Tíminn - 03.02.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.02.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 3. febrúar 1990 Tíminn 7 imt* i ii r | mít *> L m u ’*** ■to ifi \d mt 9*1 Æm fjljl fPpl W'' ■ . ... . 1 llF JF WmBr w * i 1 ÉÉÉÉýr ’ Til þess að hafa nú á allan fyrirvara þá er best að segja það strax að Davíð Oddsson er eng- inn Ceausescu, hvorki af.holdi og blóði né í orði og verkum. Að því leyti til ætti að strika nafn Rúmeníuforseta út úr greinum og ræðuhandritum sem fjalla um reykvíska borgarpólitík eins- og orðunefndin danska máði nafnið út úr fundagerðarbók sinni. Þegar öllu er á botninn hvolft er óþarfi að ganga svo langt í samjöfnuði á einræðis- hneigð Reykjavíkuríhaldsins við aðrar einræðisstefnur að tína það versta til, hversu freistandi sem það kann að vera í orða- sennum. En jafnvel þótt forsvarsmönn- um Reykjavíkuríhaldsins takist að slá niður stórkarlalegan munnsöfnuð og mannjöfnuð Ólafs Ragnars Grímssonar, þá er það eigi að síður lýðræðisleg nauðsyn að íhaldsandstæðingar í borginni nái tökum á að sýna hugsandi mönnum og ábyrgum kjósendum fram á hversu fárán- legt - og reyndar andlýðræðis- legt - það er að sami stjórnmála- flokkurinn hefur ráðið Reykja- víkurborg uppihaldslítið í 60 ár og reyndar miklu lengur, ef miðað er við þau pólitísku sam- tök sem Sjálfstæðisflokkurinn er sprottinn af. Stundum hefur Sjálfstæðisflokkurinn haldið völdum án þess að vera í meiri- hluta meðal kjósenda vegna ágalla á útreikningsaðferðum kosningalaga. Borgarstjórnar- kosningar Borgarstjórnarkosningar eiga að fara fram eftir fjóra mánuði. Ekki er vafi á því að í þeim kosningum verður hart tekist á, þótt enn sé margt á huldu hvem- ig það á að fara fram. Enginn efi er að Sjálfstæðisflokkurinn býð- ur fram sinn lista og ekki ástæða til að gera því skóna að ekki verði eining um hann þegar á hólminn er komið. íhaldsandstæðingar eiga að sjálfsögðu að búa sig undir að mæta vel skipulögðu og samein- uðu liði Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum. Slíkt gerir þá kröfu til þeirra að þeir eigi með sér góðá kosningasam- vinnu, þótt játa verði að á fyrir- komulagi hennar er engin ein- föld lausn. Þrátt fyrir allt eru íhaldsandstæðingar í Reykjavík engin skipulagsleg heild, heldur skiptir milli margra stjórnmála- flokka. Framhjá því verður ekki gengið. Frambærilegt forystulið á framboðslistum og í borg- armálefnum er helst að finna hjá hinum skipulögðu stjórnmála- flokkum. Til þess að ná raunhæf- um tökum á kosningasamvinnu íhaldsandstæðinga verður að virða flokkssamtökin og virkja þau til sameiginlegra átaka. Þótt á pappírnum sýnist ein- faldast og árangursríkast að bera fram einn lista gegn Sjálfstæðis- flokknum, þá er eigi að síður pólitískt vandaverk að setja slík- an lista saman. Hann verður ekki til fyrir óskhyggju einstakra manna eða einar saman reikn- ingslíkur um góða vígstöðu sam- einaðs lista. í því sambandi er vert að minnast þess að Sjálf- stæðisflokkurinn beið ósigur í borgarstjórnarkosningum 1978, ekki fyrir einum lista heldur mörgum flokkslistum. Óaðgengileg ________hugmynd____________ í Tímanum fyrir viku var ítarlegt viðtal við Sigrúnu Magn- úsdóttur, borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins. Hún benti þar á að á kjörtímabilinu hefur yfir- leitt verið jákvætt samstarf á milli minnihlutaflokkanna í borgarstjórn og leitast við að hafa málefnalega samstöðu uin afstöðu til stefnu sjálfstæðis- meirihlutans. Fyrir einu ári var vissulega rætt um þann mögu- leika að minnihlutaflokkarnir stilltu upp sameiginlegum lista í næstu kosningum á jafnréttis- grundvelli þannig að flokkarnir skiptu með sér átta efstu fram- boðssætunum á slíkum lista. Þessi framboðsmöguleiki virtist eiga verulegan hljómgrunn í þeim flokkum sem hér áttu hlut að máli, a.m.k. Alþýðubanda- lagi, Alþýðuflokki og Fram- sóknarflokki, en miklu síður í röðum Kvennalistans. Það urðu þó ekki Kvennalistakonur sem gerðu þessa hugmynd að engu, heldur fyrst og fremst alþýðu- flokksmenn, sem lentu í útistöð- um við Alþýðubandalagið vegna einnar stöðuveitingar við skóla nokkurn í Reykjavík sem kratar tóku mjög nærri sér. Það sýndi að ekki mátti mikið út af bera til þess að raska þeim grundvelli sem átti að nota til að byggja upp árangursríka samstöðu minnihlutaflokkanna gegn al- veldi íhaldsins. Þegar svo var komið lá það fyrir að flokkarnir hlytu að bjóða fram hver í sínu lagi, þótt nauðsynlegt væri eigi að síður að þeir leituðust við að hafa málefnalega samstöðu. Því miður þróuðust mál ekki á þann veg að flokkarnir fengju frið til að búa sig undir borgar- stjórnarkosningarnar hver með sinn lista og yfirlýsingu um mál- efnalega samstöðu, heldur kom upp sú hugmynd hjá Alþýðu- bandalagi og Alþýðuflokki að mynda sérstaka framboðshreyf- ingu þvert á alla flokka og efna til almenns opins prófkjörs um framboðslista. Segja verður eins og er að þessi tillaga er allsendis óaðgengileg fyrir aðra en þá sem hana fluttu. Ef endurvekja átti viljann um sameiginlegan fram- boðslista íhaldsandstæðinga varð í aðalatriðum að byggja á þeirri hugmynd sem rædd var fyrir einu ári um beint samstarf viðkomandi flokka um röðun á slíkan lista, en láta ekki kylfu „galopins prófkjörs" ráða kasti í svo viðamiklu máli. I þessu efni verður raunsæi að ráða en ekki sú sérstaka samfylkingarpólitík sem kennd er við Birtingu og hefur allt annað að markmiði (ef rétt er skilið) en aðsteðjandi framboð til borgarstjórnarkosn- inga í Reykjavík. Samfylking- arpólitík Birtingarmanna er hugdetta fámennishóps í Alþýð- ubandalaginu og beinist að Al- þýðuflokknum, en hefur enga almenna skírskotun til íhald- sandstæðinga og eru Alþýð- ubandalagsmenn þá ekki undan- skildir og Alþýðuflokksmenn ekki heldur. Viðræður um samstöðu minni- hlutaflokkanna í borgarstjórn verður að byggja á hugmyndum sem telja má aðgengilegar fyrir alla aðila, en ekki umdeildum sérskoðunum fámennishópa, sem þeir þráast við að halda fram löngu eftir að þeim hefur verið hafnað. Samstaða gegn Sj álfstæðisflokknum Um væntanlegar borgarstjóm- arkosningar í Reykjavík er það annars að segja að ef íhaldsand- stæðingar ætla að ná árangri í baráttu sinni, þá verða þeir að gera það með öðru en vanhugs- uðum hugmyndum um að brjóta niður skipulagsbundinn félags- skap sjálfra sín í þeirri trú að upp af slíkri rúst sjálfseyðingar- innar rísi fuglinn Fönix endur- borinn. Tími ævintýrafugla forn- aldar er löngu liðinn. Tími form- leysunnar er heldur ekki geng- inn í garð. íhaldsandstæðingar eiga að sameinast um málefni, sem þeim ætti að vera auðvelt eftir góða málefnasamstöðu síðustu tvö kjörtímabil. Sameiginleg mál- efni sín eiga þeir að bera undir reykvíska kjósendur með skyn- samlegum og samræmdum mál- flutningi og skírskotun til þeirra tugþúsunda á öllum aldri sem vilja félagslegar framfarir í borg- inni í stað forsóunar á fé borgar- sjóðs í gagnslausar stórbygging- ar og aðrar vafasamar fram- kvæmdir. Hér er um að ræða sameiginlegt gagnrýnisefni allra minnihlutaflokkanna sem þeir hafa sýnt samstöðu um í borgar- stjórn. Það er eitt af höfuðatrið- um í málflutningi minnihluta- flokkanna að sýna kjósendum fram á þessa samstöðu og skáka því fram gegn þeirri glundroða- kenningu sem íhaldið hefur mat- að krókinn á í áratugi, gert Sjálfstæðisflokkinn að einræðis- valdi í Reykjavík. Ekki skal úr því dregið að þörf sé a að tala vel valin orð við Davíð borgarstjóra persónu- lega, enda stendur ekki á því. En minnihlutaflokkarnir ættu að átta sig á, að það er árangurslítið að vera sífellt með nafn eins manns á vörunum og gera úr honum þá ímynd að hann sé allsráðandi, að ekki geti komið maður í manns stað. Davíð Oddsson leikur vel sitt hlutverk, ekki sem einræðisherra heldur sem þjónn Reykjavíkuríhalds- ins eins og ætlast er til af íhalds- borgarstjórum. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins eru ekki að berjast við Davíð Oddsson. Hann er stundartáknið. Honum er afmörkuð stund. Þeir eiga í höggi við gróið einræðisvald eins stjórnmálaflokks, sem tímabært er að hnekkja eftir margra mannsaldra setu í sama stólnum. Þar fyrir er ekkert á móti því að minnast borgarstjórans í Reykja- vík í lokin með þeim meiningar- lausa hálfkæringi, sem er svo vinsæll í reykvískri pólitfk: „íhalds rotið rekur bú - rak það margur áður, soldið líkur Sjás- eskú, sagður valdabráður.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.