Tíminn - 03.02.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.02.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 3. febrúar 1990 Tímitm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Úlgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Kjarasamningar Kjarasamningar þeir sem undirritaðir voru í gær milli Alþýðusambands íslands og samtaka vinnu- veitenda eru sögulegir og munu með réttu verða kallaðir tímamótasamningar, ef það gengur eftir sem lýst er yfir af hálfu beggja samningsaðila að með samningunum sé stefnt að því að gera óðaverðbólgu útlæga í íslensku hagkerfi. Pað sem augljóst má vera um þessa samninga er, að þeir fela í sér möguleika til þess að hægt sé að standa við yfirlýsingar um að aðilar vinnumarkað- arins séu sameinaðir í viljanum til þess að kveða verðbólguna niður, sem aftur er vísbending um að íslendingar og forystumenn þeirra séu loksins búnir að kveða niður hálfrar aldar gamalt verðbólg- uhugarfar heillar þjóðar. Áratugum saman hefur það verið landlæg trú á íslandi að hægt væri að lifa með verðbólgunni og klára sig af henni með alls kyns millifærslum og vísitöluuppbótum. Nú sýnist loks vera að renna upp sá tími að aðilar vinnumarkaðarins gera sér grein fyrir að gælur við verðbólguþróun og undanlátssemi við gengisfell- ingarstefnuna sem henni fylgir, er efnahagsleg helstefna og launþegum til bölvunar. Stöðugt verðlag og traust verðgildi krónunnar sem launþeg- ar fá greitt fyrir vinnu sína með er sú eina kjarabót sem í raun tryggir kaupmátt launa. Fyrsta skilyrði þess að geta lifað af launum er að launþegum sé ekki sífellt borgað með ónýtum gjaldmiðli, verð- lausum krónum. Yfirlýsingar beggja málsparta í þessum samningum ganga út á það að nú skuli verðbólga kveðin niður. Framkvæmd þessa nýja kjarasamnings, sem gerður er til 20 mánaða, sker úr um það hvort þessar yfirlýsingar halda. Um það verða samningsaðilar að sameinast í eðlilegu samstarfi við ríkisvaldið. Eins og ljóst má vera felur þessi samningur ekki í sér háar prósentuhækkanir á kauptöxtum. Það hefur komið skýrt fram hjá forystumönnum laun- þega að þeir telja hagsmunum launafólks betur borgið með því að tryggja kaupmátt launa gegnum stöðugt verðlag og litla verðbólgu en miklum prósentuhækkunum launastiganna. Á undanförnum áratugum hafa forystumenn launþega oft verið ásakaðir um að meta meira beinar krónutöluhækkanir en samræmdar kjara- bætur sem leiddu til niðurfærslu á verðlagi lífs- nauðsynja, styrktu verðgildi krónunnar inn á við og út á við og drægju úr verðbólgu. Hafi slík ásökun haft við rök að styðjast áður eiga þau ekki við nú. Hinir nýju samningar eru gerðir í anda niðurfærsluhugmyndarinnar, kannske ekki í fyrsta skipti í sögu íslenskra kjaramála, en af alvörumeiri samstöðu ríkjandi þjóðfélagsafla en nokkru sinni fyrr. Langtímaáhrif þessara samninga fara eftir því hvort þessi samstaða helst. Pjóðin hefur 20 mánuði til þess að láta á reyna í því efni. Pá sést hvort hér hafa verið gerðir „tímamótasamningar“. „Völt er æra, tign og trú, týnist margur smáður. Sárt er leikinn Sjáseskú. - Sá var mærð- ur áður.“ Eins og sjá má er þetta dapurlega stef tilbrigði við fornt spakmæli, að völt séu veraldar- gæði: Sic transit gloria mundi. Sjónvarpið rifjaði upp fyrir nokkrum dögum þann margvís- lega heiður, sem Nikulási Ce- ausescu, fyrrum Rúmeníufors- eta, var sýndur af vestrænum ríkisstjórnum lengst af sínum langa valdaferli, sem hófst 1967 og lauk um síðustu jól. Aðdáun á Ceausescu Af þessari upprifjun mátti m.a. sjá að Bandaríkjamenn gerðu sér títt um Ceausescu því að hann heimsótti Bandaríkja- forseta hvern á fætur öðrum, og miklu oftar en búast hefði mátt við um forystumann tiltölulega lítils kommúnistaríkis í Suðaust- ur-Evrópu og aðila að Varsjár- bandalaginu. En það sem gerði Rúmeníu svo áhugaverða í aug- um Bandaríkjamanna var sér- staða landsins í Varsjárbanda- laginu. Ceausescu hafði alla for- ystu um að Rúmenar stóðu uppi í hárinu á sovétstjórninni í þessu hernaðarbandalagi kommún- istaríkjanna og fór þar sínar eigin leiðir. Richard Nixon varð fyrstur Bandaríkjaforseta til að sýna Ceausescu sérstakt traust og virðingu, þegar hann heim- sótti Rúmeníu fyrst allra Aust- ur-Evrópulanda eftir að hann varð forseti. En Bandaríkjamenn voru ekki einir um að auðsýna Ceaus- escu virðingu sína. Það gerðu vestrænar ríkisstjórnir yfirleitt. Rúmeníuforseti hafði ekki und- an að þiggja boð ríkisstjórna lýðræðisþjóða og mátti um hann segja að hann virtist hverjum manni vel hvar sem hann kom. Hann stansaði m.a. dagstund á íslandi 12. október 1970, heim- sótti forseta íslands á Bessastöð- um og hitti þar að máli þáver- andi forsætisráðherra landsins og formann Sjálfstæðisflokks- ins, Jóhann Hafstein, og forystu- menn Alþýðuflokksins, Gylfa P. Gíslason viðskiptaráðherra og Emil Jónsson utanríkisráð- herra, sem fyrstur íslenskra ráð- herra mun hafa heimsótt Rúm- eníu í opinberri heimsókn 1969 og lét vel af ráðamönnum þar, m.a. Ceausescu, sem hann sagði að væri „heimskunnur fyrir að hafa sínar eigin sjálfstæðu skoðanir á heimsmálum" og minntist þess í ævisögu sinni síðar, að hann hefði verið „mjög vingjarnlegur og elskulegur í viðmóti“. Tíminn var stjórnarandstöðu- blað 1970, þegar íslenska ríkis- stjórnin gekkst fyrir heimsókn Rúmeníuforseta að Bessastöð- um. Blaðið gerir heimsókninni ítarleg skil, segir m.a. að í „móttökulínunni“ á Bessastöð- um hafi verið fremstir forsæti- sráðherra Jóhann Hafstein og frú, utanríkisráðherra Emil Jónsson, Gylfi Þ. Gíslason ráð- herra og frú, Ásgeir Ásgeirsson fyrrverandi forseti, Birgir Finns- son forseti Sameinaðs Alþingis og frú og Einar Arnalds forseti Hæstaréttar. Síðan komu for- menn stjórnmálaflokkanna í réttri röð, þar á eftir ráðuneyt- isstjórar og aðrir embættismenn og loks nokkrir erlendir sendi- menn. Blaðaljósmyndirfrá þess- um tíma sýna að íslenskir for- ystumenn hafa tekið vel á móti Ceausescu, enda kallar Tíminn hann „mikilmenni" í fréttafrá- sögn, en Morgunblaðið vekur athygli á sjálfstæði hans gagn- vart sovétstjórninni sem m.a. kæmi fram í því að Rúmenía væri eina ríki Varsjárbandalags- ins sem tók ekki þátt í innrásinni í Tékkóslóvakíu í ágúst 1968, enda gagnrýndi Ceausescu inn- rásina harðlega, segir Morgun- blaðið í aðdáunartón. Heimdallur og Æskulýðsfylking Sjónvarpið minntist á dögun- um virðulegrar móttöku Rúm- eníuforseta í Danmörku á þess- um velmektarárum hans og við- hafnarmikillar athafnar í tilefni heimsóknar til Bretadrottningar á sinni tið. Danadrottning veitti þeim Elínu og Nikulási Ceaus- escu æðstu heiðursmerki fílsorð- unnar og dannebrogsorðunnar sem þeim hjónum þótti mikið til koma og höfðu til sýnis opinber- lega í sérstöku safnahúsi með öðrum góðum gjöfum og virð- ingarmerkjum frá ríkisstjórnum og þjóðhöfðingjum vestrænna lýðræðislanda. En svo gerist það, segir fréttamaður sjón- varpsins í Kaupmannahöfn, að danska ríkisstjórnin hefur nú strikað út nöfn Elínar og Niku- lásar af skrá um dannebrogs- menn og krossbera fílsorðunar og krafist þess að heiðursmerkj- um þeirra sé skilað aftur. Nú má vera að hefðir frá einvaldstíma Danakonunga styðji þá aðferð að „mikilmenni" séu aftignuð, þegar upp um þau kemst að þau séu ekki heiðurs og hrósyrða virði, með því að strika nöfn þeirra út úr fundagerðarbók orðunefndar, jafnvel þótt dauð séu. En útstrikunaraðferðin minn- ir annars meira á staliniska sagn- fræði og söguvísindi Ceausescus sjálfs en danska sannleiksást og notalega gamansemi. Svona pjatt frá síðbarokktíma vekur fremur hæðnishlátur en góðlát- legt bros. Standið kringum Ce- ausescu hér og þar var aldrei annað en diplómatískur hégómi og þjónkun við stundarhags- muni í utanríkispólitík. Þótt Morgunblaðið hefði að vísu á orði fyrir tuttugu árum að Ce- ausescu stjórnaði með harðri hendi í innanlandsmálum, fagn- aði blaðið sjálfstæði hans í utan- ríkismálum eins og þá var tíska í vestrænum löndum, ekki síst í Bandaríkjunum, þar sem það hefur ekki verið til siðs að ofgera ávirðingar einvaldsherra, ef það hefur þjónað utanríkisstefnu Bandaríkjastjórnar í það og það sinnið. Við upprifjun valdaferils Ce- ausescus, þar sem aðdáun vest- rænna lýðræðissinna, með Bandaríkjastjórn í broddi fylk- ingar, vekur hvað mesta athygli, er varla tiltökumál þó að Al- þýðubandalagsmenn hafi haft nokkurn áhuga á manninum eft- ir því sem það gat fallið að sósíalískri stefnu þeirra og leit þeirra að fyrirmyndum um fram- kvæmd sósíalismans á íslandi og afstöðu til hernaðarbandalaga. Svo einkennilega vill til að fyrir 20 árum áttu sjálfstæðismenn og alþýðubandalagsmenn það sam- eiginlegt að eyða aðdáun sinni á sömu mannpersónuna, Nikulás Ceausescu Rúmeníuforseta, þótt með ólíkum rökum væri. Morgunblaðið er að sproksetja Inga R. Helgason eftir 20 ár fyrir að hafa trúað því að Ceaus- escu væri að framkvæma sósíal- isma í Rúmeníu. Ingi gerði ekki annað en að trúa því sem trú- gjarnir sósíalistar þeirra ára kepptust um að trúa, alveg eins og sjálfstæðismenn þess tíma voru önnum kafnir við að trúa því um menn og málefni sem þeir helst vildu trúa. Ef ekki væri um Ceausescu karlinn að ræða, fallinn og sviptan fílsorð- unni, þá hefði það mátt verða rannsóknarefni um skapgerðar- einkenni hans og „margslunginn persónuleika“ að vera í senn átrúnaðargoð Heimdallar og Æskulýðsfylkingarinnar. Hinir ólíkustu hópar fundu eitthvað gott í Ceausescu. Líkingamál Ólafs Ragnars 1 þessum íslensku Ceausescu- fræðum upp á síðkastið hefur fátt orðið fornvinum hans í Sjálf- stæðisflokknum - sem nú hafa snúið við honum baki - meiri hneykslunarhella en orð sem Ólafur Ragnar Grímsson á að hafa sagt á fundi í Reykjavík, þar sem hann minnti með nokk- uð sterkum orðum á grunnmúr- að valdakerfi Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. Að vísu þarf sérstaka hvimpni og uppgerðar- hneykslun til þess að láta sér bregða við líkingamál Ólafs Ragnars Grímssonar í þessu til- felli, því að ekki eru sjálfstæðis- menn og ýmsir Morgunblaðs- menn svo vandir að samlíking- um um stjórnkerfi og fram- leiðsluskipulag landa milli, að þeim þurfi að blöskra litríkar samanburðarmyndir annarra. Þannig má heyra talsmenn ný- kapitalismans á íslandi endur- taka í ræðum sínum og viðtölum og lesa það í ritgerðum þeirra, að íslenskt hagkerfi eigi sér enga fyrirmynd nema miðstýringar- skipulag alþýðulýðveldanna og ekki hikað við að halda því fram að Framsóknarflokkurinn og „framsóknarmenn allra flokka“ séu á sama stigi í hagstjórnar- fræðum og Honecker og Brésneff. Sjálfstæðismönnum finnst ekkert athugavert við það að nota líkingamál af þessu tagi, ef þeir þurfa að sverta ímynd ands- tæðinga sinna eða gera þá að pólitískum hjárænum. En þeir ætla af göflunum að ganga, ef öðrum verður á að draga upp sterkar samlíkingar til þess að fá fólk til að hugsa um valdakerfi Sjálfstæðisflokksins, sem í Reykjavík hefur þróast sem gróið einflokkskerfi sem reynt er að viðhalda með persón- udýrkun að svo miklu leyti sem það er hægt í lýðræðislandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.