Tíminn - 21.08.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.08.1996, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 21. ágúst 1996 9 Þab getur verib erfitt að spretta afþegar maöur er ekki hár íioftinu, en Guömundur Ólafsson var ekkert aö gefast upp fyrir þaö. Fönguiegur hópur barna á reiönámskeiöi. Bjarni Guöjónsson stendur framan viö hópinn, en lengst til vinstri er dóttir hans, Heiörún Helga, sem veriö hefur honum til aöstoöar. Börn og unglingar á reibnámskeibi í Borgarnesi: „Allt efni- legt fólk" Bjami Gubjónsson, hestamaður í Borgamesi, hefur haldiö nokkur reibnámskeið í sumar fyrir börn og unglinga. Fréttaritari Tímans í Borgamesi hitti Bjarna ásamt hópi ungra reibmanna skammt ofan vib hesthúsahverfi Borgnes- inga á dögunum þar sem þau vora á útreibum í fögm umhverfi. Unga fólki skemmti sér greinilega hib besta. Bjarni segir að námskeibin bygg- ist á almennri reiðþjálfun. Til að byrja með fer þaö fram innan gerð- is en eftir því sem þjálfun og öryggi knapanna eykst stækkar reiðsvæb- ið. Næst er farið á hringvöllinn á stabnum en toppurinn á námskeið- inu er þegar farið er í útreiðar um nágrennið. Námskeiðin hafa verið mjög vel sótt, að sögn Bjarna, en hann tekur sex til átta krakka á hvert námskeið. „Þetta gengur alveg ljómandi," seg- ir hann, „og er alveg sérstaklega gaman ab vera meb krakkana." „Já, auðvitað," svarar Bjarni að- spurður hvort í hópnum séu efni- legir hestamenn. „Þetta er allt efni- legt fólk." ■ Borgarskákmótib 1996: Hannes vann Borgarskákmótið 1996 var haldib í Rábhúsi Reykjavíkur á 210 ára afmæli borgarinnar sl. sunnudag. Fyrsta Borgarskákmótið var hald- ið á 200 ára afmæli Reykjavíkur- borgar árið 1896 og hefur verið haldið á hverju ári síðan og var þetta því í 11. skipti sem mótið fór fram. Eins og undanfarin ár héldu Taflfélag Reykjavíkur og Taflfélagið Hellir mótib í sameiningu. Borgarstjórinn í Reykajvík, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, lék fyrsta leik mótsins í skák Þrastar Þórhall- sonar sem nýlega náði tilskildum skákstigafjölda til að verða 9. stór- meistari íslendinga í skák. Alls tóku 84 keppendur þátt og röð efstu manna var sem hér segir: 1. sæti: íslenskir aðalverktakar, Hannes Hlífar Stefánsson, hlaut 7 vinninga af 7 mögulegum. 2.-3. sæti: Rarik, Helgi Áss Grét- arsson og Póstur og sími, Þráinn Vigfússon, hlutu 6 vinninga. 4.-6. sæti: Suzuki bílar, Magnús Örn Úlfarsson; Alþýðubandalagið, Héðinn Steingrímsson; og Bæjar- skipulag Reykjavíkur, Bragi Hall- dórsson: 5 1/2 v. 7.-15. sæti: Visa ísland, Þröstur Þórhallsson; Núbluhúsið, Ágúst Sindri Karlsson; Smurstöð Esso Stórahjalla, Jóhannes Gísli Jónsson; Sjóvá-Almennar, Sævar Bjarnason; Leigjendasamtökin, Davíð Ólafur Ingimarsson; Tölvukjör, Amar Þor- steinsson; Fiskifélag íslands, Jón Garðar Viðarsson og Sveinn Krist- insson; og Emmess ís, Ragnar Fjalar Sævarsson: 5 vinningar. Venjum unga hestamenn strax á að NOTA HJÁLM! u UMFERÐAR RÁÐ Reiönámskeiöiö nær hámarki þegar knaparnir fá aö ríöa út í Guösgrænni náttúrunni. Tímamyndir: ohr Egilsstaðir Borgargfundur Borgarafundur á Hótel Valaskjdlf miðvikudaginn 21. dgúst kl. 18.00 íbúar Egilsstaða og aörir nærsveitamenn! Rabbfundur um nýja morgunblaðið Dag-Tímann. Stefán Jón Hafstein, ritstjóri blaðsins, mun kynna helstu áherslur blaðsins og svara fyrirspurnum. Komið og látið í ljós ábendingar ykkar og skoðanir ásamt því að heyra hverjar áherslur verða í hinu nýja blaði. Kaffi og kökur Sjáumst!. /0agm--(Etmtmt - besti tími dagsins!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.