Tíminn - 28.08.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.08.1996, Blaðsíða 4
4 Mi&vikudagur 28. ágúst 1996 ffíWÍH®! STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1,105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf. Mána&aráskrift 1700 kr. m/vsk. Ver& í lausasölu 150 kr. m/vsk. Tímamót Frá og með morgundeginum verða þau þáttaskil í útgáfu Tímans að hann sameinast dagblaðinu Degi á Akureyri og út kemur nýtt blað undir heit- inu Dagur-Tíminn. Aðdragandi þessara breytinga hefur vakið athygli, enda er hér um að ræða at- hyglisvert skref í þeirri þróun sem hefur verið í fjölmiðlun hér á landi. Fjölmiðlar fara ekki var- hluta af hraðfara þróun og vaxandi samkeppni, og þær breytingar sem nú verða á útgáfu hinna grónu blaða sunnan og norðan heiða eru til þess að laga útgáfuna að þeim veruleika sem fjölmiðl- un í landinu býr við nú. Útgáfa blaða og önnur fjölmiðlun er rekstur og atvinnustarfsemi, við að þjóna lesendum og koma skoðunum á framfæri. í atvinnulífinu er samrunaþróun. Það sama hefur skeð í fjölmiðlun. Bættar samgöngur og fullkom- in fjarskiptatækni gera samstarf og samruna mögulegan sem hefði verið óhugsandi eða mjög erfiður fyrir tiltölulega fáum árum. Upphaf dagblaðaútgáfu hér á landi var samofið íslenskri stjórnmálasögu og blöðin voru tengd stjórnmálaflokkunum með einum eða öðrum hætti og tæki þeirra til sóknar og varnar. í þessu efni hafa orðið mjög miklar breytingar og tengsl stjórnmálaflokka og blaða hafa verið að rofna og stjórnmálamenn hafa fetað sig inn á nýjar leiðir til þess að koma sjónarmiðum sínum og stefnu- málum á framfæri. Nýir og öflugir miðlar hafa rutt sér til rúms, svo sem sjónvarpið sem er mjög sterkjur miðill og hinn nýi og hraðvaxandi miðill upplýsinga „internet" eða alnet. Sú tækni mun leiða af sér meiri breytingar á næstu árum en menn órar fyrir. Eigi að síður hafa dagblöðin traustan sess í til- veru íslendinga. Frá og með morgundeginum fækkar þeim um eitt, en hið nýja blað, sem byggt er á grunni tveggja blaða með sameiginlegar ræt- ur og langa sögu í íslenskri blaðaútgáfu, á að geta verið gildur þáttur í tilveru íslenskra blaðales- enda. Þegar Tíminn hættir nú að koma út einn sam- an undir hinu gamla og gróna nafni er ástæða til þess að minnast allra þeirra manna sem gerðu hann ætíb að marktæku málgagni í íslenskri þjóðfélagsumræöu, stundum svo gustaði rækilega um hann. Blaðið dró dám af tíðarandanum á hverjum tíma og stundum voru brandarnir hár- beittir í deilum blabanna og þau tókust á beint og milliliðalaust. Tíminn var alltaf fullveðja í þeim slag. Hins vegar er ástæðulaust að skrifa minningar- greinar um Tímann eða Dag. Saga þessara blaða er ekki öll, þótt nú hafi verið ákveðið að sameina kraftana í nýju blaði. Það þýðir eflingu þeirra ef vel tekst til og það er engin ástæða til annars en bjartsýni í því efni. Það er vissulega þörf fyrir blað með markmið Dags-Tímans, sem er mebal annars það að vera gott og upplýsandi fréttablað sem sinni lands- byggðinni sérstaklega. Með það að markmiöi leggja blöðin, sem eru auövitað það starfslið sem að baki þeim stendur, upp í nýja tilveru. Stórhugur og spenna einkenndi útgáfu Tímans fyrstu árin, rétt eins og stórhugur og spenna einkennir útgáfu sameinabs blaös Dags-Tímans: Þegar Tíminn var nýja blaöið dag eru merk tímamót í íslenskri blaðaútgáfu þegar tvö dagblöb, sem sett hafa svip sinn á fjöl- miðlaflóruna áratugum saman sameinast í eitt stærra og öflugra blab. Það eru dagblaðið Tíminn ásamt Degi á Akureyri sem eru í a&alhlutverkum þessarar sam- einingar og á morgun mun fyrsta tölublað Dags-Tímans koma út. Tíminn í dag er því síðasta tölublað þessa gamal- gróna dagblaðs undir sínu gamla heiti, en morgundagur- inn ber í skauti sínu framhalds- líf Tímans sem annarar megin- stoðar hins nýja blaðs. Lengst af hefur Tíminn verib málgagn framsóknarstefnunnar og rekst- ur blaðsins hefur í gegnum tíb- ina verið sveiflukenndur. Fyrir rúmum áratug var nafni blabs- ins um skeið breytt í Nútímann (NT) en sú tilraun endaði í rekstrarörðugleikum. Blaðið náði sér þó á strik aftur undir sínu gamla heiti Tíminn. Fyrir fimm árum eða svo hóft mikið hræringaskeið á Tímanum sem leiddi til þess að stofnað var nýtt útgáfufélag um blaðið og það átti að verða óháb Fram- sóknarflokknum með öllu, en þá höfðu raunar tengsl blaðsins við flokkinn þegar losnað mik- ið. Þessi tilraun tókst ekki nægj- anlega vel og endaði ótrúlega fljótt í rekstrarþroti. Upp úr reis Tíminn í þeirri mynd sem hann hefur verib síðastliðin tvö og hálft ár, en Frjáls Fjölmiðlun tók þá að sér að gefa út blaðið sam- kvæmt sérstökum samstarfs- samningi við Framsóknarflokk- inn, sem átti og á Tímanafnið, en tengsl flokks og blaðs hafa áfram verið lausleg. Sameining blaðanna nú er framhald af því endurreisnarstarfi sem þá var hafið og liður í því að búa til nýtt öflugt morgunblað á dag- bíaðamarkaðnum, samhliða því að tengslin við Framsóknar- flokkinn eru nú formlega rofin og Dagur-Tíminn verður ekki sérstakur málsvari neinna skipu- lagðra stjórnmála- eða hags- munasamtaka. Áhugaverbur spegill samtíðar Á tímamótum af þessu tagi er eblilegt ab líta um öxl og rifja upp fortíðina ábur en tekið er skref inn í framtíðina. Fyrir tæp- um 80 árum þegar Tíminn var „nýja dagblaðið" var vitaskuld mikil spenna og eftirvænting í þjóðfélaginu, ekki síður en þab eru miklar væntingar í þjóðfé- laginu núna gagnvart nýju blaði Degi-Tímanum. Það er því for- vitnilegt að skoða hvernig Tímamönnum þess tíma tókst til og skoða það með augum nú- tímablaðamannsins. í línunum hér á eftir er farib um víðan völl og blaðinu flett fram og aftur og ekki er hægt að segja annab en Tíminn þá hafi verib áhugaverð- Horft um öxl á tímamótum ur spegill samtíðarinnar. Það er einmitt yfirlýst stefna hins nýja blaðs líka ab verða áhugaverður samtímaspegill. Umbrotatímar Tíminn hóf göngu sína á miklum umbrotatímum. Heims- styrjöld geisaði, keisaradæmi hrundu í austanverðri Evrópu og í mibri álfunni og Tyrkja- veldi var að líða undir lok. Bandaríkin hófu bein afskipti af málefnum gamla heimsins og sendu herlið til ab berja á Þjóð- verjum. Hafnbönn, kafbátahernabur og tíðar sjóorustur tepptu sigl- ingar til íslands og vömskortur var oft mikill. Dýrtíðin var meiri en bæði fyrr og síðar. Togarar voru að taka við af skútum og vélbátaskellir drundu um allan sjó. Alþýbusambandið var stofnað árið áður og launþegar í bæjum farnir ab gera kröfur. Stjórn- málaflokkar voru að myndast og skil að verða á milli sveita og kauptúna. Deilt var um fánamálið, enda skammt í ab ísland yrbi full- valda ríki. Ráðuneyti Jóns Magnússonar var nýtekið við völdum og var fyrsta ríkisstjórn- in sem réð húsum í íslensku stjórnarrábi. Jón var þá forsætis- , dóms- og kirkjumálaráðherra, Sigurður Jónsson atvinnu- og samgöngumálaráðherra og Björn Kristjánsson fjármálaráð- herra. Fyrsti ritstjóri Tímans var Guðbrandur Magnússon prent- ari, síbar forstjóri ÁTVR. Hann ritstýrði blaðinu frá því það kom fyrst út 17. mars 1917 fram í október sama ár, en þá tók Tryggvi Þórhallsson við og gegndi ritstjórastörfum næsta áratuginn, eða þar til hann varb forsætisráðherra 1927. Mikið er af því látið hve skör- uglega menn munduðu stíl- vopnin, þegar þeir áttust við á síöum blaðanna á fyrstu áratug- um aldarinnar. Rétt er það að margar voru greinarnar hvassar og em frásagnir yfirleitt meiri af vopnaviðskiptum en leikslok- um. Tíminn var frá byrjun mál- gagn Framsóknarflokksins og á síðum hans fór fram mikil um- ræða um þjóðmálin og áttu margir góbir menn þar hlut að máli. En Tíminn var einnig allt frá byrjun fréttablað og sagði tíö- indi erlend sem innlend, og þótt fyrirsagnagleðin væri í lág- marki og myndbirtingar alls engar, voru fréttirnar lesnar. Séu takmörkuð og frumstæb fjarskipti þess tíma höfð í huga og hve samgöngur voru strjálar, vekur.það undrun þegar Tíman- um er flett 75 árum síðar hve mikið er af fréttum í blaðinu og eins hitt hve mikil alúð var lögð við skrif, sem nú á tímum teld- ust til fréttaskýringa. Nýr þáttur í fyrsta tölublaðinu eru ítar- legar fréttir af ófriðnum mikla og hefjast þannig: „Hinn 1. febrúar byrjar nýr þáttur í sögu ófriðarins mikla. Þá tilkynna Þjóðverjar ab þeir hafi lagt hafnbann á óvinalönd sín í Norðurálfunni og að um- svifalaust verði hverju því skipi grandað, er sigla ætti til þeirra landa eða þaðan." Fjallab er um hvaða áhrif þetta hafi á Norðurlönd. 10 skipum er sökkt að meðaltali á dag og talið er að Þjóðverjar eigi yfir 500 neðansjávarbáta. Breytingar eru í vændum: „Þegar er tilkynning Þjóðverja kom um þessa allsherjar sigl- ingateppu þótti Wilson forseta Bandaríkja Norður-Ameríku hér vera svo mikil rangindi í frammi höfb að hann sleit tafarlaust sendiherrasambandinu við Þýskaland. Var eigi annað sýnna en að til ófribar dragi meb þeim þjóðum þá þegar, og var tals- verður vígahugur í mönnum, ekki síst vestanhafs. Til þessa hefur þó friður haldist og ekki er vonlaust um að svo geti staðið. Fullyrt er þó að Bandaríkin muni slíta friðnum ef Þjóðverjar bana þegnum þeirra." Í þessu ágæta yfirliti um stöbu mála í styrjöldinni er skírskotað til ástands sem síðar gat af sér miklar bókmenntir: „Frá ófriðnum á landi er alls ekert markvert að herma. Þar situr allt í sama fari að heita má sem fyrir tveim árum, ab minnsta kosti á vestri vígstöbv- unum. Ekki eru ófriðarþjóbirnar þó athafnalausar og má vænta mikilla viðburða með vorinu." Frá Rússlandi eru lausafréttir um ab uppreisn hafi verið gerð í Pétursborg, allsherjarverkfall sé í Moskvu og keisarinn sé rekinn frá völdum. Dýrtíbin Af innlendum tíðindum má nefna að breskur botnvörpung- ur strandaði á Meðallandsfjöru og nábist ekki á flot. Mannbjörg varð. Danskt seglskip rak upp á eystri hafnargarðinn í Vest- mannaeyjum og farmurinn blotnaði; sement, mjöl og eldsptýtur voru seld á uppbobi, en ekki 1100 kassar af bjór sem skipið var með. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefur fengið kostnaðaráætlun um virkjun Elliðaánna. 30000 hest- afla stöð kostar 2 millj. og 400 þús. kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.