Tíminn - 03.02.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.02.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 3. febrúar 1990 Tíminn 5 Samningar milli stærstu aðila vinnumarkaðarins komnir í hús. Kosta ríkið 1300 milljónir. W Finnur Ólafur Ragnar milljarð um helgina? Island að verða fjár- hagslega siðuð þjðð? „Þetta eru tímamótasamningar settir saman af þáttum sem mynda það kerfi sem við ætlumst til að dugi til að koma verðbólgunni niður, efnahagslífi okkar í jafnvægi og stuðlað að batnandi lífskjörum í stað mikillar verðbólgu undanfar- innna ára sem brennt hefur verðmætin upp og rýrt lífskjörin.“ Þetta voru orð Hjartar Eiríksson- ar framkvæmdastjóra VMS í gær þegar hann var inntur eftir umsögn um nýju kjarasamningana. Hann sagði að efnahagsvöxtur hefði enginn verið hér undanfarin ár meðan hann hefur verið verulegur alls staðar í V-Evrópu. Aðilar vinnu- markaðarins, ríkisvaldið og bændur o.fl. hefðu með samningunum nú sammælst um að koma efnahagslíf- inu á svipað ról og í grannlöndunum. Það yrði með öllum tiltækum ráðum að sjá til þess að þeir haldi og að verðbólgan fari niður í þeim takti sem gert hefur verið ráð fyrir og að allt kerfið standist. Þessi samningur gæfi þjóðinni lang besta möguleika nokkru sinni til þess að vinna sig upp úr efnahagsvandamálum sem við hefur verið að stríða undanfarin ár og til þess að geta bætt lífskjörin í landinu raunverulega og varanlega. „Þetta verður auðvitað verulegt átak fyrstu mánuðina. Launahækk- un er lítil og enn eru eftir í pípunum verðbólguhækkanir, gamlar syndir frá fyrra ári, og þeirra vegna verður yfir 1% hækkun nú í mánuðinum sem er allt of mikið. Strax að honum loknum á verð- bólga að geta farið ört lækkandi og á næsta ári á að geta verið komin ró á efnahagslífið hjá okkur. Ef þetta tekst er ég sannfærður um að staðan fer verulega að batna úr því. Evrópa er að verða ein heild. Við þurfum að koma inn í þá mynd með einhverjum hætti þótt menn deili um hvernig. Við getum alls ekki ein- angrast hér og um það eru flestir sammála að því ég hygg. Þegar þetta verður þá skiptir það okkur verulegu máli að vera búin að koma okkar efnahagsmálum í nokkurt jafnvægi," sagði Hjörtur að lokum Víðtækustu samningar nokkru sinni „Þetta eru víðtækustu samningar nokkru sinni. Aðild að þeim eiga auk aðila vinnumarkaðarins og opin- berra starfsmanna; Stéttarsamband bænda, bankarnir, ríkisvaldið. Svona fylking hefur aldrei tekist í landinu áður. Þetta er risavaxin þj óðfélagsleg tilraun og fj öldi manna hefur lagt höfuðið á höggstokkinn að veði fyrir henni .Efþettamistekst þá skulu menn ekki reyna að eiga við þetta næstu þrjú-fjögur árin,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson for- maður Dagsbrúnar og Verkamanna- sambandsins. Guðmundur J. Guðmundsson lagði á það áherslu að til að tryggja markmið samninganna þyrfti mikla samstöðu og samheldni allra aðila. Ef þessi mikla tilraun mistækist þá stæði þjóðin frammi fyrir stórfelldri verðhækkanaskriðu og verðbólgu, hækkaðri lánskjaravísitölu og gjald- þrotafári, bæði hjá fyrirtækjum og einstaklingum. Guðmundur sagði að samningana ætti eftir að bera upp í einstökum félögum þannig að ekki væri útséð með hvort þeir tækju gildi. Öll skilyrði hefðu þó með þeim verið sköpuð til þess að halda verðbólg- unni í eins stafs tölu, milli 5 og 10%. Hins vegar ef einhverjir hópar sættu sig ekki við þær litlu kauphækkanir sem í samningnum væru og færu að taka til sín jafnframt því að njóta lægri vaxta, niðurgreiddra búvara sem almenningur fengi í stað kaup- hækkana þá væri leikurinn tapaður og ísland færi efnahagslega í hóp Suður-Ameríkuríkja. Þá væri ríkis- valdinu mikill vandi á höndum og ef það tæki t.d. til við að Ieggja á frekari skatta þá væru forsendur og markmið samninganna einnig eyði- lögð. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði í fréttum ríkisút- varpsins í gærkvöld að samningarnir kostuðu ríkissjóð um 1300 milljónir króna. Hann myndi ásamt sérfræð- ingum ráðuneytisins setjast niður nú um helgina og leita niðurskurðar- leiða til að mæta þessum fyrirsjáan- legu útgjöldum. Hann kvaðst búast við að hægt yrði að skera ríkisút- gjöldin niður um milljarð og tillögur um það yrðu lagðar fram eftir helg- ina. Nokkur nýnæmi Samningar BSRB sem undirritað- ir voru í gær, um hálfum sólarhring eftir undirritun ASÍWSÍ-VMS eru mjög áþekkir enda voru samböndin mjög samstíga í viðræðum við at- vinnurekendur sína. Launahækkan- ir beggja verða nákvæmlega þær sömu á samningstímanum. Þann 1. febrúar n.k. hækka mán- aðarlaun um 1,5%, 1. júní um 1,5%, 1. desember um 2%, 1. mars 1991 um 2,5% og 1. júní 1991 um 2%. Báðir samningar gilda jafnlengi eða næstu 20 mánuði. Sérstakar launabætur verða greiddar þrisvar sinnum á samnings- tímanum. Þær verða reiknaðar út frá meðaltali heildartekna án orlofs fyrir janúar-febrúar og marsmánuði og aftur af meðaltali september- október og nóvembermánaða á þessu ári. Þá verða greiddar launa- bætur af launameðaltali febrúar mars og aprílmánaða ársins 1991. Launabætur verða greiddar fyrir laun undir 60 þús. kr. á mánuði. Þær verða ákveðnar þannig að meðaltal launa viðmiðunarmánaðanna er dregið frá 60 þúsundum og hálfur mismunurinn greiddur launþega, þó ekki hærri upphæð en 10 þúsund kr. að meðtöldu orlofi. Launabæturnar lækka í hlutfalli við starfshlutfall og starfstíma. Desemberuppbót verður nú greidd sem hlutfall af starfshlutfalli eða starfstíma. Fyrir mann í fullu starfi verður hún 10 þúsund kr. og er hún föst tala sem ekki breytist þótt aðrar tölur í samningunum breytist. Sérstök orlofsuppbót verður greidd því fólki sem unnið hefur hjá sama vinnuveitanda orlofsárið og er í starfi síðustu viku apríl eða fyrstu viku maí skal fá greidda orlofsupp- bót, annaðhvort um leið og orlofsféð sjálft eða í síðasta lagi fyrir 15. ágúst. Orlofsuppbótin er föst starfs- hlutfallsbundin greiðsla sem er 7 þúsund krónur fyrir fullt starf á þessu ári en 7500 kr. árið 1991. -sá Norðurlandaráð sendir sjö manna nefnd til Sovét í vor til þess að ræða aukin samskipti við Æðstaráðið og Eystrasaltsríkin: Páll í forsvari Á fundi í forsætisnefnd Norður- landaráðs, sem haldinn var í Stokk- hólmi 30. janúar, var ákveðið að ráðið sendi sendinefnd til Moskvu og Eystrasaltsríkjanna, í þeim til- gangi að koma á bættum samskipt- um við ríki Austur Evrópu. Vænt- anlegur forseti Norðurlandaráðs, Páll Pétursson alþingismaður, mun verða í forsvari fyrir sendinefnd- ina. Að sögn Páls hefur enn ekki verið ákveðin dagsetning fararinn- ar, en að öllum líkindum verður hún í endaðan apríl næst komandi. Sjö manns verða í sendinefndinni. Þar af einn fulltrúa úr félags- og umhverfismálanefnd, einn úr efna- hagsnefnd og einn úr menningar- nefnd, en málefni er heyra undir svið þessara nefnda verða einkum rædd í ferðinni. Þrír fulltrúar auk Páls koma úr forsætisnefndinni, hverjir þeir verða mun ákveðið á væntanlegu Norðurlandaráðsþingi í Reykjavík, sem haldið verður í lok febrúar. í opinberri heimsókn sem Gorbatsjof Sovétleiðtogi átti til Finnlands í haust lét hann í Ijósi mjög eindregin vilja til aukins samstarfs við Norðurlandaráð og bauð heim sendinefnd frá ráðinu. „Það var nokkur meiningarmun- ur í forsætisnefndinni um hvernig ætti að svara þessu heimboði,“ sagði Páll. „Miðflokkafólkið tók strax þá afstöðu að svara því já- kvætt og reyna að koma á vinsam- legum samskiptum við Æðstaráðið og þing Eystrasaltsríkjanna, en aðrir voru varfærnari og vitnuðu mjög til þess að Norðurlandaráð ætti ekki að skipta sér af utanríkis- eða varnarmálum. Það hefur hins vegar aldrei staðið til að Norður- landaráð hefði frumkvæðið að því að ræða utanríkismál eða hermál f þessari ferð, svo þetta var reyndar óþarfa varfærni." Nefnd embættismanna Norður- landaráðs fór utan til Sovétríkj- anna í desember til þess að gera í samráði við Sovétmenn tillögur um hvernig eðlilegast væri að standa að væntanlegri heimsókn. Málið var síðan rætt á fundi for- Páll Pétursson, formaður væntan- legrar sendinefndar og næsti for- maður Norðurlandaráðs. sætisnefndarinnar, en ákvörðun frestað þar til nú í lok síðasta mánaðar. - ÁG Nýja Sendibílastöðin fertug: Gefa SEM hópnum heilt dagsverk í tilefni af 40 ára afmæli Nýju Sendibílastöðvarinnar ætla bílstjór- ar stöðvarinnar að gefa laun sín í einn dag í fjársöfnun til styrktar S.E.M. hópnum, en í þeim hópi eru fyrst og fremst einstaklingar sem hafa orðið fyrir mænuskaða í um- ferðarslysum. Jón Bergþórsson, sem keyrði hjá Nýju Sendibílastöðinni í 33 ár, segir að menn hafi viljað láta eitthvað gott af sér leiða á þessum tímamótum. „Við höfum verið í umferðinni í öll þessi ár og okkur finnst þessi félags- skapur vera tengdur okkur,“ sagði Jón. Nýja Sendibílastöðin mun ásamt bílstjórunum leggja fram ákveðna upphæð til S.E.M. hópsins. Jón sagði að vonast væri til að hér yrði um verulega fjárupphæð að ræða. í gær var opið hús hjá Nýju Sendibílastöðinni og þá heimsóttu margir viðskiptavinir afmælisbamið m.a. kom félagi í S.E.M. hópnum og þáði kaffi og kökur. Það voru sex starfandi bílstjórar í Reykjavík sem stofnuðu Nýju Sendibílastöðina 2. febrúar 1950. Tveimur árum síðar var fyrirtækinu breytt í hlutafélag. Nú starfa um 150 bílstjórar hjá fyrirtækinu við alls konar verkefni. - EÓ Eldur í mjöli Eldur kom upp í mjöli í Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunni á Kletti í gærmorgun. Mjölið var nýkomið úr þurrkara og inn í geymslu þegar eldurinn kom upp og em orsökin rekin til ofhitnun- ar í mjölinu. Skemmdir urðu ekki á tækjum né húsi, en slökkt var í mjölinu með gufu, þar sem það má ekki blotna. Slökkviliðið var kallað á staðinn og slökkti það eld er logaði í málningu utan á geymslunni. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.