekki að gera bílinn að einhverjum óskapnaði. Þess hefur verib farib á leit við forrá&amenn fyrirtækja ab þeir hvetji fólk til að taka áskoruninni um að minnka bílanotkunina þennan dag og þeir hvattir til gefa starfsmönnum kost á að taka þátt í dagskrá dagsins eftir því sem við verður komið. Á dagskránni verð- ur m.a. boöið upp á ferjuferðir yf- ir Kópavoginn og frá Hafnarfirði til Reykjavíkur, leikfimi verður á skiptistöðvum SVR að morgni og í hádeginu, leiklistaruppákomur verða í strætisvögnum, þolpróf og blóðþrýstingsmælingar verða á Ingólfstorfi og í Kringlunni, hjól- reiðafimleikar sýndir á Ingólfs- torgi, þar verba einnig veitt góð ráð varðandi hjólreiðar og bobið upp á minniháttar viðgerðir, góð ráð varðandi göngubúnað verða veitt á göngustígnum Ægissíða- Árbær og skipulagðar gönguferðir verba farnar frá Vesturbæjarlaug og Árbæjarlaug. Dagurinn er haldin í samstarfi við marga abila sem koma að dag- skrá dagsins meb einum eða öðr- um hætti. Samstarfsaöilarnir eru eftirfarandi: íþróttir fyrir alla, Hjólreiðafélag Reykjavíkur, Landssamband hjól- rei&amanna, Máttur hf., Hitt hús- ið, Reykjavíkurhöfn, Götuleik- húsið, Strætisvagnar Reykjavíkur, Almenningsvagar bv., Bræðurnii Ólafsson, Heilbrigbisrábgjöf í fyr- irtækjum, Fálkinn hf., GÁP, Úti- vist, Ferðafélag íslands, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur, Borgarskipulag Reykjavíkur, Borg- arverkfræðingurinn í Reykjavík, Vegagerð ríkisins og Car Free Citi- es. -gos

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.