Tíminn - 21.08.1996, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.08.1996, Blaðsíða 14
14 Miðvikudagur 21, ágúst 1996 HVAÐ E R Á SEYÐI Helgardagskrá Árbæjar- safnsins Árbæjarsafn verður opið helg- ina 24. og 25. ágúst frá kl. 10.00- 18.00. Laugardagurinn verður eins og áður helgaður börnum og verður dagskrá fyrir þau kl. 15.00. Á sunnudeginum kl. 16.00 verða tónleikar í Kornhúsinu. Flutt verða lög tónskáldsins Sig- valda Kaldalóns. Flytjendur eru Sigvaldi Snær Kaldalóns og Anna Margrét Kaldalóns. Eftir Sigvalda Kaldalóns (1881-1946) liggja fjöl- mörg þekkt sönglög. Meðal þeirra má nefna Svanasöng á heiði, ísland ögrum skorið og Suðurnesjamenn. Textablaði um Sigvalda Kaldalóns verður útbýtt. Að öðru leyti verður hefðbund- in dagskrá svo sem harmoniku- leikur, roðskógerð og lummu- bakstur í Árbænum. Netahnýting við Nýlendu og gullsmíði í Suð- urgötu 7. Mjaltir verða við Árbæ- inn kl. 17.00. Hafnagönguhópurinn: Cengib á milli hafna- svæba í miðvikudagskvöldgöngu sinni fer Hafnagönguhópurinn í gönguferð meö ströndinni milli Artúnshöfða og Gufuness. Mæt- ing við Hafnarhúsið kl. 20.00. Við upphaf ferðar sinnar verður litið við á Ingólfstorgi og fylgst með hjólabrettastrákunum stutta BÍLALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ MUNIÐ ÓDÝRU HELG ARPAKK AN A OKKAR REYKJAVÍK 568-6915 AKUREYRI 461-3000 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar stund. Síðan farið með SVR leiö 110 upp að Ártúni, skiptistöð og gengið þaðan niður á Ártúns- höfða og með ströndinni fyrir Grafarvog og yfir Gufuneshöfða að Gufunesi. SVR leið 14 og 110 teknir niður í bæ í lok gönguferö- arinnar. Allir eru velkomnir með Hafnagönguhópnum. Tríó Gunnlaugs Cub- mundssonar í kvöld, miðvikudagskvöld, mun tríó Gunnlaugs Guðmunds- sonar halda tónleika í Djúpinu. Að þessu sinni er tríóið skipað Jó- eli Pálssyni (saxófón) og Einari Scheving (trommur) auk Gunn- laugs sem spilar á kontrabassa. Hann er nú viö nám í Konung- lega Konservatoríinu í Haag í Hollandi og hefur spilab með hljómsveit Wolferts Brederode á jasshátíðum víðsvegar um Evr- ópu. Jóel Pálsson starfar nú með Milljónamæringunum við góðan orbstýr ásamt því að leika í eigin hljómsveit. Einar Scheving hefur leikið meb fjölda hljómsveita og hljóðritað margar hljómplötur, s.s. með Stórsveit F.Í.H. og Jass- kvartett Reykjavíkur. Þeir félag- arnir hafa leikið saman í ýmsum hljómsveitum í gegnum árin, fyrst með Móu og Þingvallasveit- inni sumarið 1989 og má segja að þeir gjörþekki leik hver ann- ars. Tónleikarnir verða þeir einu sem tríóiö heldur að þessu sinni og hefjast þeir kl. 10. Miðaverð er 500 kr. Óperusöngtónleikar Hólmfríður Sigrún Benedikts- dóttir sópransöngkona mun ásamt Gerrit Schuil píanóleikara halda tónleika miðvikudaginn 21. ágúst kl.20.30. Efnisskráin samanstendur af óperuaríum og spannar óperusviðib frá tímum opera buffa til ópera Puccinis. Meðal óperutónskálda á efnis- skránni eru: Caldara, Handel, Mozart, Wagner, Donizetti og Verdi. Hólmfríði er óþarft að kynna Norðlendingum svo áber- andi sem hún hefur verið í tón- listarlífinu. Hún nam píanóleik fyrst hjá Karli Sigurðssyni og síð- ar Ásgeiri Beinteinssyni og stund- abi söngnám fyrst hjá Elísabetu Erlingsdóttur og síðar í Banda- ríkjunum þar sem hún lauk mag- isterprófi frá Indianaháskólanum í Bloomington. Hún starfar sem söngvari, söngkennari og kór- stjóri á Norðurlandi. Gerrit Schu- il er Hollendingur búsettur hér á landi og hefur fyrir löngu getið sér orð sem frábær meðleikari og leikið með mörgum helstu söngvurum landsins. Ný Vera Vera, tímarit um konur og kvenfrelsismál, er komið út sneisafullt af fjölbreyttu efni fyrir jafnréttissinnað fólk af öllum stærðum og gerðum. Vera kíkir inn á jafnréttisskrifstofur norðan heiða og sunnan og talar við þær Ragnhildi Vigfúsdóttur, Hildi Jónsdóttur og Dórótheu Bergs. Auk þess er ab finna í blaðinu viðtal við Colette Fayard, rithöf- und og forstöðumann Alliance francaise á íslandi. Percy B. Stef- ánsson skrifar síðu Adams, en þar fjallar hann um tilfinningafrelsi sem mannréttindi. Nýfengið frelsi samkynhneigðra er líka til umræbu hjá hjónunum Önnu Sigríði og Sólveigu, en þær giftu sig í sumar, daginn sem ný lög um staðfesta samvist samkyn- hneigðra gengu í gildi. Agla Sig- ríður ræddi við þær um kven- ímyndina, samstöðuna, barn- eignir, ellina og kirkjubrúðkaup. Jónína Kristín Berg, goði ásatrú- armanna á Vesturlandi er verð- ugur fulltrúi frumkvöðla í blað- inu en hún tók formlega vígslu í sumar. Nú eru hartnær þúsund ár síðan kona hefur gegnt slíku embætti hjá ásatrúarmönnum og óskar Vera Jónínu Kristínu til hamingju með þennan árangur. Dálkurinn „nú andar suðrið", þar sem íslenskar konur, búsettar erlendis við nám og störf senda lesendum Veru opið bréf, er nú orðinn að föstum liði í blaöinu. Sólveig Einarsdóttir rithöfundur, skrifar frá Ástralíu og virðir fyrir sér daglegt líf kvenna, á ferðalagi sínu um Indónesíu. Óskalisti lesbíanna er yfirskrift skemmti- legrar úttektar sem tímaritið Ms. lét gera. Samkynhneigðar konur benda þar á konur sem þær þrá og dá, í efsta sætinu trónir leik- konan Jodie Foster og það kemur í ljós að smekkur kynjanna fyrir konum er alls ólíkur! Þab er síðan stjarna sumarsins, Emilíana Torr- íni sem er skyndimyndin hjá Veru í þessu tölublaöi — auðvit- að, kom nokkurn tíma einhver önnur til greina? Vera er nú komin með heima- síðu á Internetinu. Þar er að finna almennar upplýsingar um blaðið, efni, ritstjórn og útgáfu, auk þess sem þar er hægt að ger- ast áskrifandi að Veru. Frá heimasíðunni er mögulegt að tengjast Greini, samskrá Lands- bókasafns-Háskólabókasafns og leita efnis úr eldri tölublöðum. Heimasíðan verður í stöðugri endurskoðun og má ætla að hún taki breytingum þegar fram líða stundir. Netfang Veru er: vera@- centrum.is Vera fæst á öllum betri blab- sölustöðum og kostar aöeins kr. 590,- í lausasölu, áskriftarsíminn er 552 2188. TIL HAMINGJU Gefin voru saman þann 9. ágúst 1996 í Lágafellskirkju þau Dag- björt Ósk Steindórsdóttir og Bjöm Magnússon af séra Jóni Þorsteins- syni. Þau eru til heimilis að Suður- hólum 6 í Reykjavík. Ljósm: Mynd Hafnarfirdi. Gefin voru saman þann 10. ág- úst 1996 í Víðistaðakirkju þau Auður Harðardóttir og Sigurður Þór Sigurðarson af séra Sigurði Helga Guðmundssyni. Þau eru til heimilis að Loga- fold 58 í Reykjavík. Ljósm: Mynd Haftiarfirdi. WMnm Lesendum Tímans er bent á ab framvegis verða til- kynningar, sem birtast eiga í Dagbók blaðsins, ab berast fyrir kl. 14 daginn áður. Pagskrá útvarps og sjónvarps Miðvikudagur 21. ágúst 6.45 Ve&urfregnir 6.50 Bæn 7.00 Fréttir 7.30 Fréttayfirlit 7.31 Fréttir á ensku 8.00 Fréttir 8.10 Hér og nú 8.30 Fréttayfirlit 8.50 Ljóð dagsins 9.00 Fréttir 9.03 Laufskálinn 9.38 Seg&u mér sögu, Gúró 9.50 Morgunleikfimi 10.00 Fréttir 10.03 Veðurfregnir 10.15 Árdegistónar 11.00 Fréttir 11.03 Samfélagið í nærmynd 12.00 Fréttayfirlit á hádegi 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir 12.50 Auðlindin 12.57 Dánarfregnir og auglýsingar 13.05 Hádegisleikrit Utvarpsleikhússins, 13.20 Heimur harmóníkunnar 14.00 Fréttir 14.03 Útvarpssagan, Galapagos 14.30 Til allra átta 15.00 Fréttir 15.03 „Með útúrdúrum til átjándu aldar" 15.53 Dagbók 16.00 Fréttir 16.05 Tónstiginn 17.00 Fréttir 17.03 Þjóbarþel: Úr safni handritadeildar 17.30 Allrahanda 17.52 Umfer&arráb 18.00 Fréttir 18.03 Víðsjá 18.45 Ljóð dagsins 18.48 Dánarfregnir og auglýsingar 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Auglýsingar og veðurfregnir 19.40 Morgunsaga barnanna endurflutt 20.00 Tónlist náttúrunnar 21.00 Smámunir 22.00 Fréttir 22.10 Veðurfregnir 22.15 Orb kvöldsins 22.30 Kvöldsagan, Reimleikinn á Heiðarbæ 23.00 „Maður þarf ab gera rétta hluti á 24.00 Fréttir 00.10 Tónstiginn 01.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Veðurspá Miðvikudagur 21. ágúst 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Fréttir 18.02 Leibarljós (458) 18.45 Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan 19.00 Myndasafnið 19.25 Úr ríki náttúrunnar 20.00 Fréttir 20.30 Ve&ur 20.35 Víkingalottó 20.40 Nýjasta tækni og vísindi Endursýnd íslensk mynd sem gerð var af Sjónvarpinu 1996 um hönnunarkeppni vélaverkfræðinema við Háskóla Isiands. 21.05 Taggart - Engilaugu (2:3) (Angel Eyes) Skoskur sakamálaflokkur. Þýbandi: Gauti Kristmannsson. 22.00 Hver á hálendið? Umræ&uþáttur í umsjón Gunnars G. Schram. 23.00 Ellefufréttir 23.15 Ólympíumót fatlaðra Svipmyndir frá keppni dagsins. 23.30 Dagskrárlok Miðvikudagur 21. ágúst yB 12.00 Hádegisfréttir fÆ?j/ífí.p 12,10 L, u/UUc Sjonvarpsmarkaburinn ^ 13.00 Sesam opnist þú 13.30 Trúðurinn Bósó 13.35 Umhverfis jörðina í 80 draumum 14.00 Farið ekki langt 15.35 Handlaginn heimilisfaðir (e) 16.00 Fréttir 16.05 Sumarsport (e) 16.35 Glæstar vonir 17.00 (Vinaskógi 17.25 Mási makalausi 1 7.45 Doddi 18.00 Fréttir 18.05 Nágrannar 18.30 Sjónvarpsmarka&urinn 19.00 19 >20 20.00 Beverly Hills 90210 (9:31) 20.55 Núll 3 21.30 Sporöaköst (4:6) (e) Grenilækur í Landbroti. 22.05 Brestir (e) (Cracker) (7:9) 22.55 Farib ekki langt (Stay Tuned) 00.20 Dagskrárlok Miðvikudagur 21. ágúst 17.00 Spítalalíf SVíl ' 2,^° sportpakk- 18.00 Jaumlaus tónlist 20.00 [ dulargervi 21.00 Svikavefur 22.30 StarTrek 23.15 Banvænt sjónarspil 00.45 Dagskrárlok Miðvikudagur 21. ágúst sT°o " m*,x 17.00 Læknamiöstöbin ml ;,: 1 7.25 Borgarbragur 1Jþ 1 7.50 Á tímamótum *** 18.15 Barnastund 19.00 Glannar | 19.30 Alf 19.55 Ástir og átök 20.20 Eldibrandar 21.05 Þögult vitni 22.00 Næturgagniö 22.45 Tíska I 23.15 David Letterman 00.00 Framtíöarsýn 00.45 Dagskrárlok Stöövar 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.