Tíminn - 23.08.1996, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.08.1996, Blaðsíða 12
Vebrib (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland, Faxaflói og Breibafjör&ur: Norbaustangola eba - kaldi. Léttskýjab. Ví&a 12 til 16 stiga hiti. • Vestfir&ir: Nor&austanátt, ví&ast gola. Skýjab me& köflum, hiti 10 til 12 stig. • Strandir og Nor&urland vestra: Nor&angola, sums sta&ar kaldi. Skýjab ab mestu. Hiti 7 til 11 stig. • Nor&urland eystra: Nor&austangola e&a -kaldi og skýjab. Lítils hátt- ar rigning austan til í fyrstu en þurrt ab mestu sí&degis. Hiti 8 til 13 stig. • Austurland a& Glettingi: Austlæg e&a breytileg átt, ví&ast gola. Dá- lítil rigning í fyrstu en styttir upp a& mestu í dag. Hiti 8 til 12 stig. • Ausstfir&ir: Nor&austankaldi og rigninq e&a súld í fyrstu en styttir smám saman upp, fyrst sunnan til. Hiti 7 tíl 10 stig. • Su&austurland: Nor&austlæg e&a breytileg átt, sums sta&ar kaldi. Skýjab meb köflum, en léttir heldur til þegar liöur á daginn. Hiti 10 til 14 stig. Eigiö fé byggingarsjóös verkamanna minnkaöi um 620 milljónir þrátt fyrir 500 milljóna ríkisframlag: Um 1.300 milljóna halli á Byggingarsjóbi verkamanna „Gífurlegur halli varb á Bygg- ingarsjó&i verkamanna á ár- inu, sem og árið á&ur. Má a& sjálfsög&u ekki vi& svo búi& standa, ella fer illa fyrir hon- um á næstu árum", segir for- stjóri Húsnæ&isstofnunar rík- isins m.a. í skýrslu síbasta árs. Þrátt fyrir 500 milljóna ríkis- framlag rýma&i eigib fé sjó&s- ins um 620 milljónir á árinu. Enda var sjó&urinn ger&ur upp me& 1.300 milljóna halla (til vi&bótar 1.100 milljóna halla ári& á&ur). Hallinn fór þannig hátt í a& samsvara vaxtatekjum ársins, sem voru 1.700 milljónir af samtals 45 milljar&a útlánum. Þetta er skýrt dæmi um afleið- ingar þess aö taka fé að láni á háum vöxtum og lána þab aftur á lágum. Vegnir meöaltalsvextir af lánum sjóbsins voru 2,4% en sjálfur þurfti hann ab borga 6,5% meðalvexti af lántökum sínum. Byggingarsjóbur þurfti ab borga 2.700 milljónir í vexti af þeim 37 milljöröum sem sjóðurinn hefur fengiö lánaðar hjá öbrum sjóbum. Forstjóri HR, Sigurður E. Guð- mundsson, segir helstu ástæb- urnar fyrir því hvernig komið sé fyrir Byggingarsjóöi verka- manna fjórar: Lækkandi fram- lög ríkissjóðs. Þar af leiðandi stórauknar lántökur á háum vöxtum. Útlánsvextir sjóbsins, í þessari stöðu, hafi verið óraun- hæfir í fjölmörg ár. Þrátt fyrir það hafi útlán sjóðsins verið stóraukin. "Að sjálfsögbu eru það stjórn- völd ein, sem mótað hafa þessa stefnu og ráðið þessari ferð. Þab er nú mikilvægt umhugsunar- efni hvernig til hefur tekist", segir Sigurður E. Gubmundsson. Heildarútlán Byggingarsjóðs verkamanna námu um 3.640 milljónum króna á síðasta ári, sem var 13% minna en árið áð- ur. Sjóðurinn veitti framkvæm- dalán til byggingar eða kaupa á um 400 milljónum á árinu, hvar af rúmlega 40 voru keyptar á al- mennum markaði. Endursölu- íbúðir voru hins vegar nærri 820 á árinu og hefur þeim fjölg- að um 260% á hálfum áratug. Þrátt fyrir þab hefur útstreymi úr sjóðnum vegna þeirra farið lækkandi ár frá ári, sem skýrist af því að sífellt fleiri af þeim íbúöum sem innleystar eru eru meb fullverðtryggð áhvílandi lán. Lánsumsóknir til Byggingar- sjóðs verkmanna voru nær tvö- falt fleiri (vegna 890 íbúða) en veitt lán. Flestar lánveitingarnar að þessu sinni (170) voru til fé- lagslegra leiguíbúða, en eignar- íbúðir voru einungis rúmlega 100. Kaupleiguíbúðir voru rúm- lega 180 hvar af félagslegar voru heldur fleiri en almennar. ■ i y3» ir ■ ^ (jw : 'pl 1 * A. 1 9. % Ekkert minni umferö þrátt fyrir áróöur. „ Varla merkjan- legt, viröist vera mjög áþekkt og venjuiega," sagöi Reykjavíkurlög- reglan um umferöina íhöfuöborg- inni í gœr, en þrátt fyrir þaö var leikfimin í fullum gangi á strœtóbiö- skýlunum í gœrmorgun. Sími Flugleiöir: Veltuaukning en tap Þrátt fyrir 14% veltuaukningu hjá Flugleiðum frá sama tíma á síbasta ári hefur afkoma fé- lagsins versnað. Tapið fyrstu sex mánuöi ársins var 848 milljónir króna en tapib nam 642 milljónum króna á fyrri helmingi sí&asta árs. í frétt frá félaginu segir ab tap sé af starfseminni að jafnaði á þessu tímabili vegna árstíða- sveiflna í flutningum. Siguröur Helgason forstjóri fullyrðir ab afkoman á seinni helmingi árs- ins verbi betri en hún var á seinni helmingi síðasta árs og gera rekstraráætlanir félagsins ráð fyrir hagnaði þegar upp er staöiö. Ástæðan fyrir verri af- komu en á síðasta ári er í fyrsta lagi vegna aukinna umsvifa í rekstri félagsins, sem ekki byrja að skila verulegum tekjum fyrr en á síðari hluta ársins og vegna eldsneytishækkana og óhag- stæðrar gengisþróunar. -ohr GRÆNT NÚMER Nýjung á íslandi! Eitt númer um allt land 800 70 80 ekkert gjald, hvar sem þú ert á landinu! Kraftmikiö og óvenjulegt innlegg i baráttuna gegn fíkniefnum: Söngleikurinn Sumar á Sýrlandi Fíkniefnavandi unga fólksins í dag, þ.e. hinnar svoköllaðu X- kynsló&ar, og 68-kynsló&arinnar er me&al þess sem sjónum er beint a& í nýjum söngleik, Sumar á Sýr- landi, sem frumsýndur ver&ur á sunnudaginn, í Loftkastalanum kl. 20.00. Sýningin er sett upp í kringum lög og texta af eldri plötum hljóm- sveitarinnar Stu&manna. Henni er ætlað að skemmta áhorfendum á öllum aldri með söng, dansi og hverskyns glensi. Þá á hún enn- fremur að vera kraftmikið og óvenjulegt innlegg í baráttuna gegn vimuefnum. Aðstandendur söng- leiksins vilja höfða til áhorfenda- hóps sem gengur þvert á kynslóðir, meðal annars með það fyrir augum að vekja umræðu t.d. foreldra, kennara og unglinga um þann vá- gest sem fíkniefnin eru. Leikstjóri og höfundur er Valgeir Skagfjörð og framleiðandi er Valgeir Guðjóns- son. Við tilurö sýningarinnar hefur verið lögð rík áhersla á ab virkja ungt hæfileikafólk, jafnt utan sviðs sem innan. Leikendur eru 23, marg- ir hverjir meö víðtæka reynslu úr leiklistarlífi framhaldsskólanna, og hljómsveit er skipuð 5 ungum hljóðfæraleikurum. ■ Þjónustusími Dags-Tímans er opinn alla virka daga kl. 9-17. Hringdu núna ef þú ert með ábendingar, skoðanir eða vilt gerast áskrifandi að hinu nýja blaði. -besti tími dagsins!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.