Tíminn - 22.08.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.08.1996, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 22. ágúst 1996 ÍMii STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Stefnumótun í heilbrigðismálum Heilbrigðismál eru stærsti einstaki útgjaldaliður hins opinbera í öllum þjóðfélögum sem vilja kenna sig við velferð. Svo er hér á landi. Heilbrigðisþjónustan hér er afar góð og íslenskir heilbrigðisstarfsmenn hafa fullt traust allra til þess að sinna flóknustu aðgerðum. Sem dæmi um það má nefna að hjartaskurðlækningar eru nú framkvæmdar hér innanlands með mjög góðum ár- angri, og nú nýverið var tekin í notkun á Landspítalan- um aðstaða fyrir hjartaaðgerðir á börnum. Nú í vikunni var tekin í notkun endurbætt aðstaða til tæknifrjóvgun- araðgerða, en árangur íslenskra lækna í þeim flóknu há- tækniaðgeðum er jafnvel betri en annars staðar gerist. Umræða um hina ánægjulegu áfanga á svibi heil- brigðismála vilja falla í skuggann af umræbunni um fjárhagsvanda heilbrigðiskerfisins í heild. Glíman við þann vanda er ekki nýtilkomin. Margt veldur útgjalda- aukningunni, ekki síst dýrari lyfjameðferðir og há- tækniaðgerðir. Hvers konar tilraunir til þess að halda niður útgjöldum eru vandasamar vegna þess að not- endurnir eru sjúkt fólk, geðfatlað eða slasað og það gef- ur auga leið að það getur ekki verið ætlunarverk stjórn- enda heilbrigðiskerfisins, eða stjórnvalda að níðast á þessu fólki. Heilbrigðisráðherra hefur verið í skotlínunni að und- anförnu sem æbsti yfirmaður heilbrigðismála og sagt hefur verið að stefnumótun skorti frá ráðuneytinu til þess ab fást við vandamálin. Umræban hefur eins og oft vill verða í viðkvæmum málum verið í upphrópunar- stíl, ekki ýkja sanngjörnum þegar nánar er að gáð. Formaður Alþýðubandalagsins skrifar grein í DV síð- astliðinn þriðjudag og sakar heilbrigiðsráðherra um stefnuleysi og að slá sig til riddara á kostnað stjórna heilbrigðisstofnana. Síðan segir formaðurinn eftirfar- andi: „Ef árangur á að nást verður að gera heildarúttekt á heilbrigðiskerfinu, skoba hverja einustu stofnun, ákveða verkefni hennar og þá þjónustu sem hún á að veita miðað við gildandi löggjöf og marka henni tekju- pósta samkvæmt því. Jafnframt verður að leggja áherslu á að afmarka ákveðin heilbrigðisþjónustusvæði," til- vitnun lýkur. Ekki veröur annað séð en ab stefna ráðuneytisins liggi fyrir um þessi efni. Unnið er ab tillögugerð um heilbrigðisstjórnir í landshlutum, sett hefur verið fram stefnumörkun um samstarfsráð sjúkrahúsanna á höfuð- borgarsvæðinu og sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspítalanna. Þessar tillögur eru lykill að því að ákveða megi verkefni hverrar heilbrigðisstofnunar. Sett hefur verið fram stefnumörkun um hlutverk heilsu- gæslunnar, sem hefur hlotið bærilegar undirtektir þótt heilsugæslulæknar eigi nú í harðvítugri launadeilu. í DV á þriðjudaginn talaði formaður stærsta stjórnar- andstöðúflokksins. Greinin er uppbyggð sem pólitísk árás á heilbrigðisráðherrann og stefnu greinarhöfundar lýst með almennum orðum, og þess er ekki getið hvort hér er um stefnu Alþýðubandalagsins að ræða. Ef svo er ber áreiðanlega ekki mikið á milli alþýbubandalags- manna og þeirrar stefnu sem nú þegar hefur verið mót- uð í heilbrigðisráðuneytinu. Atvinnuleysi komib til að fara Þab vekur óneitanlega athygli ab atvinnulausum landsmönnum er að fjölga miðað við síðustu tölur á sama tíma og umræðan um þenslu og spenning í efna- hagslífi þjóðarinnar er í algleymingi. Ef efnahagslög- málin væru virk væri atvinnuleysið alveg horfið og um- frameftirspurnin eftir vinnuafli farin að valda launa- greiðendum áhyggjum. En samt fer atvinnuleysið vax- andi og það sem meira er, það vex allt á sama staðnum — höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt frétt í Tímanum í gær eru um 71% þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá bú- settir á höfuðborgarsvæðinu og vel yf- ir annar hver atvinnulaus einstakling- ur er bústettur innan borgarmarka Reykjavíkur. Það rennir vissulega stoð- um undir þá kenningu að lítið sem ekkert orsakasam- hengi sé milli fjölgunar starfa í Reykjavík og í landinu öllu annars vegar og atvinnuleysis í höfuðborginni hins vegar að í frétt Tímans í gær kemur einmitt fram að „framboð af lausum störfum hjá vinnumiðlunum er nær einungis að finna á höfuðborgarsvæðinu..." Þetta er m.a. ástæða þess að Bubbi Morthens og fleiri hjarta- blæðandi mannvinir tala um að „atvinnuleysisvandinn sé kominn til að vera". En þó það kunni að hljóma vel í baráttusöng aö tala um atvinnuleysisvanda þá er Garri nú þeirrar skoðunar að vandinn sé í rauninni liðinn hjá eða sé að líöa hjá og atvinnuleysið sé þvert á móti kom- ið til að fara. Það er eiginlega bara spumingin um hvort pólitíkusar og verkalýðsforingjar þori að taka á málinu. Kjarni málsins Kjarni málsins tengist þeirri gmnnspurningu hvernig hægt er að koma því við að vera atvinnulaus þegar svo augljós umframeftirspurn er eftir vinnuafli í hinu altal- aða þensluástandi. Skýringin er þó einföld. í einhverj- um tilvikum er einfaldlega um það að ræða að ekki finnast heppileg störf fyrir hina atvinnulausu og við því er auðvitað ekkert að segja. Svo em það hinir, menn og konur, sem ekki em alltaf tilbúnir að stökkva í þau störf sem fyrst bjóðast. Allra síst er líklegt að fólk sé tilbúið að stökkva í láglaunastörf, en því miður er enn sem komið er mun meira framboð af þeim í dag en hálaunastörf- um. Og því er ekki eðlilegt að menn vilji vera að vinna ef afrakstur vinnunar er sá sami eða svipaður og afrakst- ur þess að vera ekki að vinna. Þess vegna em það að heilu stigagangamir í blokkum, heilu fjölbýlishúsin, heilu fjölskyldurnar og jafnvel heilu hverfin í Reykjavík hafa valið þann kost að skrá sig atvinnulaus frekar en að eltast við að vinna allan liðlangan daginn án þess að uppskera nokkum skapaðan hlut um- fram það sem atvinnuleysisbætumar gefa. Og jafnvel þó kaupið sé í ein- hverjum tilfellum eitthvað hærra en bæturnar þá fylgir því talsverður kostnaður að vinna úti, ekki síst fyrir barnafólk þannig að sá ávinningur er fljótur að étast burt. Þenslan bjargar Eina leiðin til að ná eymm þessa fjölmenna hóps er að auka ávinninginn af því að vinna miðað við að vera á bótum. Það er hægt að gera annað hvort með því að herða á reglum um bæturnar eða þá með því einfald- lega að hækka kaupið. Nema menn fari út í að gera hvom tveggja og það væri trúlega það besta í stöðunni. Þó allir keppist nú við að vara við þenslunni þá er hún einmitt stóra kærkomna tækifærið til að vinna á hinum skringilega vanda í Reykjavík sem felst í því að ekki tekst að manna þau störf sem em í boði á tímum bull- andi atvinnuleysis. Þenslan kallar á aukna eftirspurn eftir fólki til vinnu og fejur í sér launaskrið. Það mun hins vegar ýta við þeim sem hreiðrarð hafa um sig á at- vinnuleysisskránum vegna áhugaleysis á láglaunastörf- unum. Og þeir sem þá verða eftir eiga trúlega margir heima í öbm bótakerfi en atvinnuleysisbótakerfinu og með því að flytja þá yfir til Félagsmálastofnunar væri einfaldlega verið að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Garri GARRI Hvíldu þig því hvíld er góð Hið góba sem ég vil gjöri ég ekki. Hið illa sem ég vil ekki gjöri ég. Eitthvað á þessa leið stendur í bókinni góbu sem þeir byggja lífssýn sína á í Jerúsalem, Róm og Langholtinu. Og nú er borgarstjórn Reykjavíkur farin að gera hið góba sem hún vill ekki. En þab var- ir ekki nema í einn dag. Bílahvíldardagurinn á að vera einhvers konar aflát fyrir alla hina 365 daga hlaupársins sem borgarstjórn og stofnanir undir hennar kommandó þjóna undir herra sinn af stakri auðmýkt og undirgefni sem jabra við trúarbrögð. Allt skipulag borgarinnar og ná- grannabyggða miðast við þarfir einkabílsins og at- vinnuvegir og lífsstíll íbúana er svo háður akstri að allt athafna- og menningarlíf lamast á svip- stundu ef bíln- um væri kippt undan tilvem- grundvellin- um. Kostnaður- inn við þrisvar sinnum meiri bílanotkun en þekkist á öðru byggbu bóli rýrir kjör ein- staklinga og hleður upp opinberum skuldum. En bíllinn lætur þarfasta þjón sinn borga og kærir sig kollóttan. Vinstri umferö til hægri Það kvað þurfa mikinn lærdóm til ab ibka þá kúnst ab veita sem flestum bílum um samgöngukerfin á sem skemmstum tíma. Þetta er gert með þeim frá- bæra árangri að ekki er búandi í mörgum hverfum borgarinnar -vegna hávaba og slysahættu. Og nú má ekki lengur byggja innan eðlilegra borgarmarka vegna hávaðamengunar. Svo vel vill til að skipulagib leysir allan slíkan vanda. Byggð eru ný hverfi upp um holt og hæðir og uppi í sveitum, þar sem er fullkomlega óbúandi nema að reka tvo bíla eða fleiri á hverju heimili. Það kallar svo á enn frekari samgönguframkvæmdir og enn meira bílafár. Það er svosem allt í lagi því vinstri hönd R-listans veit ekki hvab hægri hönd íhaldsins gerir og kemur ekki að sök því hvorugur flokkurinn veit hvað er vinstri handar og hvað hægri, fremur en ökumenn á safnbrautum sameiginlegs öngþveitis. Á vibavangi Það er skylda borgaryfirvalda og raunar allra yfir- valda ríkis og sveitarfélaga að greiða götu bílsins og auðvelda honum vegferðina hvað sem það kostar. Þess vegna er auðvitað engin heil brú í því að borgar- stjórn sem öllu vill til kosta að auðvelda bílaumferð sé að reka áróður fyrir að bíllinn sé hvíldur heilan dag á ári, jafnvel þótt hlaupár sé. En eins og kerlingin sagði: Ekki er öll vitleysan eins. Meira sagði hún ekki þann daginn, eins og frægt er orðið úr bókmenntinni. Algjör for- gangur Eftir að upp komst að Reyk- víkingar og ná- grannar aka þrisvar sinnum meira um í bíl- um en eðlilegt er talið í norm- alþéttbýlum er- lendis og að ný- byggingar eru bannaðar vegna þess aö bíllinn hefur algjöran forgang þegar búseta og mannlíf er ann- ars vegar, datt borgarstjórn loks í hug að nóg sé nóg. Þótt ekki sé nema enn dag á hlaupári. En að hvíldardegi loknum munu sömu yfirvöld halda áfram ab leggja og endurbæta gjörsamlega óþörf umferðarmannvirki til þess eins að auka á mengun og vandræði og örva bílanotkun. Bílastæöi og rándýr bílahús leysa engan vanda en hvetja bílinn til enn meiri sóknar á hendur eftir- sóknarverðu borgarlífi. í stað þess að vinna sífellt að því að auðvelda bí- laumferð og gera hana hraðari eftir löngu úreltum tískuformúlum er tími til kominn að fara að torvelda akstur. Bílahvíldardagurinn er ef til vill fyrsti vísir í þá þátt að leyfa einkabílnum að lina þrælatökin sem hann hefur á eigendum sínum og fótafúnu skipu- lagsliði umferðarvandræba. En heittrúarsöfnuðir samgöngumála munu koma í veg fyrir fleiri hvíldardaga og tilbiðja bílagubinn þar til yfir lýkur og allur vottur um fagurt mannlíf verð- ur að víkja fyrir þjónustu vib bílinn, sem hefur allan forgang. OÓ I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.