Tíminn - 03.02.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.02.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 3. febrúar 1990 FRÉTTAYFIRLIT WASHINGTON - George Bush Bandaríkjaforseti hefur skýrt frá því að Bandaríkja- menn muni skera framlög sín til Israela og Egypta niður um 10%. JERÚSALEM - Allt stefnir í hörkuuppgjör Yitzhaks Shamirs forsætisráðherra ísrael og Ariel Sharons varn- armálaráðherra, en þeir berj- ast um völdin í Likudbandalag- inu. Ljóst er að hart verður barist, enda báöir gamlir skæruliðar sem Bretar kölluðu hryðjuverkamenn á sínum tíma. MOSKVA - Eduard She- vardnadze utanríkisráðherra Sovétríkjanna sagði að ef sameining þýsku rikjanna ætti að verða veruleiki þá yrði fyrst að trygga að nágrannaríkjun um gæti aldrei staðið ógn af hinu nýja Þýskalandi. MOSKVA - Sendinefndir Azera og Armena hófu fyrstu beinu viðræðurnar um ástand- ið í Azerbajdzhan og Armeníu, en sendinefndirnar hyggjast leita leiða til að lægja þá kyn- þáttaólgu sem ríkir á þessum slóðum. Samningaviðræðurn- ar fara fram í Riga höfuðborg Lettlands og sjá stjórnarmeð- limir Þjóðfylkinga Lithá, Letta og Eista viðræounum. Sovésk yfirvöld koma þar hvergi nærri. Undanfarna daaa hafa sendi- nefndir Þjóofylkingarinnar komið boðum á milli sendi- nefnda Azera og Armena, en nú eru beinar viðræður hafnar. BÚDAPEST - Sovétríkin og Ungverjaland hafa ákveðið ao ganga frá tvíhliða samningi um brotthvarf sovéskra her- manna frá Ungverjalandi. SOFÍA - Todor Zhivkov fyrr- um forseti Búlgaríu var fluttur á sjúkrahús, en hann var í fangelsi þar sem hann beið eftir réttarhöldum yfir sér. Rétt áður hafði orðrómi um að Zhivkov hefði látist verið vísað á bug. Þá gerðist það að nýr formaður kommúnistaflokks Búlgaríu var kjörinn. Sá heppni heitir Alexander Lilov. Hann tekur við af Petar Mladenov sem kom Zhivkov frá völdum. 1111111’ ÚTLÖND ....................................................................................IIIIIHIIII.1111...IIIIIII.Hllllll..III Timamótaræða F.W. de Klerk forseta Suður-Afríku, þar sem hann boðar frelsun Nelsons Mandela: Afríska þjóðarráðið lögleitt í S-Afríku á starfsemi Afríska þjóðarráðsins og sagði að Nelson Mandela yrði sleppt úr haldi á næstu dögum. F.W. de Klerk forseti Suður-Afr- íku hefur létt 30 ára banni á starfs- semi Afríska þjóðarráðsins og segir að Nelson Mandela leiðtogi blökkumanna verði leystur úr haldi innan skamms. Mandela sem er einn helsti leiðtogi Afríska þjóðarráðsins hefur setið í fangelsi í 26 ár. „Tími samningaviðræðna er kom- inn ... Tími ofbeldisins er liðinn. Tími uppbyggingar og sátta er runn- inn upp,“ sagði De Klerk í ræðu sinni við setningu þings Suður-Afr- íku í gær. De Klerk skýrði frá því að banni við starfsemi þrjátíu og sex andstöðuhópa kynþáttastefnunnar verði aflétt, pólitískum föngum verði sleppt, ritskoðun fjölmiðla verði hætt og aftökum verði frestað. Hins vegar verði áfram takmarkanir á ferðum sjónvarpsupptökumanna og ljósmyndara og að ný lög verði samin með það fyrir augum að yfirvöld geti stjórnað því hvað birtist af myndefni frá óróasvæðum. Viðbrögð við ræðu De Klerks hafa víðast hvar verið jákvæð. Marg- aret Thatscher forsætisráðherra Bretlands hældi De Klerk á hvert reipi og bauð honum í opinbera heimsókn til Bretlands. Hún hyggst . einnig bjóða Nelson Mandela í opin- bera heimsókn um leið og hann verðurlátin lausúrfangelsi. Iyfirlýs- ingu Thatcher segir einnig að bresk stjórnvöld muni ekki lengur letja listamenn, íþróttamenn og vfsinda- menn til að hafa samskipti við koll- ega sína í Suður-Afríku. George Bush forseti Bandaríkj- anna tók í sama streng og fagnaði ákvörðun De Klerks. „Ég lít jákvætt á þessa ákvörðun og ég held að flestir menn í heimin- um geri það einnig,“ sagði Bush. Hins vegar ætlar Bush að bíða átekta og sjá hver þróunin verður áður en hann leggur til að aflétta viðskiptabanni á Suður-Afríku. Slíkt verði hann einnig að ræða við leiðtoga bandaríska þingsins. Embættismenn Afríska þjóðar- ráðsins tóku fréttunum um ræðu De Klerk með jafnaðargeði. Pallo Jord- an meðlimur framkvæmdanefndar ráðsins sagði greinilegar breytingar á stefnu Suður-Afríku, en tók skýrt fram að megin mikið vanti upp á að meginkröfum blökkumanna væri mætt. „Þetta er eins og hlaðborðsverður - hann tók þá hluta sem honum líkaði en skildi afganginn eftir,“ sagði Jordan. Beirút: Bardagar kristinna blossa upp að nýju Vopnahlé krístinna manna ■ Beir- út fór út um þúfur í gærmorgun og hófust bardagar af enn meirí hörku enn fyrr. Bardagarnir milli krístinna hermanna fastahers Líbanon sem lúta stjórn Michel Aouns hershöfð- ingja og vopnaðra herflokka úr hin- um krístnu Líbönsku sveitum, liðs- manna Sairs Geagea, eru með þeim hörðustu sem háðir hafa verið í Beirút þau fímmtán ár sem liðin eru frá upphafi borgarastyrjaldarinnar í Líbanon. Elias Hrawi hinn kristni forseti Líbanon sem nýtur stuðnings Sýr- lendinga hefur boðist til að grípa inn í átökin, biðji Líbönsku sveitirnar um það. Hrawi hefur eldað grátt silfur við Michel Aoun, sem neitar að viðurkenna kjör hans sem forseta og láta af stjórn hersins. Það eru sveitir múslíma í fastaher Líbanon sem eru hollar Hrawi. Leiðtoga Líbönsku sveitanna hafa hvatt raunsæa kristna menn um að aðstoða sig við að koma Aoun frá sem yfirmanni hersins og stöðva blóðbaðið. Bardagarnir hófust á miðvikudag þegar Aoun skipaði vopnuðum flokkum Líbönsku sveit- anna að leggja niður vopn. Þegar sveitirnar urðu ekki við því gerðu liðsmenn Aouns árás. Hafa vel á annað hundrað manns fallið í átökunum og fintmhundruð særst. Lestarslys í Frankfurt Ellefu manns fórust og um sjötíu slösuðust þegar tvær troðfullar far- þegalestir rákust á skammt frá Frankfurt í Vestur-Þýskalandi. Um það bil tvöþúsund manns voru með lestunum er þær rákust saman á Rússelsheim brautarstöðinni 25 km frá Frankfurt. UMSJÓN: Hallur Maqnússon BLAÐAMAÐ Hjálparkokkar Ceausescus dæmdir: Ævilangt fangelsi Fjórir helstu hjálparkokkar Nicolae Ceausescus voru dæmdir í lífstíðarfangelsi í gær, en þá dæmdi herréttur í málum þeirra. Tudor Posteinicu, fyrrum innan- ríkisráðherra, Ion Dinca, fyrrum aðstoðarforsætisráðherra, og Emil Bobu og Manea Manescu, fyrrum varaforsetar Ceausescus, voru allir fundir sekir um landráð og hafa verið sviptir öllum borg- aralegum réttindum og eignum. Fjórmenningarnir voru einnig sekir um aðild að þjóðarmorðum og geta þakkað því að dauðadóm- ar voru afnumdir í Rúmeníu 1. janúar. Ceausescu sjálfur og kona hans voru tekin af lífi á jóladag. Æðstaráðið yfirheyrir James Baker Utanríkismálanefnd Æðstaráðs Sovétríkjanna mun yfirheyra James Baker utanríkisráðherra Bandarfkj- anna þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna í næstu viku. Verður það að vonum söguleg- ur atburður, því aldrei hefur slíkt áður gerst. James Baker mun mæta á fund nefndarinnar, halda þar tíu mínútna framsögu og svara síðan spurningum nefndarmanna. Frá þessu skýrði bandarískur embættismaður í gær og sagði að utanríkisráðherrann muni svara öllum spurningum sem fyrir hann verða lagðar. Herinn hótar vopnavaldi í Kosovohéraði Herinn í Júgóslavíu segist reiðubúinn að beita vopnavaldi gegn óeirðum í Kosovo til að koma í veg fyrir að borgarastyrj- öld brjótist út í landinu. Her- menn og skriðdrekar hafa verið sendir til Kosovo, en hafa þó ekki enn gripið inn í átök Albana og iögreglu, en um það bil þrjátfu manns hafa fallið í kynþáttaátök- um á þessum slóðum að undan- förnu. Fjölmiðlar í Kosovo fullyrða að héraðið sé á börmum borgara- styrjaldar, en ekkert lát er á átökum Albana sem krefjast lýð- ræðislegra kosninga og lögregl- unnar. „Júgóslavneski alþýðuherinn er reiðubúinn og fullfær um það hvenær sem er að fylgja eftir þeirri stjórnarskrárlegri skyldu sinni að verja einingu landsins, lög og reglu, líf og eignir borgar- anna,“ sagði Stane Brovet að- stoðarvarnarmálaráðherra Júgó- slavíu á þingi Júgóslavíu í gær. „Það verður engin upplausn Júgóslvaíu á nokkurn máta, né valdabylting, hvað þá munum við líða borgarastyrjöld í landinu," sagði ráðherrann. Skriðdrekar óku fram og til baka kringum Pristina höfuðborg Kosovo í gær og lögreglumenn klæddir skotheldum vestum og vopnaðir vélbyssum stóðu vörð á götum borgarinnar. Eru um tvö- þúsund lögreglumenn á leiðinni frá Serbíu til að halda Albönum niðri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.