Tíminn - 23.08.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.08.1996, Blaðsíða 7
Föstudagur 23. ágúst 1996 7 Umdeilt deiliskipulag norban og vestan Nesstofu á Seltjarnarnesi. Minnihlutinn segir lýbrœbib fótum trobib. Siv Frib- leifsdóttir sakar Jón Hákon um þversagnarkennd vinnubrögb. Pólitískt framapot Sivjar segir Jón Hákon: Seltirningar landlausir eins og indíánarnir í Ameríku Fulltrúar minnihlutanns á Seltjarnamesi, Bæjarmálafé- lags Seltjarnamess, hafna al- gerlega tillögu sjálfstæöis- manna aö nýju deiliskipulagi viö Nesstofu og telja hana um- hverfisfjandsamlega. Tillagan felur í sér 24 húsa íbúðabyggö á opnu svæöi norðan og vest- an Nesstofu sem minnihlut- inn telur skynsamlegt aö vemda fyrir komandi kyn- slóöir sem framtíöar saftia- svæöi, fomminja- og útivist- arsvæöi. í fyrradag var ofangreind deiliskipulagstillaga samþykkt í bæj arstjórn Seltj arnarnesbæjar. Heildarflatarmál nýja íbúða- svæöisins er um 20.000 m2 en almenningur fær fjórar vikur til aö gera athugasemdir við tillög- una. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins samþykktu tillöguna gegn atkvæðum minnihlutans. Meðal þess sem minnihlutinn gagnrýnir er að fornleifasvæði fari að hluta til undir fyrirhug- aða byggð og hefur Orri Vé- steinsson fornleifafræðingur tekið undir þá skoðun. Minni- hlutinn leggur til að frestað verði auglýsingu á deiluskipu- lagstillögunni. Siv Friðleifsdóttir, fulltrúi Neslistans, gagnrýnir harðlega þátt Jóns Hákonar Magnússon- ar, forseta bæjarstjórnar, í mál- inu. Hún segir að oddaatkvæði Jóns Hákonar með deiliskipu- laginu sé fullkomlega í blóra við fyrri yfirlýsingar hans. Skoðana- könnun frá 1993 hafi sýnt að 54% íbúa á Nesinu vildu enga íbúabyggö á svæðinu og Jón Há- kon hafi sagt að hann hvikaði hvergi í að varðveita þá náttúm- perlu sem vestursvæði Nessins væri. „Jón Hákon fer þvert gegn fyrri yfirlýsingum. Hann sagðist ætla að fara að vilja bæjarbúa og vernda umhverfið og fornminj- ar. Svo leyfir hann sér — eftir að hafa greitt oddaatkvæði með til- lögunum — að segja í fréttum að hann hefði viljað sjá færri hús á nýbyggingarsvæðinu. Mann rekur í rogastans. Mér er alfarið hulin ráðgáta hvað mað- urinn er að meina." Siv segir brýnt að vekja at- hygli íbúa á því umhverfisslysi sem þarna gæti orðið. Hún skor- ar á íbúa Seltjarnarness að skila inn skriflegum mótmælum og athugasemdum. „Það er verið að fótum troða lýðræðið á Sel- Bœjarlistamabur Seltjarnar- ness 7 996 útnefndur: Gunnar Kvaran fyrsti bæjar- listamaðurinn Gunnar Kvaran, sellóleikari, hef- ur verið útnefndur bæjarlista- maöur Seltjamarness fyrir áriö 1996. Þetta er í fyrsta sinn sem Seltjarn- arness stendur að slíkri útnefningu en hugmyndin er sú að það veröi gert árlega. Tilkynnt var um útnefn- inguna í gær á Sex-baujunni á Eiðis- torgi og Gunnari afhent viðurkenn- ingarskjal og starfstyrkur upp á 400 þúsund. ■ Siv Friöleifsdóttir. tjarnarnesi." Siv segir ennfremur að fjöldi sjálfstæðismanna vilji enga byggð á þessu svæði og því sé málið ekki flokkspólitískt í eðli sínu. „Hins vegar em fulltrúar sjálfstæðismanna í bæjarstjórn haldnir þeirri blindu að telja þetta góða tillögu." Jón Hákon Magnússon sagði vegna ummæla Sivjar að hann hefði alla tíð verið samkvæmur sjálfum sér. „Það sem ég átti við í fyrri yfirlýsingum var byggð vestan Nesstofu. Við erum hér að tala um túnblett, svokallaö norðurtún, austan Nesstofu, og það skekkir ekki útsýnið eða sjónlínuna eins ég barðist fyrir á sínum tíma. Ég kom sjálfur í veg fyrir frægan veg sem áti að liggja í suðri að Nesstofu. Siv er einfaldlega að búa til úr þessu pólitískt moldviðri sjálfri sér til framdráttar." Jón Hákon ítrekar að það sé ekki búið að samþykkja að byggja 24 hús heldur einungis að auglýsa deiliskipulag. Hann sé reiðubúinn til að taka fullt til- lit til athugasemda íbúa, enda hafi hann gert grein fyrir þeirri afstöðu sinni í sérbókun á fundi Skipulagsnefndar Seltjarnar- ness. „Mér finnst ekkert liggja á að reisa þessa byggð en í lýðræði fer maður eftir ákveðnum prinsippum, stundunm er mað- ur í minnihluta og stundum í meirihluta." Ekkert óumdeilt opið svæði er lengur til á Seltjarnarnesi fyrir nýbyggingar. I greinargerð minnihlutans segir að bæjarfé- lagið sé landlaust og þeir sem vilji byggja ný íbúðarhverfi verða að leita til annarra sveitar- félaga. Jón Hákon segir um þá staðreynd: „Við erum orðnir eins og indíánarnir í Ameríku. jón Hákon Magnússon. Hér má sjá hvernig hiö umdeilda svceöi hefur veriö skipulagt. Við áttum einu sinni meirihlut- ann af Reykjavíkusvæðinu en höfum selt mikið land í gegnum tíðina." -BÞ Jagur-Clltmtmt -besti tími dagsins! VINNINGSTÖLUR MÐVIKUDAGINN Vlnnh0" ÆdJ. 1. «-« 2.. 3. »-* 4. «-• 5..1 Samtals: 242 782 1.033 Vlnning*- uppheO 8.942.000 613.652 60.110 1.580 200 46.102.852 46.102.852 1.392.852 Upphru* irn winirgMíitM erhg IiVtmti 568-1511 efe Gi»nu nínwi 800*611 og I «3 dagar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.