Tíminn - 22.08.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.08.1996, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 22. ágúst 1996 Frjálslyndir hvítir Suö- ur- Afríkumenn, sem stóbu meö blökku- mönnum gegn apart- heid- stjórnvöldum, gagnrýna nú gang mála í hinu nýja kerfi og eru fyrir þaö kall- aöir „rasistar" af svörtum fyrrverandi baráttufelögum s Isl. mánubi gerbist þab á hót- eli í Jóhannesarborg í Subur- Afríku ab prófessor Etienne Mureinik, rúmlega fertugur deildarstjóri lagadeildar Witwat- ersrand-háskóla (sem í daglegu tali er kallabur Wits), féll út um glugga á 23. hæb. Hann lést vita- skuld samstundis. Talib er nokk- um veginn víst ab hann hafi framib sjálfsvíg, ab líkindum vegna vonbrigba meb gang mála í landi sínu síbustu ár og sérstak- lega í Witwatersrand. Daubi prófessors Mureiniks hefur vakib athygli nokkra og aukib þann kvíba margra, ab Subur-Afríka sé á leib inn í myrkvib haturs, vaxandi ofbeldis og upplausnar. Mureinik var ekki einungis í fremstu röb meöal þarlendra háskólamanna, heldur og haföi hann lengi veriö framarlega í þjóömálum meöal frjálslyndra hvítra Subur-Afríku- manna yfirleitt. Brostnar vonir Hætt er vib ab vonir hvítra lands- manna um batnandi ástand og sættir milli kynþátta ab apartheid- kerfinu gengnu séu allmjög farnar aö dofna, og má raunar vera aö flestir þeirra hafi aldrei gert sér glæstar vonir um þab. Ástæöumar til þess ab hvítir menn gáfu um síö- ir eftir og afhentu þar meö blökku- mönnum völdin lágu líklega eink- um í þrýstingi utan frá, sem svo ab segja allur heimurinn sameinaöist um, og vaxandi áhrifum meöal Afr- íkana (landsmanna hollenskrar ætt- ar), sem lengi liföu vib til þess aö gera mikla einangrun frá Vestur- löndum, frá stefnum og straumum i þeim heimshluta. Þau áhrif leiddu til vaxandi samviskubits vegna mis- réttisins er blökkumenn sættu. í háskólum Subur-Afríku á sér nú staö þróun, sem minnir á „jákvæöu mismununina" (Affirmative action) í Bandaríkjunum, og einnig í Suöur- Afríku eru þær breytingar einkum blökkumönnum í hag. Munurinn er einkum sá ab í Suöur-Afríku hafa blökkumenn völdin og eiga því miklu auöveldara meö aö fá sínu framgengt í þessum efnum en í Bandaríkjunum. Líta má e.t.v. á sjálfsvíg Mu- reiniks sem táknrænt fyrir þab aö frjálslyndir hvítir Subur- Afríku- menn, sem beittu sér gegn apart- heid, séu aö glata eba þegar búnir aö glata vonum sem þeir höföu eöa töldu sér trú um aö þeir heföu um bræöralag allra kynþátta í Suöur- Afríku lausri viö apartheid. En reyndin hefur oröib nokkuö á ann- an veg. Suöur-Afríka nýtur þess „heiöurs" aö vera efst á listanum yf- ir þau ríki, sem aö staöaldri senda Alþjóölegu heilbrigðismálastofnun- inni (WHO) skýrslur um glæpi hjá sér, hvaö morðatíðni snertir. í morðatíðni er Suður-Afríka líklega nú um fjórðungi fyrir ofan Rúss- land og sex sinnum eöa meira fyrir ofan Bandaríkin. Tíöni annarra al- varlegra glæpa, þar á meðal nauðg- ana, er einnig gríðarmikil í Suöur- Afríku. „Einn landnemi — ein kúia!" Innan um og saman viö þetta er hatur milli kynþátta og þjóða j Hvítir og svartir stúdentar mótmcela apartheid saman. Nú ríkir þeirra á milli opinskár fjandskapur. Stúdentar í Wits: „Fáir þora nú- oröiö aö segja eins og þeim býr í brjósti." háskóla landsins. Frjálslyndir hvítir menn, sem á apartheid-tímanum vom í háveg- um hafðir í samtökum blökku- manna fyrir stuðning viö þau, em nú kallaðir „rasistar" ef þeir and- mæla breytingum, sem blökku- menn vilja koma á t.d. í háskól- um. Það gerðist sl. ár í Wits þegar blökkumaður, William Makgoba, var útnefndur staðgengill vara- rektors þar. Mureinik og 12 starfs- bræöur hans mótmæltu útnefn- ingunni og kváðust ekki telja Makgoba hæfan í stöðuna. Var Mureinik mjög í forsvari fyrir þeim félögum og mótmælti t.d. „núverandi ásetningi þess efnis að koma öilum mikilvægum stofnunum undir stjórn Afríku- manna [blökkumanna]." „Rasismi frá hinni hliöinni" Annar „Wits-mannanna 13", prófessor Carole Lewis, sagði ný- BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON landsins, milli hvítra og svartra, milli kynblendinga og svartra, milli svartra innbyrðis, eftir þjóð- um og stjórnmálum. Þess haturs gætir í háskólunum eins og ann- ars staðar. Hvítir stúdentar klæð- ast þar gjarnan fötum í litum gamla suðurafríska fánans — sem þeir vita að svört skólasystkini þeirra þola illa að sjá — og svartir stúdentar æpa í kór að þeim hvítu hatursþrungið vígorð anti-apart- heidsinnaðra blökkumanna á ap- artheid-tímanum: „Einn land- nemi — ein kúla!" („One settler, one bullet.") Með því er gefið í skyn að rétt sé að útrýma hvítum Suður-Afríkumönnum, þar eð sem „nýbúar" eigi þeir minni rétt á landinu en bantúmenn, sem séu „upprunalegir" þar. Þar að auki er orðið mikið um óeirðir, rán og ofbeldi í flestum Etienne Mureinik: fórnarlamb brostinna vona. lega að „gildi frjálslyndis- og jafn- aðarstefnu, sem við höfðum í heiðri og börðumst fyrir að tekin yrðu inn í stjórnarskrána, eru ekki í uppáhaldi hjá því fólki sem nú er í stjórn ... Nú er allt sem menn vilja fordæma afgreitt sem vest- rænt, evrósentrískt [miðað út frá Evrópu] og sagt að fyrir það sé ekkert rúm í Afríku. Þetta er ekk- ert annaö en rasismi frá hinni hliðinni. Þegar fólk talar um „afr- íkaníseringu" á það einfaldlega við það að starfsfólk háskóians og stúdentar þar verði svo til ein- göngu blökkumenn." Síðan 1984, þegar Wits, að frumkvæði Mureiniks m.a., hætti að fara eftir reglum apartheid- stjórnarinnar um inntöku blökkumanna í skólann, hefur hlutfall svartra stúdenta þar hækkað úr 14% í 44%. En margir blökkumenn eru hvergi nærri ánægðir með það. Meðal þeirra ber talsvert á eins- konar dólgamarxisma, enda var suðurafríski kommúnistaflokkur- inn áhrifamikill í Afríska þjóðar- ráðinu (ANC), núverandi aðal- stjórnarflokki. Meðal blökku- manna í Wits hefur þess t.d. verið krafist að garðyrkjumenn og hreingerningafólk starfandi þar taki þátt í að kjósa í hæstu stöður þar. Mureinik lýsti því yfir í um- ræðum um þetta að hann teldi að háskólastofnanir skyldu reknar af háskólamenntuðum mönnum. Með því þótti hann sýna ærið hugrekki, miöað við það hvernig málin standa nú þarlendis. „Fáir þora núorðið að tala eins og þeim býr í brjósti," sagði áðurnefnd Le- wis nýlega við breska blaðið Inde- pendent. „Það virðist vera litið svo á að sé maður hvítur hljóti maður að vera rasisti." Prishani Naidoo, varaformaður sambands fulltrúaráða stúdenta, hefur að sögn Independent enga samúð með frjálslyndu hvítu há- skólaelítunni. „Væru þeir svo góðir Suður-Afríkumenn sem þeir segja, myndu þeir taka sér sæti aftast og láta aðra ráða ferðinni. Það sem þeir í raun vilja er að sleppa ekki völdunum."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.