Tíminn - 23.08.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.08.1996, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 23. ágúst 1996 Jón Baldvin Hannibalsson og dr. Carl August Fleischer gefa út rit: Fiskveiöideilur og þróun hafréttar Fiskveiöar og hafréttur í norö- urhöfum er heiti á riti sem komiö er út á norsku eftir Jón Baldvin Hannibalsson, fv. ut- anríkisráöherra og dr. Carl August Fleischer, prófessor og ráögjafa norsku ríkisstjórnar- innar í hafrétti. Útgefandi er „Den Norske Atl- anterhavskomité" sem í Noregi gegnir svipuðu hlutverki og Samtök um vestræna samvinnu gera hér á landi. Útgáfan er hluti af ritröð undir samheitinu: „Det sikkerhetspolitiske biblio- tek" eöa bókasafn um öryggis- mál. Það er gefiö út í 6 þús. ein- tökum og dreift m.a. til skóla, rannsóknarstofnana og al- mannasamtaka í Noregi. Jón Baldvin fjallar um fisk- veiðideilur í N-Atlantshafi og í alþjóðlegu samhengi; um þróun hafréttarins; um fiskverndar- svæðið við Svalbarða; um deilur Norðmanna við aðrar fiskveiði- þjóðir á Atlantshafi og tillögur til lausnar. Dr. Fleischer færir fram rök Norðmanna yfir yfir- ráðum þeirra á Svalbarða og for- ræði þeirra yfir hinu svokallaða fiskverndarsvæði við Svalbarða. Det sikkeihclspolitiske bíbliotek nr. 8/1996 Jón Baldvin Hannibalsson Carl August Flelscher Fiske og havrett i nord Ritið er fróðlegt fyrir þá sem vilja kynna sér deilur Norð- manna og íslendinga um fisk- veiðirétt á Norðurslóðum og rök deiluaðila í málinu. Hægt er að fá ritið á skrifstofu SVS, Garða- stræti 2, sími 56100156. -BÞ Á horni Brúna- og Kleifavegar er reisulegt timburhús, hálf falið í skjóli gróskumikilla trjáa í stómm skrúðgarði. Bæði húsið og garðurinn eiga sér mjög sérstaka sögu. Þetta hús hefur skipt oftar um stabi og nöfn en önnur hús í borginni. Þann 1. maí 1847 fær Dr. Hallgrímur Hannesson Scheving útmælda 2250 fer- álna lóð milli Chr. Möllers og Símonar Hansen á norbanverðri Smibsbæjarlób. Sama ár reisti Dr. Hallgrímur einlyft timb- urhús á lóðinni, Austurvöll 1. Samkvæmt manntali í desember 1847 búa í húsinu: Hallgrímur Hannesson Sche- ving, Kristín Gísladóttir, kona hans, synir þeirra, Hannes og Arnkell og Helga In- gjaldsdóttir 22 ára vinnukona. Dr. Hallgrímur Hannesson Scheving var fæddur 13. júlí 1781, sonur síra Hann- esar Scheving Lárussonar prests á Grenjaö- arstöðum (Grenjabarstað) og konu hans Snjálaugar dóttur Hallgríms prests á Gren- jaöarstööum. Hallgrímur lauk aðgöngu- prófi í háskóla með fyrstu einkunn. Hann fékk tvívegis verðlaunapening háskólans í Kaupmannahöfn fyrir úrlausn verkefna (1807 og 1808). Settur kennari í Bessa- staðaskóla 5. júní 1810 og fastur kennari 5. oktober sama ár. Vorið 1817 doktor í heimspeki í háskólanum í Kaupmanna- höfn, varð yfirkennari í Lærða skólanum í Reykjavík, 1846 og settur rektor 1850. Hann þótti snjall kennari og vel að sér. Kona hans var Kristín Gísladóttir, fædd 17. oktober 1798, dóttir Gísla Jónssonar á Breiðumýri. Synir þeirra: Gísli, fæddur 1820, andlega veikur, Hannes, fæddur 1822, Hans stúdent, síra Lárus í Vogshús- um og Arnkell smiður, fæddur 1830. Dr. Hallgrímur Hannesson Scheving lést 31. desember 1861. Kristín Gísladóttir lést 22. janúar 1864. Árib 1865, eftir lát foreldra sinna, selja bræðurnir húsið Óla P. Ólasyni Finsen. Eftir það var húsið kallaö „Finsenhús." Óli Pétur Finsen var fæddur 1. janúar 1832, sonur Ólafs Finsens landsyfirdóm- ara og konu hans Maríu Nikolínu Óladótt- ur en hún var dóttir Óla Péturs Möllers kaupmanns í Reykjavík. Hann varð stúd- ent 1856. Sinnti síðan verslunarstörfum og var verslunarstjóri hjá W. Fischer í Reykjavík. Stofnaði bóka og pappírsversl- un. Hann var fyrsti póstmeistarinn á ís- landi 1872 og dvaldi í Danmörku veturinn 1871 til að kynna sér slík störf. Fyrsta póst- húsið í Reykjavík var til húsa í Finsenhúsi Austurvelli 1, en fljótlega var gatan sem húsib stóð vib nefnd Pósthússtræti eftir húsinu, sem varð númer 11 við götuna. í kringum 1867 lét Óli P. Finsen breyta húsinu og meöal annars var settur á þab kvistur og húsib lengt. í brunavirðingu frá 1874 er sagt ab á vesturhlið hússins sé kvistur, er nær inn á mitt húsib, 11 álnir á lengd. Þar er sagt ab húsið sé byggt af bindingi, múruðum úr múrsteini og hol- steini, með helluþaki á súð og plægðum borðum, klætt utan með borðum. í hús- inu eru átta íbúðarherbergi auk eldhúss. Stærb hússins 25 1/2 x 10 3/4 álnir að grunnfleti og hæð veggja 3 3/4 alin. Árib 1878 var húsið endurbætt, nýtt gólf var sett í það og bætt við tveimur íbúðarher- bergjum. Fyrri kona Óla P. Finsen var Henrika Brúnavegur 8 (BreiöablÍK) Andrea, hún var dóttir Mortz W. Bi- erings kaupmanns í Reykjavík. Samkvæmt manntali árið 1870 búa í húsinu: Óli P. Finsen 38 ára, kona hans Henrika Andrea 26 ára og börn þeirra; María 6 ára, Moritz Wilhelm 5 ára og Ólafur 3 ára, Jane Marea 15 ára systir frúarinnar, Pétur Vilhelm 21 árs verslunar- maður, Gubbjörg Erlingsdóttir 37 ára vinnukona og Guðríður Ingjaldsdóttir 25 ára vinnukona. í manntali frá 1880 búa í húsinu, Óli P. Finsen póstmeistari, María Kristín Þórðar- dóttir 35 ára, seinni kona hans og börn þeirra, Henrika 3 ára, Soffía 4 ára, Þórbur 2 ára, Karl 1 árs og óskírð dóttir á fyrsta ári. Börnin þrjú af fyrra hjónabandi voru einnig á heimilinu. Þá eru þar vinnukon- urnar, Ágústa Eiríkdóttir 21 árs, Valgerður Eyjólfsdóttir 22 ára og Guðbjörg Jónsdótt- ir 20 ára. í brunavirðingu frá árinu 1893 segir að póstmeistari Óli P. Finnsen hafi stækkað og endurbætt hús sitt, byggt kvist út að austanverðu, 4 álnir á lengd 2 álnir á breidd og 8 álnir á hæð. Ab utan er austur- hlið klædd borðum en suður og norður- gaflar með hellum. Kvisturinn er byggður úr múruðum bindingi með múrsteini og járnþaki á súb. Aðalhúsið er allt klætt boröum og byggingarmáti hinn sami. Uppi eru sjö íbúðarherbergi og eitt geymsluherbergi, öll þiljuð og með veggjapappír. Á hæbinni eru sex íbúðar- herbergi og eldhús með eldavél. Þegar póstafgreiðslan var flutt í annað húsnæði var húsið kallað „gamla pósthúsib." Óli P. Finsen lést 2. mars 1897. Thor Jensen verður eigandi að „gamla pósthús- inu," 1902. í ævi- minningum hans segir ab Einar Benediks- son skáld hafi hvatt Thor mjög til að kaupa húsið, sem þá var dánarbú Óla P. Finsens póstmeistara. Thor Jensen hafði þá komið á fót Godthaabsverzluninni en bjó í sama húsi og verslunin var, á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis, en þótti nokkuð þröngt um sig. Hann og kona hans Margrét Þorbjörg fluttu heimili sitt yfir í gamla pósthúsið og bjuggu þar til ársins 1908. Eftir það kaupir Carl Olsen stórkaupmaður húsið og bjó þar í nokkur ár. En árib 1928 var íslandsbanki orðinn eigandi hússins. Bankinn skipti lóðinni og seldi hluta hennar undir Hótel Borg. Þá var „gamla pósthúsið" selt til niðurrifs. Þá kaupir Jón Kristjánsson nuddlæknir þab. Hann lét flytja húsib suður í Skerjafjörð og reisa að nýju við Reykjavíkurveg 1. Jón Kristjánsson bjó þar í nokkur ár en síðan eignaðist Þuríður Sigurðardóttir húsib og rak þar barnaheimili. Tómas Hallgrímsson bankamaður átti húsið um tíma. í byrjun ársins 1941, selur Tómas húsið Halli Hall- syni tannlækni, sem nokkrum mánuðum síbar var gert ab fjarlægja húsib af breska hernámsliðinu. En það var vegna bygg- ingu Reykjavíkurflugvallar að húsið þurfti að fjarlægjast. Bretarnir fluttu þá húsið 14. ágúst 1941 fyrir Hall á þann stað þar sem það nú stendur. Þegar húsið var flutt á núverandi stað var Brúnavegur ekki til og húsib nefnt Út- hlíö Laugamýrabletti 35. HÚSIN í BÆNUM FREYJA JÓNSDÓTTIR Árið 1943 er húsið tekib til virðingar eftir að búið er að endurbæta það og byggja við það útskot meö skáþaki. Þá er einnig getið um að kjallari úr steinsteypu sé undir hluta hússins sem er hólfaður í tvennt, geymsluherbergi og kyndiklefa. Þá hefur verið byggt geymsluhús, úr bind- ingi, klætt utan borðum, vírneti og múr- húb á veggjum og meb járnþaki á pappa og borðasúð. Steinsteypugólf og grunnur er undir húsinu, allt þiljað innan og múr- húðab. Það er hólfað í tvennt, bifreiða- geymslu og þvottahús. Árið 1944 byggir Hallur Hallsson útskot til suðurs úr austurenda útbyggingar, fyrir son sinn. Leyfi fyrir útbyggingu þessari var háð því að Hallur fjarlægði hana bænum að kostnaðarlausu ef þess yrði krafist. Hall- ur sendi nokkrum sinnum beibni um að þessari kvöb yrði létt af húsinu en það var ekki fyrr en í byrjun ársins 1972 eftir að Hallur hafði selt eignina þeim Hrafnhildi Kjarval og Tryggva Hjörvar að þau Hrafn- hildur og Tryggvi fengu þessari kvöð af- létt. Fljótlega eftir ab Hallur hefur flutt hús- ið á núverandi stað fær það heitið Breiða- blik og er um tíma talið vib Sundlaugaveg eða þar til framlenging vegarins fær götu- heitiö Brúnavegur. Árið 1960 kviknabi í húsinu og fór þá fram mikil viögerð á því. í brunavirðingu 1961 segir að húsið sé óbreytt frá mati, en hafi veriö endurnýjað eftir bruna. Stofa í norburenda hafi veriö múrhúðuð að innan. Einfalt gler í glugg- um, á gólfum parket og hurðir málaðar. Þakhæð er óbreytt, þar er allt dúkab og málab. Baðherbergi hefur verið málað og múrhúðab og flísalagt. Kjallari er óbreytt- ur frá síðasta mati. Járn á þaki var endur- nýjað eftir brunan og hluti af gluggum þakhæðar. Sumarið 1982 seldi Tryggvi Hjörvar hús- ið núverandi eigendum. Núna em í húsinu tvær íbúðir, önnur í eigu Nikulásar Hall og Áslaugu Helgadóttur, en hin íbúðin er í eigu Bergs Benediktssonar og Ragnhildar Þórar- insdóttur. Núverandi eigendur hafa gert húsið upp og fært það í sitt upprunalega horf. Má þar nefna meðal annars að búið er ab klæba húsið með listasúð og skipta um alla glugga hússins og eru þeir eins og upp- haflegu gluggar þess vom. Vinnustundirnar vib húsið hjá núverandi eigendum em orðnar margar enda húsið glæsilegt jafnt utan sem innan. Leifur Blumenstein bygg- ingafræðingur var rábgjafi þeirra við endur- bygginguna. Margar merkar byggingar í Reykjavík hafa verið gerðar upp eftir hans leiðsögn. Kringum Brúnaveg 8 er óvenjulega stór og fagur skrúðgaröur sem talib er að sé fyrsti skipulagði skrúðgarðurinn í Reykjavík. Hallur Hallson tannlæknir lét gera garðinn. Haflibi Jónsson sem þá var garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar segist ekki eiga heiður- inn af skipulagningu garðsins en hafa kom- ið þar nokkmm sinnum. í garðinum sem ábur tilheyrbi Breiðabliki og Hallur tann- læknir átti, en er nú Kleifavegur 6, er mosa- vaxinn hestasteinn. Vib steininn er stein- bekkur. Ekki er á þessari stundu vitað með vissu hvort steinninn og bekkurinn vom þama þegar Hallur flutti húsið, eða hvort hann lét flytja þá í garðinn. Heimildir frá Þjóbskjalasafni og Borgarbókasafni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.