Tíminn - 21.08.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.08.1996, Blaðsíða 11
Mibvikudagur 21. ágúst 1996 11 hæfileika skeiðlaus, þar af 9 fyrir stökk; aöaleinkunn 8,10. Hún er undan Emmu frá Skarði Borg- fjörðsdóttur. Tvær aðrar hryssur fóru yfir 8 í aðaleinkunn; Blökk dóttir Hrafns frá Holtsmúla með 8,04, en hún fékk 9 fyrir tölt og vilja. Hún er skeiblaus. Og Þerna frá Hofi í Vatnsdal undan Dúdda frá Syðra-Skörðugili með 8,02. í þessum flokki fengu 70 hryssur fullnaðardóm. Alls fengu 28 hryssur einkunn yfir 7,70 og 52 hryssur, eða 74% náðu gamla ættbókarmarkinu 7,50. í 5 v. flokknum nábi engin hryssa yfir 8 en Mugga frá Götu í Hvolhreppi var efst með 7,81 fyrir byggingu og 8,07 fyrir hæfi- leika; aðaleinkunn 7,94. Hún er sonardóttir Ljóra frá Kirkjubæ og dótturdóttir Ófeigs frá Flugu- mýri. Önnur varð Lukka frá Þor- bergsstöðum undan Stíganda frá Sauðárkróki og Litföru frá Ólafs- dal með 7,90 fyrir byggingu og 7,94 fyrir hæfileika; aðaleinkunn 7,92. Þriðja hryssan varð Spóla frá Feti undan Kraflara frá Mið- sitju og Sprengju frá Stakkhamri með 7,86 í aðaleinkunn. Átta hryssur í þessum flokki fengu yf- ir 7,70 og fjórtán yfir 7,50 sem er tæpur helmingur. Fluga frá Kollaleiru, knapi Þóröur Þorgeirsson. Prýðileg útkoma í 4ra v. flokknum í 4ra v. flokknum voru fulldæmdar sjö hryssur og var útkoman þar mjög góð. Fluga frá Kollaleim við Reyðar- fjörð stóð þar efst og fékk 7,79 fyrir byggingu og 8,37 fyrir hæfileika sem er frábær árangur hjá 4ra v. tryppi; aðaleinkunn 8,08. Hún er slysafang undan bróður sínum, gæðingnum Laufa frá Kollaleim sem vann töltið á íslandsmótinu á dögunum, en hann fyljaði móður sína Stjörnu frá Haf- ursá veturgamall. Aöaleinkunn Flugu er 8,08. En Laufi gerði meira því hann fyljaði líka Urði frá Reyðarfirði og þeirra dóttir er Þota sem fékk fyrir byggingu 7,61 og fyrir hæfileika 8,22; aðaleinkunn 7,92. Laufi hefði líklega betur veriö ógeltur. í þriðja sæti varð Lokkadís frá Feti undan Orra frá Þúfu og Sneglu frá Sigríðar- stöðum með 7,84 fyrir byggingu og 7,96 fyrir hæfileika; aðaleinkunn 7,90. Eldey frá Hellu, sem er líka Orradóttir, fékk í aðaleinkunn 7,82 og frænka hennar Eir frá Fljótsbakka Otursdóttir fékk 7,79 í aðaleinkunn. Þessar sjö hryssur fengu allar yfir 7,50. Tvær hryssur vom aðeins bygg- ingadæmdar og fékk Fjöður Adams- dóttir frá Mörtungu 7,98 en Mirja frá Sæbóli 7,46. ■ Sigurvegarar í A-flokki taka viö verölaunum. Hestaþing Þjálfa og Grana Sigurvegarar í Barnaflokki. Arna Benný Haröardóttir tekur viö knapaverölaunum Þjálfa. Hestaþing Þjálfa og Grana í S- Þingeyjarsýslu var haldiö ab Ein- arsstöbum 10.-11. ágúst sl. Mótib var vel sótt og mikil þátttaka í hinum ýmsu keppnisgreinum. Veburgubirnir voru í hátíöar- skapi og skein sól í heibi bába mótsdagana. Þegar keppni lauk á laugardegin- um var haldið í útreiðartúr, sem fjölmargir tóku þátt í. Að honum loknum var grillveisla fyrir móts- gesti og siðan kvöldvaka, þar sem menn skemmtu sjálfum sér og öðr- um eins og vera ber. Mótinu lauk síðan síðdegis á sunnudeginum. Helstu úrslit vom eftirfarandi: A-flokkur: Húmor frá Hvoli. Eigandi Sigurlína Jóhannesdóttir. Knapi Helgi Árnason. Abbadís frá Hóli Eigandi og knapi: Ragnar Ingólfs- son. Kóngur frá Hafrafellstungu. Eigandi: Helgi Valur Grímsson. Knapi: Halldór Olgeirsson. B-flokkur: Kóngur Eigandi og knapi: Þórarinn 111- ugason Skuggi frá Tumabrekku. Eig: Ulfhildur Sig. og Sig. Hjalta- son. Knapi: Úlfhildur Sigurðardóttir. Drafnar Eig. og knapi: Þorsteinn Björns- son. Ungmennaflokkur: Álfur frá Ystahvammi Knapi: Guðlaug M. Guðnadóttir Moli frá Heiði. Knapi: Kristbjörg Vala Kristjáns- dóttir Unglingaflokkur: Drafnar Knapi: Þorsteinn Björnsson Skjóni. Knapi: Erna Sigurðardóttir. Bamaflokkur: Vængur Knapi: Dagný Björg Gunnars- dóttir. Neisti. Davíb Guömundsson. Þerna Maríus Snær Halldórsson. Tölt: Kóngur Knapi: Þórarinn Illugason. Dvöl Knapi: Kristján Sigtryggsson. Drafnar Knapi: Þorsteinn Björnsson. 150 m skeið Tenór frá Hóli Eig. og knapi: Ragnar Ingólfsson. Húmor frá Hvoli Eig. Sigurlína Jóhannesdóttir. Knapi: Helgi Árnason. Kóngur frá Hafrafeilstungu Eig. Helgi Valur Grímsson Knapi: Halldór Olgeirsson. Skeiðbeislið hlaut Fífill Þórarins Illugasonar. Er þetta í fimmta sinn sem þessi viðurkenning fellur Þór- arni í skaut, en skeiðbeislið er veitt efsta hesti í 150 m skeiöi frá Þjálfa eða Grana. Jón Þór Sigurðsson hlaut bikar sem efsti keppandi í barnaflokki frá Þjálfa eða Grana. Hann keppti á hestinum Rúmba. Arna Benný Harðardóttir vann sig úr 8. sæti í 5. sæti í úrslitum og fékk knapaverð- laun Þjálfa. Hryssa Kristjáns Sigtryggssonar, Dvöl, var hæst dæmda hryssan frá Þjálfa með eink. 7,98 og hlaut hryssubókina svonefndu. Bliki frá Torfunesi, í eigu Baldvins Kr. Bald- vinssonar, hlaut góðhestabókina sem hæst dæmdi hestur frá Þjálfa í A-flokki. Glæsilegasti hestur móts- ins var valinn Kóngur Þórarins 111- ugasonar. Mót Þjálfa og Grana var opið og mikil þátttaka frá ná- grannafélögunum. Félagssvæði þessara félaga er dæmigert svæði þar sem aðeins ætti að vera eitt fé- lag. Það er því tími til kominn að Grani og Þjálfi sameinuðust. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.