Tíminn - 28.08.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.08.1996, Blaðsíða 9
Mi&vikudagur 28. ágúst 1996 9 \ íslandsbankamótiö: Konur stiga- hæstar 1 öll- um flokkum íslandsbankamótið í hesta- íþróttum var haldið á Æbar- odda, keppnissvæbi Dreyra á Akranesi, 17. og 18. ágúst. Þetta var opiö mót, en þátt- taka var ekki mikil ef frá eru talin félögin á suðvesturhom- inu. Sigurbjöm Bárbarson, snjallasti hestaíþróttakappi landsins, safnaði tii sín gull- inu eins og fyrri daginn. Það vakti þó athygli að kona hans, Fríða Hildur Steinarsdótt- ir, náöi mjög góðum árangri, en hún hefur náð góðum árangri í sumar eftir alllangt hlé. Konur vom áberandi í þessari keppni. Hulda Gústafsdóttir, keppandi í flokki fullorðinna, var þar stiga- hæsti knapinn, íslensku tví- keppnina hjá ungmennum vann Sigríður Pjetursdóttir, stigahæsti knapi og sigurvegari í íslenskri tvíkeppni hjá ungling- um var Magnea Rós Axelsdóttir Fjórganginn vann Sigurbjöm á Oddi en í öðm sæti varð Catrín Engström, Herði, á Ótta frá Miðhjá- leigu og Fríða Hildur í þriðja sæti á Hirti. Fimmganginn vann Sigurbjöm á Dyn frá Ytra-Skörðugili. í öðm sæti varð Hulda Gústafsdóttir, Fáki, á Kol frá Stóra-Hofi og þriðji varb Lár- us Hannesson, Snæfellingi, á Feng frá Uxahrygg. Gæbingaskeiðið vann Hulda Gústafsdóttir, Fáki, á Kol frá Stóra-Hofi. 150 m skeibið vann Sigurbjörn Bárðarson á Snar- Hvað stendur á bakvið gæðingana? Fríba H. Steinarsdóttir hefur náb mjög góbum árangri í sumar á hesti sínum, Hirti frá Hjarbarhaga. fara frá Kjalarlandi. Tölt ungmenna vann Alma 01- sen, Fáki, á Erró frá Langholti og annar varö Helgi Gíslason, Ljúfi, á Glófaxa frá Þúfu. Fjórgang ung- menna vann Ragnar Ágústsson, Sörla, á Óskadís frá Akranesi, en hann vann í fimmgangi á íslands- mótinu á þessu sama hrossi. Önnur varð Sigríður Pjemrsdóttir, Sörla, á Rómi frá Bakka. Þribji varð Helgi Gíslason Ljúfi á Glófaxa frá Þúfu. Fimmganginn vann Garðar H. Birg- isson, Herði, á Vaski frá Leysingja- stöðum og Ragnar Ágústsson varð annar á Kolbrá. Þribji varö Helgi Gíslason, Ljúfi, á Frey frá Borgar- nesi, en Helgi vann einnig gæð- ingaskeiðið í þessum flokki á Frey. Magnea Rós hafði yfirburbi Tölt unglinganna vann Magnea Rós Axelsdóttir á Vafa frá Mosfells- bæ og Birgitta Kristinsdóttir, Gusti, varð önnur á Ósk frá Refsstöðum. Sama röð varð í fjórganginum. Sylvía Sigurbjörnsdóttir, Fáki, vann töltið í barnaflokki á Hauki frá Akureyri og Berglind Rósa Guð- mundsdóttir, Gusti, varb önnur á Fjöbur frá Svignaskarði. Karen Mar- teinsdóttir, Dreyra, vann fjórgang- inn á Manna frá V.-Leirárgörðum og Sylvía varð önnur á Hauki. Aukasprettur var háður í 150 m skeiði þar sem Þórbur Þorgeirsson renndi hryssunni Lúm frá Ytra- Dalsgerði á 14,0 sekúndum sléttum, sem er mjög góður tími. Bikarmót Norburlands og stigahæsti knapi og sigurveg- ari í tvíkeppni í barnaflokki var Sylvía Sigurbjörnsdóttir. Sigurbjörn hirti gullin í flokki fullorðinna vann Sigur- bjöm töltið á Oddi frá Blönduósi og Fríða Hildur varð í öðm sæti á Hirti frá Hjarðarhaga. Þau kepptu bæði fyrir Fák. í þriðja sæti varð Þórður Þorgeirsson Geysi á Blökk frá Flugu- mýri. Á íslandsmótinu í hestaíþrótt- um sem haldið var í Mosfellsbæ komu fram margir snjallir gæb- ingar. Forvitnilegt er að skoða hvemig þeir em ættaðir, hvab stendur á bakvib þá af þekktum foreldmm. í fimmgangi fullorðinna sigr- aði Dynur frá Ytra-Skörðugili. Dynur er undan Sörla 653 frá Sauðárkróki og því kominn út af Sauðárkróksrækmninni, en þegar talab er um Sauðárkróksræktun í þessum pistli er átt við hrossa- rækt Sveins Guðmundssonar. Móðir Dyns er Prúb 5205 frá Ytra-Skörðugili sem er dóttir Hrafns 802 frá Holtsmúla og Gránu 5232 frá Dýrfinnustöðum. Á Ytra-Skörðugili hefur Sæmund- ur Hermannsson smndað hrossa- rækt um árabil með góðum ár- angri. Annar í fimmgangi varð Kolbakur frá Viðvík í Skagafirði. Á bakvið þann hest em þekkt hross. Faðir hans er Víkingur 1065 frá Viðvík í Skagafirði, en hann er sonur Fáfnis 897 frá Fagranesi sem er undan Hrafni 802 frá Holtsmúla. Móðir Víkings er Gloría frá Hjaltastöðum undan Rauð 618 frá Kolkuósi, en Gloría er af Kolkuóskyni í báðar ættir. Bræður Víkings sammæbra eru stóðhestarnir Viðar frá Viðvík og Safír frá Viðvík. Móðir Kolbaks var Gígja 4226 frá Víðimýrarseli undan Blesa 598 frá Skáney. Móðir hennar var einnig ættbók- arfærð Freyja 3245 frá Dúki. Þriðji hesmr var Bassi frá Stokks- eyri, en hann er sonur Ófeigs 882 frá Flugumýri. Farsæll ekki rétt feðraður B-flokki milorðinna sigraði Farsæll frá Arnarhóli í Landeyj- um. Hann er sagður undan Hjörvari 1013 frá Reykjavík. Þessi ættfærsla passar þó engan veg- inn, því Farsæll er fæddur 1988, en Hjörvar var seldur úr landi 1985. Ekkert er vitað um móbur Bikarmót Norðurlands í hesta- íþróttum fór fram á Vindheimamel- um í Skagafirði 17. og 18. ágúst. Það var sveit íþróttabandalags Akureyr- ar sem bar sigur úr býmm í úrslitum með 1167,88 stig; A-sveit Skagfirð- inga fylgdi fast á eftir með 1167,43 stig, en sú sveit hafði verið efst eftir forkeppnina. Aðrir sem átm þama lið í keppni vom Vesmr-Húnvetn- ingar, Ungmennasamband Eyja- fjarðar, Héraðssamband Suður- Þingeyinga/Ungmennasamband Norður-Þingeyinga og B-sveit Ung- mennasambands Skagfirðinga. Höskuldur og Þytur í góbu formi Fimmgang fullorðinna sigraði Töltið vann Höskuldur Jónsson ÍBA á Þyt og í öðru sæti varð Helga Ár- mannsdóttir ÍBA á Þokka. 150 m skeiðið vann Helgi Áma- son HSÞ/UNÞ á Húmori og annar varð Magnús B. Magnússon UMSS- A. Gæðingaskeiðið vann Þórarinn Illugason HSÞ/UNÞ á Fífli og í öðm sæti varð ísólfur L. Þórisson V-HÚN á Svarta-Svani. Fjórgang unglinga vann Agnar S. Stefánsson UMSE á Toppi og í öðm sæti varð Ásmund- ur Gylfason ÍBA á Móey. Tölt ung- linga vann Agnar S. Stefánsson UMSE á Toppi og í öðru sæti varð Þorsteinn Björnsson ÍBA á Drafnari. Hindrunarstökkið vann Matt- hildur Hjálmarsdóttir V-HÚN á Eldibrandi og annar varð Höskuld- ur Jónsson ÍBA á Rauð. ■ Móðir hennar var Freyja frá Hól- um í Hjaltadal undan Feng 457, sem sagt systir Sörla frá Sauðár- króki. Onnur í töltinu varð Næla frá Bakkakoti. Næla er undan Sælu 7985 frá Bakkakoti, sem er dóttir Ófeigs 882 frá Flugumýri. Faðir Nælu er Kópur frá Ártúni, sem er undan Flosa 763 frá Ár- túni. Þriðji var svo Oddur frá Blönduósi, sem þegar hemr verið sagt frá. I gæðingaskeiði sigraði Dynur frá Ytra-Skörðugili, en í 250 m sigraði Ósk frá Litla-Dal. Hún er undan Örvari 856 frá Hömmm í Grímsnesi og Gjóstu 5596 frá Stóra-Hofi, en hún var undan Náttfara 776, svo ekki er langt í skeiðgetuna. Af þessari upptalningu sést að Hrafn frá Holtsmúla er sterkur í framrækmninni og Sörli frá Sauðárkróki og Ófeigur frá Flugu- mýri eiga líka afkomendur í þess- um gæðingahópi. Allir em þeir Skagfirðingar. Seinna verða þeim sem sigmðu í öðmm flokkum gerð skil. ■ Höskuldur jónsson, Létti, nábi gób- um árangri á Þyt frá Krossum á Norburlandsmótinu. Tímamynd tj Sigrún Brynjarsdóttir ÍBA á Loga, annar varð Birgir Árnáson ÍBA á Þór. Fjórganginn vann Höskuldur Jónsson ÍBA á Þyt og í öðm sæti varð Mona G. Fjeld UMSS-A á Blæ. HEJTA- MOT KARI ARNÓRS- SON Dynur frá Ytra-Skörbugili er undan Sörla frá Saubárkróki og dóttursonur Hrafns frá Holtsmúla. Knapi er Sigurbjörn Bárbarson. Farsæls. Það hefur reyndar gerst áður í Landeyjum að menn hafa ekki verið klárir á ættfærslunni, en þetta hefði eigandi Farsæls átt að geta sagt sér sjálfur að ekki stæði heima. Annar í B-flokki var Oddur frá Blönduósi. Faðir hans hefur löngum verið sagður óþekktur. Víst er það betra ef maður er ekki viss heldur en rangfeðra. En samkvæmt því sem HESTAMÓT vita réttast í þessum efnum þá mun Oddur vera sonar- sonur Þáttar 722 frá Kirkjubæ. Margt í svipmóti hestsins ber það með sér að þar geti Kirkjubæing- ur verið á ferð. Þriðji hesturinn er Þymr frá Krossum á Árskógs- strönd. Hann er undan Glað 1032 frá Stóra-Hofi Sörlasyni 653. Móbir Glabs var Gríma frá Stóra-Hofi undan Stjarna 610 frá Bjóluhjáleigu. Móðir Þyts Fluga 5706 frá Krossum er undan Hrafni 802 frá Holtsmúla. Þarna er enn ein blandan af Hrafni og Sörla sem reynist vel. í tölti milorðinna sigraði Laufi frá Kollaleiru, en hann er undan Bjarti 1138 frá Egilsstöðum sem er undan Hrafni 802 frá Holts- múla. Móðir Laufa er Stjarna 5833 frá Hafursá í S.-Múl. undan Kvisti 640 Nökkvasyni frá Hesti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.