Tíminn - 23.08.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.08.1996, Blaðsíða 5
Föstudagur 23. ágúst 1996 5 Golfmót hreyfi- hamlaðra á Nesi Svanhvít og Hildur á „vörubílnum" góba íblíbunni á Nesinu á sunnudag. Golftímamynd: Árni Halldórsson Úrslit í opna Spron unglingamótinu Stúlknaflokkur 2. Eva Ömarsdóttir GKJ Me& og án forgjafar: 3. Nína Björk Lárusdóttir GKJ 1. Ragna K. Sigurðardóttir NK Opnu mótin um helgina Laugardagur 24. ágúst GKG Opib mót 18 m/án GK Sparisj. Hafnarfj. 18 m/án GO Coca Cola 18 m/án GKJ Opib mót 18 m/án GL S.V. opið 18 m/án GMS Hótel Stykkish. 18 m/án GOS Útilíf Mitsushiba, fjórleik- ur betri b. 18 m/án GHD Samskipamót 18 m/án Laugardagur/sunnudagur 24. og 25. GHH Opna Hornafj. mótið 36 m/án Sunnudagur 25. ágúst GJÓ Ólafsvík opið 18 m/án GSG Exo/Lotto 18 m/án GÓS Tryggingarmiöst.m. 18 m/án 22. til 25. ágúst fer fram á Strandarvelli Golfklúbbs Hellu sveitakeppni GSÍ, 15-18 ára og stúlkna 18 ára og yngri. Hjá Golfklúbbi Selfoss fer fram sveitakeppni 14 ára og yngri sömu daga. Á Húsavík fer fram opið unglingamót, Pepsi mótið, laugardaginn 24. ágúst. ■ Drengjaflokkur Án forgjafar: 1. Arnar Páll Arnarsson NK 81 2. Guðmundur Víðir Guð- mundsson GSS 83 3. Atli Örn Jensson NK 88 Meb forgjöf: 1. Sveinn K. Einarsson GKJ 66 2. Arnar Páll Arnarsson NK 66 3. Atli Örn Jensson GKJ 69 Piltaflokkur Án forgjafar: 1. Guðjón Rúnar Emilsson GR 74, 2. Ólafur Magni Sverrisson GOS 79 3. Bergur Sverrisson GOS 86 Meb forgjöf: 1. Guðjón Rúnar Emilsson GR 68 2. Jón H. Guðmundsson GR 3. Ólafur Magni Sverrisson GOS 69 ■ Golfmót hreyfihamlabra var hladið í annab sinn á Ne- svellinum sunnudaginn 18. ágúst. Golfmót þetta var haldið í fyrsta sinn fyrir ári, þá vægast sagt í snarvitlausu vebri. Þátttökurétt í móti þessu eiga allir þeir sem eiga vib fötlun í höndum eba fót- um ab stríba, vegna vekinda eða slyss. Að þessu sinni voru þátttak- endur heppnir með veður, sól- far var, en nokkur vindur. í fyrsta mótinu, þ.e.a.s. því sem var haldið fyrir ári, sigraði Gunnar Hjartarson GK, en að þessu sinni mátti hann láta í minni pokann fyrir Eyþóri Fannberg GR sem hlaut 37 punkta. Gunnar hlaut 35 punkta, en í þriðja sæti varð Hörður Barðdal NK með 34 punkta, svo mjótt var á mun- um. í kvennaflokki sigraði Hild- ur Jónsdóttir NK annað árið í röð en Svanhvít Jónsdóttir GK varð í öðru sæti. Svanhvít er að ná sér eftir erfið veikindi og getur ekki notað nema aðra höndina á golfkylfuna. Svanhvít notar svokallað golfþríhjól til að fara um völlinn, en ekki vildi betur til en svo að hjólið bilaði er hún hafði leikið 9 holur. Svan- hvít gat ekki betur séð en hún yrði að hætta keppni. En Nes- menn dóu ekki ráðalausir. Þeir Árni Halldórsson fram- kvæmdastjóri NK og Kristján Georgsson formaður móta- nefndar kenndu Hildi Jóns- dóttur á lítinn pallbíl golf- klúbbsins í snarheitum, skelltu golfsettunum á pallinn og síðan voru þær stöllur roknar af stað á pallbílnum góða. ■ Golftíminn Golftíminn verður einnig í blaðinu á morgun, laugar- dag. Jafnan rétt til ójafnaðar Nýlega skrifaði Árni Björnsson læknir grein í Morgunblaðiö. Birtir hann þar drög að laga- frumvarpi um hámarksaldur fólks og stofnun úreldingarsjóðs gamalmenna, er annast skuli úreldingu fólks sem komið sé á þann aldur, að ætla megi, að það auki ekki blessaðan hag- vöxtinn. Frumvarpsdrög þessi em hið gagnlegasta plagg, enda miða þau að aukinni hagsæld. En því miður gengur Árni ekki nógu langt í hugmyndum sínum. Það er ekki nóg að losa þjóðfélagið við gamalmenni. Það verður einnig að losa það við öryrkja, fólk með óhagkvæma skóla- göngu að baki, að nú ekki sé tal- að um óskólagengna pakkið. Þá væri þarft verk að útrýma vit- laust staðsettum landsmönn- um, s.s. sveitamönnum og fólki í óarðbærum sjávarplássum. En eigi að efla hagvöxtinn, þarf umfram allt að útrýma hugs- andi fólki. Hvaða lífsrétt eiga þeir, sem ekki kyngja þeirri fullyrðingu sprenglærðra hagfræöinga, að það eitt skipti máli, að menn geti að meðaltali lifað af laun- um sínum? Ég segi engan, enda eru þar á ferðinni með allra hættulegustu mönnum. Þetta eru ofstækismenn, sem trúa jafnvel betur því, sem þeir sjá í buddunni sinni, heldur en þaul- hugsuðum og djúpvitrum orð- um framkvæmdastjóra Vinnu- veitendasambandsins. Og þeir leyfa sér meira að segja, að draga þessi orð í efa, eins þótt þau séu endurtekin, bæði af fjár- málaráðherra og forstjóra Þjóð- hagsstofnunar. Svo langt aftur sem ég man, hefur íslandi verið stjórnað af gráum fjórfætlingum með lang- an hala og stór eyru. Halann hafa verur þessar notað til að slá til þeirra, sem aftar þeim standa í mannvirðingarröðinni og eyr- un til að nema þyt skjóttekins gróða. Frá þessari meginreglu eru til allrar hamingju fáar und- antekningar, enda hafa þær orð- ið til þess eins, að ala á heimtu- frekju almúgans. Hagvöxtinn verður að efla. En það skal vera lýðum ljóst, að hann er ekki heildarinnar. Hingað til hefur hagvöxturinn Pjetur Hafstein Lárusson SPJALL verið þeirra, sem fyrir hafa mátt una vel hag sínum. Verði út af því brugðið er voðinn vís. Þá eykst jöfnuður fólks og mönn- um verður erfiðara, að kaupa stærri jeppa en Nonni á móti. íslendingar yrðu m.ö.o. að hætta að vera konungbornir aular fjarst við eilíföar útsæ og taka upp á þeim fjanda, að vera hugsandi þjóð. Slíkt væri alvar- leg atlaga að okkar margrómuðu þjóðerniskennd. Tilefni Morgunblaðsgreinar Árna Björnssonar mun vera nið- urskurðurinn í samhjálparkerfi alþýðunnar. Án þess að ég hafi rætt það sérstaklega við lækni þennan, hef ég grun um, að skrifum hans sé ætlaö aö vega að fégræðgi valdastéttarinnar. Því eins og hann bendir rétti- lega á, er sparnaður í samhjálp- inni eingöngu til þess ætlaður, að auka við það fjármagn, sem höfðingjarnir hafa til ab leika sér með. Þetta er skaðlegur hugsunar- háttur, enda gæti hann stuölað að auknu almennu jafnrétti í landinu. En við íslendingar vilj- um ekki almennt jafnrétti. Aftur á móti viljum við hafa jafnan rétt til ab vaða á skítugum skón- um hver yfir annan. Þess vegna kjósum við eins og við kjósum, hvort heldur er til Alþingis eða t.d. í stjórnir stéttafélaga. Ef Árni Björnsson hefði hund- svit á næringarfræöi þjóðarsál- arinnar, sæi hann það í hendi sér, að sálin sú arna nærist á minnimáttarkennd. Og hvað getur verið fólki, langþjökuðu af minnimáttarkennd meira gleði- efni, en ab geta keypt sér rán- dýra læknisþjónustu, út á segj- um t.d. háskólagráðu í hag- fræöi, á meöan Nonni á móti veslast upp og deyr úr lungna- bólgu, af því aö hann á ekki einu sinni fyrir lækniskostnaði, þessi búðarlokuauli? ■ FÖSTUDAGS PISTILL Hórmang í Kúrlandi Kæru Hrafn Jökulsson ritstjóri Al- þýðublabsins og Leifur Hauksson umsjónarmaður á Rás tvö. Að gefnu tilefni les ég ykkur bábum pistil dagsins: í síðustu viku sagði Alþýbu- blaðið frá því að höfundur þessa pistils hafi nú haslað sér völl í Lettlandi sem matróna í hóru- húsi. Sama dag varfrásögnin endurtekin í morgunútvarpi Rás- ar tvö hjá Ríkisútvarpinu. Nú er það svo að pistilhöfundur kallar ekki allt ömmu sína og er löngu hættur ab bibja fólk afsökunar á því ab draga lífsandann. Frásagn- ir af þessum toga kalla jafnvel á fyndin viðbrögð vina og kunn- ingja. Dæmi: Magnús í Kringlumýrinni spurbi pistilhöfund af hverju hann hefbi ekki fengib lób undir hóruhúsib hjá Reykjavíkurlistan- um og Baldur í miðborginni grét beisklega að vera ekki boðinn vib opnunina. Svona frásagnir eru því vissulega efni í gamanmál og skal engan undra. En oft eru hlátur og grátur í sama mál. Ekki er öllum skemmt þegar fjölskyldufaðir í Breibholti er sagbur framfleyta börnum sínum meb skipulögbu vændi. Aubvitab hrýs mörgum hugur vib fólki af því sauðahúsi og andrúmib í kring um hórmangara er vægast sagt vibbjóbslegt: Ánaubugar ungar stúlkur sem dólgar halda í eiturvímu og allsleysi á meðan þeim endist heilsa og aldur en lifa sjálfir í vellystingum praktug- lega á þeirra kostnab. Varla er því hægt ab hugsa sér öllu verri dólg en melludólg. Nú er pistilhöfundur á þeirri skobun ab penninn sé máttugri en púðrib og vib strákarnir sem fjöllum um dægurmál ífjölmibl- um eigum ab gera upp sakirnar á heimavelli en leita ekki á nábir utangarösmanna fyrr en í lengstu lög. Ég legg því til hérna, Hrafn minn, að við félagarnir gömlu og samherjarnir, leitum saman að staðfestingu á frásögn Alþýöu- blabsins og rekjum porin frá sögumanni blabsins ab upp- sprettunni. Síban birtum vib málalok í Alþýðublaðinu og jafn- vel hér í pistlinum þegar ab því kemur. Leifur mun vafalaust lesa þau upphátt í morgunþætti Rás- ar tvö. Öbrum koma málalokin í rauninni ekki vib. Ekki má velkjast í vafa um málavexti. Alþýbublabib er blab Jóns Baldvins Hannibalssonar sem hefur maklega hlotið meiri sæmd en abrir íslendingar í Eystrisjó. Ekki tjóir að blettur falli á nafn íslands á þeim vettvangi. Heimir Steinsson útvarpsstjóri segir Ríkisútvarpib vera háborg íslenskrar menningar og eru þab eflaust orb að sönnu. Morgunút- varp Rásar tvö mun ekki láta sinn hlut eftir liggja ab rísa undir nafni. Pistilhöfundur fer senn úr bæn- um og vonast til ab heyra frá ykkur bábum um helgina! Bestu kvebjur til konu og barna nú í lok hundadaga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.